Ísafold - 04.01.1919, Blaðsíða 3

Ísafold - 04.01.1919, Blaðsíða 3
Eg held það sé ekki neinutn fært. Þó hefir mig löngum langað þangað því hér á jörð er hvergi vært. (Iíls. io8). O j svo að sem fæst orð séu not uð, þá er öhætt að segja, að öll kvæðin: »MAlmurinn r.iuði« (bls. n3), »Vegabréf«, (sömu bls.), »Eg kom og barði« (bls. 271), »Til Jóns Þórarinssonai* bls. (132) »Til Jóns Trausta« (b's. 133), *Til Alexanders Jöhannessonar* (b s. 134) og bæði kvæðin til Sigfdsar Blondals, — eru óhæfur þvættingur ot fjarri því að vera snefill af skáld krp. Og þá ekki sð gleyma »Glotia Mundi« (b's. 143). Sjá ekki allir heilvita tuenn, að vitleysan og leirbut ðurinn liggja þarna á glámbekk 1 Maður getur tæplega fyrirgefið nokkrum manni, sem annars getur o t góð kvæði, að hafa tímað slikt. En alis ekki fyrirgefið að gefa þctta út. Gestur má ekki misbeita svo þeim auði, sem honum er gefinn. Að hann á hann til sézt bezt á kvæð- inu »Elskan (bls. IJ7). Það er eitt af beztu kvæðunum i bókinni. Einn kafli er þarna, er Gestur refnir »Bergmál«. Er það réttnefni, þvi auðheyrt er, að ekki er hér i snmum kvæðunum nema um veika endurhljóma að ræða. Heldur er döpur lífsskoðun Gests. Kemur hún berlega fram í stökunni á bls. 83: »Lífið..............líkist sjávarboða .............. . brotnar — verður froða.« Og einnig í kvæðinu »Haustnótt« (bls. 99): lífið »blossar geyst, en fölnai fljótt, fer sem gneisti í dimma nótt — dimma nótt«. Og furðu lágt finst mér sú mannssál leggjast, sem blður um um »eilifan svefn eftir andarslitur.* (»Nirvana«, bls. 121). Slika dægut- flugu get eg trauðla hugsað mér, að nokkur kjósi sál sina. Það er að afneita sjálfum sér. JJfið hefir altaf verið talið dýrmætast alls, líjspráin heilögust allra hvata. Það hefir þótt vera aðalsmerki mannanna, að draum- ar þeirra náðu út yfir þetta stondar- lif. Og það hefir verið ein sú dýpsta fagnaðarmóða mannkynsins, ið það hefir fundið í sér krafta og eigindir, sem bentu út yfir þetta lif. Því er eins og manni sé rekinn löðrungut, þegar maður sér slíka hvíldarbæn, eins og í þessu erindi Gests. Sjálf- hælninni sleppir maður, þar sem höf. segir að þessi ósk sín sé »fög- nr og fullvitur.c Dr. Alexander Jóhannesson hefr skiifað langa ritgerð um nýbreytni Gests í ljóðstafa framsetningu, og drepur ennfremur á hana i formár anum fyijr bókinni. Engu skal spáð um það, hve vítt eða djúpt sú breyt ing slær rótum í jarðvegi ísleDskrar Ijóðagerðar. En hitt mun varhuga- vert að losa mikið um Ijóðstafa bönd íslenskra kvæða. Farið gaeti þá svo, að með tíð og tíma, hryndi alt það skrúð af þeim, og allur sá hrynjandi og söngur, sem fylgir þeim, týndist. Og þá mistu þau hálft líf sitt. Og langt mun í land þangað til islenskt brageyra venur sig til fulls við sumai breytingar Gests. Sennilega mun sumt i þessari bók fifa lengi. En það eru, löqin sem gefa því lifskraftinn. Þvi text- ar eru þarna við ýms ágætislög. Enda heitir hún »Undir ljúfum lögum.c Og hún er ef til vill, meiri gróði sönglist en ljóðlist