Ísafold - 26.10.1918, Blaðsíða 3
ISAFOLD
Bandarikin
Og
f r i ð u r i n n.
Þar er nú koœið heimsstyrjöld
inni, að þeir, sem leikinn ætla að
skakka og mestu að ráða um frið
eða ófrið eru Bandarikjamenn, með
íorseta sinn Woodrow Wilson í
btoddi fylkingar.
Þjóðverjar hljóta nú að sjá það,
um seinan, að þeim skjátlaðist eigi
litið, er þeir kusu heldur að fá
Bandatikin á móti sér i stríðið en
að láta af æðisgengnum kafbáta-
hernaði.
Öll Norðurálfa, já, allur heimur-
inn verður nú að viðurkenna úrslita-
áhrif Bandaríkjanna í veraldar-hildar-
leiknum og láta sér þau iynda.
Þau orð, sem Wilson forseti lætur
um mælt á þessum tímum eru lang-
merkustu og áhrifamestu stjórnmála-
ræður heimsins. Veröldin svo að
segja snýst um þær. Tvær ræður,
setn hann hefir haldið þetta ár eru
undirstaða heimsjriðarins, undirstaða,
sem Þjóðverjar sjálfir hafa viðurkent.
Fyrri ræðuna flutti forsetinn 8. jan.,
en hina síðari 27. sept.
Það má ekki minna vera en að
alþýðu manua á íslandi gefist kost-
«r á að kynnast hugmyndum mesta
áhrifamanns veraldarinnar á því sviði,
sm frið og framtið þjóðanna, og
birtum vér því hér aðalkaflana úr
ræðunni 27. sept.:
Ræða forsetans:
Hvers vegna Bandarikin skárust i leik.
— Bandarikin skárust í leikinn
þegar svo var komið, að það var
hverjum manni auðsætt, að engin
þjóð gæti setið hjá og látið sig úr-
slitiu engu skifta. Rödd ófriðarins var
orðin skýr og heit við hjarta vort.
Bræður vorir í mörgum löndum, og
eins hinir, sem lágu myrtir í sjávar-
djúpi, hrópuðu til vor, og vér heyrð
nm kall þeirra og skárumst i leikinn
með áræði og dugnaði.
Hvað var í húfi?
Átti hervald einhverrar þjóðar eða
þjóðasamband, að fá rétt til þess að
ráða framtíð þjóða, sem þær höfðu
engan rétt til að drotna yfir nema
hnefaréttinn ?
Atti stórþjóðunum að leyfast það,
að ganga á rétt smáþjóðanna og
láta þær sitja og standa eins og
þeim þóknaðist?
Áttu þjóðir að búa undir fram-
andi yfirdrotnun, jafnvel í sínum
eigin innanrikismálum, eða áttu þær
að fá að ráða sér sjálfar?
Átti að koma á jafnræði og jafn-
rétti þjóða, eða áttu stórþjóðirnar að
fá að fara sínu fram, en smáþjóð-
irnar að líða án endurgjalds?
Attt að bera alþjóðarétt fyrir borð
með þjóðasamtökum, eða átti al-
þjóðaréttur að skylda allar þjóðir til
þess að gæta alþjóðaheilla ?
Hér var um tvent að velja og fram
úr þessu varð eigi ráðið með skyndi-.
ákvörðunum eða málamiðlun og sam-
komulagi um hagsmuni þjóðanna,
heldur fuilkomlega í eitt skifti fyr:r
Öll og með fullri og óskoraðri viður-
kenningu um það, að réttur smá-
þjóðanna er jafn helgur og réttur stór-
þjóðanna.
Engin málamiðlun.
Þetta er það sem vér eigum við,
þá er vér tölum um ævaranda frið,
ef vér tölum i einlægni og með full-
nm skilningi á þvi sem um er að
ræða.
Vér erum allir sammála um það,
að það er eigi hægt að komast að
friði með málamiðlun við sijórnir
Miðrikjanna, vegDa þess, að vér höf-
um átt við þam áður og höfum séð
framkomu þeirra í garð annara stjórna,
sem hlutdeild áttu í þessum ófriði,
bæði í Brest Litovsk og Bukarest.
