Ísafold - 01.02.1919, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.02.1919, Blaðsíða 2
2 IS AFOL D íendu bergi brotinn, œeð lííi og s; neytti hvers færis að heiðra fóstur- jörð sína ísland, Eg sé þá fyrir ntér þessa Islenc - inga — svo frábrugðnir hver öðr- um og þó svo líkir, — kjarngóð þjóð með höfðingja ættir að baki sér. — Slík þjóð, — þjóð, sem krefst sætis síns á bekk þjóðaana — og skipar það. Inga Björnson, AndSegt líf. Yor þjóð skal ei vinna ineð vopnanna fjöld en með vikingum andans nm staði og hirðir. E. B. ísland er viðurkent fullvalda ríki — og er það. Langri og harðvít ugri baráttn er lokið. Sigurfögnuð- nrinn sýður í blóðinu. Fíni vor hefir verið hyltur. Skjalc - ar merki er í fæðingunni. Myndir eru á boðstólum af mannfjölda þeim, er safnaðist saman við stjórnarráðs- húsið i. desbr. síðastl., til þess, að sá merkisdagur fái að lifa og geym- ast hjá öldum og óbornum. Og ótal fleiii fagnaðar- og feginsmerki hafa sprottið upp, og eiga enn eftir að gera, yfir þessu Ianga skrefi íi sjálfstæðisbrautinni, En öllum góð- um drengjum hefir hitnað í hug við hvert nýtt tnerki, hverja nýja öldu á þessu fagnaðárhafi. En — en----------- Er þetta nóg? Er nægilegt að hrópa: »Herra, herra!« til þess að komast i himna- riki ? Er nóg að hylla fengið frelsi, unnið sjálfstæði, ef hollustan flögrar að eins á yfirborðinu og stendur ekki svo djúpt, að blundandi kraftar losni og taki til starfa? Er nægi- legt að hefja fána að hún, fá skjaldar- merki, ljósmynda mannþyrpingu, ti þess að frelsið verði okkur meira en fjaðralaus vængur, sem við lemjum út i loftið, án þ>. ss að lyfta okkur á honum ? Engum mun koma til hugar að svara þessu játandi. Fiestir nriunu segja á þá leið, að þetta sé forboði annars meira. Einhversstaðar verði það að sjást, að við séum sjálfstætt riki. Þetta séu nauðsynleg ytri lífsmerki. Þau »byrji sem blærinn, <r bylgju slái á rein«. Eun séum við ekki búnir að vera fulla tvo mánuði sjálfstætt riki. Enginn geti búist við stórfeldum breytingum ti bóta, nýjum lífsspírum, nýjumþroska- merkjum, eftir svo skamma stund. Þetta er sannleikur, Enginn mun heldur krefjast nýs himins og nýrr- ar jarðar eftir svo stutt skeið. En hins krefst hver einasti íslendingur, seni lengra hugsar en um matinn i dag, og fleira dreymir um en fulla pyngju, að nú strax sé farið að leggja grundvöli undir helstu og bestu framtiðarmál landsins, og meira sé gert fyrir hið unga, fulivalda ríki en smávægileg vtri atriði. Þvl betur má, ef duqa skal. Það sem íslenska þjóðin á og verður að leggja mesta rækt við á komandi árura, er hennar andlega líý. Verið getur, að hér sé komið við hjartastað þeirra manna, sem telja andlegan auð einkis virði, sem alt sitt líf berjast fyrir þeim skoðunum, að bókmentir og listir séu illgresi, sem hermdarverk sé að hlúa að. — Líklegt er, að þau andsvör komi móti þessu, að ejnale^t sjálfstaði eigi að vera fyrsta og æðsta mál á stefnu- skrá okkar. Á meðan við öslum upp fyrir höfuð í skuldafpraði, þá sé ekki um sjálfstæði að ræða. Sama sé hvort við lifum andlegu lífi, hund'alífi