Ísafold - 20.07.1918, Blaðsíða 2

Ísafold - 20.07.1918, Blaðsíða 2
2 IS AFOLD □□□□□□□□□□□□□ □ Arni Eiríksson Heildsala. Tals. 265 og 554. Pósth. 277. Smásala. Vefnaðarvörur, Prjónavörur mjög fjölbreyttar. Saumavélar með hraðhjóii og iio ára verksmiðjuábyrgð Smávörur er snerta saumavinrm og hatmyrðir. þvotta- og hreinlætisvörur, beztar og ódýrastar. Tækifærisgjafir. □ □ □□□□□□□ □□!□!□□ □ □ □□□□□□!□□□ EgðM Jacobsen Reykjavík. — Sími: 119.* Útibú i Hafnarfirði. Sími: 9. Útibú i Vestmannaeyjum. Sfmi: 2. Landsins fjölbreyttasta Vefnaðarvöruverzlun. Prjónavörur, Saumavélar, Islenzk flögg. Regnkápur, Smávörur, Drengjaföt, Telpuíjólar, Leikföng. Pantanir afgreiddar gegn eftirkröfu ef óskað er. Ollum fyrirspurnum svarað greiðlega. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur Frá Alþingi 1918. Lðg. 1. Lög um mjólkursölu á Isafirði. 2. Lög um stækkun verzlunarlóð- arinnar í Ólafsfirði. 3. Lög um viðauka við lög 1. febr. 1917, um heimild fyrir lands- stjórnina til ýmsra ráðstafana út Norðurálfuófriðnum (staðfesting á tvennum bráðabirgðalögum). 4. Lög um breyting á lögum nr. 65, 14. nóv. 1917, um breyt- ing á lögum nr. 22, 8. okt. 1883, um bæjarstjórn á Akur- eyri, og lögum nr. 43, 11. júlí 1911, um breyting á þeim lög- um. 5. Lög um bæjarstjórn á Siglufirði. 6. Lög um viðauka við lög nr. 79, 14. nóv. 1917, um samþyktir um lokunartima sölubúða í kaupstöðum. 7. Lög um löggilding verzlunar- staðar hjá Hvalsíki i Vestur- Skaftafellssýslu. 8. Lög um hækkun á vörutolli. 9. Lög um hafnsögu í Reykjavík. 10. Lög um bæjarstjórn Vestmanna- eyja. 11. Lög um mótak. 12. Lög um viðauka við lög nr. 6, 8. febr. 1917, um heimildhanda landsstjórninni til ráðstafana til tryggingar aðflutningum tillands- ins. 13. Lög um bráðabirgðaútflutnings- gjald. 14. Lög um stimpilgjald. 15. Lög um viðauka við lög 11. des. 1891, um samþyktir um kynbætur hesta. 16. Lög um dýrtíðar- og gróða- skatt. 17. Lög um breyting á lögum nr. 59, 22. nóv. i907,*um fræðslu barna. 18. Lög um viðauka við lög nr. 3, 1. febr. 1917, um heimild fyrir landsstjórnina til ýmsra ráðstaf- út af Norðurálfuófriðoum. 19. Lög um afhendingu á landi til kirkjugarðs í Stokkseyrarsókn. 20. Lög um skemtanaskatt. .21. Lög um heimild handa lands- stjórninni til þess að verja fé úr landssjóði til viðhalds Ölfus- árbrúnni. 22. Lög um eftirlaun handa Birni bankastjóra Kristjánssyni. 23. Lög um almenna dýrtíðarhjálp. 24. Lög um kaup landsstjórnarinn- ar á sild. 25. Lög um dýrtiðaruppbót handa embættis- og sýslunarmönnum landssjóðs. Ályktanir. 1. Þingsál. um sölu Ólafsvallatorf- unnar. 2. Þingsál. um sauðfjárbaðlyf. 3. — um að skora á lands- stjórnina að hlutast til um, að sett verði á stofn á Siglufirði útibú frá Landsbanka Islands. 4. Þingsál. um kolanám í Gunn- arsstaðagróf í Draugsnesslandi. 3. Þingsál. um að skora á lands- stjórnina að hlutast til um, að sett verði á stofn í Vestmanna- eyjum útibú frá Landsbanka íslands. 6. Þingsál. um aukinn styrk og lánsheimild til flóabáta. 7. Þingsál. um útsæði. 