Það hefir sannað oss að þær eru
drengskaparliusar og skeyta eigi um
rétt. Þær taka enga sanngirni til
greina og virða engar reglur nema
hnefaréttinn og sína eigiu hagsmuni.
Vér getum eigi komist að samning-
um við þær. Og það er þeim sjálf-
um að kenna. Þýzka þjóðin ætti nú
að vera farin að vita það, að vér
getum eigi tekið trúanleg orð þeirra
manna, sem neyddu oss út i þennan
ófrið. Vér hugsum ekki ein? og þeir
og töl m ekki eins og þeir um
samninga.
Fullkomið réttlæti.
Ef það er í raun og sannleika
ætlun þeirra stjórna, sem sam-
einast hafa gegn Þýzkalandi, að
að tryggja ævaranda frið, með samn-
ingum þeim, er gerðir verða, þá er
það nauðsynlegt, að allir þeir, sem
sitja kringum friðarborðið komi þang-
að fúsir til þess að leggja það í söl
urnar, sem með þarf; og að þeir
séu einnig fúsir til þess að koma
á fót öruggri tryggingu fyiir því að
friðarsamningarnir verði haldnir og
þeim ful nægt.
Það sem þjóðirnar leggja í söl-
urnar ■ r það, að fullkomins réttlætis
sé gætt i hverri grein samnmgsins,
hver sem i hlut á; og eigi að eins
það að fullkomins réttlætis sé gætt,
heldur að hinar ýmsu þjóðir, sem
ákvarðanir verða teknar um, séu
ánægðar. Og tryggingin fyrir því, að
samningarnir séu haldnir, er alþjóða-
samkunda, stofnuð með samningum,
sem verulegan árangur hafa. Án
slíkrar alþjóðasamkundu, er trygt
getur albeimsfrið, væri friðurinn
kominn undir Ioforðum stigamanna.
Alþjóðasamkunda.
Að minu áliti er stoínun alþjóða-
samkundu og glöggar ákvarðanir um
hlutverk hennar, eitthvert þýðingar-
mesta atriðið i friðarsamningunum.
Nú er eigi hægt að koma henni á
fót. Ef hún væri stofnuð nú, þá
væri hún eigi annað en bandalag
þeirra þjóða, sem þegar eru í banda-
lagi gegn sameiginlegum óvini.
Það er nauðsynlegt að tryggja
friðinn. Og ástæðan til þess er sú,
svo að maður tali blátt áfram, að
þar eiga þjóðir hlut að máli, sem
eigi hafa staðið við orð sín og það
verður að finna ráð til þess, í sam-
bandi við friðarsamningana sjálfa, til
þess að útiloka að slíkt geti komið
fyrir.
Réttlátur friður.
Eg skal skýra frá þeim helztu
skilyrðum, sem stjórn mín mun
telja skyldu sina að framfylgja við
friðarsamningaua:
I fyrsta laqi má hið óhlutdraqa
réttlati sem finna skal, eigi qera neinn
greinarrnun á peim, sem vér viljum
unna réttlatis, og hinurn, sem vér
unnum eigi réttlatis. Það verður að
vera réttlati sem engan greinarmun
gerirá millipjóðanna ogparse.ni pess eins
er gatt, að taka tillit til allra við-
komandi pjóða og láta par njóta jafn-
réttis.
I öðru lagi má eigi taka sérstakt
tillit til sérstakra hagsmuna neinnar
pjóðar eða pjóðjiokka i neinni grein
samningsins nema pað komi ekki i
hig við alpjóðahagsmuni.
I priðja lagi, meiga eigi nein sam-
tök, bandalag eða sérstákir samningar
eiga sér stað innan allsherjarsam-
bands pjóðanna.
