Ísafold - 08.02.1919, Blaðsíða 1

Ísafold - 08.02.1919, Blaðsíða 1
Kemur út 1—2 { vlku. VerSárg. 5 kr., erlendis 7^/a kr. eSa 2 dollarjborg- lat fyrir miðjan júlí erlondis fyrirfram. Lausaaala 10 a. eint { ISAFOLD ísafoldarprentsmiðja. RHstlórljÓlaJurBjÖrnssan._Talslmi nr. 454- Uppsögn (skrifl. bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandl skuld laus við blaðið. XLVI. árg. Reykjavik, laugardaginn 8. febrúar 1919 6. tölublað. Kolaeinokunin. Fátt af óhapparáðstöfunum land- stjórnarinnar okkar, í seinni tíð, hefir mælst ver fyrir, og veiið flestum skyni bornum mönnum óskiljanlegra, en kolaeiuokunarráðstöfun stjórnar- jnnar. Ekki eingöngu af því hve hart hún kemur niður. Einokunin þyngir mjög undir fæti fyrir sjávarútvegn- um. Hún hefir og beinlínis í för með sér talsverða bækkun á öllu vöruverði hér á landi. Skip sem vörur flytja að landinu og hafna á milli verða að meira eða minna leyti að brenna hinum dyru stjórnarkol- am, Oss er sagt að meira en helm ingur farmgjaldanna í innanlands siglingum með landssjóðsskipunum, sé borgun fyrir kol sem skipin eyða. Það er ekki eingöngu þetta sem gerir. Það er stcfnan. í stað þess að allar nágrannaþjóðirnar keppast við að gera þegar ráðstafanir til að lækka vöruverðið, létta á dýrtiðinni, virðist okkar stjórn litið um það hugsa. Já, kolaeinokunin er bein linis ráðstöfun í þá átt að halda dýr- tiðinni við. Óskiljanleg sú ráðstöfunin, ef rétt er, sem fullyrt hefir verið, að hún sé gerð þvert ofan í tillögur lands- verslunarforstjóranna. Uppistunga þeirra um aðferð til að firra lands- sjóð tapi á kolaversluninni, sem hafi verið mun heppilegri, að vettugi virt af landsstjórninni. Vér fáum eigi betur séð en þjóðin hljóti að krefjast þess að þessari stjórnarráðstöfun verði breytt nú þegar. Vér gerum ekki ráð fyrir að stjórnin viðurkenni villu sína frekar nú en i sykurmálinu forðum. En Táist hún samt til að gera rétt, ibreyta ráðstöfun sinni, þá væri þó ■fengið það sem fáanlegt er meðan sá dómur hvilir á þjóð vorri að búa við þessa viðurkendu óhæfu stjórn. SjóYátryggingarfélag Islands stofnað 15. janúar 1919. Síðasta áratuginn, eða jafnvel leng- ur, hefir verið mikið um það rætt og ritað, sð nauðsyn bæri til, að koma á fót innlendn sjóvátryggingar- félagi. Mönnum hefir, sem von er, blætt i angum þær gifurlegu fjár- hæðir, sem árlega hafa farið út úr iandinu í vátryggingariðgjöld. Hafa opphæðir þessar farið vaxandi með ári hverju eftir því sem skipafloti vor hefir aukist og viðskiftin magn- ast. Á ófriðarárunum hefir þetta komist á hæsta stig vegna hækkun- ar á öllu verðmæti, skipum, farm- gjnidum, vöruveiði og hinni sér- Stöku stribsvátryggingu. Auk þess sem rætt hefir verið og ritað um þetta af einstökum mönn- um og félögum, hefir stjórn og þing haft mál þetta til meðferðar, og á þinginu 1915 var samþykt þingsá- lyktunartillaga, þar sem meðal ann- ars var skorað á stjórnina að rann- saka möguleika á því, að koma á innlendu sjóvátryggingarfélagi. Flutn- ingsmaður tillögunnar var þáverandi þingmaður Reykvíkinga, yfirdóms- lögmaður Sveinn Björnssoo. Ekkert hefir þó orðið að fram- kvæmdum i þessu máli fyr en ^ áliðnu sumri síðastliðnu, að nokkrir menn hér í bænum tóku sig saman um að koma þessu máli í fram- kvæmd. Eftir