Ísafold - 05.04.1919, Qupperneq 4
4
ISAFOL D
REIÐTÝGI
af mörgnm tegnndum og alt sem til reiðskapir iitur, þar á meðal hnakkar
t
sem stopp blotnar ekki í og endist mann eftir mann.
Brdkaðir hnakkar teknir npp i nýji hnakka. — Areiðanlega hvergi
ódýrara. Sent kanper.dum á hverja höfn landsins sem óskað er.
Stærst úrval í bænum. Lítið inn á vinnnstofu mina.
SAMUEL ÓLAFSSON, Langavegi 53. Sími 197.
Aðalfundur
í h.f. »Breiðafjarðarbáturinn«, verður haldinn i samkomuhúsinu hér i
Stykkishólmi, laugardaginn 31. mai næstk., og befst kl. 12 á hádegi.
D a g s k r á:
Skv. 13. gr. félagslaganna.
Stykkishólmi 25. marz 1919.
Sæm. Hattdóreson,
p. t. formaður.
Kaup og sala.
Iankaup á útlendum vörum hér i Reykjtvik, sölu á islenzkum af-
urðum og yfir höfuð allskonar viðskifti fyrir menn utan Reykjavíkur
annast und:rritaður.
Vörur sendar gegn eftirkröfu.
Fljót afgreiðsla. Lág ómakslaun.
Talsími: 353. — Sírnneíni: „Verzlun“. — Box 396.
Hallgr T. Hallgríms,
Aðalstræti 8.
Jörðin Arngerðareyri
í Na,uteyrarlireppi í Norður-Isafjarðarsýslu er til sölu,
ásamt öllum htisum og mannvirkjum, á komandi vori. Jörðin er
24 hndr. f. m. að dýrleika, vel setin og hin mesta framtíðarjörð. Tún
vel girt, vatnsleiðsla í íbúðar- og peningshús, og matjurtagarðar miklir og
góðir. Útbeit ágæt og móskurður góður og nálægur. Á Arngerðareyri
er bæði bréfhirðing og símastöð og þar er aðal endastöð fyrir Djúpbit
ísfirðinga. Arngerðareyri er löggiltur verzlunarstaður.
Leitið upplýsinga til Sigurðar Sigurðssonar frá Vigur,
yfirdómslögmanns á ísafirði, sem hefir jarðasöluna á hendi.
Kaupvorð ágætt.
p»i
tekur að sér allskonar sjóvátryggingar.
Aðalumboðsmaður fyrir íslatid:
Eggert Claessen
yfirréttarmálaflutningsmaður.
Til svars upp á »Eftirskriftina«
þetta: Hetra Jobansen og Kaup
féla^inu líka var tilkynt að »Sterlint «
gætt engin kol tekið ftá Reykjavik
austur, enda nóg kol á Seyðisfirði.
Hvernig geta menn líka búitt vtð
að sk p, sem í þetta sinn og altaf
er fullhlaðið ýmsum öðrum nauð-
svnjavörum, er það fer frá Reykja-
vík, geti hlaðið kolum innanum þær?
Skip þetta getur aldrei tekið þær
vðrur allar, sem nauðsynlegast er
að komist til ýmsra staða kringum
land, er örðugast eiga með aðflutn-
inga.
»Villemoes« tók kolin til Kaup-
félagsins á dekk, eftir beinni ósk
þess, en vildi alls ekki taka meira.
enda hæpið að senda óvátrygt kring-
um land á versta tíma árs, og gerir
Landsverzlunin það ekki nema eftir
beinni ósk hlutaðeiganda. Vér vilj-
um líka benda á, að skip þetta var
öðrum leigt, svo að vér gátum alls
ekki ráðið yfir þvl.
Hvorugt skipið »Sterling« eða
•Villemoesc komu á Reyðarfjörð.
»Hlutdrægnin« er opinber heilaspuni.
A. Fl. M. J. Kr.
Geta flugferðir borið sig?
Einstaka tödd heyrist nm það, að
það sé hreint óhugsandi að flug-
ferðir geti ávaxtað sig hér á landi.
— Og það kann að vera satf, að á
þessu augnabliki sem nú er að líða
mundi verða tap á þvi að reka hér
slikar samgöngur.
Ea hvenær hefir verið stofnað til
nokkurs fyrirtækis hér á landi svo
að ekki hafi stöðugt klingt þessi
vantrúarbjalla — að það væri ómögu-
legt?