I Jjórða lagi, og pað hefir sérsták-
lega rnikla pýðingu, má ekkert sérstakt,
eigingjarnt viðskijtasamband eiga sér
stað innan alpjóðasambandsins og eng-
in viðskiftastyrjöld, viðskiftabann, eða
einangrun i neinni mynd, nema hvað
alpjóðasambanaið gceti hegnt pjóðurn
með pví að útiloka pcer frá heims-
markaðinum, til pess að halda reglu
og ejtirliti i heiminum.
1 fimta lagi skulu áílar pjóðarsatn-
pyktir og samningar, hvers eðlis sem
eru, vera birtir öllutn heimi án afdrátt-
ar og úrfellinga.
Viðskifta-samkepni.
Sérstck bandalóg og viðskifta-
samkepni hafa verið undirrót og
uppspretta ófriðar í hinum mentaða
heimi. Það væri bæði óeinlægur og
ótryggur friður er eigi útilokaði alt
slíkt rækilega.
Um leið og eg lýsi yfir þvi, að
Bandarikin munu eigi gera neina
sérstaka samninga eða sambönd við
sérstakar þjóðir, þá lýsi eg og yfir
hinu, að Bandar;kin eru við því búin
að taka á sig sinn fullkominn þátt
í ábyrgðinni á þvi að haldist þeir
alþjóðasamningar og samþyktir, sem
friður verður að byggjast á fram-
vegis.
Það sem vér berjumst fyrir.
Það er einkennilegt með þetta
strið, að meðan stjórnmálamennirnir
hafa verið að þreifa fyrir sér um
það, hverjar væru nú í raun og
veru fyrirætlanir sínar, og virðast
stundum hafa skift skoðun, þá hefir
alþýðan, sem stjórnmálamennirnir
eiga að vera brautryðjeudur og leið-
togar fyrir, æ ljósar séð það um
hvað er barist.
Þjóðahagsmnnir hafa æ meir orð-
ið að víkja fyrir hagsmunum alls
mannkynsins. Alþýða manna i
öllum löndum hefir orðið skarp-
skygnari heldur en stjórnmálamenn-
irnir, sem enn halda að barist sé
um það hver þjóðin á að verða ofaná.
Þess vegna hefi eg kallað ófriðinn
þjóðastríð en eigi stjórnmálamanna.
Stjórnmálamennirnir verða að semja
sig að skoðun almennings, eða lúta
í lægra haldi.
>Skilyrði stjórnmálamanna*.
Sem augljósast dæmi þessa get
eg talið það, að margs konar sam-
kundur og félög, sem skipuð eru
óbreyttum verkamönnum, hafa hvað
eftir annað krafist þess af rikisstjórn-
um sínum að þær skýri hreint og
beint frá málavöxtum, skýri ná-
kvæmlega frá því hvað þær ætlist
fyrir með þessum ófriði og hvernig
þær hafi hugsað sér að leiða hann
til lykta. En svör stjórnanna hafa
enn eigi verið fullnægjandi.
Svörin verða að jafnaði »skilyrði
stjórnmálamannanna*, sem fjalla um
landamæri og valdadeilur, en ekki
skilyrði réttlætis, mannúðar og frið-
ar, sem þessir þrautpíndu og kúg-
uðu menn, konur og þjóðir þrá af
öllu hjarta og telja hið eina, sem
þess sé vert, að fyrir það sé barist.
Ef til vill hafa stjórnmálamennirnir
enn eigi skilið það að heimurinn
hefir breyzt þannig. Ef til vill hafa
þeir eigi gefið bein svör við sum-
um spurningum fjöldans, vegna þess
að þeir skildu eigi hvað það var
sem menn vildu vita og hverra svara
var krafist.
Reykjavllumáll,
Lántaka bæjarsjóðs. Heyrsfe hefir
að lán það, sem borgarstjóra var
falið að taka í Dmnörku, muni ekki
fást fyr en séð verður hvernig fer
um aambandalögin nýju. Munu Danir,
vera ófúair á að lána íslendingum
fé, meðan þeir geta áfefe á hæfefeu að
skilnaður verði milli landanna.