eða þrælalífi, ef við aðeins sprengjum af okkur sku’dafjöturinn, vöxum upp úr feninu, sem við nú sitjum fastir í. — Og vel verði þeim mönnum, sem leysa okkur úr þess- um læðingi, höggva af okkur þennan Gleipni. En hafi þeir óþökk allra íslendinga, ef þeir gera það á kostn- að hins andlega lífs, ef þeir sýkj.s svo kynslóðina af gróðabrallsvitfyrr- ingu og fégirnd, að audlegur áhugi verði að lúta í lægra haldi. Því á andlegum verðmœtum verður okkar fámenna, sundurdreifða pjóð að lifa, ef hún á að vaxa og þroskast með fengnu frelsi. Úr bókmentum sinum og listum verður hún að byggja undirstöðu undir ófædda krafta, van- rækta möguleika. »Vor öld slcal ei vinna með vopnanna fjöld en méð vikingum andans um staði og hirðir*. Því er það, að aldrei hefir verið eins lífs-nauðsynlegt fyfir þessa þjóð að eiga viðsýna, frjálsiyrda- leiðtogr, sem finna hverjir kraftar hreyfa sér dýpstir og bestir hjá henni, sem sjá á hvaða leiðum fiún fær best notið sin, sem frjáls, þroskarík þjóð. Aldr- ei hefir eins greinilega komið ti kasta þings og stjórnar eins og nú að Iyfta undir vaknandi öfl, hálf- fleyga vængi, vanmegna drauma þjóðarinnar. Hver þjóð er altaf að skapa sjálfa sig. Og skapnaður henn- ar fer eftir því, hverjum meðulum hún beitir til þess að þroska sig. Blómið verður fölt og kraftlaust, e; það vex i skugga. Þjóðarmeiðurinn okkar verður dáðlaus og drúprndi, ef við sitjum i forsælunni, ef við göngum ekki heilir og óskiftir móti ljósinu, ljúkum okkur ekki upp. En til þess að geta það, þurfa stjórn- endur þjóðarinnar að taka opnum örmum við hverju því, sem flytur henni nýtt lífsafl, ný áhugamál, nýja framsóknarmöguleika. Þeir þurfa að vera svo andlega ljóselskir, að þeir vaki yfir hverri öldu, sem rís ti þess að hrinda þjóðarþroskanum á- fram. Og umfram alt: Þing og stjórn verður að trúa og treysta framtíðarmöguleika þjóðarinnar, trúa því, að komist fætur undir hið and- lega líf hennar, þá sé okkur borgið. Því upp af þeirri rót vaxa ailar sönn- ustu og veigamestu framfarir allra þjóða. Andlaus og innibyrgð þjóð stendur á feigum fótum. Efnið get- ur fallið einn dag i rústir. En and- inn er eilífur. Ef til vill verður innan skamms drepið nánar á þau andlegu mál, er nú bíða úrlausnar og framkvæmda. Og þá sýnt hverju okkur ber að vinda bráðastan bug að. J. Bjórnsson. Enn um orðabókina, Grein mín, er eg ritaði nm orða- bókina i blað, þetta (3. tbl.) átti að sýna fram á, að kröfum þeim, er gera verður til visindalegrar orða- bókar, verður ekki fullnægt á fyrir- sjáanlegum tíma með þeim fjárstyrk og þeim mannafla, sem fyrirhugað- ur er, ef orðabókin á að ná yfir alla slenska tungu, frá fornöld og til vorra daga. Stakk eg þá upp á að verksvið orðabókarinnar yrði afmark- að nánar og orðabókin að eins látin ná yfir nýja málið, t. d. byrjað á :yrstu prentuðum bókum á íslensku. Sira Jóhannes L. L. Jóhannesson hefir 22. þ. m. í Lögréttu gert ýms- ar athugasemdir við grein mina, og skal eg vikji að þessu máli nokkru nánar. Eg vitraði af ásettu ráði i hinsr vfsindalegu orðabækur Þjóðverja og Englendinga (Grimm og