ís- lendinga. J. B. Eon úr EyraibakkalækBishéraði í 59. tölubl. ísafoldar þ. á. er svar frá herra lækni Gunnlaugi Claessen við grein vorri, er birt.ist í sama blaði, og sem var svargrein við íyrri árásar- greinum hans á oss Eyraibakkahéraðs- búa. Jafnvel þótt öllum þeim, er lesið hafa fyrri skrif G. Ci. um oss hóraðs- búa, só það auðsætt, að hann er mikið farinn að draga saman seg’in, og með þögninni vif urkenni frumhlaup sitt, og flest ósannii.dii , leyfum vér oss þó að gera nokkrar athugasemdir við svar hans. G. Cl. segir, að raddir þær sem heyrst liafi hér í hóraðinu í þá átt, að G. r. niuni, beiulinis eða óbein- línis, hafa átt einhvern þatt í skrifum hans, hafi ekki við neitt að styðjast, og er oss. héraðslæknisins vegna, Ijúft að trúa því að hann só laus við þátt- töku í þeim. Aftur a móti getum vór ekki séð, að það hefði verið neitt hlægi- legt, þótt héraðslæknirinn hefði borið blak af héraðsbúum ; eða finst G. Cl. með öíTu óeðlilegt, að hóraðsbúum detti í hug að héraðslæknirinn standi á bak við þessi skrif hans, þegar hann lætur það afskiftalaust að G. Cl. eys ósönnum óhróðri yfir héraðsbúa, þrátt fyrir það að hanu veit að þessi skrif G. Cl. eru ósannindi um menn, sem hann þó er svo lítilþægur að lifa á. Hitt skiljum vór vel, að G. 01, geti látið ljúga sig fullan, þótt hann vissi ekkert urn mal þetta. G. Cl. segir að vór könnumst við, að húsnæði hafi verið haldið lausu handa væntanlegum nyjum lækni. — Vór skiljum ekki hvernig hann fer að draga ályktun þessa út úr grein vorri, þar sem vér þó með rökum hrekjum að slíkt hafi átt sór stað, og bendum á dæmi, sem sannar, að íbúðin, sem um er að ræða, hafi staðið til boða hverjum þeim, sem taka vildi hana alla. Þetta er öll viðurkenningin, og virðist oss G. Cl furðu lítilþægur að nefna það því nafni. En verði hon um að góðu. — G. Cl. segir, að grein vor hnekki ekki staðhæfiugum hans. um, að and- róður hafi verið hafinn gegn G. P., áð ur en haun fluttist til Eyrarbakka. Vór höfum ekki fyr í skrifum haus sóð orðið >>audróður«, heldur »organi- seraða« ofsókn« og þvílík stóryrði, og þykjumst vór fyllilega hafa hnekt þeim. Þar sem hann nú lætur sór nægja orðið andróður, verðum vór lítið eitt að athuga það. Allur sá andróður, sem hafinn var, var það, að þá er það fréttist, að hin- um setta lækni, Konráði R. Konráðs- syni — sem G. Cl. réttilega tekur fram, var i miklum hávegum hafður, og það að verðieikum eftir fenginni reynslu —• var ekki veitt hórðaðið, var í verkamannafélögum á Eyrarbakka og Stokkseyri samþykt að skrifa G. P. og mælast til, að hann drægi sig til baka, eins og þá nýiega mun hafa átt sór stað um lækua, er sóttu um Rangárvallahórað, móti ungum lækni, sem héraðsbúar óskuðu að fá. Þetta var framkvæmt, en því miður bar G. P. ekki gæfu til að verða við til- mselum þessum, jafnvel þótt hanu væri látinn vita, að skorað hefði verið á hinn setta lækni K. R. K., að setjast að í héraðinu, 8em praktiserandi lækn- ir, ef hotium yrði ekki veitt það, og menn hefðu von um að hann yrði