Rán og gripdeildir. í fyrri viku
var maður nokkur her í bæ, Bjarni
Símonarson að nafni, narraður á af-
skektan stað við Lindargöfeu, í þeirri
von að honum yrði selt þar áfengi,
ódýru verði. En þegar þangað kom
var hann slegiun í rot og stolið af
honum 430 krónum.
Lögreglunni tókst að hafa upp á
sökudólgunum. Voiu þeir þrí, Sig-
urður Sigurðason frá Kvívelli á Mið
nesi, Magnús Gottskálksson, vestan
af Mýrum og þorsteinn Jóhannsson
austan úr Mýrdal.
Hafa þeir allir játað á sig sökina.
Eitfe kvöldið fóru einhverir þjófar
einkennilega herferð um höfuðstað-
inn, gengu inn í fordyri manna og
stálu koparhúnum af Iásum. Ekki
hefir enn hafsfc upp á þessum þjóf
um.
Enn var stolið 40 pundum af
smjöri einn daginn af vagni inn á
Hverfisgötu. Uppvíst er orðið um
þjófinn. Heitir Gunnar Jónsson, ætt-
aður af Skeiðum.
Steinolfu-birgðir eru nú komnar
það miklar, feil bæjarins, að sfeein-
olíuverzlunin er gefin frjáls.
Dýrtílarvinna. Bæjarstjórn hefir
samþykfc að taka 100.000 kr. bráða
birgðalán til að veita fólki dýrtíðar-
vinnu við hafnargerðina.
Ellistyrkur. Bæjarstjórnin hefir
samþykt að tvöfalda ellistyrkinn,
þ. e. veita 11.000 kr. í viðbófc til
styrks handa gamalmennum.
Skipafregn:
Botnís kom hingað 19. þ. mán.
með fjölda farþega. Meðal þeirra voru:
Haraldur Arnason kaupmaður, Jón
Norðmann pianoleikari, Olafur Gísla-
son verzlm., Guðm. Eggerz sýslum.,
Gudberg reiðhjólasmiður, Vald. Poul-
sen málmsteypumaður, Guðbrandur
Magnússon fyrv. ritstjóri og frú,
jungfrú Jóhanna Pétursdófctir, Guðm.
Thorsteinsson listmálari, jungfr. þuríð-
ur Jóhannsdóttir, frú Erederikssen,
slátrara, frú Stefáns Jónssonar læknis,
Einar Th. Scheving, BÍra Jóh. f>or-
kelsBon dómkirkjuprestur, Debell
forstjóri, Halldór Eiríksson cmboðs-
maður, jungfrú Eagna Sfcephensen,
Sörensen hjúkrunarkona.
B o t n í a fór afcur áleiðis til
Khafnar í fyrradag. Farþegar voru:
Jón Magnússou ráðherra og frú
hans, Andersen lyfsali í Stykkis-
hólmi, frú hans og börn, ungfrú
Irma Olsen, Jón Ólafsson læknir í
Bolungarvík, Sig. Sigurðsson lyfsali f
Vestamannaeyjum, Chr. F. Nielsen
umboðssali, Kristján Torfason kaupm.,
Gisli Ólafsson símstjóri og frú, Ludvig
Kaaber bankastjóri, Magnús Sigurðs-
son bankastjóri, jþorfinnur Kristjáns-
son prentari, Sveinn Björnsson yfir-
dómslögmaður, Carl Olsen stórkaup-
maður, Helgi Zoega kaupm., ungfrú
ésta Zoega, R. P. Riis, Arni Riis,
frú Margrét Arnason, Tang kaupm.,
Arngrímnr Valagils sfcúdent, Ingvar
Ólafsson kaupm., Loftur Guðmunds
son verksmiðjueigandi, Emil Strand
skipamiðlari, Berléme stórkaupm.,
Tofte bankastjóri, Steinn Emilsson
stúdent, Forberg símastjóri, frú Anna
f>orsteinsson (Ólafs verkfræðings),
Brynjólfur jþórðarson listmálari, og
námsfólk, alls um 70 manns.
Wdllemoes kom frá Ameríku
um helgina, fór suður og austur og
norður xun land á miðvikudag.
