Ísafold - 13.07.1918, Blaðsíða 3

Ísafold - 13.07.1918, Blaðsíða 3
IS AFOLD S k i 1 m á 1 a r. Alt grjót skal vera ósprungið, laust við stórar holur og ógallað að öllu leyti, að dómi eftirlits- manns kaupanda. Mulningsmálið er sementstunna venjuleg (3 ten.- fet). Mulningur skal vera svo smátt högginn, að steinar allir renni í gegnum 5 cm víðan hring. Hver sá, sem selja vill lands- sjóði grjót eða mulning, skal gera þar um samning áður við eftir- litsmann grjótvinslunnar, og sé þar tiltekið, hve mikið óskast selt af hverri tegund. Áskilur kaup- andi sér rétt til þess að binda seljanda skilyrðum um, hverjar tegundir grjóts verði keyptar af honum, svo og um lengd steina. Er það gert til þess, að hæfilegt fáist af þeim tegundum, sem sér- staklega er óskað eftir. Enn fremur skal það ákveðið í samn- ingum, hvenær grjótið skuli af- hent og hvar. Grjót alt og muiningur skal af- hent við götu í Reykjavík eða veg ekki fjær bænum en um vegamót Laugavegarins á Grens- hálsi eða við Hafnarfjarðarveg- inn þar sern hæst er á öskju- hlíð, eða við járnbraut hafnar- gerðarinnar einhversstaðar. Skal það afhent þar við veg, sem fara má út af með vagn að grjótinu. Þegar grjótið befir verið fiutt á umsaminn afhendingarstað, skal það tilkynt eftirlitsmanni, er mæl- ir það upp og greiðir seljanda kaupverðið. Umsamið kaupverð fyrir grjót- ið mun seljandi, ef þess verður óskað, geta átt kost á að fá greitt Bmám saman, eftir því sem hann vinnur að verkinu, þó ekki verði grjótið afhent jafnóðum, þá er eftirlitsmanni virðist næg trygg- ing fyrir því, að umsamið verk verði af hendi leyst. Ef síðar verður ákveðið að kaupa aðrar tegundir grjóts, áskilur kaupandi sér rétt til þess að heimta í þeim samningum, er þá verða gerðir, einnig nokkuð af því grjóti, eftir þörfum, ásamt því, sem hér er auglýst. Landssjóður mun eftir föngum og ástæðum selja áhöld til vinn- Unnar sanngjörnu verði*. Þetta bréf vegamálastjóra ber að skilja sem beinar tillögur hans til stjórnarráðsins um tilhögun þessarar Vinnu, sem sé að bjóða vinnuna út sem samningsvinnu. En þrátt fyrir það tekur landsstjórnin þann kostinn að haga vinnunni eins og geit var, horga hæsta kaup þegar líttvarvinn- andi fyrir gaddi og illviðrum, kosta fcrnu fé til umsjónar vinnunni og án þess að nokkur bryn þörf væri á afurðum hennar. Féð, sem í afurðunum liggur, er Því vaxtalaust að meira eða minna ^eyti, i fleiri eða færri ár, ef til vill, Og er það enn nýr póstur i þessari fjáreyðslu. Raunar má segja, að það atriði sé þingsins skuld, en varúðar harf að gæta að takmarka það fram- vegis, nema brýnni nauðsyn sé tii ea nú virðist vera. Því að meðan aUar leiðir til peningaförgunar, að ðþörfu, standa opnar og eru jafn- fjölfarnar og hér i Reykjavík, virðist ekki næg ástæða til að landss.óður hlaupi verulega undir bagga með hæjarfélaginu, heldur sé sýnu nær, að bærinn gangi nær gjaldþoli þeirra hianna, sem leika sér að peningum, °K í alla staði betur i samræmi við þá tíma, er nú standa yfir. Til þess, að það sjáist, hvernig vinna þessi hefir komið niður, eða hverjir hafi notið hennar, þá er sam- kvæmt skýrslum um hana talið, að 121 verkamenn hafi notið viununnar með 669 heimilismönnum. Þar af eru talin 335 börn og 29 gamal- menni. Þessum mönnum hefir verið út- borg ð frá 20. nóv. 1917 til 8. febr. 1918 kr. 43865,71. Koma þá á hvern heimilismann á pessu timabili, i 176 daga, kr. 65,57, eða sem