Murray), af þvi að eg lit svo á, að fyrirmynd vísindalegrar, íslenskrar orðabókar, getum við helst sótt þangað. Eg gat um leið um dönsku orðabók Dahlerups, en aðrar-> Norðurlanda- orð. bæknr hygg eg að verði ekki við kröfum þeim, er gera ber, nema ef vera kynni Svenska Akademicts Ordbog, er byrjaði að koma út 1893, en eg. hygg að andmælandi minn hafi ekki séð hana (hún mun tæp- lega vera til hér), enda minnist hann einkum á norskar orðabækur, er vera ættu fyrirmynd hinnar islensku. Af norskum orðabókum eru kunn- astar orðabækur Aasens (I. Aasens Ordbog over det norske Folkesprog, Kiia 1850, 2. útg. 1873: Norsk Oídbog), og Hans Ross: Norsk Ordbog 1889—9 5 (Supplement 1902). Er hún aðallega viðbót við orðabók Aasens (um 40000 ný orð) og naut Ross stuðnings fjölda margra manna úr ýmsum sveitum Noregs til þess að safna orðum (42 söfn, auk þess sem hann sjáfur safnaði). Hvorug þessara orðabóka fullnægir kröfum okkar og síst kröfum slra Jóbannes- ar. Vantar í þessar orðabækur flesta þá liði, er hann telur upp í Lög réttugrein sinni, enda er orðabók Aasens lítið stærri en venjuleg hand- orðabók og orðabók Ross mörgum sinnum minnf en væntanleg íslensk orðabók. Eg mintist á, að varhuga- veit væii að orðtaka bækur, áður en grundvöllurinn yrði lagður, og kannast andmælandi minn við þetta að nokkra Ieyti í grein sinni. Atti eg m. a. við verksvið orðabókarinn- ar, en auk þess kemur margt annað til greina, t. d. hversu nákvæm sundurgreining merkingabrigða eigi að vera, hve mörg dæmi eigi að til- færa undir hverri merkingu, úr hvaða ritum helst eigi að tilfæra þau o. s. frv. Grundvöllurinn verður að vera traustur, nákvæm áætlun gerð um verkefni, verkaskifting o. s. frv. til þess að komist verði bjá óþarfa fyrir- höfn. Hugmyndir andmælanda mins um vísindalegar orðabækur eru ef liust rangar, er hann hyggur t. d. að orðabók Grimms sé alfræðiorða- bók; þetta er alrangt og hefir ná- kvæm skilgreining þessarar orðabók- ar leitt acdmælanda minn á þenna skilningsglapstig, en um hitt má deila, hvou einfaldari skilgreining sé ekki heppilegri í íslensku orðabókinni. Of vísindalegur er andmælandi minn, er hann fer fram á að í orðabókinni sé fornaldarframburður orðanna ásamt miðaldaframburðinum. Enginníslend- ingur er sá til, er geti sagt um fram- burð tungunnar á þessum tímum; málið er nær alt órannsakað og þvi kemur ekki annað til mála tn að sleppa þessum lið. Aftur á móti tel eg uppástungu sr. Jóhannesar að geta um uppruna innlendu orðanna, þ. e. skyldleika þeirra við sömu orð í indógermönskum málum, góða, og tel eg alls ekki ókleift að fullnægja >essu skilyrði. Þá kem eg að því, sem mestu máli skiftir og okkur greinir mest á um, verksvið orðabókarinnar. í íandritasafni Landsbókasafnsins liggja 7—8000 handrit og mörg af þeim irá miðöldum, er litt læsileg eru nema sérfræðingum. Ef orðabókin ætti að ná yfir alt málið að fornu og nýju og fulínægja >eim vísindalegu kröfum, yiði að orðtaka öll þessi handrit og mundi orðabókin þá ekki verða búin á fyrir- sjáanlegum tíma. Þótt æskilegt vær>, að íslendingar ættu orðabók