Ísafold


Ísafold - 10.05.1919, Qupperneq 1

Ísafold - 10.05.1919, Qupperneq 1
Keruur út 1 — 2 j í víku. Veröárg. í 5 kr., erlendÍM l1/^ I kr. eða 2 dollarjborg- ’ fst fyrir miðjan jiill i erlendla fyrtrfrim. j l<a»8»sala 10 a. eint ) XLVI irg. ísafoldarprentsmiðja. Rltstjdrí: Óíalar Bjðrnsson. Tatiin 454. Reykjavík, langardaginn io. maí 1919 Uppsögn (skrifl. bundin við áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda , fyrir 1. oktbr. og '|só kaupandl skuld- laus við blaðið. 19. tölnblað. F ------- I»ióðv©riar míssa Elsass Lothriugen, hluta at Slós- íu, Posen os» Prússiaudi, bolanámurnar í Saarhéraði og alinr ríýlemiurnar — 5 miliarða Sterlingspmida sbaðahastur — íiandamenn heimta inestan hluta |>ýzka kaupskipastólsins — Rínhéruðin ávaldibanda- mauaa i 15 ár. ■ Frá ágætri verksmiðju á Bretlandi, er býr til gaív. bárujártt, hefi eg fengið talsverðar birgðir, er seljast fyrir lágt verð, meðan endast Pðrður Tlijgenring, Hafnarfirði. H.f. Hinar sameinuðu íslenzku verzlanir (Gránufélagið, Tulinius og A. Asgeirssons verzlanir) Skriístofa í Reykjavík í Suðurgötu 14. Símnefoi: »Valurinn*. Póschólf: 543. Simi: 401. Heildsala: Selur allskonar utl. vörur fyrst um sinn eftir pöntun. — — Kaupir aliar isl. afurðir. Uppboösauglýsing. Mánudaginn 19. maímán. 1919 verðar nppboð haldið að Kálfakoti í Mosfellssveit á gangandi peningi og dauðum munum, tilheyrandi dánar- btii Jóns prófessors Kristjánssonar, svo sem 6 kúm, 22 ám, 2 gemling- um, 1 hrút, 2 vagnhestum, 6 hænsnum, vögnum, plógum, herfi, reipum, amboðum, stólum, borði, buffet o. fl. — Ennfremur verður jörðin sjálf, Kálfakot, boðin upp með húsum og maunvirkjum öllum, og seld hæstbjóðanda, ef viðunanlegt boð fæst. Gangandi peningurinn allur er í ágætu standi. Söluskilmálar verða auglýstir á nppboðsstaðnum. Uppboðið hefst kl. 1 eftir hádegi. Reykjavík, 8. maímán. 1919. í umboði skiftaráðanda. Ben. S. Þörarinsson. Nokkur hlutabréf félögum óskast. Borguð með peningum út í hönd. J. Hvannberg, Hafnarstræti 15. Sími 604, London, 8. maí. Hér fer á eftir útdráttur úr frið- arskilmálum þeim, er fulltrúum Þjóðverja voru afhentir í Versailles á miðvikudag síðdegis. Bandamenn og sambandsríki þeirra vilja eigi semja frið við Þjóðverja með öðrum skilyrðum en þeim, er þar eru fram tekin, og í uppkastinu er gert ráð fyrir þeim alþjóðasamningum, sem bandamenn álíta nauðsynlega til þess að koma í veg fyrir styrjaldir framvegis. Þess vegna er þar reglu- gerð fyrir alþjóðasambandið og al- þjóða-verkamannalöggjöf, en það hvort tveggja hefir verið birt áður. Til þess a8 samningarnir gangi í gildi, er hernaðarástandið upphafið og opinbert viðskiftasamhand tekst aftur með þjóðunum. Þjóðverjar eru skyld- aðir til að viðurkenna afnám samnings- ins 1839 um hlutleysi Belgíu og viður- kenna yfirráð Belgíu yfir Moresnet og hluta af prússneska Moresnet og afsala sór öllum rétti til Eupen og Malmedy í hendur Belgum. Landamæri Frakklands verða hin SÖmu og þau voru 18. apríl 1870, með undantekningu um Saarhéraðið. Frakk- ar fá þannig Elsass-Lothringen. Þjóð- Verjar mega ekki hafa neinar víggirð- ingar innan 50 kílómetra svæðis aust- an Rínar og eigi mega þeir heldur hafa vopnað lið eða herbúnaðarstöðv- af á því svæði og mega eigi hafa þar neinar heræfingar. Prakkar fá kolanámurnar í Saar- héraði, en héraðið verður undir stjórn nefndar, sem alþjóðasambandið kýs. Eftir 15 ár fer fram þjóðaratkvæða- Sreiðsla í héraðinu um það hverju land- inu það vilji lúta framvegis. Þjóðverjar eru skyldaðir til þess að Viíurkenna fullveldi þýzka Austur- ríkis og ríkis Czecko-Slava. Eru landa- Biæri þess og Þýzkalands hin sömu og landamæri Bæheims og Þýzkalands 1914. Þjóðverjar eiga að afsala Póliandi miKIum hluta Efri-Slesíu, Posen og þeim