Ísafold - 06.07.1918, Qupperneq 2

Ísafold - 06.07.1918, Qupperneq 2
2 1S AFOLD Það tilkynnist hjer tneð öllum seljendum, að út- flutnin^snefndin hefir ákveðið að taka af hverri söluupphæð Va — hálf — % til kostnaðar við ráðstafanir, störf og framkvæmdir nefndarinnar. Komi það fyrir, að þetta gjald nægi eigi til sliks kostnaðar, áskilur nefndin sér rétt til að jafna :: niður á seljecdur því er á kynni að varita. :: Reykjavík, 29. júní 1918. Útflutningsnefndin. Thor Jensen, Pjetur Jónsson. formaður. Ó. Benjamínsson. Mikilvægsata málii í heimi. Tvær ritgerðir eftir Sir Arthur Conan Doyle og Sir Oliver Lodge, er nýkomið út og fæst hjá bóksölum. Kostar 1 krónu. Isaíold - Olaíur Björnsson. ar gúð«? Hann, sem sagði: »f>ér hafið heyrt að boðið var : Auga fyr- ir Buga og tönn fyrir tönn. En eg segi við yður: þér skuluð ekki rita gegn meingerðarmanninum, en slái eÍDhver þig á hægri kinn þína, þá snú þú einnig hinni að honum.« (Matt 5, 38—39.) Mun slíkt boðorð kornið frá gnði befndarinnar, eins og Gyðingar hugsuðu sér hann framan af ? Fyrir nokkrum árum gerðist smá- saga, sem fræg varð í sunuudaga- skólanum í Eeykjavik. Lítil stúlka kom inn til frú Guðrúnar, móður sr. Friðriks Friðrikssonar, barnavinar- ins. Litla stúlkan var grátandi, af því, að drengur hafði hrekkjað hana Frú Guðrún var að baka lummur, og gaf kenni eina til að hugga hana. En áður en lítla stúlkan færi út, bað hún frú Guðrúnu að gefa sér aðra lummu handa drengnum, sem hafði hrekkjað hana. það fekk hún auðvitað fúslega. Sagan sýnir, hver áhrif kenning Jesú hjá þeim mæðg- inum hafði haft á barnið. Eg veit ekki, hvort ykkur þykir sérlega mik ið í þessa sögu varið; en í sunnu- dagaskólanum var henni tekið með miklum fögnuði. Vér getum hugsað oss, hver áhrif hún hefir haft á dreng inn, þessi aðferð. Mér þykir trúleg- ast, að honum hafi farið lfkt og læri- sveinunum forðum, er Jesú miklaði trú kanversku konunnar. Hann hafði sneypst svo, að hann hafi ekki hrekkjað litlu stúlkuna næstu daga. þá er Jesú kennir lærisveinum síuum að biðja til guðs, byrjar hann ekki á: faðir minn, heldur: »faðir v 0 r«, faðir allra manna, lika faðir heiðingjanna, jafnvel Hottentotta og Astralfusvertingja, sem allra lægsrir eru taldir í mannfélagsstiganum. Og föðurkærleiki guðs nær einnig til dýranna. Enginn minsti spörfugl fellur til jarðar án vilja hins mikla ástföður að vitni Jesú sjálfs. (Matt. 10, 29. Lúk. 12, 6.) Hvort verður lengra rakið? KeDning Jesú sýnír: Alstaðar er hinn sami faðmur guðs almáttugu föðurástar opinn. Hinir fyrstu kristnu minnast jafnvel á þá hugmynd sína að dýrin fái rúm á hinu eilífa ríki guðs (Róm. 8, 21.) Og úr fegursta spádómi gamla testa mentisins um Krist (Jes. 11, 1—13.) er yrkisefni skáldsins: »Leikur sér að ljóni lamb f Paradfs«. Ura það hefir að vísu ekkert orð frá Jesú geymst til vorra daga. Um það getur því hver og einn trúað þvf, Bem honum þykir trúlegast. Mér þykir fyrir mitt leyti kenning sálar- fræðing8ins mikla, William’s James’, aðdéanlega fögur, að hvert Iaufblað i Sk 'ginum Iifi eilíflega, sbr. »Ódauðleik mamsinst. Guðm. Finnbogason þýddi R.vík 1905. Bls. 61.) og virðist jafnvel eigi fjarri, að sú kenning sé í hinum viðsýna og göfuga anda Krists. Eg býst gjarnan við spurningunni: Ef allar frelsast að lokum, er þá ekki sama hvernig mennirnir breyta? þessari spurningu svara eg algerlega neitandi. Hið