yfir forna málið, yrði tviverknaður að því að taka upp aila Fritzners orða bókog skáldamálsorðabókina (Lexicon poet cum) í þá nýju, enda er ekki hægt að segja, að knýjandi þörf reki til þess. Sé fornöld og miðöld slept er verksviðið nægilega stórt fyrir því og svo stórr, að tæplega ,er hægt að búast við, að við getum leyst meira af hendi fyrst um sinn. Orðabókin mun samt kosta landið mörg hundiuð þúsund krónur um það er henni lýkur. Astæður þær, er andmælandi minn færir, að nauð- synlegt sé að koma útlendingum á þá skoðun, að vér tölum fornfræga tungu, er lítið sem ekkert hafi breyst og því sé nauðsynlegt að hafa eina orðabók yfir alt máiið, met eg lítils. Allir málfræðingar úti í löndum og aðrir þeir, er nokkur kynni hafa af íslandi, vita, að tunga vor hefir lítið breyst frá því i fornöld og má oss litlu máli skifta, hváð ófróðir menn hyggja í því efni. Orðabókina á að semja fyrst og fremst fyrir íslend- inga og þjóðarmetnaður íslendiraga þeirra, er vilja miða alt við álit út- lendinga á okkur, hverjir sem þeir kunna að vera, getur orðið þjóðinni of dýikeyptur. Sannur þjóðarmetn- aður er í þvi fólginn að vita, hvar vér stöndum og hvað má verða okkar þjóð að mestu gagni á ókomnum tímum án tillits til annara. Satt er það, að ekki er hægt að bera íslenska tungu að fornu og nýju saman við fornháþýsku, miðháþýsku og nýhá- þýsku eða dönsku á ýmsum tímum. En hitt er og kunnugt, að skifting sú, er gerð er á öðrum málum í timabil, er til orðin af hagkvæmum ástæðum, því að breytingar þær, er sköipustum málstakmörkum valda, gerast ekki á svipstuudu, heldur á lengri tíma (100—200 árum). Það er því áreiðanlega af hagkvæmum ástæðum, að visindafélagið danska lét orðabók sína byrja á 17. cld (Dmsk Ordbog, udgiven under Videnskabernes Selskabs Bestyrelse). Byrjaði hún að koma út 1793 og lauk henni fyrst 1905 og nær aðal- lega yfir danskt mál frá 17. öld og fram á miðja 19. Vísindafélagið danska skipaði sérstaka orðabókar- nefnd, er i sátu jafnaðarlegast 4 menn (þeirra á meðal um eitt skeið íslend- ingurinn Birgir Thorlacius prófessor). í nefndinni sátu að síðustu þeir Vilh. Thomsen og Wimmer og kvarta þeir undan því í formála sið- asta b ndis, að nauðsyn hafi verið á að fara eftir þeim grundvallaratriðum, er í fyrstu voru ákveðiu. Bendir þetta á það, að miklu varðar, að undirstaðan sé rétt fundin. Hægasta leiðin út úr þessu orða- bókarmáli virðist því sú, að skipuð verði nefnd manna, er ákveði alt, er að orðabókinni lýtur, ráði starfs- menn og hafi stöðugt eftirlit með vinnunni; sé hún nokkurskonar yfir- ritnefnd og sitji allan tímann uns orðabókin er öll komin út. A. J. Bftirmæli. Rétt fyrir jólin í vetur andaðist að Kiðjabergi i Grímsnesi hjá dóttur sinni og tengdasyni, ekkjufrú Guð- rún Þorsteinsdóttir frá Breiðabólstað, mikilhæf kona og nafntoguð sunnan lands um langan aldur og hvervetna að góðu getið. Hún var fædd i Reykholti 24. nóv. 1838 og hét Guðrú’i Sigríður fuílu nafni. Faðir hennar var síra Þorsteiun Helgason er flestir munu kinrast við af eftirmælum Jónasar Hillgrímssonar, sonur Helga