Ísafold - 30.11.1918, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.11.1918, Blaðsíða 3
IS AFOLD Kveðja til franska hersins Efcir Gabriele d’Annunzio. (ítalska skáldið fræga, Gabriele d’Annunzio flaug til Frakklands i byrjun októbermánaðar siðastl. og heirnsótti Berthelot hershöfðingja, er stjórnaði liði ítala á vesturvig- stöðvunum. Við það tækifæri flutti skáldið ræðu þá er hér fer á eftir og dreifðu flugvélar henni yfir her stöðvar Frakka). Hershöfðingi! Eg er irmilega hrærður af hinum stórmannlegu við- tökum, er þér veitið mér, hermaður hermanni, trúr trúum. Og hjarta mitt hefir stöðugt verið þrungið af þessari geðshræringu frá þeirri stund er eg íór yfir Alpafjöllin vor fögru, sem ekki skilja oss nú lengur að, heldur tengja oss saman, frá þeirri morgunstund er eg, boiinn af björt- um vængjum, á sléttunni niðurundan kannaðist eg við bros hins blíða Frakklands — brosið sem sterkara er en járn og eldur. Eg flyt yður, hershöfðingi, þökk allra Itala fyrir þá hina ströngu ást er þér hafið vottað hermönnum vor- nm, voru bróðurlega blóði, hinum sælu, er fallið hafa á franskii fold, innsiglað hin dularfullu blóðbönd og staðfest heit sin til framtíðar vorrar. Eg hefi áður verið hugtrúr gest- ur hins liðandi Frakklands; i dag er eg gestur hins sigrandi Frakklands og er sem mér sé ofbirta í augum. Aldrei hefir blóð hinnar fijálsu þjóð- ar Ijómað sem nú. Það er eins og lifandi ljómi þeirrar trúar er vér ját- um. í dag fremur en nokkru sinni áður berst það gegn veistu eyði- leggingu, spillingu og svikum til að frelsa fegurstu vonir vors kyns og heiðra hæstu hugsjónir lifsins. Á morgun mun það starfa að því að rita komandi kynslóð nýjar lög- málstöflur. Allan vesturhluta heims — með þeirri fegurð, helgi, hetjuandi og vizku sem latneska orðið occidens felur í sér hefir það samemað i iðkun staðfestu og biðlundar. Við Frakkland eins og það er nú á lofsöngur hins helga manns: »Þótt það sé óendanlega lært, þá kann það ekki meira; þótt það sé óendan- iega voldugt, getur það ekki gert meira, og þótt það sé óendanlega gjöfult, þá getur það ekki gefið meira.« Allar þess aldir treð öllum sínum mikilleik virðast fölna og hverfa i skuggann. Hver mundi dirfast að minnast á foina hetjudáð við hinn litilmótlegasta af loðinkinnum yðar? Hinn lítilmótlegasti hefur sig jafn- hátt og örlögin og örlögin eru nú hin hæstu og stórfenglegustu er nokkru sinni hafa gnæft yfir æði og manndráp. Það finnur upp hugrekki er óþekt var Spartverjum og Rómverjum, riddurum miðaldaljóðanna og arnar- rekkum. Það sannar, að mannlegt hugrekki, eins og alt annað mann- legt nú á dögum er takmarkalaust. í föðurlandi Guynemers halda menn hvern dag að nú sé tindi hreystinn- ar náð, og næsta dag hefir ný hetja komist hærra. Þannig hefir barátta Frakklands þúsund sinnum og aftur þúsund sinnum, yfirgengið frægð Lauga- skarðs. Hér er lykillinn að föður- landinu ekki milli íjalls og fjarðar: hann stendur djúpt i hverju hjarta er rís til varnar. Sé ekki vegljóst, þá veldur því alt annað en fjaðra- flangar Persa. Menn bryðja eitrið, troða eidana, tárast svörtu blóði. Brunatryggið hjá „Nedsr!andene“ Félag þeita, sem er eitt af heims- ins stærstu og ábyggilegustu bruna- bótafélögum, hefir starfað hér á landi í fjölda mörg ár og reynst hér sem annarstaðar hið sbyggilegasta í alla staði. Aðalumboðsmaður: Halldór Eiríksson, Laufásvegi 20 — Reykjavík. Sími 175. Verstu vitisvistir sem Dante hefir lýst væru sem hvíldarstaður fyrir grímumanninn í Picardie eða Cham- pagne. Verjeodur risi úr hverju plógfari? Nú eru engin plógför lengur. Verjandi tís af hverri þúfu? Nú eru engar þúfur lengur. Nú er ekkert annað en gleypandi gigir. Verjandinn endurfæðist hér af sál sinni, og sálin hans er kraftaverkið hans. Upp þeir sem dauðir erul Svo kölluðuð þér einhverstaðar í nátt myrkrinu. En hinir dauðu lágu ekki. Þeir stóðu allir: krossfestir grafat- laust. Frakkland hefir ekki tima til að gráta þá. Það getur ekki grátið. Það getur ekki annað en banst. Það þjáist og berst, stritar og blæðir með oss, með þjóðunum sem ekki verða aðskildar, með einstakri og frjálsri þjóð, sem bál og brandur striðsins hefir leikið um en ekki tæmt að kröftum. Frakklandi er það að