Seðlar,
Hnakkar (venjul. trévirkjahDnkkar),
fámvirkjahnakkar (rósóttir), Spaða-
hnakkar með ensku lagi, K iítóskur,
Hriakktöskur, Handtöskur,Se*i. veski,
Peningabuddur, Innheimtununna-
vtski, Axlabönd. Allskonar Ó.tr til-
heyrandi söðlasmíði, Byssuólar, Byssu-
hulstur, Baktöskur, Beizlisstengur,
ístöð, Járnmél, Keyri, Tjöld, Fisk-
ábreiður, Vagna-yfirbreiðslur o. m. fl.
Aktýgi ýmsar gerðir og allir sérstakir
hlutir til þeirra.
Gomul reiðtýgi keypt og seld.
Fyrir söðlasmiði: Hnakk-og söðul- .
virki, Plyds, Dýnustrigi, Hringjur o.fl.
Söðlasmíðabúðin Laugavegi 18B.
Simi 646.
£ Kpístjánsson.
B 0 r g kom frá Englaudi með kol og
annan flutning þ. 21 þ. mán. Fór til
Akureyrar í fyrradag. Fari tóku Bér
Steingrímur Matthfasson héraðslæknir
og frú hans, sem verið hafa hér í
höfuðstaðnum nokkuru tfma.
Níræðis-afmeli á frú þorbjörg
Sighvatsdóttir móðir Sighvats Bjarna
sonar bankastjóra á morgun (f. 27 okt.
1828 dóttir Sighvats bónda á Mel-
um (f 1843), er var móðurbróðir
Ben. heit. Sveinssonar). Er hún lík-
lega elzt kona hér í bæ önnur en frú
Thora Melsted sem verður hálftfræð þ.
18. des. n. k.
Frú þorbjörg er furðu ern enn og
fylgist vel með í öllu.
Síra Haraldur Nfelsson prédikar
Frfkirkjunni á morgun kl. 5 e. h.
Messað á morgun f frfkirkjunni í
Reykjavík kl. 2 síðd., sfra 01. Ól.
(Misseraskifti).
Messað f dómkirkjunni á morgun
kl. 11 fyrir hád., síra Bjarni Jóns-
son. Altarisganga. Kl, 5 sfðdegis
síra Jóh. þorkelsson.
Bankastjórar í Landsbankanum
eru settir þeir Richard Torfasou og
Pétur Magnússon 1 fjarveru þeirra
Magn. Sigurðssonar og L. Kaabers.
íslendingur, bofcnvörpuskip Elíasar
Stefánssonar, er kominn heilu og
höldnu til Fleetwood. Fór hann héð-
an 24 stundum á effcir Nirði.
íslendingur, Varanger og Helgi
Magri eiga allir að stunda botnvörpu-
veiðar frá Fleetwood í vetur. Helga
Magra hefir Elías leigt að hálfu
móti Asgeir Péturssyni á Akureyri.
Klingenberg konsúll Norðmanna
mun nú vera á förum héðan alfarinn.
Hann mun hafa fengið veitingu fyr-
ir ræðismannsembætti Norðmanna í
Havre á Frakklandi og mun flytja
þangað snemma í vetur.
Einar Jónsson
myndhöggvart hefir verið gestur
Vestur-íslendinga í sumar, ásamt frú
sinni. Hann var heiðursgestur á
þjóðhátíð þeirra 2. ágúst, og yfirleitt
hafa V.-Islendicgar borið þau hjón-
in á höndnm sér, eftir því sem Ein-
ari farast orð i kveðju-ávarpi til
þeirra.
Einar er nú í óða-önn að vinna
að líkneski Þorfinns Karlsefnis. Læt-
ur hann hið bezta yfir sér þar vestra,
enda þótt mikið kviði hann fyrir að
dvelja þar, er hann fór héðan.
Isajold hefir séð mynd af nýju
verki eftir E. J., sem hann hefir
gert vestra, og ber það ljósan vott
nm að list Einars er á famfarabraut,
en ekki i kyrstöðn polli.