hluta Vestur-Prússlands, sem er á vestri bakka Weichsel. Þjóðverjar afgala bandamönnum öllum nýlendum sítium með öllum réttindum og kvöð- hm. Enn fremur afsala þeir sér öllum róttindum og forréttindum í Marocco. Þjóðverjar viðurkenna verndaryfirráð ®reta í Egyftalandi og afsala sér frá I- ágíist 1914 öllum samningum, sem Feir hafa gert við Egyptaland. Þeir lofa þvi, að skifta sér eigi af neinum samningum um Egyptaland milli Breta og annara þjóða. Þjóðverjar afsala Bretum valdi því, er fyrverandi Tyrkjasoldáni Var gefið til Fess að tryggja frjálsar sigiingar um Suezskurðinn. Eignum Þjóðverja í Egyptalandi verður ráðstafað á líkan hátt og eign- um þeirra í Marocco og öðrum löndum. Erezk-egypzkar vörur skulu sæta sömu kjörum í Þýzkalandi sem enskar vörur. Vígin og hafnirnar á Helgolandi og sandströndinni eiga Þjóðverjar sjálfir að ónýta á sinn kostnað. Um kröfur þær til skaðabóta, er bandamenn gera á hendur Þjóðverj- um, þá verða þeir að greiða 1000 mil- jónir Sterlingspunda, eigi síðar en 1. maí 1921, og á næstu árum eiga þeir auk þess að greiða bandamönnum 4000 miljónir Sterlingspunda. Af skuld sinni eiga Þjóðverjar að greiða 5 % rentu og borgi þeir ekki í gulli, skulu bandamenn samþykkja greiðsluna í eignum, viðskiftaréttindum eða öðrum réttindum. ÞjcÉverjar viðurkenna rétt banda- manna til þess að krefjast þess að fá smálest fyrir smálest af öllum þeim kaupförum, sem fórust eða skemdust af ófriðarvöldum, og samþykkja að af- henda bandamönnum öll kaupför sín, sem eru yfir 1600 smálestir, helming þeirra kaupfara, sem eru 1000—1600 smálestir og fjórða hvern botnvörpung og fiskiskip. Auk þess verða Þjóðverj- ar að gangast undir það, að smíða kaupför fyrir handamenn fimm næstu árin, þó eigi meira en 200,0000 smá- lestir brúttó á ári, gegn fullu gjaldi. Þjðóverjar verða að endurreisa þau liéruð, sem þeir óðu yfir með her sinn, og verða að afhenda kvikfénað, vélar og efni til endurreisnar héraðanna, að svo miklu leyti sem þeir þarfnast þess eigi bráðnauðsynlega sjálfir. Til skaða- bóta fyrir það, hvernig Þjóðverjar fóru með Löwen, eiga þeir að afhenda gömul handrit o. s. frv., er jafngildi þeim handritum, er þeir ónýttu. í 10 ár eiga Þjóðverjar að láta Frakka fá kol, er jafngildi því hvað kolanámurnar í Norður-Frakklandi gefa nú minna af sér en áður, og verða að leyfa mikla kolaflutninga til Frakk- lands, Belgíu og ítalíu. Að þýzkum höfnum skal vera frjáls aðgangur og öllum gert sem léttast fyrir um viðskifti, án tillits til þjóð- ernis. Þjóðverjar verða að leyfa frjáls- an flutning á fólki og vörum yfir land sitt, og afskipun til og frá löndum bandamanna, og Þjóðverjar verða að gefa lausar fasteignir Czecko-Slava í höfnunum í Hamborg og Stettin. Um Kiel-skurðinn skal vera frjáls sigling herskipum og kaupförum allra þjóða, sem eiga í friði við Þýzkaland. Til tryggingar því, að friðarskilmál- unum verði fullnægt, hafa hersveitir bandamanna á sínu valdi alt héraðið vestan Rínar og hrýrnar yfir 'hana í fimtán ár. Ef skilmálunum er sæmi- lega fullnægt, verða sérstök héruð yfir- gefin fyr, og ef öllum skilyrðunum er fullnægt á skemmri tíma en 15 árum, mun setuliðið þegar kallað burtu úr Rínhéraðinu. Þjóðverjar eiga að bera allan þann kostnað, sem leiðir af veru setuliðsins þarna. London, 9. maí. Innan tveggja mánaða skal fækka svo herskipum þýzka flotans, að ekki verði eftir nema 36, og engir kaf- hátar. Ibúarnir í Slésvig-Holstein eiga að greiða atkvæði um, hvort þeir vilji heldur verða undir Þjóðverjum, eða sameinast Danmörku eins og áður. Bandamenn taka 15 þýzka sæsíma. Samningur þessi gengur í gildi í öll- um atriðum um leið og hann hefir verið undirskrifaður og er þá hindandj fyrir alla málsaðila. Islenúingur. Félag það, sem áður hefir verið miusi