næst 86 aurum á dag, og má þá þetta teljast góður styrkur. Einkennilegt er það við þessar skýrslur, að þar sem verkamaðurinn hefir ekki haft nema 1 framfærÍDg, þá er sett sú athugasemd við hann, að haun hafi haft >rýra vinnu áður«, »iélega vinnu undanfarið« eða »und- angengið langt atvinnuleysi*. Mætti jafnvel hugsa sér, að þetta sé sett til þess að réttlæta það, þar sem ekki verður kent um heilsuleysi, að þessir menn hafi komist að vinnunni. Er það vel íhugunarvert, að vel vinn- andi hjón með 1 barn komast ekki af án hjálpar, vegna atvinnuleysis. Á meðan landbúnaðurinn líður við það að fá ekki nægan vinnukraft, og borgar þó, auk framfærslu í fæði, fullkomlega þrisvar sinnum h'ærra kaup en var fyrir stríðið, þá þarf að styrkja i bæjunum sama sem ein- hleypa menn, fyrir atvinnuskort. Hér er áreiðanlega um að ræða óheilt skipulag, sem landsstjómin verður að taka sér fyrir hendur að ráða bót á. Nefndin sér ekki ástæðu til þess að fara út í smáatriði i þessu máli og ekki heldur að gera neinar til- lögur til þingsirs út af því. En treysta verður þvi, að framvegis verði ekki horfið að sliku ráði eða ráðleysi sem þessari dýrtíðarvinnu i Öskjuhlið. Söogfélagið »17. júní« fór austur að Þjórsártúni og Eyrarbakka í bif- reiðum síðastliðinn sunnudag og efndi til söngskemtana á báðum stöðum. Voru á þriðja hundrað manns við- statt á jpjórsártúni og á Eyrarbakka var aðsókn svo mikil, að ekkert hús- rúm þar nægði, nema kirkjan, sem prestur og sóknarnefnd góðfúslega leyfðu félaginu að syngja f. í ráði er, ef veður leyfir, að »17. júní« syngi fyrir bæjarbúa úti annað kvöld einhversstaðar við Lækjargötu og verður það nánara auglýst síðar. Hjúskapur. Sigurður Jónsson skáld- bóndi á Arnarvatni og jgfr. Hólm- fríður Pétursdóttir frá Gautlöndum. Gift 7. júlí. Fóru nýgiftu hjónin samdægurs á stað áleiðis norður, ætluðu Sprengisand ásamt hinum öðrum þingeysku gestum, er hér hafa dvalið. Hjálmar Sigurðsson kaupm. í Stykkishólmi og jgfr. Soffía Gunnars- dóttir, systir Gunnars skálds, en fósturdóttir síra Sig. Gunnarssonar præp. hon., eru nýlega gift. Ennfremur síra Erlendur fórðar- son prestur að Odda og jgfr. Anna Bjarnadóttir. Inflúeoza hefir borist hingað með sjómönnum frá Bretlandi. Sögð væg. Aðkomumenn hafa verið margir hér í bænum upp á síðkastið, en eru nú tíestir horfmr heim aftur. Stefán Stefánsson skólam. og frú hans, Júli- us Havsteeu lögfr. og frú hans fóru í gærmorgun • með botnvörpungnum »Ými«. T)1 ísafjarðar fer í dag Finn- ur Thordarson konsúll, sem hér hefir dvalið hálfsmánaðartíma. 57 eru bifreiðarnar og bifhjólin hér í Beykjavik orðin. Og þó nokkuð margar eiga heima i Hafnarfirði. Gufuskipið »Skjöldur«, eign h.f. Eggert ÓlafssoD, heldur nú uppi póst- ferðum milli Bvíkur og Borgarness. Vélbátarnir Sigurður I. og Bifröst halda áfram reglubundnum og stöð ugum ferðum milli Beykjavíkur og Borgarness framvegis. Maður druknaði hér á höfninni snemma miðvikudagsmorguns. Var á leið út i vélbátinn >Ellnu« frá Pat- reksfirði, einn á bát, en ekki spurst til hans síðan. þetta var unglings- piltur vestan úr Barðastrandarsýslu, Arnfinnur að nafni, frá Eyri i Gufu- dalssveit. Athugasemd. í Hafnarpistli Kristjáns Albertsson- ar i síðasta tölublaði ísaloldar er þess getið, að Hörup (þ. e. Viggo Hörup, þingmaður og annar þeirra, er stofn- uðu blaðið Politiken, d. 1902) hafi 'ýst »bölvan sinni* yfir rústum hall- arinnar Krisjánsborgar, er