Ísafold - 30.11.1918, Blaðsíða 4

Ísafold - 30.11.1918, Blaðsíða 4
4 ISAFOLD Öllum þcim, íjær og nær, sem sýndu okkur hluttekningu við lát og flutning kona okkar, til legstaðar, vottum við hérmeð okkar innileg- asta þakklæti. )ón Laxdal Vigfús Einarsson. Nýjar bækur: Mllll tveggja elda, skáldsaga úr þjóðlífínu eftir Arthur Sewett. Verð kr. 3,50. GÓða Btúlkan, saga eftir Charles Dickens. Verð kr. 2,00. Þessar bækur eru hvor annari betri og skemtilegri, bæði að stefnu og efni. Fást hjá bók8Ölunum. Bókaverzlun Sigurjóns Jónasonar, Reykjavík. Tófuskinn kaupir hæsta verði Uppboðsaugiýsing. Fimtudaginn þann] 5. desembermánaðar næstkomandi, kl. 12 á hád. verða, við þinghús Garðahrepps að Görðum, seld við opinbert uppboð 2 hros >,“er verið hafa í óskilum hjá undirrituðum hreppstjóra nefnds hrepps, dökkgiá hryssa cj. 4 vetra, ótamin, með marki sýlt vinstra, og ljóst mer- tryppi með sama marki, veturgamalt, er gengur undir hryssunni. Uppboðsskilmáhr verða birtir á uppboðsstaðnum. Asi í Garðahreppi, hinn 21. nóvbr, 1918. Oddgeia* Þorkelsson. Nú hefi eg fengið aftnr birgðir af hinum margþráðu FRAM- skilviDdum. Ennfremur skilvindu-hringa. F r a in-skilvindur skilja 130 litra á ki.stund, ern vandaðar að efni og smíði, skilja mjög vel, eru einfaldar og þvi fljót- legt að hreinsa þær. Odýrari en aftrar skilvindur. Yfir 300 bændur nota nú F r a m-skilvindnr, og helmlngi fleiri þurfa að eignast þær. Jiristján Ó. Skagfjörð. • Salóme Halldórsdóttir, vinnukona, andaðÍBt í Barnaskólanum. Sigurbjarni Guðnason vélatj. lést í Bretlandi. Sveinn Einarsson, Bankastr. 14 B. Torfi Gnðlaugsson, unglingspiltnr, 16 ára. Trausti Gnðmundsson. |>órarinn Björnsson, Bergstaða- stræti 48. f>óra Jónsdóttir, ekkjnfrú, 76 ára, Skólavörðustíg 41. Inflúenzan og læknarnir Formaðnr Læknafélags Reykjavíkur hefir beðið Isafold fyrir eftirfarandi yfirlýsingu: Vegna ýmsra ummæla i blöðum hér, einkum »Timans< (frá 27. nóv. og »Vísist, nm sérstaka meðferð á inflúenzunni og afleiðingum hennar eignuð Þórði lækni Sveinssyni, hef- ir formaður Læknafélags Reykjavík- nr leitað álits lækna bæjarins, þeirra sem átt hafa við þessa sótt (land- læknir, próf. Gnðmundur Magnús- son, Guðmnndur HannessoD, Sæ- mnndur Bjarnhjeðinsson, héraðslækn- ir Jón Hj. Sigurðsson, læknarnir Maggi Magnús, Matthías Einarsson, Þórður Thoroddsen, Ólafur Þorsteins son, Davíð Sch. Thorsteinsson) og er það sammála álit þeirra, að sjúk- dóm þennan beri að fara með, ein- sog venja hefir verið um slikar kvef- sóttir, af því að ennþá þekkist eng- in betri lækninga aðferð. Auk þess telja þeir, að sumar af þeim reglum, sem »Tíminn« birtir geti verið beinlínis skaðlegar, sér staklega sveltan. Bókafregn. >lðunn<, (IV. 1.-2.). Þetta hefti »Iðunnar«, sem nær yfir helming ársins (júlí—október), er síst lakara en sumir fyrirrennar- ar þess. Minsta kosti bera ekki fróðleikuiiun og nytsamdin skarðan hlut frá borði i því. Og er það gott á þessum alvöru og örlagaríku tímum, að við og við sé talað til vor frá þeim hliðum. Heftið byrjar á þýddu kvæði, eftir H. Drachmann. Er það »hálf- kveðið ljóð«, eins og stendur i einu erindinu. Er annars faguit og hreimmjúkt: Þá er fyrirlestur eftir H. Wiehe, sendikennara: »Bandalag Norður- landa*. Drepur hann á nokkur atriði því til fylgis, að Norðnrlanda- þjóðirnar gangi í eitt bandalag. Og stiklar á nokkrum atriðum í því færirkomulagi. En svo umfangs- mikið og áhrifadjúpt mál verður ekki rætt í einum stuttum fyrirlestri. Enda segir höf. að þetta séu að eins »sundurlansar hugsanir«. Furða er hvað hann hefir gott vald á íslenzku máli. Mætti margur innleudur telja sig góðan, að