Ísafold - 24.06.1919, Side 2

Ísafold - 24.06.1919, Side 2
2 IS AFOLD H.f. Hinar sameinuðu íslenzku verzlanir (Gránufélagið, Tulinius og A. Asgeirssons verzlanir) Skrií'stoia í Reykjavfk í Suðurgðtn 14. Simnefni: »Vaiurinn«. P«fsthólf: 543. Sími: 401. Heildsala: Selur allskonar útl. vörur fyrst um sinn eftir pöntun.-Kaupir allar fsl. afurðir. Hjúkrunarkonu-staðan við spítalann á Ákureyri verður laus 1. október næstkomandi. Umsóknir sendist héraðslækninnm á Akureyri fyrir 1. ágúst. Nánari upplýsingar hjá Þ. J. Thoroddsen, lækni í Reykjavik. Hafnarfjarðar Apotek. Haildsöluverslun fyrir kaupmenn og kaupfélög. Gerpúlver, Sédapulver, Kremortartari, Kardemommer heilar og steyttar, Kanel heill og steyttur, allsk. Dropar, Kvefpillur, Suðuspritt i tunnum á igolitra, mjög ódýrt. Sðren Kampmann. Aðalkennara og aðstoðarkennara vantar við barnaskólann á Bíidudal, kaup samkvæmt gildandi fræðsklög- um, áskilið að aðalkennari geti kent söng og leikfitni. Umsóknir séu komnar til formanns skólanefndar fyrir 1. ágúst næstkomandi. Bíldudal 28. maí 1919. Skólanefndln. Tilky nnins frá pappirs og ritfangaveizlun V. B. K. Með því að eg nú með ,íslandi‘ hefi feagið eldri birgðir af umslögum og verslunarbókum þá færist útsöluverðið fri því, er verið hefir á þessum vöru- tegundum, niður um 30—40% frá deginum í dag að telja. — Ennfremur komið: Kopíu- pressur, Reiknings- og bréfabindi alsk. Reikningsblakkir, Tvíritunarbækur, Kopíubækur.---------------- Réttar vörur. Rétt verð. Verslunin Björn Kristjánsson ABalreikningur h.f. Eimskipaféhgs íslands frá 1. janúar til 31. desember 1918.. T e k j u r: »Gullfoss« fri 1. janúar til 31. desember 191Í 1. Agóði af rekstri e.s (samkvæmt rekstursreikningi) 2. Agóði af rekstri e.s. »Lagarfos>« frá 1. janúar til 31. desember 1918 (samkvæmt rekstursreikningi) 3- Agóði af rekstri vörugeymsluhúsanna .... 4. Landssjóðsstyrkur................................. 5. Hagnaður af upp- og útskipun...................... 6. Hagnaður af gengismismun dollars .... 7. Afgreiðslulaun af vörnm til og frá Reykjavík: 1. Frá e.s. »Gullfoss«. . . . kr. 38.773.46 2. Frá e.s. »Lagarfoss« ... — 23.140.64 8. Afgreiðslulaun af vörum til og frá Kaupm.höfn: Frá e.s. »Lagarfoss«........................... 9. Fyrir útgerðarstjórn landssjóðsskipanna frá 1. jan- úar til 31. desember 1918 ....................... 10. Agóði af seldu efni og áhöldum frá Goðafoss-flak- inu, (helmingur á móti N. C. Monberg, áður en félagið keypti og yíirtók flakið)................ n. Mismunur á vaxtareikningi..................... Gjöld: 1. Skattar og opinber gjöld: 1. Aukaútsvar 1918 . . . . kr. 37.333.33 2. Skattur til landssjóðs 1918 . — 4.270.75 2. Skrifstofukostnaður i Reykjavik ....... (Þar með talin laun útgerðarstjóra og féhirðis) 3. Skrifstofukostnaður í Kaupmannahöfn ..... 4. Hreinn arður til ráðstöfunar samkvæmt 22. grein félagslaganna ...... *........................... 500.588.68 — 543-I5I.s* — 1.371.42 — 40.OOO.Ott — 1.687.71 6.186,59: * ■ — 6l.914.ltt- — 2.4 S 3-5^ — 30.000.00* — 16.558.37 — 40.561.05. Kr. 1.244472.97 - kr. 41.604.08^ — 85.129.62. — 13 633.4E — 1.104.105.86 Kr. 1.244.472.97 þeim eins og Þjóðveijum; skiimál- arnir voru ekki tilbúnir þegar þeír komu, og urðu pað fyrst eftir 14 daga bið. Dr. Renner hefir ekki dregið dul- ur á f>að, að hann skoði það sem aðalhlutverk sitt við friðarsamning- ana, að fá leyfi fyrir Þýska-Austur- xíki til að sameinast Þýskalandi. — Þegar þ. 12. nóv. í fyira lýsti þýsk- austuriíska þjóðarþingið því yfir, að það væri fastur vilji þýsk austur- rísku þjóðarinnar að sameinast Þýska- landi. Og hvað eftir annað hefir svipað heyrst frá stjórnunum i Wien og Berlin. En frönsk blðð hafa sagt ákveðið, að bandamenn leyfi aldrei Þýska Acsturriki og Þýskalandi að sameinast. Og nú eftir friðarskil- tnálunum til Þýskalands, á það að lofa því að viðurkenna algert full- veldi Þýska-Austurrikis. Mikil von á sameiningu er þvi ekki.