á hér í blaðinu að ráðgert væri að stofn?, til þess að efla samúð með Islendingum vestan hafs og austan og auka þekk- ingu þeirra hvorra á annara hög- um, var stofnað hér i bænum 29. í. m. Samkvæmt 2. gr. félags- laganna er tilgangur félagsins þessi: 1) Með því að koma upp fastri skrifstofu i Reykjavik, er verði mill- liður milli þess félags og og þjóð- ernisfélagsius íslenska vestan hafs, veita íslendingum beggja megin hafs- ins þá vitneskju, sem þeir kúnna að þarfa á að halda hvorir um aðra, og leiðbeina Vestur-íslendingum, sem hingað ætla að koma til lengri eða skemri dvahr, og aðstoða þá eftir föngum. 2) Með því að senda menn vest- ur til þess að flytja erindi um Is land, íslenska tungu og íslerskar bókmentir, með styrk af opinberu fé. 3) Með því að stuðla að ferðum til andlegs og verkiegs nárrs og kynningar milli íslendinga beggja megin hafsins. 4) Með því að gangast fyrir út gáfu bóka um ísland og islensk mál, ef til kemur, i samráði við Þjóðernis- félag Vestur íslendinga. Stjórn félagsins mynda forseti og fulltrúaráð 24 manna sem aðalfnnd- ur félagsius ký’. I framkvæmdanefnd félagsins eru fo'seti og tveir menn, sem fulltrúaráðið kýs úr sí rum hóp, er annar þeirra gjaldkeri félagsics, en hinn ritari. Að öðru leyti en fyrirkomulagi á stjórn á og kosningu le nar er fytirkomulag félagsins svipiðt. d. fyrirkomulasi Bökmenta- (élagsins. A stofnfundmum var Einar H. Kvaran kjö'inn forseti félu.sins. Ems og sj 1 trá af o ðum 2. gr. félagslaganna, sero tiifærð eru hérað frarnan, er áformað að félagið komi upp fastri skrifstofu og mun það tilætlun að ritari félagsins hafi á hendi stjórn þeirrar skrifstofu. Enn- f emur er ^foimað að íélagið gefi út smárit, sem félagar fái óieypis. Mun í ráði að koma skipulagi fé- lagsstjórnarinnar svo á laggirnar nú þegar, að hægt sé að gera allan nttditbúning að því að félagið geti tekið fullkomlega tii starfa sinna á þessu ári; búist við að því bætis: félagar bæði hér i bænum og annars- staðar á landinu svo að miklu muni. Enda má ekki svo fara, að félagið nái ekki almeonri útbreiðslu og verði mjög fjölment eftir þvi, sem slík félög eru. „Kirkjan og spiriti8minn“. Svo hét erindi það, er E. H. Kvaran fíatti á fandi Sálarrann- sóknafélagsins 8. þ. m. Lét hann þess getið, að blöðunum væri heim- ilt að geta þess, ef þeim sýnd st svo, þótt Sálarrannsóknafélagið væri ann ars lokað félag, Og því er það, að þess er minst hér. Eins og nafn erindisins bendir á, talaði höf. um afstöðu kirkjunnar og spíritismans hvers til annars, um þá mótspyrnu, sem þessi hreyfing hefði fengið hér og um þá samleið, sem þau ^atu haft og attu að hafa. Og vissulega hefði kirkjan þörf á að leggja sér á hjatta sumt af því, sem ræðumaður sagði. Ekki vegna þess að það var aðdáanlega fallega sagt. Og ekki af því, að í gegnum það skein ást og lotning á kirkjulegri starfsemi þessa lands og allra landa fyr og nú. Heldur fyrir þá sök, að það var sannlcikur, sannleikur, sem mörgum finst undarlegt að leikmenn skuli þurfa að benda kirkjunnar mönnum á. Það cr í raun og veru undursamlegt öfugstreymiinnan kirkj- unnar — hvort sem það er hér á landi eða annarsstaðar — að viija ekki taka opnum örmum við þeirri hreyfingu, sem er að vinna að því sama og kirkjan sjálf. Það er iík- ast harmleik sannleiksleitarinnar að sjá kirkjuna loka sjálfri sér fyrir því, sem er hennar að leita að, og sem hún hefir altaí verið að leita að. En þannig er það. Og þó dylst víst fáum, sem annars láta sig nokkru skifta trúariíf t. d. hér á iandi, að mittur kirkjunnar er næ felt úr sög- unni til þess að fullnægja þyrstum maans-sálunum. Það er fullkuDn- ugt sjálfum prestunum og kom rrjög svo greinilega fram I trindi E. H. 4

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.