vera honum jafn snjall. Þó finnur maður i stöku stað út- lendingstökin á hugsún og orðaröð, t. d.: gott samkocnulag landanna í miili«, og ekki mundi Islenuingur hafa orðað hugsunina um frelsismátt Englendinga á þann hátt, að segja að litið væri til þeirra »sem stoðar frelsisins í heiminum*. En þó hefir margt þessu verra komið út úr ís- lenskum munni. Næst er stutt kvæði eftir St. G. St. Einkennilegt, og á ekki sinn lika i Islenzknm vorkvæðum. þá er góð saga eftir Valdimar Erlendsson frá Hólnm. Hefir ekki, svo eg viti, fyr sést neitt eftir hann. Er þetta góð byrjnn. Karlarnir, Guðm. og Páll, eru svo augljósir og skýrir fyrir manni, að það er sem maður hafi kynst þeim alt sitt líf. Og kýmni sögunnar, sem setur frumlegan blæ á hana, er svo eðli- leg og heilbriið, að hún nær fylli- lega tilgangi sinum. Næst eru þýðingar úr rússnesku, eftir Viðfinn. Þá er fróðlegur kafli um »Mynd- un íslands og æfi«, eftir Guðmund Bárðarson. Er það að visu fljótt yfir sögu farið, en gefur þó þeim, er lítið eða ekkert vissu áður um þessi efni, dálitla hugmynd um öflin sem myndað hafa hólmann okkar, og breytt honum og bylt til gegn- um óteljandi aldaraðir. Næst er »Ingólfslíkneskið«, með mynd. Hvatning til manna að reisa dú likueskið upp til fulls og koma þvl á sinn stað með iengnu frelsi voru. Þá er lítið kvæði eftir Guðmund Hagalín, um »Svefneyja-bóndannc, föður Eggerts Óiafssonar, er honum var færð fregnin um druknun hans. Næst er endirinn á fyrirlestri þeim, er ritstj. »Iðunnar«, próf. Á. H. B, flutti fyrir altnenning í fyrravetur, og hann nefnir: »A socialisminn erindi til vor?« Leitar höf. að ástæðum fyrir því, hvort socialism- inn sé timabær hjá okkur. Og kemst að þeirrí niðurstöðu, að svo sé eigi, því að atvinnumál vor og framleiðsluaðferðir séu enn ekki orðið þannig, að nokkur þörf sé á sócialisma. En það er annað stór- mikilsvers mál, sem hann bendir á að hafist verði handa um að koma á fót: altnenu lljtry%%in%. Sýnir hann með skýrum tölum, hvílíkt bolmagn sá sjóður, sem af því mvndaðist, gæti orðið á öllum svið- om þjóðfélagsins, ef viturlega og trúlega væti um hann búið og með hann farið. Er þetta afar-merkilegt mál, og skyida þings og stjórnar að láta verða af frekari framkværnd- um í því máli. Mun enginn ung- ur maður eða kona, sem nú á inn- an skamms að verða þegn í frjálsu landi, skorast undan þvf að leggja svo lítinn skerf af hendi sjálfum þeim til gleði og íöðurlandinu og þjóðinni til giftu og sigurs. Þá er lítil grein eftir Jónas Lie, er sýnir hvernig hann leit á social- isTiann. Þá kemur uæst ein meðal merkari greinanna, sem »Iðunn« flytur i þetta sinn, grein eftir Arna Þor- valdsson cand. mag., kennara við gagnfræðaskólann áAkureyri: »Nýtt skólafyrirkomulag*. Lýsir hann í fyrra hluta hennar þeim annmörk- um, sem eru á núverandi skóla- fyrirkomulagi. En í síðari hlutan- um bendir hann á nýja leið, og eru það miklar breytingar frá því sem nú er. Enginn dómur skal. lagður á það, hve giftudrjúgar þær breytingar muni reynast. Þær hafa allar við mikil og mörg rök að styðjast. En hitt dylst engum, sem veit ofan í kjöl- inn um þær feikna misfellnr, sem eru á skólatilhögun okkar, að fyr eða síðar verða einhverjar breyting- ar að verða á henni, ef gróðurinn, sem upp af þvi sprettur, á að verða lífskjarni þessa lands. Þá er þýdd saga: »Samúel«, eftir norska skáldið )ónas Lie. Gullfalleg saga. Svo þessir »kviðlingar« séra Ólafs Inddriðasonar, sem gjarnan hefðu mátt missa sig. Við fáum nóg af lélegum nútiðarskáldskap, þó slept Til k&upenda barnablaðsins ,Æskan‘, Sökum InflueuzuDnar, sem geysað hefir yfir Reykjavík allan