Ísafold - 09.10.1918, Blaðsíða 2

Ísafold - 09.10.1918, Blaðsíða 2
2 IS AFOLD Oj; reynslan sýnir, að hverri fielsisbót íslendinga hafa jafnan fylgt stórstígar framfarir. Svo mun og verða nú. Þeir sem vilja láta skoða sig 3€-m kröfuhörðustu frelsispostul ana, eru stundum vijandi eða óviljandi fulltrúar íhaldsins og elckeit annað. Þeir sem með órökstuddum hrakspám sín- um um, að Danir mundu sölsa undir sig atvinnuvegi vora og traðka þjóðerni voru vegua 6. greinar frumvarpsins, vilja hafna þessu stórkostlega framfaraspori í frelsisbaráttu vorri, raundu ekki vinna annað á, ef þeir hefðu sitt fram, en setja oss aftur í sömu sporin sem áður stóðum vér, án þess að þeir geti bent á nokk- urn veg út úr þeirri kyrstöðu. Hyað, oss ber Með ákveðnum og að gera. 0g markmiðs-föstum vilja um, að halda áfram braut- ina, sem nú förum vér, munum vér yfirstíga allar þær vofur, sem frumvarpsandstæðingar eru að reyna að vekja upp. Og það er í fullu samræmi við þann viija að vér látum sjá við atkvæða greiðsluna 19. þ. m., að vér lát- um oss ekki á sama standa um það, hvort vér séum viðurkendir frjálst og fullvalda ríki eða ei. Fjölmennum að atkvæðakössun- um og látum meiri hlutann af áunurn verða margfaldan við neiin. Sveinn Björnsson. Landsbankinn. O-jæja! Aumingja Rasputin! Hin- hvern veginn verður hann, af veik- om ixætti, að borga fyrir sig. Og úr hans stórtæku hendi verður það þá fyrst til að gera afskifti ísa- -foldar, fyr og síðar, af Landsbankan- um, jðfn við afskifti Marðar Val- garðssonar af Njálsbrennu!! Minna mátti nú gagn gera — piitar 1 Eftir að hann hefir lengi og dyggilega reynt að níða ísafold — í höndum núverandi ritstjóra fyrir þá breytingu, sem á henni sé orðin frá tíð stofnanda hennar — þarf hann svona rétt þenna dyntinn að sn úa við blaðinu ! Nú er það Björn Jónsson, sem verður fyrir barðinu á þeim mikla manni — að hann (B. J). hafi sýat Landsbankanum banatilræði laust fyrir aldamótin og að næsta »hjápin«, sem hann hafi veitt Landsbankanum bafi verið »hinn ofsafengni brott- rekstur Tryggva Gunnarssonar og gæzlustjóranna«. Þar á eftir kemur svo lofsöngur- inn um afskifti Tímaklíkunnar og ráðherra hennar af bankanum! Það er eins og það hafi ekki pissað í kramið fyrir þenna sann- ieikspostula (!) að muna efdr því í svipinn, að einn aj aðalhvatamönnum þeirra tíðinda, sem gerðust í Lands- baokanum, er Tr. G. og gæzlustjór- unum var vikið frá, var enginn annar en hr. Ma°nús Sigurðsson, nú- verandi bankastjóri, sem hafinn hefir verið, um sinn, í dýrlingatölu Tímaklíkunnar, og honum mjögfylgj- andi í þeim efnum hr. Benedikt Sveinsson, sem Tímaklíkan einnig h.-tir tengt við bankann, bankanum til gagns og prýði og klíkunni til dýrðar. Það er eins og honum gleymjst líka, að það sem hann er að gagnrýna hinn fráfarna bankastj. B. Kr. fyrir í bankastörfum hans og vill láta skuggana af falla á ísa- fold — pað m. a. gaf tilefni til sundurpykkjtmnar milli B. Kr. og ísafoldar! Fáein orð um síldarkaupin i Strandasýslu. Eins og kunnugt er beittu þeir sér fyrir kaupum á síid á Djópuvik tér í sýslu síðastl. vor alþingismenn- irnir Magnús - Pétursson, Guðjón Guðlaugsson og Þóratinn á Hjalta- bakka. Það virðist liggja nokknrn veginn beint við, hvað knúð hafi þá til þess að gangast fyrir þessum kaupum, sem sé að tryggja umhverfi Húna- flóa að eiga kost á fóðutbæti í yfir- voíandi töðu- og grasbresti. Húnaflói getur öðrum flóum frem- ur lokast fyrir samgöngum og óneit- anlega virðist það því nokkuð hjá- leitt, að héðan sé fluttur út úr fló- anum fóðurbætir svo um muni, jafn- víða og hans er hér þörf. En viti menn. Fyrir þessi