Ísafold - 01.02.1919, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.02.1919, Blaðsíða 1
Kenmr i'it 1—2 í viku. VerSárg. 5 kr., erlendia 7^/j kr. eða2 doliarjborg- ist fyrir miðjan júlí erlend is fyrirfram. Lausasala 10 a. eint XLVI árg. r ísafoldarprentsmiðja. RltstJÓrl: ÚlafUE Bjfirnssnn. Ta simí m, 454. Uppsögn (skrifl. bundin við áramót, er ógild nema kom in sé til útgefanda fyrlr 1. oktbr. og sé kaupandl skuld laus við blaSiS. Reykjavik, langardaginn 1. febrúar 1919 5. töiublað. Hér sjáið þér model 90. Ein af hálfri miljón Oyerland bifreiða sem notaðar eru i heiminum. Falleg, kraftmikil, þægileg jafnvel á verstu vegum. Fjöðrunum þannig fyrirkomið, að verstu vegir finnast sem sléttir. Ovenjulega sver togleðursdekk miðað við stærð bifreiðarinnar. Riimgóð fyrir farþega. Oll stjórnartæki eru á stýrinu, svo kvenfólk getur auðveldiega stjórnað henni. Létt, þægileg, kraftmikil og eyðir litlu. Selst með öllu tilheyrandi fyrir aðeins kr. 5000 — Fimm þÚSUlld. Umboðsmaður vor er ]. Þorsteinsson, Reykjavik Wiílys OverlaBd Inc Toledo Ohio, U. S. A. Islendingafögnuður í Kristjaníu 1. desember. (Grein þessa befir sent ísafold jungfrú Inga Björnson, bróðurdóttir Björnstjerne Björnson, segir hún í bréfi til ritstjóra, að hún hafi alla tíð haft mætur á íslandi íyrst fyiir áhrif frænda si ?s, en síðar fyrir við- kynning við Olafíu Jóhannesdóttir). Konungur hafði skrifað undir sim- .bandslögin. ísland var frjálsti Sama kvöidið, 30. nóvember, áttu allir íslendingar í Kristjaníu að hitt- ast hjá vini vorum, Olafiu fóhanns- dóttur, sem oss er öllum kunn og 'kær. .Eg fekk að fylla flokkinn, og aldrei gleymi eg þeirri gleðistund. Kl. 7 um kvöldið komum við sam- an á. heimiii Ólafíu á Rodelökken. Vorum við nærri því fleiri en hús- in rúmuðu, en engum fanst þar þröngt um sig. Borð voru upp- reidd, og veitti húsmóðirin gestum sínum með rausn og hjartanlegri gestrisni, með islenskum myndar- brag. Fundu allir gestirnir hið blýfa þel og viðmót hennar, enda skein ánægjan af fólkinu. Enginn gat sá hugsast, er betnr væri fallinn ti! að vera miðdepill Is- lendinga á þessum hátíðisdegi. Hún var þar eigi aðeins islenska hús- inóðirin, sem með athygli og nær- gætni sá hverjum gesta sinna fyrir besta beina. Hún var sem móðir alls hópstDs; glöð og sæl yfir að sjá landa sína koma saman hjá sér á þessum merkisdegi i sögu fóstur- jarðarinnar. SjMf sat hún á meðal þeirra, sem ínynd þess íslands, sem upp *á að vaxa, fijáls og réttsýn í anda, heilbrigð i tilfinningum og bugsun, en sköruleg i lund og fram- lcomu. Meðal íslendinga er þar voru nær- staddir ber sérstaklega að geta hr. framkvæmdarstjóra Adolfs Wendeis, sem í tilefni dagsins afhenti frk. Ólafíu 1000 kr. til hinnar kunnu góðsemdarstarfsemi hennar i Krist janíu. Þar voru og viðstaddir Gunn- laugur læknir Einarsson, Vernharður Þorsteinsson ritstjóri, kaupm. Þór- arinn B. Guðmundsson, Ásgeir Bjarnason raffræðisnemi frá Siglu- firði, kristniboðsnemi Ólafur Óiafs- son, Steinn Emilsson stein- og málm- fræðisnemi, Ijósmyndari I. Eyjólfs- son, hjúkrunarmaður Nicolai Han- sen, byggingafræðingur Sveinbjörn fónsson, trésmiður B. Benjaminsson t)g söðlasmiður Bjarni Asgeirsson. Þar vo>-u ýmsar íslenskar konur, m. a. Óiafía Jónsdóttir hjúkrunarkona. Auk þess var viðstödd norska skáld- konan frú Regina Normann. Frk. Ólafia flutti snjalla og hugð- •næma ræðu fyrir Islandi. Hún dróg upp myr dir af landinu og þjóðinni ■— talaði um frjálsborna, ísienska eðlið, sem ekkert hefði bitið á. Illu heilli hefði þjóðin glatað ytra frægð og frelsi, svo öldum skifti hefðu eldar og ísar, óáran, drepsóttir og hungur tekið höndum saman við er- ient ofbeldi og kúgun, til að eyða Hfi og kjarki þjóðarinnar. Það sætti undrum, að hún eigi hefði farist með öllu. En guð