8. . — um bátaferðir á Faxa- flóa. 9. Þingsál. um reglugerð fyrir sparisjóði. 10. Þingsál. um heimild fyrir lands- / stjórnina til að greiða Gísla Guðmundssyni meiri laun en heimilað er í fjárlögunum. 11. Þingsál. um námsstyrk til há- skólasveina. 12. Þingsál. um fjárveiting til þess að fá Röntgenstofnuninni ný áhöld. ‘13. Þingsál. um racnsókn símleiða. 14. — um heimild fyrir lands- stjórnina til þess að veita styrk til að kaupa björgunarbát. 15. Þingsál. um uppgjöf á eftir- stöðvum af láni úr landssjóði til Fiskifélags íslands til stein- olíukaupa. 16. Þingsál. um þóknun handa Jó- hannesi pósti Þórðarsyni á ísa- firði. 17. Þingsál. um lán lianda Suður- fjarðahreppi. 18. Þingsál. um efnivið til opinna róðrarbáta. 19. Þingsál. um erfðaábúð á þjóð- jörðum og kirkjujörðum. 20. Þingsál. um rannsókn mómýra. 21. — um raflýsingu á Laug- arnesspítála. 22. Þingsál. um hinn almenna mentaskóla. 23. Þingsál. um styrk til almenn- 'ingseldhúss í Reykjavík. 24. Þingsál. um hækkun á styrk til skálda og listamanna. 25. Þingsál. um lán handa klæða- verksmiðjunni á Álafossi. 26. Þingsál. um síldarkaup, síldar- íorða og ásettíítíg búpenings. 27. Þingsál. um bráðabirgðalauna- viðbót handa starfsmönnum landssimans. Ðnsnæðiseklan í Reykjavík. Hér á íslandi eins og víðar á Norðurlöndum, kreppir húsnæðis- leysið að á þessum tímum, og þá auðvitað einkum í kaupstöðunum. Hér á landi er það Reykjavik, sem mest ber á húsnæðisleysinu, enda er fólksflutningurinn mestur þangað. — Eg tala hér að eins um vöntun á húsnæði, en á þar með ekki við hin i 11 u húsakynni; því væri með húsnæðisleysinu átt við þau, þá væri það mikill hluti landsins, sem um væri að ræða. — í Noregi, Danmörk og Svíþjóð hefir verið hörgull mikill á húsnæði handa fólki þvi, er flutt hefir í kaup- staðina úr sveitunum, auk hinnar eðlilegu fjölgunar. Veldur því auð- vitað stríðið. Ein afleiðing þess er kyrstaðan í byggingum. En þrátt fyrir örðugleikana á að fá byggingar- efni og þrátt fyrir það, hve dýrt það er að byggja á þessum timum, hafa bæjarstjórnir og löggjafarþing áminstra landa séð, að ekki dugði að sitja auðum höndum i þessu máli. Hefir þvi i þessu efni, sem mörgum öðrum á þessum tímum, verið leitað allra ráða til þess að komast út úr ógöngunum. Fyrsta ráðið, sem tekið mun hafa verið í Danmörku var, að bæirnir sjálfir bygðu; þá veitti löggjafarþing- ið lán til bygginga og í vetur bauð Landsmandsbankinn fram fé, 5 milj. kr., til bygginga. Ennfremur hafa bæjirnir, einkum í Danmörku, veitt einstökum mönnum eða félögum (t. d. byggingarfélögum iðnaðar- og verkamanna) styrk eða lán til bygg- inga, og gert alt til þess að ýta undir verkið á annan hátt, svo sem með hagkvæmum leiguskilmálum og sölu á lóðum, lagningu á ljósi, vatni og skolpræsi. Meðan verið var að undirbúa byggingar og koma þeim upp, var það ráð tekið. — og það helst við enn — að láta húsnæðislausar fjöl- skyldur fá skóla og aðrar opinberar byggingar, sem auðar stóðu, íil íbúð- ar. Eunfremur var það svo í Kaup- mannahöfn, að verðlaun (50—100 kr.) vorn veitt mönnum til