Þegar Eimskipafélagið var stofoað,
hljómaði hún i sífellu, og það jafn-
vei þótt allir vissu að útlend skip
sigldu hér stöðugt með ágóða. J*,
óhætt mun að segja, að jafnvel
margir, sem lögðu i Eimskipafélagið,
hafi frrmur gert þ ð af þjóðmetn-
aðar hvötum, heidur en af hinu, að
þeim dytti i hug að sjá rokkurn-
tima nokkurn peningalegan ágóða af
þvi. — Jæja, nú er Eimskipafélagið
sem stendur stærsta gróðafyrirtækið
hér á landi, og hefði getað verið
það í enn ííkara mæli, ef það hefði
viljað fara það sem það gat komist.
Þegar bílarnir komu hingað fyrst,
kinkuðu menn kolli — jú, það gæti
verið nógu gaman að skjótast á
þeim bæjarleið. — En að þeir yrðu
eigendunum til byrði, það væiijafn-
skýrt og að munur væri á nótt og
degi. Enda töpuðu menn á bílun-
um hér fyrst, og þeir vantiúuðu
fengu um hríð sönnun máls síns.
En nú eru margir búnir að stór-
græða á þessum fartækjum. —
Þ.ð má nefna ótal fleiri dæmi,
en þess þatf ekki, því að hver get-
nr leitað i reynslu sjálfs sín. — En
nú fara menn líklega að skiíja hvem-
ig öllu er vaiið.
Leyndardómurinn liggur í þ'ví, að
bókstaflega oll ný og óinnunnin
fyrirtæki hljóta að byrja með tapi,
ef þau eru þannig löguð, að þau
ekki samþýðast hinum rikjandi sið
á þeim stað, er þau eru rekin á. —
Það er fyrirfram ljóst, að nýrt eim-
skiptfélag hlýtur að tapa, ef menn
fylgja áfram þeim sið að flytja alt
sitt með gömlu sk;punum, og að
bilfeiðir hljóta að fara um koll, ef
hver ferðast eftir sem áður »á sinni
drógc, eða á tveimur jafnfljótum.
Og það er svo sem auðvitað að
það kostar ein’ægt tima og fyrir-
höfn að fá menn til að semja sig
að nýjum sið og SDÍða þarfir sinar
i nýju formi.
Ekkert nýtt fyrirtæki má því rnæla
eftir því hvoit það borgi sig strax,
heldur eftir því hvort það tákni
jramjör eða ekki. Ef framför er að
þvf, þá má skapa því pörf, þá má
láta það borga sig, hreint og beint
með þvi að láta þá sem þurfa þess
borga það sem það kostar.
Stofnecdur Flugfélagsins vita það
mæta vel, að þ;.ð er langur vegur
frá því að flugferðir borgi sig nu
pegar. Þess vegna hafa þeir ekki
viljað gefa neinum von um að sjá
aftur einn eyrir af þvi sem þeir
Ieggja fram. En þeir trúa þvi, að
minsta kosti þangað til þeir taka á
þvi gagnstæða, að það sé ótvíræð
Jramför að flugferðum, sem sniðnar
væru mátulega við vort hæfi, og
það svo mikils verð, að það væri
öldangis óafsakanlegt hirðuleysi að
reyna ekki að vita vissn sína um
málið og brjóta ísinn fyrir öllum
sannleik þar að lútandi. Slíkt byrj-
unarstarf er verk, sem þarf að vinna
2 folar tii söln.
1. 6 vetra, að eins mýktur, fjör-
góður og með töltspori.
2. j vetra graðfoli af bezta kyni
og með fallegu ganglagi, væri til
kynbóta reiðhrossa.
Ritstjóri vísar á umboðsmann
seljanda.
1 hverju landi fyrir sig. Aðrar þjóðir
hafa aldrei getað saunfært okkur um
að við gætum það sem þær geta.
Við verðum einlægt að gera það
sjálfir, og ekki sízt í þessu efni,
þar sem staðhættir eru að ýmsu
leyti sérkennilegir.
Er því þess að vænta að sem
flestir ljái Flugfélaginu liðveislu með
þvi að leggja fram nokkurn skerf og
gerast félagar í þvi. Menn munu
síðarmeir hafa ánægju af því að hafa
gert það, einmitt vegna þess hvers
eðlis starf félagsins er.
íje *fs sís
Rafmagnsstöðvar
fyrir kaupstaði.
Flestallir kaupstaðir og verzlunar-
staðir á landinu hafa vatnsafl svo
mikið að ■ hægt sé að koma upp raf
magnsstöð til Ijóss og hitunar.
Stríðið sem nú er loks lokið, hefir
kent okkur öllum að bezt sé að
bjaigast á eigin framleiðslu, og það
sem flestir geta haft, er rafstraumur
til ljóss og hita.
Nú, og einmitt nú, er timi kom-
inn að1 hrista af sér alt mók, og
koma þessum þjóðarnauðsynjum í
framkvæmd.