síldar- kaup, sem augljóst er, að þingmenn- rnir hafa gert fyrst og fremst til bjargráða fyrir héruð sin, þá hafa þeir orðið fyrir hinum svæsnustu árásum. Að eins ekki úr þeirri átt, er neitt sé mark á takandi, heldur frá óþektum manni hér og nýflutt um hingað, Halldóri Guðmundssyni verzlunarmanni á Hólmavík, og svo í >Tímanum«, sem eg tel ekki, því ómögulegt er að vita, hvað mikið þar er blandað af pólitiskri kergju við að sjá það rétta í þessu máli. Grein Halldórs Guðmundssonar birt- ist í Vísi í ágúst. Satt að segja virðist mér hún svo fjarri öllu viti, sem frekast má vera. Höfundurinn leyfir sér að saka al- þekta og mæta menn um ódreng- skap, okur eða að þeir séu flón. Væru ekki altaf einhverjir einhvers- staðar, sem heldur vilja trúa því illa en góða um náungann, þá væru þessar aðdróttanir ekki nema til að hlæja að þeim fyrir þá, sem til þekkja. Skyldi Magnús Pétursson og Guðjón Guðlaugsson vera þektir að því, að vilja okra á öðrum ? Nei, við Strandamenn vitum altof vel, að svo er ekki; og drenglyndi þeirra þuríum við ekki að láta höfundinn fræða okkur neitt um af þeirri ein- földu ástæðu, að við þykjumst vita þær betur, þ. e. að aðdróttanir um ódrengskap í þeirra garð nái engri átt. En kanske höfundur þessarar rit- smíðar vilji taka að sér að sanna, að þeir séu Aód, svona með pennanum ? Verst hvað erfitt er um aðflutninga til landsins og þá einnig á bleki. Eg er ekki kunnugur stórkaupum á síld og skal þvi ekki farið frekar út í þá sálma; svo menn viti hefir hr. Halldór Guðmundsson heldur engri sérþekkingu þar yfir að ráða Að líkindum gera þingmennirnir grein fyrir gerðum sínum i þessu máii og veitir höfundinnm þá ekki af að eiga röksemdaforða!! sinn óeyddan. En honum til leiðbein- ingar má geta þess, að venjulega munu eigendur hverrar vöru sem er, er þeir vilja selja, ekki byrja á þvi, að bjóða hana til kaups fyrir sem lægst verð. Nú hefir enska stjórnin selt alla síld í landinu og þó ekki lægra verði en 15 kr. tunnuna, en þingmennirnir buðu sína síld eða þann smáhluta, sem þeir keyptu, fyrir 20 kr. tunn- una. Er þá ekki nokkurn veginn ljóst, að kaupverðið á þeirra síld hafi verið einhversstaðar þar á mílli eða að mun hærra en landsstjórnarinnar, svo ekki sé að óttsst hér neinn stór- gróða eða álagningu nema í hæfilegu hlutfalli við áhættu og tilkostnað. Komi það í ljós, sem ekki er óhugsandi, að erfiðleikar verði á því að fá af sild landsstjórnarinnar á hafnir hér við flóann, gæti svo far- ið, að jafnvel greinarhöfandinum skildist að þapn veg var umbverfi Húnaflóa bezt borgið, að það hefði búið að síldinni á Djúpuvík, hvað sem kaupverði hennar liður; það gæti farið svo að honum skildist, en því miður of seint, að bann hefði ógætilega á stað farið, og galað alt of hátt, áður en hann kom úr egg- inu, um menn og málefni, sem hann enga þekkingu eða kunnugleik hafði á að dæma utn. Eins og eg gat um, ætla eg ekki að fari að eltast við skrif Tímans um þetta mál. Eykur það sizt hylli h?.ns hér um slóðir, að hann skuli hafa gert sér mat úr jafn ógeðslegri óhróðursgrein og áðurnefndri grein H. G. Og svo eitt: Það er óvið- feldið að sjA blað samvinnustefnu og kaupfélaga saka meða! annara elzta og öflugasta upphafsmann að kaup- félagsStarfsemi hér í sýslu, um að hann leitist við að auðga sjálfan sig á annara kostnað, og það þegar þeir eiga sem erfiðast. Því að alþm. Guðjón Guðlaugsson hafi farið hér í fararbroddi fyrir samvinnustefnu í verzlunarmálum um langt skeið, það verður ekki af skafið sögublöðum sýslunnar, og sízt af Tímans tönn. Fjölyrði eg svo ekki frekar um þetta deilumál. Illu heilli greip sá til pennans, er