-------- Það hefir oft verið talað um, að við þennan frið yrði gerð alvara úr þvi að binda enda á vald »sjúka mannsins*, Tyrklands, í Evrópu, og þvi skift á milli sigurvegaranna. Eftir því sem frönsk blöð um miðj- an mánuðinn skýra frá, er þó frek- ast útlit fyrir að Tyrkland fái að halda sér óskert, að nafninu til, að nndanteknum arabisku löndunum. Enski Indlandsráðherrann hefir bent á, að mikil skerðing af Tyrklandi tnnndi valda óánægju hjá múha- meðstrúarmönnum i Indlandi. Þar á móti er i ráði að setja ýmsa hluti Tyrklands undir vernd bandamanna, þannig, að Amerika fái Konstantinó- pel undir vernd sína, Grikkland fái vestnrströndina og Litln-Asíu, Frakk- land fái Sýrland og England fái Palestinn og Mesapotamiu. Austan úr Mýrdal. í dag er sumardagurinn fyrsti og i dag fagna menn hinnm hngþráða gesti, sumrinu. Veturinn, sem kvaddi i gær, hefir skilið eftir sig svo veigamiklar endur- minningar, að hann mun minni- stæðari, en flestir aðrir, sem vér áðnr höfum lifað. Þessu valda hinir miklu viðburðir, sem fram hafa kom- ið á vetrinum. Með honum endaði hinn mikli heimsófriðnr, ísland varð frjálst ríki og skæð drepsótt herjaði á landið. Að vísn höfum vér Skaft- fellingar sloppið við þann vágest, nema hvað einstaka menn hafa mist vini og ættingja í hinum sýktu hér- uðum. En hér kom annar gestur. Það var Kötlngosið. Ef til vill, hefir það framar ölln öðrn, gert oss Skaftfellingum vetur þenna ógleyman- legan. Þegar veturinn gekk i garð, var eldgosið i algleymingi. Dag og nótt streymdi ógurlegur mökkur upp úr jöklinum, rétt eins og hann væri ein af þeim nppsprettalindum, sem aldrei þrjóta. Tafnt og þétt ruddist hið mikla feriíki upp á loftið, óf sig upp í geysistóra hnykla, sem ruddust hver á annan og tóku á sig ýmsar kynjamyndir, enn þeir breiddu úr sér og runnu samau í svartan skýflóka, sem svo barst í ýmsar átt- ir. Þessu voða skýi fylgdi myrkur, öskuíall, þrumur, eldÍDgar og hrævar- eldur. Ekki urðu Mýrdælingar fyrir beinu eignatjóni af gosinu, nema tveir menn, sem mistu sinn hestinn hvor austur f Sandahólmum og bóndinn i Hjörleifshöfða misti 15 síldartunnur, er hann hafði flutt austur á sandinn og rekavið fyrir nokkur hundruð króna. Var síldar- tjónið all tilfinnanlegt fyrir bónda, því hann átti mjög lítið hey til vetr- arins. Hinn 24. okt. féll mikil aska yfir Mýrdalinn og var þá brátt auðsætt að fénaður mundi lítil not hafa af beit, upp frá því. — Það var ekki glæsilegt, að byrja veturinn, með hilfar hlöður af heyi og öskulaginu yfir jörðinni. Einn kostur var fyr- ir hendi, sem sé, að lóga svo mikl- nm fénaði, að hægt væri að gefa þeim skepnum, sem eftir lifðu allan veturinn. Og þetta gerðu menn. I Vestur-Mýrdalnum hefir stöðugt ver- ið gefið síðan með vetri og inni- stöðuiítni sanðfjár orðinn 24—26 vikur. Óhætt mun að segja, að mestur hluti alls fénaðar sé í góð- um holdum, og yfirleitt hafa bænd urnir staðið sig vel í baráttunni við harðindin. Þó eruhérnokkrir bænd- ur, sem hafa gert sig seka i illum heyásetningi, en þeim hefir þegar verið hjálpað og nú er sumarið komið og bá vona menn, að sauð- fé komist brátt af gjöf. í sveitunum fyrir austan Mýrdals- sand er ástandið miklu verra. Mjög ilt i Skaftártungunni, og á nokkrum stöðum í Meðallandinu. í Skaftár- tungunni