við áskorun þessari. í aðferð þessari sjá- um vér ekkert ámælisvert; ekki held- ur í því þótt þeir, sem búnir voru að reyna hinn setta læknir, og við þá reynslu voru búnir að fá traust á honum, notuðu hann á meðan þeir áttu þess kost. Hóraðslæknlrlnn var það mikið notaður, að hann hefðl get- að áunnið sór orð, sem góður læknir ef hann befði verið heppinn, þvi það kom þá í ljós, eins og enda áður, að hóraðið var alt of umfangsmikið til þess að einum manni væri ekki of- IS AFOLD vaxið að þjóna því. Þetta hafði fyrv. hóraðslækuir Ásgeir Blöndal mörgum sinnum latið t Ijósi, og mun hann jafnvel hafa minst á það við landlækni, hvað sem hann hefir sagt G. Cl. Konráð R. Konráðsson var á Eyrar- bakka í þrjú Og hálft ár með stóra fjölskyldu (7—8 manns), áu þess að fá eins eyris styrk frá nokkrum rnanni, og þarf eugan gáfnavarg til að sjá, að það hefði haun ekki getað, nema því að eins, að hóraðið væri lífvænlegt fyrir praktiserandi læknir. — Geta verður þess lika, aö á þessum sama tima voru 2 aðrir lækuar á Eyrar- bakka, sem báðir stunduðu sjúklinga, og virtust lifa sæmilega á því. Allir sem tiokkuð þekkja inn í mál þetta vita það vei, að K. K. K. hafði hvorki frið nætnr nó daga, og menn kviðu fyrir að missa hann, þvi ölium var það ijóst, að slíkt erfiði halda menskir tnenn ekki út árum saman. G. Cl. ferst illa að svara oss um, að vér tokurn oss sannleikaun lótt, og komum á stað ósöntium sögum, því heíði sannleiksþráin verið sterkari hjá bonum en rógburðarlöngunin, þá hefði hann eflaust getað fengið að vrta sann- leikaun hjá K. R. K. sjálfum, enda trúlegt að hann h'afi vitað margt af hinu ofanritaða af almennings orðróm. Það sætir annars furðu, hve ein- kennilega mikið vantraust G. Cl. sjálf- ur virðist bera til læknishæfileika hér- aðslæknisisins, þar sem haun virðist halda, að hann geti ekki lifað hór, þó annar læknir, iaunalatís og óþektur setjist hór að, þar sein hóraðslæknir- inn hefur það þó fram yfir þennan inaim, að hann hefir full laun, auk dyrtíðaruppbótar og ýmsra tekna, sem embættinu fylgja, og þekkir þar að auki mjög marga hór. Þv' þótt Ás- geir Blöndal hafi praktiserað hér, þá hefir hann í engin ferðalög farið, og hóraðslæknisins því eingöngu vitjað, þá er sækja þurfti lækni. Slíka ótrú á haifileikum héraðslæknisins hefir oss vitanlega enginn héraðsbúa. Vér höfum sagt að G. P. hafi ekki tekist að ávinna sér traust og hylli bér og byggjum vór það á því, að síð an K. R. K. fluttist héðan er hálft annað ár. Allan þann tíma hefir G. P. verið hór einn til allra ferðalaga og því komið á æði mörg heimili. Með öðrum orðum: flestir sjúklingar í hér- aðinu notað hann meira eða minna (nema þeir, sem til Reykjavíkur hafa veiiö fluttir) og hefir honum ekki enn tekist að vinna sér hylli þeirra og traust. Sumir þeirra hafa jafnvel lát- ið það í ljós, að þeir vildu heldur deyja drotni sínum en nota hann aft- ur. — Hvaða sök G. P. á á þessu lát- um vér ósagt, en óski G. Cl. þess, erum vór tilbúnir að uefna honum ýmsa sjúklinga, sem hann