nóvember- mánuð, hafa stöðvast allar fram- kvæmdir viðvíkjaudi undirbúningi og prentun jólablaðs Æskunnar 19x8; okkur er því ómögulegt að senda jólablaðið og desemberblaðið fyr en með janúarpóstunam. Við treystum því að kaupenduinir taki tillit til þessa, því það er óviðráðanlegt og þeim getur ekki fallið ver en okknr að svona skyidi fara. Vinsamlegast. Aöalbjörn Stefánsson. Sigurjón Jónsson. Hestur í óskilum á Kolviðarhóli, grár að lit, mark: heilrifað og fjöður framan hægra, sýlt vinstra. Ójárnaður. Trævarer. Forbindelse söges med Köbere af Planker, Braadder, Tömmer, Llster, Snedkerier etc. Aktiebolaget Backland & Rönqyist, Göteborg, Sverige. sé 100 ára stefum, sem ef tll vill hafa verið gjaldeng á þeim tima. Þá eru ritfregnir. Og síðast fáein »Krækiber«. Að öllu er heftið hið bezta. /. B. ReykjaYíknrannáll. Misprentast hefir í síðasta blaðl. í listanum yfir dána í Rsykjavík frá 6. til 12. nóv.: Ragnhildur Baldvinsdóttir, barn, Skólavörðustíg 11, en átti að vera: Ragnheiður Baldurs- d ó 11 i r, o. s. frv. Iljúkrunarnefndln hér í Reykjavik, er starfað hefir af miklum dugnaði, meðan influenzan geisaði — hætti starfi sínu að mestu á mánudag. Hennar eigi talin þörf lengur. Inflnenznsamskotin hafa orðið mjög drjúg. Auk stórgjafar Ólafs Olavsen kaupmanns hafa Bamskotasjóðnum m. a. borist 1100 kr. frá Garðari Gísla syni, 1000 kr. frá Johnson & Kaaber, Th. Thorsteinsson, John Fenger, Gunn- ari Gunnarssyni, Gísla J. Johnsen, 500 kr. frá Jóni Sveinssyni trósmið, Lofti Loftssyni útg.m. og Guðm. Breið- fjörð. í nefnd til að útb/ta gjafafónu hafa verið kosin: Frú Guðrún Lárusdóttir, Olafur Lárusson aðstoðarborgarstjóri, L. H. Bjarnason prófessor, Jón Ólafs- son bæjarfulltrúl og síra Bjarni Jóns- son dómkirkjuprestur. Jarðarfarir fara fram daglega, svo tugum skiftir. Stundum verður eiu líkfylgdin að bíða svo og svo lengi fyrir utan kirkjuna, meðan verlð er að ljúka þeirri næstu á undan. A þriðjudag voru þær frú Elín Lax- dal og frú Herdís Matthíasdóttir, færð- ar til legstaðar, í grafhvelfing þeirra Friðriks og Sturlu Jónssona. En í vor á að reisa yfir þær sérstaka grafhvelf- ing. Kveðjuathöfn fór fram á heimili Jóns Laxdals, en deginum áður hús- kveðja á heimili Vigfúsar Elnarssonar. A þriðjudag voru þeir bræður Jón og Þorvaldur Sigurðssynir einnig grafn- ir, á miðvikudag jungfr. Ingileif Zeéga, á fimtudag frú Borghild Arnljótsson og frú Stefanía Guðmundsdóttir (í Kaupangi) og Jóhann Kristjánsson ætt- fræðingur, í gær Guðm. Benediktsson bankaritari og í dag þeir síra Lárus Halldórsson og dr. Björn Bjarnason. Matgjafa Thors Jenseri njóta dag- lega um 1000 manns. Sú dæmafáa rausn og mannúð verður að melra gagni en metið verður. Skipafregn: B 0 t n í a fór héðan um miðdegi í gær. Meðal farþega voru Klingenberg konsúll og fjölskylda hans, Jón Laxdal kaupm., Debell forstjóri, Oddur Gísla- son yfirdómslögmaður og fóstursonur hans Jón Ólafsson, Fenger stórkaupm. og frú hans og barn, Steingrímur Jóns- Bon verkfræðingur, Ingvardsen verk- fræðingur, G. Blomkvist forstjóri, Ungerskov skipstjóri á »Geir« og fjöl- skylda hans, alfarin, Th. Krabbe vita- málastjóri, Guðrdn Boas hjúkrunarkona, Guðm. Albertsson frá Seyðisfirði. S t e r 1 i n g mun helzt í ráði að fari norður á Húnaflóa og taki þar kjöt- farm til Noregs. Fellur þá hin fyrir- hugaða strandferð alveg niður. Lagarfoss liggur enn aðgerða— laus á Akureyri. Gnðsþjónnsta i dómkirkjunni fer fram á morgun kl. 2 e. h. Blskup- inn prédikar. Aðrar messur engar. Lausn frá embætti hefir elzti prestur landsins Jens V. Hjaltalín að Setbergi fengið.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.