Sigurðs- sonar á Móeiðarhvoli og Ragnheiðar, dóttur Jóns sýslumanns og Sigríðar, emkadóttur Þorsteins sýslumanns á Móeiðarhvoli, Magnússonar á Espi- hóli, Bjarnarsonar, Pálssonar, Guð- brandssonar Hólabiskups. En kona síra Þorsteins í Reykholti var Sig- riður Pálsdóttir sýslumanns, Guð- mundssonar í Krossavík, Péturssonar. Þau hjón áttu 3 dætur og var Guð- rún yngst. Hún misti föður sinu sama veturinn sem hún fæddist. Þá bjó á Móeiðarhvoli Skúli læknir Thoraiensen. Hann var kvæntur Sigríði Helgadóttur, systur síra Þor- steins. Með þeim mágum hafði verið kær vinátta. Tóku þau hjón Guðrúnu til fósturs og fekk hún þar hið besta uppeldi. Húsfreyjan, föður- systir hennar, var gæðakona, en svo heilsulítil, að hún tók sjaldan á heilli rér, en þar var þá og Ragnheiður móðir nennar; hún var enn vel ern, búkona mikil og kvenskörungur, Fekk sonardóttirin þar hollan skóla í iðjusemi og reglusemi, því að gamla konau var vandlát og ekki á því að láta hana skemmast af dálæti, þó að ástríkið væri mikið að vonum, þar sem hún var einkar mannvænleg og eina barnið. Mest hændist þó Guðiún að lækninuœ. Hann var henni í senn faðir og bróðir, jafn- vel leikbróðir, þrátt fyrir aldursmun- inn. Kallaði hún haun bróðir sinn á meðan hún lifði, enda kólnaði aldrei vináttan á milíi þeirra. Eins hét hún síðar æfinlega »systir« hjá börnunum hans og fylgdi þar lika hugur nafni. Skúli læknir var for- kunnar vel skapi farinr, hjartagóður og þrekmikill, djarfur og hreinlyndur,, og allra manna glaðastur. Litla syst- irin, sem óx upp hjá honum allau barnsaldurinn og fanst mest til nans allra manna, virðist hafa dregið dám af því skaplyndi hans. Hún var alla æfi glaðlyndari og léttari í skapi en systur hennar hinar. Móðir þeirra systra giftist aftur 1845 síra Sigurði Thorarensen í Hraungerði, bræð.ungi Skúla læknis. Dætur hennar hinar eldri ólust þar upp til þess er þær giftust, Sigríður Pétri Sivertsen verslunarmanni fc Eyrarbakka, síðar bónda i Höfn l Melasveit, en Ragnheiður 18 vetra gömul Skúla lækni, er þá var orð- inn ekkjumaður. Þá var Guðrún nær 14 ára, er þau giftust, og fór þá að Hraungerði í stað systur sinnar og dvaldist með móður sinni og stjúpa þar til hún giftist sjálf 1. júní 1858 síra Skúla Gíslasyni er þá var prestur á Stóra-Núpi í Gnúpverja- hreppi. Hann var systursonur nafna sins á Móeiðarhvoli. Dvöl þeirra hjóna í Hreppuuum varð þó ekkí löng, því að áii siðar var síra Skúla veitt Breiðabólstaðarprestakall i Fijóts- hlíð, en til skamms tíma hefir þó mátt heyra gamalt fólk út þar minn- a t á þau hjónin, einkum mælsku presisms og fróðleik og glæsimensku. prestskonunnar ungu. A Breiðabólstað bjuggu þau hjón síðan, meðan þau lifðu bæði. Reis þar brátt upp eitt hið mesta fyrir- myndarheimili, hvar sem á var litið, höfuðból og höfðingjasetur að bú- sæld og risnu og sannkölluð sveitar- bót að góðsemi og háttprýði. Allan þeirra búskap var hjá þeim ráðsmaður sá er Benedikt hét Diðriksson, bræðr- ungur Benedikts sýslumanns Sveins- sonar og áþekkur honum að sumuj,.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.