nokkurn undirbúning var á fundi, 20. október siðastlið- inn hér í bænum, ákveðið að stofna sjóvátryggingarfélag, með 1 miljón króna höfuðstól. L. Kaaber banka- stjóri og Sveinn Björnsson yfir- dómslögmaður, sem fóru rétt á eftir til útlanda, tóku að sér að leitast fyrir um endurtryggingarsamninga fyrir fé agið og útvega sérfróðan mann um skipulag á slikum félög- um og endurtryggingarviðskifti, til þess að vera framkvæmdarstjóra, sem væri innlendur maður, til aðstoðar. Laust fyrir jól komu þeir aftur úr ferð sinni og með þeim sérfræðing- ur, er þeir höfðu ráðið. Þvi næst var stofnfundur félagsins haldinn 15. janúar þ. á. og gengið frá lögum félagsins o. s. frv. Fyrirkomnlag félagsins er þannig, að stofnfé íélagsins er 1 milljón kr. Af því er fjórðungur, 250,000 kr. innborgað strax, en afgangurinn greiðist hvenær sem félagið þarf á því að halda, og setja hluthafarnir fulla tryggingu fyrir þeim hluta sem óinnborgaður er, tryggingu, sem hægt er að koma í peninga með litlum fyrirvara, ef á þarf að halda. Alt hlutafé félagsins er þegar ritað af mönnum hér i Reykjavik og ýmsnm stöðum út um land. Allir hluthafarnir eru búsettir hér á landi. Stjórn féiagsins skipa: Halldór Þorsteinsson skipstjóri, Hallgrimur Kristinsson landsverslunarstjóri, Jes Zimsen kaupmaður, L. Kaaber banka- stjóri og Sveinn Björnsson yfirdóms- lögmaður. Aðalframkvæmdarstjóri fé- lagsins er A. V. Tulinius yfirdóms- lögmaður og framkvæmdarstjóri með hónum er F. Kalkar, sérfræðingur sá, sem áður er nefndur. Tulinius hefir, eins og kunnugt er, fengist við vátryggingarstarfsemi hér i bæn- um hér um bil einn áratug, og hefir hepnast sú starfsemi sérstaklega vel. F. Kalkar hefir fengist við þau störf, sem honum eru séistaklega ætluð, i 11 ár, hjá einu stærsta vátiyggingar- félagi Dana, og hefir mjög góð með- mæli þaðan. Gerðir hafa verið samningar við 10 félög á Norðurlöndum, sem öll eru talin mjög góð félög, um að endurtryggja fyrir félagið. Auk þess mnn félagið taka að sér endurtrygg- ingu fyrir aðra, bæði á Norðurlönd- um, Bretlandi o. s. frv. Umboðs- mann hefir félagið i Kaupmannahöfn Einar Dreyer, sem verið hefir for- stjóri fyrir stríðsvátryggingar danska rikisins á skipum, og hefir getið sér góðan orðstýr við það starf. Félag- ið hefir skrifstofu í húsi Natan & Olsen, og mun taka til starfa 15. febrúar næstkomandi. Félagið er svo undirbúið og þann- ig úr garði gert, að það er fært um að taka að sér vátryggingar á hvers- Alþýðufræðsla Studentafélagsins. Arni Pálsson talar um Utanríkispólitik Bismarcks sunnud. 9. febr. kl. 5 siðdegis í Iðnaðarmannahúsinu. Aðgangseyrir 25 aurar. konar áhættum á skipum og flutn- ingum, sem fyrir koma hér á landi, eða við siglingar að landinu eða frá þvi. (Tekið úr Versl.tið.). Hér er farið á stað með mjög mikilsvert fyrirtæki, sannarlegt þjóð- þrifafyrirtæki ef vel tekst. Má bú- ast við að svo verði því mjög vel virðist til félagsskapatins vandað og vel úr hlaði farið. Það er verið að draga smámsam- an í hendur vor íslendinga viðskifti sem áður hafa eingöngu verið i höndum útlendinga. Það, sem i þvi efni hefar unnist siðari árin er ekkert smáræði samanborið við hag vorn eins og hann hefir verið til skamms tima. Á siðustu 5—6 ár- unum höfum vér meðal annars gert þetta: Tekið i vorar hendur að miklu leyti siglingar í föstum leið- um til landsins og frá því og við strendur þess; flutt heildsölum, sem áður var i höndum erlendra manna aðallega i Kaupmannahöfn inn i landið tekið í vorar hendur brunatrygging- ar i landinu að talsverðu leyti; og númeð þessunýja félagi er reynt að ná inn í landið sjóvátryggingum þeim, sem Samábyrðin á fiskiskipum getur eigi annast. Þetta er mikið unnið á skömm- um tíma. Mörgum hefir sviðið í augum að út úr l^ndinu skuli hafa farið allir þeir peningar sem greiddir hafaver- ið i sjóvátryggingariðgjöld undan- farin ár. Það eru engar smáupphæð- ir nú orðið. Sérstaklega hefir þetta orðið mikið nú á ófriðartimanum. Mun það hafa numið mörgum mil- jónum siðasta árið. Reynir nú á landsmenn, þá er sjó- vátryggja þurfa að þeir sýni félagi þessu þá velvild, sem það á skilið. Getur verið að ekki veiti af. Þvi vita megum vér það, að félagsskap- ur þessi er ekki sérlega vel þokkað- ur í hóp þeirra erlendu félaga, sem til þessa hafa fleytt rjómann af sjó vátryggingarstarfseminni hér. Oss er sagt að kaldlega andi i garð félagsins í dönskum vátryggingar- blöðum. í einu þeirra er það sögð »sem sannfrétt* að enginn eða fáir þeirra sem skip eigi hér á landi muni vilja binda bagga sina með félagi þessu. Þetta eru auðvitað ó- sannindi. Og einhver hótunarorð munu hafa heyrst úr sömu átt. Vér spáum því gagnstæða. ís- lendingar munu i þessu efni sem öðrum líkum kunna að meta sinn eigin hag, hvernig sem blæs austan um hafið. Sálarrannsókna- félagið. Eg heyrði á tal tveggja manna fyrir skömmu. Talið var um Sálar- rannsóknafélagið nýstofnaða. Annar maðurinn endaði mál sitt með þess- um orðum: >Eftir eítt dr verðnr ekki nokkur maður l pessti draugafé- laqi<. Eg er ekki sálarrannsóknafélags- maður, og þarf því ekki að bera blak af því þessvegna. Eg hefi heldur aldrei starfað að eða átt kost á að vera við rannsókn dularfullra fyrir- brigða, svo mér er ekki málið skylt eða heilagt af þeim orsökum. En orð þessa manns lögðust undarlega þungt á hug minn. Þvi eg þykist megá telja vist, að þarna hafi verið talað fyrir munn þeirra manna, sem aldrei hafa viljað sjá annað í þessu máli en fávislegar tilraunir ofstækis- fullra manna, til þess að fá trúarþörf sinni einhverja útrás. Og því má nokkuð marka á ummælum þessa manns, hvernig andstæðingar máls- ins líta á þessa félagsstofnun. En undarlega er þeim mönnum farið, sem kasta vilja auri á þetta félag eða það mál, sem það gerir að aðalstarfsemi sinni, þvi engum ætti að vera dulið, að þarna er þyrst þjóðarsálin að grafa eftir þeirri lifs- veig, sem hún veit að hún muni lifa á, þó aliar aðrar lindir þorni. Enginn ætti að vera svo glámskygn að sjá ekki, að þarna er mannsand- inn að teygja sig í það ljós, sem mest hefir vermt og lýst veröldina. Fáum ætti að missýnast svo hrapar lega, sem annars vilja sjá eitthvað aunað en ranghverfu á hverjum hlut, að þetta félag er meðal annars sýnis- horn þess, að íslendingar eru nú fyrst að byrja að trúa á guð sinn. °g »Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, á guð sinn og land sitt skal trúa«. En menn fordæma leiðina. Sum- um ficst þessi leið, til þess að Ieita að og fá eilífðarvissu á, ófær, ósam- boðin þroskuðum mönnum, og mótsögn við þá trú og