vonda deyðir hið góða í 088 smám saman, ef það nær yfirhöDdinni, og samvizkan lætur marga engan frið hafa, þóbt aðrir séu leiknir í að svæfa hana. En hún vaknar að lokum með marg- földu afli. f>að hefir Jesú sýnt með dæmi ríka maunsins, (16, 19—28) er kvaldist í loga h e n n a r. þannig skil eg söguna. Helvíti í eldi og brennisteini trúi eg ekki. Slfk hug- mynd tilheyrir þroskaleysis stigi mannsandans, og mun vera kominn úr Persatrú inn í trú Gyðinga á herleiðingartfmanum, jafnframt trúnni á persónulegan djöful, sem svipar til myrkraguðsins. En er samvizkan er að lokum vökn- jð, þótt jafnvel ekki sé fyrr en í ðru lífi, vona eg, að guðs kær- iki laði mennina til afn. En fyr það er orðið, getur maðurinn ekki komist í samband við guð og notið alsælunnar mað honum. En þetta er aðeins von, en sterk von margra beztu manna heimsins. Hitt er vissa, sem Jesú hefir flutt oss, að »guð lætur engan synjandi frá sér fara«, er snýr sér til hans í alvöru. En ef hugsanlegt er, að nokkur hati guð og vilji aldrei um eilffð taka < hina útréttu hönd, þá er það »synd á móti heilögum anda«, sem ekki er unt að fyrirgefa, því að maðurinn er þá orðinn að djöfli. þetta er að- eins hugsanlegt; en von vor til hins almáttuga guðs er sú, að slfkt komi aldrei fyrir. Von vor er sú, 6r kraft sinn á í kenningu Jesú Krist, að allir heiðingjar, allir, sem hafa vilst frá guði hér í lffi, og allir, sem enn hafa eigi náð »Kristsfyllingunni«, eins og postulinn orðar það (Ef. 4, 13.) muni enn eiga eftir líf 1 ríki náðar- innar, þar sem þeir fái tækifæri til að snúa sér til guðs, löngun til þess og mátt til þess. Enginn verður betri né verri við það eitt að deyja,. Jesú sagði í skilnaðarræðu sinni til lærisveinanna »1 hiísi föður míns eru mörg híbýlú (Jóh. 14, 2.) Og hann kvaðsB fara burtu til að tiibúa þeim stað. Mór þykir lfklegast og trúi því, að hann velji hverjum stað við hans hæfi, þar sem allir þroskast stig af stigi, nálgist smátt og smátt hið mikla takmark að Ifkjast guði sem mest að ást og gæðum. Og hvort mun eigi sælan mesta einmibt fólgin í þessu, að göfga sjalfan sig og aðra, að stefna að guðlegri full- komnun og leiða aðra með sér til guðs, að verða sífelt betri og betri? Og hvort mun nokkur sæla ef ekki er starf, siðbætandi starf? í því hygg eg einmitt vera fólgna hina æðstu sælu. það er »lífsins kórónan* sem fyrirheitið hljóðar um (Sbr. Op. 2, 10.) Og að lokum vonum vér, að rætist hin inndæla spá: »Guð raun þerra hvert tár af augum þeirra« (Op. 21, 4.) En um leið kemur mér f hug: Mun eigi einhver listamað- urinn »af guðs náð« eiga eftir að mála þessu fögru hugmynd í ódauð- legu listaverki á einhverja altaris töfluna, guð sjálfan að þerra tárin af aúgum smælÍDgjanna. það gæti í sannleika orðið dýrleg mynd. En dýrðlegri verður hún þó sfðar, er vér í sannleika fáum að reyna fyllingu þessa fagnaðarboð- skapar, þar sem alt verður eining og ást, »friður og fögnuður í heilögum anda«.----------- Ef Jesú hefði eigi komið í heim- inn og leiðrétt guðshugmynd mann- anna, er mjög líklegt að þeír hefðu haldið áfram að hugsa sér hann eins eg strangan harðatjóra, sem hefði eigi síður ánægju af að refsa en launa, sem »drotnaði með járnsprota*, Dærri »hjartalausa« veru. En sonurinD, sem hafði fengið að reyna sælu þess, að hallast að brjósti guðs föður, hann kom og veitti oss þekking á honum. Tvívegis 8egir Mattheus guðspjalla- maður frá, að Jesús minti Fariseana á þessi orð um miskunsemi guðs: Miskunsemi þrái eg, en ekki fórn. (Matth. 