að leigja aftur út frá sér. Með þessu móti fengust nokkrar íbúðir, en er heldur óvinsælt. Þykja þrengslin nóg fyrir, þó ekki sé á bætt. Hér er að eins lauslega drepið á það, hvað gert hefir verið I nágranna- löndunum til þess að bæta úr hús- næðisleysinu þar. En hvað hafa íslendingar gert til þess tað bæta ástandið hjá sér, sem ómótmælanlega er stórum ábótavant. Hvað hefir bæjarstjóm Reykjavik- ur gert í þessu máli ? Því er fljót svarað. Hún hefir keypt Bjarnaborg, bygt 2 skúra við Laufásveginn og leigt gamla »Hotel Reykjayik«, til þess á þessum stöðum að hola niður þeim, sem húsviltir voru. Kaupin á Bjarnaborg munu lítið hafa bætt úr húsnæðiseklunni, eins og líka »Hotel Reykjavík*, því bæði þessi hús voru áður leigð til íbúðar, svo hér er í mesta lagi að tala um leigjenda skifti. »Skúrarnir« eru þá eina aukningin í þessu máli af hálfu bæjarstjórnar og munu þeir rúma 20 fjölskyldur. A þessu ári hefir bæjarstjórnin ekkert gert til þess að bæta úr hús- næðiseklunni, ekki einu sinni minst á hana á fundum bæjarstjórnar. Er eins og henni finnist það mál smá- munir, sem ekki sé vert að minnast á. Ekki verður þvi þó neitað, að ! töluvert hefir borið á húsnæðisleysi í vor, eins og fyr, sem og eðlilegt er, þar sem Htið hefir verið bygt, en fólkinu fjölgar óðfluga í bænum. Vissi eg til þess, að á flutninga- degi í vor voru margar fjölskyldur, sefti hvergi áttu visan samastað, og urðu að ganga á mifli kunningjanna til þess að fá að vera nótt og nótt. í vandræðum sínum sneri þetta fólk sér til borgarstjóra, í þeirri von, að hann hefði einhver ráð til þess að útvega því húsaskjól. En hann þóttist engin ráð hafa til þess, og u*ðu menn að láta sér það svar lynda. Er hvergi að sjá að hann hafi borið þetta mál undir bæjar- stjórnina, til þess að húu þá gæti á einhvern hátt ráðið fram úr þessu máli. Eg trúi því ekki e'nn, að bæjar- stjórnin þykist geta verið þekt fyrir það, að láta þetta mál ekki til sin taka, eða hverjum skyldi bera skylda til þess að greiða eitthvað úr þessu máli, ef ekki einmitt henni? Hún ber vitanlega fyrir sig fé- leysi, og ef ekki því, þá efniviðar- leysi til þess að byggja. En furðu einkennilegt er það, ef bær eins og Reykjavík hefir ekki einhver fjár- hagsleg tök á því að byggja, þó á þessum erfiðu tímum sé, eins og einstakir menn og það jafnvel efna- litlir menn, og fá hæfilegar rentur af fé sínu. Lóðirnar hefir þó bær- inn nægar ennþá, svo bein fjárhags- leg útgjöld yrðu þær ekki og mundu varla á annan hátt gefa betri arð, minsja kosti sumar þeirra. Hverjum hugsandi manni hlýtur að skiljast, að ástand það, sem nú er i þessu máli, má ekki vera óátal ið lengur. Hér verður að koma til framkvæmda. Vilji bærinn ekki sjálfur leggja í það að byggja, þá verður hann að finna einhver önnur ráð, einhver lík þeim, sem eg rétt vék að hér að framan, að upp hefðu verið tekin hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Það er alveg ófyrirgefanlegt kæru- leysi sem bæjarstjórnin hingað til hefir aýnt í þessu máli, eins og raunar í öllum þeim málum, er