vissi hvaða kjör biðu þeirra, er byggja skildu Island. Hann sendi þangað ættstofo, sem fær var að standast raunir elds og ísa — sem þrælakjör ekki gátu gert að þrælum. Hungraðir og horaðir, i slitnum vaðmálskufluro, báru þeir konungs- svip. — Nú væri koroið á aðra öld siðan vetrarsólhvörf þjöðlífs vors gengu um garð. Síðan hefir dag urinn verið að l.ngjast, en instu og eiginlegustu lífsskilyröi vor liggja ennþá i dái hjá flestum okkar. — Þegar guð sendir kristilega vakningu yfir ísland, sann-kristilega, heilbrigða vakningu — þá renna upp sumar- sólhvörf slenska þjóðernisins. Gunnlaugur læknir Einarsson hélt hlýja ræðu og góða fyrir Danmörku. Mintist þess, að Danir hefðu borið hamingju og heiður til fyrstir þjóða að viðurkenna fullveldi á þjóðernis- legum grundvelli. Hann sagði að danski bændalýðurinn skyldi íslend- inga mikið betur en Kaupmanna- hafnai búar. Margir íslendingar hetðu á síðastliðnu sumri notið stórfeldrar gestrisui á dönskum bændaheimilum, og vonandi lærðum vér á komaDdi tímum, Islendingar og Danir, að metahveraðra rétt; »Dansk-Islandsk Samfund« hefði unnið mikið að svo mætti verða. Ól. Ólafsson kristniboðsnemi mint- ist á samvinnunauðsyn og samvinnu- skilyrði milli íslands og Noregs. — Grundvöllurinn undir samvinnunni væri fyrst og fremst traust og vinar- þel. Misskilningur inn á við og út á við hefði bakað íslendingum mik- ils böls. Allir Islendingar og allir Norðmenn, sem óskuðu samvinnu milli frændþjóðanna, yrðu að vinna að þvi að skilja hvorir aðra, og það ætti ekki að vera erfitt, þvi íslend- ingar og Norðmenn væru nauða- líkir. Alira mest hefði hann orðið var við þetta á Sunumæri. Vernbarður ritstjóri Þorsteinsson hélt merka ræðu og kom viða við. Regína Normann talaði enn fyrir íslandi. Hún líkti Noregi við barn. er á björtum sumardegi lék sér að blómskrúðinu og fagnaði fuglasöng- um. En veturinn kom kaldur og dimmur. Blómin dóu og fuglarnir hurfu. — Þá grét barnið. — Það hélt það fengi aldrei oftar að sjá blómin sín, aldrei oftar að hlusta á fugiasönginn, sólin gylti aldrei fram- ar yöll og voga Noregs. Eftir lang- an vetur kom þó vorið aftur með blómskrúð og fuglasöng — norska þjóðlífsvorið. — ísland hafði geymt norska gullið. Norvegur fekk það frá íslandi. — íslendingar hafa ætið verið stórmenni. Noregur þakkar íslandi fornar dáðir, og óskar ls- landi framtíðargæfu og gengis. Söngkonan Battin Sort söng is- lensk lög, er vakið hafa aðdáun hér í bæ. Samkvæmt tiliögu G. Einarsonar iögðu viðstaddir landar saman fé, er varið skyldi til aðhlynnipgar efna- lítilla íslendinga, er veikjast kynnu hér í bænum. Komu inn nær 200 krónur. Fólkið skemti sér fram á nótt, og var aldrei hlé á söng og ræðuhöld- um. Svo hljóðandi skeyti var sent heim til íslands: »íslendingar komnir saman í Kristjaniu til að fagna frelsi íslands. Gætum fengins fjár með hygni, dáð og drengskapt. Daginn eftir mættust islenskir stú- dentar til. miðdegisveislu á »Grand Hótel*. Hér átti eg á ný því happi að hrósa að vera nærstödd. Veislan var hin prýðilegasta. Borð- in í »Hvíta salnum* glitruðu skreytt islenskum flöggum og blómum, með íslenskum litum. Þórarinn B. Guðmundsson bauð gestina velkomna á íslenska vísu. Þá var sungið: »Ó, guð vorslands*, standandi, en hljóðfæraslátturinn lék undir. Aðalræðuna í tilefni hátíðarinnar hélt Vernharður Þorsteinsson rit- stjóri. Ianihaldið var auðugt og hljómurinn mjög góður. Ræðumað- ur minti á alvöru frelsisins, sem sið- ast af öllu mætti gleymast á ]a%n- aðarstund frjálsra íslendinga; á þung- um alvörutímöm fengu íslendingar aftur fult frelsi sitt, mætti það verða til þess að vér aldrei notuðum frelsis- krafta þjóðar vorrar illa, en ætið með dýpstu iotningu og ósingjarnri ábyrgðartilfinningu, þá verður frelsið heilagt orð í mucni okkar íslend- inga. Alt frelsi er í dýpsta eðli sinu andýrelsi. Islands frelsi verði andans frelsi: Bjarni Thorarensen kvað svo um íslendinga: »Kongsþrælar íslenskir aldreigi vorn, enn siður skrilþrælar lyndi með tvenn, ætíð þeir héldu þá eiða þeir sðru, ágætir þóttu þvi konunga menn.