9, 13., 12, 7.). Ekki benda þau orð á, að guð hvorki megi né geti fyrirgefið, nema hefnd komi fyrir einhversstaðar frá. þau sýna þvert á móti, að guð bæði vill og getur fyrirgefið, og gerir það líka skilyrðislaust, því að hann er hin eilífa uppspretta kærleikans, og ástin er einmitt æðsti heiður hans. Og hann þráir að vér mennírnir líkjumst sér í miskunsemi, svo að vér getum verið hans dýrðlegi söfnuður, sem ekki hafi blett né hrukku harðýðg- innar, heldur sé heilagur og lýtalaus (sbr. Ef. 5, 27.), eins og postulinn kemst að orði, eða eins og Jesús sjálfur sagði: Verið þér því full- komnir, eins og yðar himneski faðir er fullkominn. En rétt áður hafði hann sagt: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður, til þess að þér séuð eynir föður yðar sem eru á himnum, því að hann lætur sól síua renna upp yfir vonda og góða og rigna yfir réttláta og rangláta. þessi orð sýna hvað Jefús á við, er hann bætir við . Verið því fullkomnir, eins og yðar himneski faðir er fulikominn. (Matth, 5, 44 — 45. 48.). Enda sagði hann: Sælir eru friðsemjendur, því að þeir munu guðs synir kallaðir verða (Matth. 5,9.). Kæri Jesú, þú mikli boðberi ástar- innar og friðarins. Gef þú oss þinn himneska frið, sem enginn fær frá oss tekið. Og gef þú frið meðal þjóðanna svo að sverðin brjótandi faðmist fjarlægir lýðir. (Sbr. sálminn »Faðir andanna«). Lát mannavígin linna. Og ef eigi, þá gef þó að minsta kosti frið á fæðingftrhátfðinni þinni. Algóði kærleikans guð og faðir vor allra, faðir þjóðverjans jafnt og Eng- londingsins. Gef þú vopnahlé í skot- gryfjunum. Gef þú jólafrið þinn einn- ig þar. Gef þú oss líka gleðileg jól, góði Jesú, oss öllum. Gef oss öllum að finna í sálum vorum fyllingu fyrirheitis þíns: »Sjá, eg er með yð- ur alla daga alt til enda veraldar- ÍDnar (Matth. 28, 20.). í þínu bless- aða nafni. Amen. Erl. simfregnir. Frá fréttaritara ísafoldar. Khöfn 27. jiiní Stórþjóðverjar krefjast þess að Kulmann utanríkisráðherra verði lát- inn fara frá þegar í stað. Kerensky er kominn til Lundúna. Michal stórfursti er foringi hinnar nýjú síberisku stjórnar. Dagens Nyheter segja að það sé opinberlega tilkynt að fyrverandi Riissnkeisari hafi verið myitur. Siberia neitar að selja Rússum korn, nema því aðeins að Lenin sé rekion frá völdurn. Hernaðarsvæðið í Frakklandi nær nú einnig yfir París. Meginþorri íbúanna i Finnlandi fær nú ekki tíunda hluta af venju- legum matarskarnti. Khöfn, 28. júní. Frá Pan's er símað, að búist sé við því að Maximalistar i Rússlar.di verði nú aigerlega yfirbugaðir. And- stæðingar þeirra hafa náð borgunum Perm, Irkutsk og Charovsk á sitt vald. AIl herjarverkfall er hafið i Ung- verjalandi. Frá Stokkhólmi er símað, að al- talað sé i Petrograd, að her Maxi- malista haíi verið yfirunninn og að þýzku hersveitirnar í Rússlandi hafi kosið Nikulás stórfursta fyrir keisara- að Korniloff (sem áður var sagður dauður) og Kaledin hafi náð Moskva á sitt vald, en Lenin og Tiotsky séu flúnir. Frá London er símað, að Keren- sky hafi beiðst liðveizlu bandamanna gegn Þjóðverjum, en ekki til að skakka leikinn innanlands. Frá Wien er simað, að einveldis- sinnar í Rússlandi hafi hvarvetna gnægð vopna og skotfæra. Frá Róm er símað, að íangatalan sé nú orðin 