brann 3. okt. 1884, og sagt, að »hana skyldi aldrei endurreisac. Þetta mun eigi rétt, og hvergi munu houum áður hafa verið eigDuð þau ummæli, held- ur mun hér farið manna vilt, því að likur orðskviður var hafður eftir Christen Bers’ (d. 1891), er um langt skeið var foringi virstri manna í Danmörku og þá fyrir skömmu orð- inn forseti þjóðþingsins, er hóllin brann. Þóttu ummælin kaldranaleg og óviturleg, því að atburður þessi var þjóðarböl, er þar fórust, auk hinuar veglegu hallar, fjöldi dýrgripa, skjalasöfn ríkisþings og hæstarétt- ar o. fl. Úr þvi að þessa atburðar er hér minst, má geta þess, enda hvergi að því vikið annars staðar, svo að eg viti, að vel hefði mátt svo fara, að Bókmentafélagið hefði mist alt sitt bóka- og handritasafn í þessum bruna, þvi að eftir dauða Jóns Sig- urðssonar (1879) var stjórn Hafnar- deildar félagsins vísað á braut úr húsrúmi þvi, er hún hafði um lang- an aldur haft ókeypis i Amalien- borg, og um leið látið falt húsnæði i Kristjánsborg, sýnu stærra að visu og betra að ýmsu leyti, en uppi undir þaki og um 100 stig upp að ganga. En forseti deildarinnar, Si%- urður L. Jónasson (d. 1908), kvaðst eigi geta lagt á sig þær hágöngur, og hummaði flutning fram af sér árum saman — og svo féll það mál niður. Myndi missir handrita- safnsins hafa orðið islenzkum fræð- um frá 16., 17. og 18. öld óbætan- legt tjón. Pálmi Pálsson. ...... Biskupsyflrreið. í dag leggur biskupinn, herra fón Helgason dr. theol. á stað i visitazíuferð um Skaftafellssýslur. í för með honum verður sonur hans Hálfdan stud. theol. Dönsku sendimennirnir voru boðnir í Þingvallaför síðast- liðinn sunnudag. í ferðinni voru islenzka nefndin, ráðherrarnir, for- menn fullveldisnefnda o. s. frv. Undir borðum í konungshúsinu á Þingvöllum þakkaði Hage ráðherra viðtökurnar hér á landi, en Jón. Jóhannesson bæjarfógeti bað þi hina dönsku sendimenn þiggja þakkir fyr- ir, að þeir hefðu hingað komið til samningagerðar og vænti þar af góðs árangurs. í dag fóru sendimennirnir, ráð- herrarnir og flestir hinir sömu t g i Þingvallaförinni voru, í bifreiðum austur yfir fjall. Mun ferðinni heitið að Sogsfossunum, Eyrarbakka og jafnvel víðar. Hingað komið aftur á morgun kl. 4. Landss.jóössala á þurftar- vörum. Allmargir þingmenn, með Magnús Torfason i broddi fylk- ingar, hafa flutt þingsályktunartillögu um að landsstjórnin taki að sér heild- sölu á þurftarvörum. Eins og eðlilegt er finst kaup- mannastéttinni íslenzku gengið eigi litið á rétt sinn með tillögu þecsari og hefir bæði kaupmannafélagið hér, Verzlunarráð ísland og ýms kaup- mannafélög út um land sent öflug mótmæli til þingsins gegn tillögunni. Sykur-staka. Kveðin austur i sveitum, er fréttir bárust út um laod af *sykurhneyksl- inu« síðastliðinn vetur. Um bygðir lands og firði fer fals og svik og lygi. Stjórnar sykursýkin er svona á háu stigi. Islenzkum vélbáti sökt. Sú fregn barst hingað i gær frá Færeyjum að þýzkur kafbátur hafi sökt vélbátnum »Gul!faxi«, sem var á leið hingað frá Danmörku. Skip- verjar voru allir islenzkir, og hafði Sölvi Víglundarsson stjórn. Höfðu þeir verið 18 klukkustundir í skips- bátnum, en náðu heilu og höldnu' á land i Færeyjum. Gullfaxi var eign Debell fram- kvæmdarstjóra og Jórs Laxdals kaup- manns. Alls voru skipverjar fjórir. Mun þetta vera i fyrsta sinni að Þjóðverjar sökkva íslenzkum vélbát og mun mörgum finnast sem svo, að nú leggist lítið fyrir kappana I Gullfaxi hafði eitthvað af cementi meðferðis hingað. -------- ...................... Aðalfondur íslandsbanka. Aðalf. íslandsbanka var haldinn 1. júli. Formaður fulltrúaráðsins, Jón Magnússon forsætisráðherra, setti fundinn. Fundarstjóri var kosinn Eggert Briem yfirdómari. Atkvæðamiðar höfðu verið gefnir út fyrir 6205 atkvæðum. Þetta var gert: 1. Forsætisráðherra skýrði fyrir hönd fulltrúaráðsins frá starfsemi bankans síðastl. ár, og las upp skýrslu fulltrúaráðsins héraðlútandi. 