er askan mest og flestir bændur fengu ekki meiri heyskap, en 100—200 hesta. Á svo litlu heyi var ekki hægt að fóðra mikinn fén- að, enda fór brátt að brydda á hey- leysi og á þorra var komið fyrir rúmum 30 hrossum úr Tungunni, undir Eyjafjöllum og út i Landeyj ar. Þangað fóru og mörg hross úr öðrum austur-sveitunum. Síðan hafa Mýrdælingar tekið nokkra stórgripi af Skaftártungumönnum og þyifu að gera betur ef hægt væri. Mýrdæiingar fengu mikla sild og bætti hún mjög úr grasleysinu. Síld- in hefir reynst gott fóður og álíta flestir hana helmÍDgi betri. Ber þetta illa srman við ritgerðir þeirra Hall- dórs skólastjóra á Hvanneyri, í »Tímanum« og hr. Páis Zophónías sonar i »Frey«, en ekki ber að saka þá um ósamræmið, sem hér er á milli, þar eð þeir bygðu sínar álykt- anir á efnarannsóknum. En sem fyrst þarf að leiða i Ijós hvað veld- ur að efnarannsóknir á fóðri geta ekki verið ábyggilegur mælikvarði fyrir fóðrun búpenings hér á landi. Margir fengu sér lýsi, en mikið af þvi var skemt og svikið og urðu sumir fyrir skaða á kaupunum. Katla hætti að gjósa 3. nóv. Þann tíma sem eldurinn var uppi var góð tíð, en svo brá til norðanáttar með hriðum og frosti og var svo í tvær vikur, þar næst gerði sunnanátt og síðan var óslitið blíðvirði þartil þrjár vikur voru af þorra. Þótd mönn- um sárt að geta ekki beitt meðan góðviðrið var og notað grængresið sem hvervetna gægðist upp úr ösk- unni. Er þrjár vikur voru af þorra gerði frost og fannkyngi. Var þá byrjað að róa til fiskjar en lítið afl- aðist. í miðgóu gerði ákafan aust- byl og féll þá feikna snjór. Um það bil kom hér mikill fiskur upp að ströndinni og fóru monu þá að fiska og öfluðu margir ágætlega, Gæftir voru þó óstöðugar og tíð fremur siæm til páska, ýmist krapahríðar eða norðan-stormur. Alls hafa hér gengið 17 bátar i vetur oghafaþeir flestir hátt á þriðja — hátt á fjórða huudrað til hlutar. Er það óvenjur góður afli og var fiskurinn mjög vænn. Með fiskinum fengu menc... mjög mikinn fóðurbæti, lýsið og slógið. Hausana muldu menn sund— ur og gáfu hrossum, en hrognin- mest gefin nautgripum. Sumir hirm* dlt innan úr fiskinum og fleygðm engu. Sauðfé sem komið varð á að éta síld vandist fljótt við að éta- slógið og þreifst vel af. Hér eftir ætti sá skrælingjaháttur að leggjast niður, að fleygja fisk- úrgangi, heldnr ættu menn að notas hann til fóðurs, svo mikið sem? unt er. Allmikið var hér af togurum is vertíðinni og fiskuðu þeir híííðarlaust í landhelgi, en aldrei sást varðskipið. Eftir hinum nýju sambandslögum' eiga Danir að hafa efdrlit með fiski- miðum vorum; en skyldi standa á sama hvernig starfið er af hendk leyst? Varðskipið hefir hingað til rækt slælega starf sitt, verið í si- feldu flakki milli landa, eða legið timunum saman inni á höfnum og ef strandgæsla skipsins veiður fram- vegis sem húa hefir verið, þá muna- hinir erlenda togarar hafa gott næði. til að gera landi voru það tjón, sem ekki verður með tölum talið. Einu skipi er náttúrlega ofvaxið, að sji: um alla landhelgislíauna. Þvi veitir ekki af, að þetta eina skip sé i ferli um fiskimiðin og leitist við að koma sem oftast að sjó ræningjun- um óvörum. Hér er yfirleitt alment heilbrigði,- þó dóu nokkur gamalmenni á vetr- inum og var eitt þeirra Vilborg Magoúsdóttir i Reynishjáleigu, dóttir Magnúsar frá Skaftárdal. Hún var að mörgu leyti merk koua og sann- islensk. Vilborg sál. var 81 árs er húa lést. I Hjörleifshöfða dó öldungureinn rösklega áttæður, Sigurður I.oftsson að nafni. Bjó hann áður á Rauðhálsi i Mýrdal, en var i Hjörleifshöfða

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.