Við gerum áætlanir fyrir yður á
rafstöðvum af öllum stærðam, bæði
fyrir vatns- og mótorafl.
Gerum mælingar á vatni og gef-
um allar upplýsingar og möguleika
um byggingar slíkra stöðva.
Skrifið okkur og biðjið nm upp-
lýsingar; látið okkur gera áætlanir.
Viiðingarfylst.
H.f. Rafmaqnsfél. Hiti og Ljós,
Vonarstræti 8. Reykjavík.
Alþíðnfræðsla Studentafélagsins.
Dr. M.Jiih Magmís
heldur fyrirlestnr um
,Freyjufár‘
sunnndrg 6. aptíl kl. 5 síðdegis
í Iðnaðarmannahúsinu.
Aðgangseyrir 25 aurar.
Frú S’gríður Thordarsea andaðist
s(ða8tl. sunnudag að heimili tengda-
sonar síns, H. Hafsteins bankastjóra.
Prentarar ætla að haida 23 ára af-
mæli prentarafólagsinB í kvöld. Er sá
afmælisfagnaður frábrugðinn annara
fólaga afmælum að því leytl, að þar
má enginn fólagsmaður bjóða með sór
gestum, þótt sonur só, nema kven-
fólki.
Lagarfoss fór 3. april til New
York.
Gulifoss er væntanlegur hingað í
dag. Meðal farþega er P. J. Thor-
steinssou kaupmaður.
Borg kom úr hringferð í gær.
Eimskipafélagið ætlar að kaupa hús
C. Zimsens við Pósthússtræti, þar sem
nú er afgreiðsla Sameinaða félagsins.
En á lóðinni hvíldi sú kvöð, að hús-
eigandi átti að flytja húsið af henni,
livenær sem bærinn þyrfti á henni að
italda. Bæjarstjórnin hefir nú samþykt,
að afsala sér þessum rétti, gegn því að
Eimskipafélagið greiði 12 þús. krónur
í hafnarsjóð. Er í ráði að félagið reisi
þarna stórhýsi í sumar og á lóöinni
þar fyrir sunnan, sem það hefir áður
keypt.
Brunatryggið hjá
„Nederlandenef(
Félag þetta, sem er eitt af heims-
ins stærstu og ábyggilegustu bruna-
bótafélögum, hefir starfað hér á landi
í fjölda mörg ár og reynst hér sem
annarstaðar hið ábyggilegasta i alla
staði.
Aðalumboðsmaður:
Halldór Eiríksson,
Laufásvegi 20 — Reykjavík.
Sími 175.
Rapresentant
Större leveranskraftigt sydsvenskt
Glasbruk
söker energisk och i glasvaror víU
inarbetad representant för Island.
Specfalitet:
Elektriskt belysningsglas.
Tekniska Flaskor.
Medlcinglas och Thermosflaskor.
Uiförliga anbud med angifvande af
Referencer till »S. A.c, Svenska
Telegrambyron, Malmö.
Erí. símfregnir
Frá fréttaritara ísafoldar.
London, 2. apríL
FriSarskilyrðin.
Fréttaritari „Times“ segir, að
nú sé fjögra manna ráðið sammála
um tvö meginatriði viðvíkjandi
vestri bakka Rínar. Segja þeir, að
það eigi að varna Þjóðverjum þess,
að hafa nokkrar hernaðarstöðvar á
vestri bakkanum og á 30 inílna
breiðu svæði austan árinnar, og að
Frakkar eigi að hafa leyfi til þess
að starfrækja kolanámurtiar í Saar-
héraði, og sé það að nokkru leytí
bót fyrir þær skemdir, sem orðið
hafa á frönskum námmn, og það
tjón, sem Frakkar hafa biðið í ó-
friðnum. Þó er enn eftir að ákveða,
hvernig eigi að haga eftirlitinu með
því, að Þjóðverjar hafi engan her-
búnað bjá Rín og hvemig Frakk-
ar eigi að ráða yfir kolanámunum
í Saar-héraði.
Hafnbannið upphafið áð nokkra
leyti.
Það er tilkynt, frá París, að hafn-
bannið hafi verið upphafið á Pól-
landi, Eistlandi, Tyrklandi, þýzka
Austurríki og hinum nýjti iöndum
Rúmeníu og Serbíu.
Einhleypingaskattur.
„Daily Mail“ segir, að það megi
teljast áreiðanlegt, að í hinum nýju
f járlögum Breta verði lagður auka-
skattur á alla einhleypa menn.
Eelgisku konungshjónin
hafa gefið 1000 pund til minnis-
merkis, sem reisa skal í Zeebrugge
lil heiðurs þeim brezkum hermönn-
um, sem féllu þar í áhlaupinu í
aprílmánuði 1918.