2. Lagður fram reikningur árið 1917. Tilllögur um skiftingu arðs- ins, eins og þær eru prentaðar í reikningnum, samþyktar i einu hljóði. 3. Bankastjórn gefin kvittun fyr- ir reikningsskilum með öllum greidd- um atkvæðum. 4. P. O. A. Andersen Statsgjælds- direktör, sem ganga átti úr fulltrúa- ráðinu var endurkosinn með öllum greiddum atkvæðum. 5. Háyfirdómari Kristján Jónsson endurkosinn sem endurskoðunar- maður af hluthafa hálfu. 6. Rætt var um seðlaútgáfurétt bankans. Kom öllum saman um að hann væri allsendis ónógur til Þakkarávarp. Hugljúft þakklæti mitt, til minna kæru Vestmanneyinga, sem sýndu mér rausnarlega hjálp og góðvild, meðan eg dvaldi hjá þeim f vor, við veikindi og dauða sonar mins Vigfúsar Friðrikssonar. Ógleyman- leg er mér aðstoð sú og hluttekning er þeir sýndu mér, í sorg minni og hvernig þeir á allan hátt reyndu að mýkja raunir minar. Eg nafi- greini ekki, neinn þessara ágætu manna en veit að Drottinn þekkir sina og mun endurgjalda þeim. Og vel farið er Vestmannaeyjum, meðaa þar búa slikir höfðingjar og mann- vinir. Guð^ gefi að þeirra njóti sem lengst við, og dæmi þeirra mætti kenna öðrum að breyta eftir þeim þegar bæta þarf úr böli bágstaddra manna. Kæru vinir minir í Vestmannaeyj- um, guð launi góðvild ykkar, létti lifsbyrði ykkar og blessi lifsstarf ykkar. Pétursey 24. júni 1918. Þórunn S. Oddsdóttir frá Rauðhálsi i MýrdaL Tvð blöö koma út af Isafold í dag, nr. 35 og 36. að fullnægja viðskiftaþörfinni, og að úr þessu yrði að bæta. Skoraði fundurinn á landsstjórnina að gera nauðsynlegar ráðstafanir til aukning- ar á seðlaútgáfuréttinum eftir þvi sem viðskiftaþörfin krefur. Banka- stjórn jafnframt gefið samningsum- boð í þessu efni. 7. Rætt var um aukning á hluta- fé bankans, samkvæmt áðurgefinni heimild i þvi efni. Erl. simfregnir. Frá fréttaritara ísafoldar. Khöfn, 3. júli. Hersveitir Bandarikjanna sækja fram hjá Chateau-Thierry. Uppvíst hefir orðið um samsæri í Galiziu gegn Miðveldunum. Orðasveimur um væntanlegan frið- arfund hefir borist út frá Berlin. Málaferli eru risin í Lundúnum út af islenzkum ullarfarmi og ein- hver Nathan sagmir við það riðinn. Khöfn, 4. júli. Frá Wien er simað að ítalir hafi á ný hafið hina grimmustu sókn meðfram Piave,f einkum suður frá Sandona tl Piave-minnis hjá Chéi- sandova, Zenson og fyrir vestan Asolona. Brezki matvælaráðherranu, Rhond- da lávarður, andaðist í Paris. Þýzki hershöfðinginn Below stýrir her Austurríkismanna á ítölsku vig- stöðvunum. Sænsku blöðin óttast það augljós- lega, að sambandsslit verði milli ís- lands og Danmerkur og að ísland verði síðan áhangandi einhverju stór- veldi. »Stockholms Tidningc segir að sambandsslit væru ógæfa fyrir öll Norðurlönd. Khöfn, 5. júlí Aðstoðarkanzlarinn þýzki hefir skorað á jafnaðarmenn að veita stjórn- inni fylgi. Scheidemann svaraði þeirri áskorun þannig:

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.