kom því á stað, því í bjargráðamálum þurfa allir að vilja vel, og nóg er þar að vinna, þótt engum tíma sé eytt til óþarfa, eða þess sem verra er. Kollafjarðarnesi, 3. sept. 1918. Jón Brandsson. Afsögn Böðvars Kristjánssonar HTnarstúdent skrifar ísafold: Hingað berst sú fregn, að Menta- skólinn hafi beðið þann stórhnekki, að missa Böðvar Kristjánsson úr tölu kennara sinna. Að dómi minum, og sjálfsagt fjölmargra annara seinni tíma stúdenta, var hann tvímælalaust bezti kennari skólans. Þess skal ekki ógetið nú við burtför hans frá skólanum, hve frábærlega ant hann lét sér um starf sitt, hversu alhug- að hann lét sér um að það bæri sem ríkastan ávöxt. Hann lagði sig allan fram og hann hafði ágæta kennarabæfiieika til að bera. Kensia hans varð skýr og röggsamleg, inni- haldsrík, víðáttumikil og vekjandi, — jafnt fallin til þess að skerpa hugsun nemendanna, auka útsýni og glæða áhuga þeirra. Þar við bættist að hann skildi nemendur sína, var hlýr og alúðlegur við þá og um leið hreinskilinn og bersög- ull. Framkoma hans við þá var hin drengimannlegasta, og þeir unna honum. Brotlför hans frá skólanum talar þungum orðum til þess smasilar- anda, sem telur það sæmilegt og viturlegt, að embættismenn þjóðar- innar fái ekki nema hálf þau laun, sem þeir vinna fyrir. Svar við pésa Magnúsar Arnbjarnar- sonar, sem frá var sagt í síðustu ísafold, hefir Bjarni frá Vogi samið ogshrakið gersamlega villukenningar M. A. Arni Eiríksson Heiidsaia. Tals. 265. Pósth. 277. Smásala. Vefnaðarvörur, Prjónavörur mjög fjölbreyttar. ro tc c/o Saumavélar með hraðhjóHt og 10 ára verksmiðjuábyrgð- Smávörur er snerta saumavinnu og hannyrðir. þvotta- og hreiníætisvörur, beztar og ódýrastar. ffT Tækifærisgjafir. E gi i S Jacobsen Reykjavík. — Sími: 119. Útibú i Hafnarfirði. Simi: 9. Útibú i Vestmannaeyjum. Sími: 2. Landsins fjölbreyttasta Vefnaðarvöruverzlun. Prjónavörur, Saumavélar, Isienzk flögg. Regnkápnr, Smávörur, Drengjaföt, Telpukjólar, Leikföng. Pantanir afgreiddar gegn eftirkröfu ef óskað er. Öllum fyrirspurnum svarað greiðlega. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur 1' Einar Jónsson óðatsbóndí frá Garðhúsum. Fæddur 21. okt. 1838. Dáinn 8. apr. 1918 Si eg fyr á Suðurnesjum sjómannslif i meiri blóna, þá var skeið af kröftum knúin knáiega’ út á fiiskimiðin. Framtaksbændur man eg marga meiri þá en seinni árin. Þeim hefir fækkað feigðin kalda, flestir sofa undir leiði. Einn af fremstu afreksmönnum áður sem þar stýrðu knerri, genginn er úr garði frægum Grindavikur öldnu bygðar. Nú hefir Hel með grimmum greipuœi garpinn fræga lagt að velli. Segið mé^, hvort sætið auða sýnist ykkur hægt að fylla. Fáir hafa höpp úr sænum hlotið meiri’ á formanns árum, búgarð slikan bygt sem Einar, brunahraunin gert að akri, sem að dáðríkt dsgsverk sýnir, dagsverk, sem mun vara lengi, og til heiðurs höfðingsmanni héraðsfrægt í minni lifa. Þar var búsæld, þar var auður, þar var var stjórn með hyggjuviti,, þar var sist i sorpið kastað sjváaifeng né öðrum gróða. Þar var auga glögt, sem gætti gagns og þrifa hyggitega, fyrirmynd í flestum greinum fögur var þar öðrum gefin. Gestrisni og göfoglyndi gleði jók þar vegfarendum. Engan heim þar syðra’ eg sóttí sem að honum framar stæði; enn eg man þó öliu betur öðlings geðið vinar hýra, sem að yl hið innra glæddi, yl, sem fáir glæða betur. Þigg nú kvæða kveðju mína, kæri Grindavíkur sómi. Reykjaness á gömlu grjóti geymast skal þitt minnisletur og í kringum leiðið lága lengi munu fögur gróa heillablóm, sem hollar rætur hafa fest í sporum þínum. Jón Þórðarscn

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.