“ Mættum vér íslendingar vaxa með þessum vilja: ætíð að þykja ágætir konungamenn, trúir okkur sjáifum og llfsferli þjóðar vorra. Aldrei tvílyndir hræsnarar, stöðugt í fram för til frelsis og menningar. Það sem vér ekki eigum i fjölda, það ávinnum vér oss í gæðum, ágæti mannkosta, þekkingar og ment- unar. Ef til vill á engin þjóð heimi betri kost á þvi, en vér ís lendingar, að ná þroska-takmarki sinu og verða fyrirmyndarmenningar- þjóð í sinni röð. Þetta sé takmark vort: Hver íslendingur sem full- komnastur, hver i sinni stöðu. Þar sem því verður við komið sé eng- inn íslendingnum fremri. Metum manngildið framar öllu öðru. Ýmsar aðrar ræður voru haldnar yfir borðum. Steinn Emilsson mint- ist Norðurlanda. Gunniaugur Einarsson mælti fyrir minni íslenskra kvenna. Vernharð- ur Þorsteinsson fyrir minni karla. Simskeyti voru lesin upp og fðgu- uðu menn sérstaklega eftirfarandi skeyti frá Kaupmannahöfn (Islandsk 5ressebyreu): »KI. 12 i dag er Dannebrog dreginn af stöng á ís- andi og islenska flaggið svifur að íúni með 21 kveðjuskoti frá Islands Llk. Skipun er gefin öllum islensk- um skipum, að þau ekki framar megi veifa Dannebrog. Forsætisráð- terra ís’ands mætti í gær i siðasta sinni í ríkisráði Dana (Tómásson). Auk þess kom skeyti frá formanni »Nordisk studenter forbund*, próf. Seip í Kristjaniu svo hljóðandi: Notræna stúdenta sambandið sendir slenskum stúdentum hjartanlegusta tveðjur sínar á hátíðisdeginum*. Siðar um kvöldið kom svarskeyti Irá konungi svo hljóðandi: »Bringer dem alle hjerteligste Tak og Hilsen. Chr. R.c Ennfremur komu skeyti frá mörg- um öðrum vinum og unnendum, og var mörgum þeirra svarað. Svo látandi skeyti var sent til lorsætisráðberra Jóns Magnússonar: »Þökkum yður og samverkamönnutn yðar fyrir vel unnið starf. í mót- byr sterkir í meðlæti sterkari«. — Skeyti var og sent heim til stjórn- arinnar á þessa leið: Frelsi er á- byrgð, sjálfstæði er sjálfstjórn. Fram íslendingarc. Og loks til hátíðar- innar í Khöfo: »Sendum bróður- kveðju á frelsisdegi fósturjarðarinnar. ísland eitti Island aitic Þá er borð voru npp hafin skemta menn sér með söng og samræðum, ög fór alt fram með ptýði. Þegar á kvöidið leið komu sendinefndir frá »Det norske studenter samfundc og frá »Nordisk stud. forbind.c til að flytja íslenskum stúdentum heillaóskir þessara félaga. Gunnlaugur Einarsson þakkaði í nafni stúdenta og óskaði að ísland og Noregur, og ísland og Norður- lönd mættu nú verða fastar og nán- ar knýtt hvort öðru, en nokkru sinni áður. Nú fyrst sé ísland sameinað Norðurlöndum i orðsins rétta skiln- ingi. Hann vonaði að margir Norð- menn findu leiðina heim til íslands, þar sem forntnnga þeirra lifði enn- þá á vörum þjóðarinnar, og að fleiri og fleiri Islendingar legðu leið sina til Noregs og norskra menningar- stofnana. Hann vonaði, að þó ís- lendingar væru fámenn þjóð, ætta þeir þó skerf að leggja til andlegrar samvinnu frændþjóðanna, og að vér í framtiðinni bygðum alla samvinna á þjóðlegum grundvelli. Eftir á var drukkin skál Norrænn- ar samvinnu i dýrindis vini. Tókn sendinefndirnar þáttí saœdrykkjunni. Ræður voru fluttar. Hljóífæra- flokkurinn lék íslensk ættjarðarljóð og norræna þjóðsöngva. Veislan stóð fram á nótt. Fór hún að öllu fram með rausn og höfðingjaháttum. ísland hlýtur að hafa einkennilegt vald yfir sonum sinum. Það datt mér í hug, er eg sá þá þetta kvöld, sérstaklega hvernig Wendill fram- kvæmdarstjóri, sem þó er af út

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.