getur svo sjálfur fundið og fengið fregnir um, hve héraðslækninum hefir tekist vel við þá. G. Cl. getur stytt sér stund- ir með því næsta sumar og það, þótt hann dveldi lengur í hóraðinu en síð- astliðið sumar. Ekki vitum vér hvort G. Ci. telur V/2 ár nægan tíma fyrir héraðslæknir- inn til að ná trausti hóraðsbúa, en svo mikið ætti hann þó að vita að erlend- is mun 1 ár álitið nægilegt til að kynnast hóraðsbúum og ávinna sér traust þeirra og hylli. G. Cl. leggur fyrir oss ýmsar spurn- ingar, og furðar oss á því, að svo lærður maður skuli spyrja eins og fá- vísar konur. Veit hann ekki dæm! þess, víðar en hér, að læknir sem eng- inn hefir þorað að bera brigður á, að væri með allra færustu læknum lands- ins, og hafinn hefir verið skýjum hærra í sínu hóraði og hvert manns- barn á landinu hefir heyrt að góðu getið, sem iæknis, en hafi þó ekki tek- ist, að vinna sór traust fólks á stað þeim er hann síðar settist að. Er það af andróðri? Eða af því að hann hafi týnt niður læknisþekkingu sinni á leiðlnni? Vill G. Cl. ekki reyna að setja upp gleraugu og vita hvort hann getur ekki sóð 1 eða fleiri lækna 1 Reykjavík, sem eru í litlu áliti hjá læknunum sjálfum, en liafa samt mik- ið meira að gera, en sumir þeir, sem læknarnii' teija hæfari. Er það af andróðri ? Eftir því, sern vér frekast vitum, er í Reykjavik læknir, sem af læknum er talinn mjög gáfaður og með allra efni- legustu uugu læknunum, en heíir samt mikið minna að gera en aðrir, sem honum standa skör lægra að þekkingu og lærdómi. Er það af andróðri ? Vill nú ekki G. Cl. gæta í kriugum sig og vita hvort hann getur ekki, bæði hór og erlendis, fundið mörg dæmi þessu l(k. G. Cl. segir að læktiar einir geti borið um lækuisþekkingu G. P. og látum vór hann um það; en að utan- aðlærð bókfræði sé einhlít til að standa vel í stöðu sinni, sem embættismaður, það viðurkennum vór þó að minsta kosti ekki, og hvort svo er eða ekki, álítum vér að fieiri geti dæmt um en læknar; þar álítum vér að reynalan só ábyggilegust, og hór er það einmitt reynslan, sem skapað hefir álitið á háraðslækninum, hvað svo sem G. Gl. ritar um rógburð og einfeldni hóraðs- búa. Oss sem þó lítillar mectunar höfum notið hefir frá barnsaldri verið það full ljóst að bókleg þekking og verk. lægni eru tveir ólíkir hlutir, sem því miður eru ekki nærri altaf samfara og furðar oss, að G. Cl., háskólalærður maður, virðist ekki hafa athugað það. Að endingu skal það tekið fram að tilgangur vor hefir aldrei verið að vinna héraðsiækninum tjón. Verði greinar vorar á nokkurn hátt til þess, á sá sökina, sem gaf tilefni til þeirra, nfl. G. Cl. sjálfur. Eyrarbakka í desember 1918. G. Siqurðsson, hinar Jónsson, Gtiðm. Isleifsson, Jón Adóljsson, Junius Pálsson. Aths. Eins og kunnugt er, þá er G. Claessen nú á leið til útlanda, og kemur eigi nærri strax heim. Verður því langt að bíða svars frá honum. Ritst j. Erlendar fréttir. Wiison forseti hefir sætt mestu fagnaðarviðtökutn á Bretlandi í Marchester hélt hann seint í des. merka ræðn um