þakka, að nú er eitt víst: ljósið hverfur fyrir fult og alt af trýni illþýðisins og skin æ skærar á enni fylkinganna. Þar sem eg hefi daglega í auð- mýkt unnið eitthvað af trúmensku við málstað Frakklands, hinn göfuga uiálstað þess, er eg, hershöfðingi, ef til vill verður þess að flytja yður kveðju til fianska hersins, þeirrar hinnar öflugu öldu orðstírsins er fleytir hverri fórn og fer hátt með öllum himinskautum. ---------— ■ „ Mannalát. Hér í bænum lézt í fyrradag öldr- uð merkiskona, ekkjufrú Elinborq Friðriksdótíir, móðir frú Kristínar Jacobsen, jóns heit. Vídalíns konsúls og þeirra systkina. Hún var á ní- ræðisaldri. Fyrri maður hennar var Páll alþm. Vldalin í Viðidalstungu, en siðari Benedikt prófastur Krist- jánsson (i Múla). Sjálf var hún dóttir sira Friðriks Eggerz prests (d. 1803). Tveim dögum áður lézt i Vífils- staðahæli sonardótrir hennar, Helqa Vidalln, dóttir Páls heitins bónda i Laxnesi. Frá Þingeyri barst i gær simfregn um, að Jóhannes Proppé kaupmaður væri dáinn úr inflúenzu-lungnabólgu. Drepsóttin. Reykjavik er nú því sem næst laus orðin úr klóm hennar. All- margir liggja þó enn. í Vestmannaeyjum er hún nú á hæsta stigi. Þangað fór Valurinn að tilhlutun stjórnarráðsins með síma- fólk, því stöðin hafði verið starf- rækslulaus 5 daga vegna veikindanna og fréttalaust þaðan með öllu. Þar Delco-ljósið hefir rafgeymir Notar að eins steinoliu. Deico-ljósið getur notað benzin, en verk- smiðjan mælir fyrst og fremst mtð Steinolíu. Delco-ljósið er nafn á fullkomnri rafmagnsvél, sem framleiðir rafmag nmeð steinolíu. Hvers vegna keppir heimurinn eftir Delco-ijósinu—? Svar: Delco-ljósið Delco-ljósið Delco-ljósið Delco-ljósið Delco-ljósið Delco-ljósið Delco-ljósið Delco-ljósið Delco-ljósið Delco-ljósið Delco-ljósið Delco-ljósið Delco-ljósið Delco-ljósið Delco-ljósið Delco-ljósið Iengir lífið og gerir það þægilegt. sparar tíma og penitiga. er altaf tilbúið nótt og dag. segir ekki upp starfa sínum, heldur er altaf tilbúið þegar þér óskið. lýsir upp heimilið og gerir það vinalegt, þægilegt og bjan. borgar sig sjálft á fáum árum. — minsta vélin — notar að eins 1 litir af steinolíu á kl.tima og fram- leiðir fyrir það 730 kerta ljós. hefir geymir er gefur í viðbót 750 kerta ljós — alls á sama tima 1500 Ijós. er því ódýrasta 1 j ó s i ð. fæst í mismunandi stærðum, hentug fyrir einstök hús, skóla eða stærri byggingar, verkstæði, verksmiðjur, bóndabæi, smærri þorp og kaupstaði. er smurt á einum stað — einu sinni í viku. -- mótorinn kældur með lofti, þarf þvi ekkert vatn, engin hætta í frosti. er nútíðarinnar ljós. er ljós framtiðarinnar. er hentugt til að framleiða kraft til allskonar iðnaðar- eða heimilisþarfa, svo sem strauningu, suðu, þvotta, vatnskrafts — úti eða inni —, hreins- unar í húsum, mjöltunar á sveitaheimilum o. fl. o. fl. fæst altaf hjá undirrituðum. Rafmagnsáhöld, Lampar allsk., Straujárn, Könnur, Pottar o. fl, Þetta er Delco-ljósið með geymir. Þetta er mótor til að nota við skilvindnr, þvottavélar o.fl. Innsetning á rafmagnsleiðslum gerð af sérfræðingum I þeirri grein. Sendið fyrirspurnir yðar til Rafmagnsverzlunarinnar, Kolasundi 2. Sigurjón Pjetursson. Sími 137. J. Ingvardsen. (rafmagnsfræðingur) viðurkendur af ríkinu. Lm C *3 cx 1 -C c Q* tmm T3 O) cd •o s. a> *a cd *ní £ *c« tmm c CM 3 a> tmm -3 C o > 3 E co "aS m «o I co 1 «o 1 03 o co o crt o Q 03 CL Þetta er Delco-Ijósið með geymir. Einkasala fyrir ísland <og Færeyjav. eru sögð 14 mannslát af völdum inflúenzunnar. Austanfjalls er veikin víða mögn* uð. Þangað hafa nokkurir lækna- nemar verið sendir til aðstoðar lækn- unum. Allmargir látist. Upp um Borgarfjörð og annars- staðar í sýktum héruðum er veikin yfirleitt væg. Norður- og Austur- land enn ósýkt. Dánir í Reykjavík: Áata Blomsterberg, húsfrú. Carl Fondanger, prestssonur frá Jótlandi. Edward Jensen, danskur sjómaður. Guðm. Kr, Eyjólfsson, ökumaðar, Bergstaðastræti 11. Iugvar Guðmuudsson, trésmiður, Ingvar Johansen, bróðursonur Rolf Johansen kaupmanns á Reyðarfirði. Jensína ísleifsdóttir, Laufásvegi. Katrín Guðlaugsdóttir, Tjarnarg. 8. Magnús þorsteinsson, barn, Vita- stfg 8. Ragnheiður G. Gísladóttir, Vita* stig 8.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.