18000, sem ítalir hafa tekið af Austurríkismönnum. Khöfn, 28. júní síðd. Wolffs fréttastofa telur það vafa- samt, að fyrverandi Rússakeisari bafi verið myrtur. A fundum þeim, sem ráðherrar Norðurlanda hafa átt með sér, hafa þeir rætt urn framhaldandi hlutleys- isráðstafanir og um vinsamlega sam- vinnu milli landanna, um að reyna eftir ófriðarlok að halda áfram verzl- unarviðskiftum þeim, sem svo vel hafa reynst á ófriðartímunum. Enn fremur er ráégert að byrja stjórn- málasamvinnu milli landanna og berj- ast í sameiningu á móti íhlutun og áhrifum útlendinga. Khöfn 29. júnl. Ríkisráðið í Austurriki hefir verið kallað saman. Þjóðverjar hafa keypt tvo vígdreka úr Svartahafsflota Rússa og borgað fyrir þá 35 mtlj. rúbla. Bandamönnum hefir orðið vel á- gengt fyrir sunnan Áisne og hafa tekið 1 500 fanga. Verkfallið í Ungverjalandi er á enda. Herteknir þýzkir hermenn segja frá þvl, að megn kvefsótt (Influensa) geisi nú í her Þjóðverja. Frá Darmstadt er símað að Rússa- keisari sé enn á lífi. Khöfn 29. júní Sendiherra Rússa í Berlín ber það aftur að Nikuiás keisari hafi verið myrtur. Fréttastofa Ukrainista heldur því fram að 200.000 grí3kir her- menn séu reiðubúnir til að veita bandamönnum lið. Frakkar halda því fram að Nikulás keisari hafi verið myrtur. Bandamenn haíi gert hríð hjá Lys 0g Aisne. Khöfn, 30. júní síðd. Meðan forsætisráðherra Ucgverja var á þingi að skýra frá undanhaldi Austurríkismanna hjá Piave, urðu ólæti mikil og uppþot í þinginu. Frá Berlín er símað, að vikuskamt- urinn af kartöflum hafi verið mink- aður um helming. Fyrverandi herfangar Rússa, þýzk- ir og Austurríkskir, hafa unnið sig- ur á Czeckoslovökum og náð Ir- kutsk á sitt vald. Khöfn, 30. júní. Kerensky er kominn til Parísar og er þar á ráðstefnu með rúss- neska sendiherranum. Frakkar sækja fram fyrir sunnan Aisne og hafa handtekið iyooÞjóð- verja. Khöfn, 1. júli. Austurríkiskeisari hefir skrifað Þýzkalandskeisara bréf, þar sem hann skýrir frá því, að matvæla- skorturinn í Austurríki sé fram kom- inn af óviðráðanlegum kringum- stæðum. Maximalistar mótmæla landgönþu bandamanna á Múrmannsströndinni og skora á rauðu hersveitirnar að veita her Miðveldanna viðnám og skifta kornmatarbirgðunum btóður- lega, þar til nýja uppskeran kemur. Khöfn, 1. júlí. Ef bandamenn skerast I leikinn í Rússlaudi, ætla Maximalistar að biðja Þjóðverja liðveizlu. Alexiefí hershöfðingi stýrir herliði Siberiu. 1 Czecko-Slavar hafa uppleyst borgar- stjórn Maximalista I Vladivostock. Karelen búar æskja þess að það hérað sameinist Finnlandi. Khöfn, 2. júlí. Stjórnarbylting hefir verið hafin gegn Maximalistum í Síberíu og Kússlandi. ítalir hafa náð aftur á sitt vald Monte Valbella og Col-del-Rasso. Finska stjórnin hefir gert alla Breta útlæga. Bæjarstjórnin í Kaupmannahöfn ætlar að verja 6 miljónum króna til að auka kaupgjald. Khöfn, 3. júlí. Búist er við nýrri sókn af Þjóð- verja hálfu á vesturvígstöðvunum þá og þegar. Hungursneyð breiðist út í Rúss- landi. Austurríkismenn hafa látið drepa czechiska og italska fanga. Czechar í Siberíu hóta því að láta austur- rikska og þýzka fanga, sem eru á þeirra valdi, 20 þús. að tölu, sæta sömu meðferð. Þjóðverjar hafa farið yfir larrda- mæri Rússlands í nánd við Viborg. ítalir sækja hægt fram hjá Asiago. ítalskir bankar hafa verið samein- aðir.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.