friðarskilyrðin og endaði hana með þessum orðnm: »Eg vildi að allar þjóðir gætu svarist í fóstbræðralag til þess að réttiætið sé eigi fyrir botð borið.c Vilhjálmur keisari hefst enn við í Hollacdi. Hann er nú sagðcr ^ættulega veikur af Influenzu drep- sóttínni. PÓiverjar . eru farnir að berjast við Þjóðverja. Sagt að 30.000, manna hetsveit stefni til Be.lin. Aðstoðarmaður í stjórnarráðinu (2. skrifstofu) tr skiprður nýlega, í stað Jóhanns heitins Kristjánssonar, Guðbrandur Magnússon f. ritstj. Timans. Meðal þeirra, sem sóttu, var og Baldur Sveinsson cand. Um G. M. verður ekki annað sagt, en að hann sé nettur starfs- maður og greindur. En á hinn bóginn má þó ekki heldur kyrt liggja, að hér liggur fyrir enn einu sinni algerlega pólttísk veiting. Hefði ekki Timaklíkan verið til með sin áhrif, og hugsunina um trúrra þjóna verðlaun, mundi G. M. eigi hafa hlotið stöðu þessa. Veitingin er Brunatryggið hjá „Nederiandene-1 Félag þeita, sem er eitt af heims- ins stætstu og abyggUegustu bruna- bótaféiögurr, hefi starfað hér á landi í fjöldi mðig ár og reynst hér sem annarstaðar hið ; byggilegast.1 í alla. staði. Aðalurrboðsmaðut: Halldór Eirikssan, Laufásvegi 20 — Reykjavík. Sími 175. sárabætur fyrir það, að atvkinumáia- iáðherran hsyktist á þvi ranglæti, að veita G. M. forstöðuna íyrir mæli og vog, sem hacn var þó báinn að iofa honum. Árni Byron, skipstjori. (Skipi hans var sökt af þýzknm kaf báti á útsiglingn frá Islandi til Englands í apríl 191 <)• Bir mér óm að eyra alda’ yfir hafið kalda, seiddi hug til söngva, sárra, en orða-fárra. — Var það draumur, að dreyri drypi á fjöl á skipi, — Sökkvandi sæi nökkva sveima’ um Ægisbeima? Eigi vóru það órar, — enn spenna boga þenna illar Dornir er olla ýmsra raauða' og dauða. Leikinn er ójafn leikur, leggjast stærri á smærri, víggrimmir fjendur vega vopngjarnir að hverju barni. Djarfhuga, prúður drengur, daðum búinn og ráðum, stýrði um höf í hættu — hrið hverii dýrum knerri. — Sá hafði sæmd og gróða sótt á degi og nóttu beint í Græðis g.reipar — garpur orkusnarpur. — Gulli hreinna hjarta, hjálpfús lund og mundin, göfug sál og sinni sómdi snild og mildi. — Veit eg vináttuheiti vel geymda’ og a’drei gleymda minning þína, er minnir mest á hetjur beztu. Vafinn ertu hjúpi hranna, hafi djúpu grafinn, B'jóstið hlýja brostið, B zt reynt að trausti’ og festu. — Harraur rikir heima, hljótt gtætur svanni mætur. Hér er sorg þeirra, er syrgja, sárari, en lýst fá tárin. — P. P. ReykjaYíknrannáli. Skipafregnir. Sterling fór í dag á hádegi til aust- urlands. Austfirðingar þeir, er hór hafa dvalið svo mánuðum skiftir vegna inflúenzu sóttvarnanna, feugu fararieyfi með Sterling, en eigl mega þeir stíga á land fyr en um aðra helgi. Meðaí farþeganua voru: Ari Arnalds sýslu- maður, síra Magnús Bl. Jónsson í Valla- nesi, Konráð Hjálmarsson kaupmaður. Sigurjón Jóhauuson kaupm., Kristján Wathne verzlunarm. Botnia fór héðan á gamlárskvöld. Með henui fór fjöldi farþega.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.