í einu orði heyra undir heilbrigðismál. Bæjarstjórnin hefir nauða lítinn skiln ing sýnt í þeim málum, að undan- teknum 1 eða 2 mönnum, sem þá allar tillögur hafa verið drepnar fyrir. Það er farið að líða á sumarið, og eigi eitthvað að gera í þessu máli, þá er ekki of fljótt að fara að hugsa fyrir því. Þór. Jiveðja fiá ,Gulffossi‘. ísafold hefir borist svohljóð- andi símskeyti: Átta daga ferð til Hali- fax. Skilið kveðju til allra viua og ættiu<»ja. Farþegaruir á „Gullfossi". ReykjaYíknrann^II. Örum & Wulffs verzlun á þórs- höfn á Langanesi hafa þeir keypt Jón Björnsson verzlunarstjóri og Jó- hann Tryggvason verzlunarmaðnr á þórshöfn. Siys. Maður var að síga í Hæla- víkurbjarg á Ströndum í vor. Fóll þá steinn í höfuð honum og braut og sprengdi höfuðskelina mjög mikið. Var maðurinn tíuttur rænulítill til ísa- fjarðar, en þar tókst svo að gera við sár hans, að hann er nú á góðum batavegi. Maðurinn heitir Guðmund- ur Hallvarðsson frá Búðum á Strönd- um. Svo oinkonniioga vildi til, að móðir þessa pilts var á sjúkrahúsi ísafjarðar, þegar hann var fiuttur þangað. Hún hafði fengið illkynjaða ígerð í fótinn, en ekki náðst í lækni í tæka tfð, svo að fóturinn var tek- inn af henni á ísafirði. £ru þetta mjög sorgleg áföll fyrir eina og sömu fjölskyldu. Gullfoss er kominn til Halifax. Dönsku sendimennirnir fóru héð- an á fímtudagskvöldið með Fálkan- um. Hafði það verið sagt, að skipið færi kl. 11 um kvöldið og stóð til, að fjölment yrði þá niður á hafnar- bakka til þess að árna hinum góðu gestum fararheilla. En því miður snerist það öðruvísi með því að Fálk- inn fór J/2 klukkustund á undau áætl- un og greip fólk í tómt, er það kom á tilteknum tfma. Varð því kveðjustundin snubbótt- ari miklu en hugir stóðu til. Hage ráðherra hafði boð inni á Fálkanum þetta kvöld fyrir ráðherr- ana og nefndarmennina og skrifarana Mælti hann fyrst fyrir minni kon ungs, en síðar fyrir minni Islands, Jón Magnússon forsætisráðherra mælti fyrir minni Danmerkur. Söngfélagið 17. júní söng úti fyrir bæjarbúa síðastliðið sunnudagskvöld á blettinum fyrir framan Bernhöfts bakarf. A eftir fór söngfélagið upp að bústað forsætisráðherrans, þar sem dönsku sendimennirnir voru í boði, og söng fyrir þá 5 Norðurlanda- lög eitfc íslenzkt, eifcfc danskt, eifcfc norskt, eifcfc sænskt og eitt finskt lag. Aður en danski þjóðsöngurinn var sunginn, mælti formaður fólagsins Ólafur Björnsson nokkur orð og bað œenn hrópa ferfalt húrra fyrir sendi- mönnunum og föðurlandi þeirra í þeirri öruggu von, að sá yrði árang- ur komu þeirra hingað, er til bless- unar horfði báðum þjóðum Dönum og íslendingum. Var undir það tek- ið með ferföldu húrrahrópi. Hage ráð herra svaraði með stuttri, snjallri ræðu fyrir minni Islands og kvaðst vona, að för þeirra yrði til gagns, ekki einungis í orði, heldur Ifka á borði. Dönsku sendimennirnir létu sór vel lfka sönginn og höfðu orð á þvf, að »17. júní« ætti endilega að bregða sér í söngferð um Norðurlönd þegar er um hægðist.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.