þá vissu, sem verið er að leita að. En aldrei hefir svo enn verið rudd ný braut út af troðnum, útslitnum vegum mannkynsins, að einhverjum hafi ekki fundist sú braut ófær, og þeir sem unnu að verkinu, á villigötum og I ósamræmi við lífið. Aldrei hefir neinn nýr sannleikur verið fund inn svo, að einhver hafi ekki í fyrstu sagt hann lýgi, og mennina sem fundu hann, blekkingamenn. Það er enn sama áhættan og á Grettis dögum að sækja mannkyninu nýj n eld. Og þeir menn, sem nú starfa að þessum málum, hvort sem þeir eru útlendir eða innlendir, þeir eru eldsækjendur fyrir kaldar, þrekaðar þjóðir, sem efnishyggjan er að frjósa utan um. Þeir eiga líka á hættu að þeir verði Iagðir í einelti — eins og Grettir — af þeim, sem þessi nýi, lifandi eldur brennir þröngsýnis- og ófrálslyndis skálann af. Þvi myrkrið >ar inni er orðið þeim .svo eigin- egt. Ljósið er þeim ofbjart í aug- um, sannleikurinn of geislandi fagur. Vitanlega er þarfleysa að deila'um jetta mál við þá menn, sem aldrei qeta séð og aldrei vilja sjá annað en sfna sannfæringu, sem altaf eru okaðir imn í sjálfum sér. Það er afn vonlaust verk eins og að sá til jlóma á helkaldan jökul, eða benda blindum manni á sólina. Auk þess eru dómar slikra manna eins og vindhögg út í loftið, sem hvergi litta. Þessvegna gera ummæli þeirra raun og veru litið til. Því það vita allir, sem ekki eru blindir á strauma og hreyfingar í þjóðlifi voru, að þetta mál er að leggja landið undir sig, er að fara heilögum eldi um það og nema það. Ekki ein- ungis litla landið okkar, heldur og gervallan heiminn. Sigurför þess er ráðin alstaðar þar, sem mannssálirnar gera kröfu til þess að vera meira en dægurflugur, alstaðar þar, sem mapnsandanum finst hann vera rétt- borinn til lengra lifs en þessarar takmörkuðu jarðartilveru, til meiri persónuþroska, fyllri skynjanahæfi- leika en hann hefir nú á að skipa. Og engum kemur til hugar, að ís- lendingar telji sér trú um, að þeir eigi að vera nægjusamari fyrir hönd sálar sinnar, en aðrar þjóðir, og því hafi eilifðarmálin ekkert erindi til þeirra. Nú ætla eg að spá. Ekki þvi sama og maðurinn, sem eg tilfærði orðin eftir. Heldur hinu, að eftir nokkur ár komist ekki meðlimir Sálarrannsóknafélags Islands í nokk- urt eitt hús fyrir fjölda. Þorsti mannssálarinnar er mikill, þegar hann er vakinn. J. Bjðrnsson. 2 bátar farast. 10 menn drukna. í fyrri viku fórst bátur úr Eyrar- sveit. Var hann að koma úr fiski- róðri og hafði segl uppi. Gerði þá alt i einu svo harða vindhviðu að bátnum hvolfdi á augabrapði. Bjarg- aði vélbátur, er var þar skamt frá, 2 mönnum en 5 druknuðu, og var Asmundur oddviti í Bár meðal þeirra. Frá Vestmannaeyjum var símað á fimtudaginn var: í gær fór héðan vélbátur upp und- ir Eyjafjallasand til þess að sækja þangað fólk. Sjö menn voru á vél- bátnum, og er upp að sandinum kotn gengu fimm þeirra i róðrarbát- inn og fóru í land, en 2 urðu eftir um borð. Biðu þeir lengi félaga sinna, þeirra, er i land fóru, en geinna um kvöldið barst þeim sú fregn frá öðrum vélbáti, að róðrar- báturinn hefði farist í lendingu og allir menn druknað. Vita menn eigi gjörla, hvernig slysið hefir að borið, því að veður var hið besta, en dimt hafi verið orðið, þá

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.