Ísafold - 07.07.1919, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.07.1919, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Viihiá mur Finsen. — Sími 500. S.ofnaDdi: Björa Jóosson. ísafoldarprentsmiðja. XLVI árg. Rejkjavík, mánudaginn 7. júlí 1919 28 tölub'að. Úp fjárlagaírum- varpi stjórnarinnar. Tekjohalli & 4. hnndrað þus. kr. Tekjuhallinn sanikv. fjárlaga- frumvarpinu fyrir árin 1920 og 1921 nemur kr. 347,910.02, en vit- anlega liækkar sú upphæð að mun í meðförum þingsins, að viðbættum öllum aukagetum. Nýungar ýmsar liefir fjárlaga-s frumvarpið að færa, þó fáar stór- vægilegar. Yfirskoðunarmenn landsreikn-, inganna hat'a stungið upp á þvi, að aðskilja viðlagasjóð frá ríkissjóði, þannig að sérstakt reiknúigshald verði haft við sjóðinn. Á jietta hef-; ir stjórnin fallist og felt burt úrj þessu frv. þá grein fjárlagannaj (4. gr.), sem fjallar um viðlaga- sjóð. Tilætlunin cr, að framvegis verði árlega gerður sérstakur reikn- ingur fyrir viðlagasjóð og hann endurskoðaður af yfirskoðunar- mönnum Alþingis. Um það, liveruig reikningur viðlagasjóðs skuli birt- ur, hvort iicldur í Stjórnartíðind- um eða með landsreikningunum, gerir stjórnin engar tillögur, en þykir hið síðara eðlilegra. f stað viðlagasjóðsteknanna liefir stjórnin sett inn í 4. gr. tekjur af bönkum, Ræktunarsjóði, verðbréf- um o. fl., safnað því saman úr ýmsum öðrum tekjugrcinum fjár- laganna. Af einstökum ákvæðum frum- varpsins, breytingum og nýungum, skulu nú taliu nokkur hin helztu. Tekjubálkurinn. Þar eru þessar almennar athuga- semdir: „Það hefir verið venja áður, að miða áætlun um tekjur eftir eða með hliðsjón af meðaltali sams kon- ar tekna síðustu 5 árin, sem reikn- mgaj’ eru komnir um. En nú virð- íst, að því er flesta tekjuliðina suertir, sáralítið byggjandi á slíku meðaltali, vegna þess hvað lieims- styrjöldin hefir gcrbreytt bæði verðlagi og innfluttu vörumagni. Síðustu 5 árin, 1914—loig, eru öll styrjaldarár, og með hverju þess- ara ára hafa verið lögð ný og auk- in höft á verzlun og samgöngur, en þar sem nú er komið að ófriðar- lokum, má búast við frjálsum sam- göngum þegar'í byrjun fjárhags- tímabilsins. Tekjurnar vcrða því ekki ákveðnar eftir mælikvarða ó- friðaráranna, en þar sem hins veg- ar undiröldur styrjaldarin'nar hafa margvísleg áhrif á tekjurnar, sem iítt eru fyrirsjáanleg, þá er örðugt að gera rökstudda áætlun um þær. Þar sem um slíka óvissu er að ræða, hefir verið leítast við að áætla tekj- urnar varlega, svo fremur er búist við, að þær vcrði yfir en undir á- ætlun, ef ekkert algerlega óvænt ber að höndum. Tekjuáætlunin er, að því er snertir þær tekjugreinar, sem ekki eru nýjar, einkurn bygð á tekjunum eins og þær voru fyrir heimsstyvjöldina. Að sjálfsögðu hefir verið litið til þeirra breytinga á skattalöggjöf- inni, sem gerðar liafa verið á síð- ari árum, og gert, er ráð fyrir því, að engar tekjugreinar ríkissjóðs verði feldar burtu eða dregið úr þeim á næsta fjárhagstímabili, án þess að séð verði að minsta kosti fyrir jafnmiklum tekjuauka í stað- inn. í þessu sambandi er rétt að taka fram, að stjórninni er ljost að full þörf er á að endurskoða alla skatta- löggjöfina og koma meira samræmi í hana. En bæði er nú það, að síðan á síðasta þingi licfir enginn tími unnist til svo umfangsmikils verks, cn auk þess eru þessir tímar ekki vel fallnir til slíkrar endurskoðuú- ar, meðan óvissan á öllum sviðum er jafnmikil og nú á sér stað.“ Af áætlunum einstakra tekjuliða skal þess að eins getið, að tekju- skattnr er áætlaður 250 þús. kr. á ári, dýrtíðar- og gróðaskattur 75' þús., vörutollur V-z miljón (300 ]nis. kr. 1919), stimpilgjald 400 þús.j lcr., símatekjur % miljón (335 þús. kr. 1919) og tekjur af skipum landssjóðs 350 þús. kr. hvort árið. Hreiun ágóði af skipunum er þó ekki gerður nema 57 |u5s. kr. fyrra árið og 69 þús. síðara árið, þegar frá er dregin rýrnun á skipunum, 10 %. Gjaldabálkurinn. Borðfé konungs. 50 þús. kr. eru ætlaðar á ári til borðfjár kon- ungs og konungsættarinnar. Hefir stjórniu ákveðið þá upphæð til bráðabirgða frá 1. des. síðastl., „en konungur ákveður, bvernig því að öðru leyti skuli skift“. Alþingiskostnaður er áætlaður 240 þús. kr., ]>ar af til aukaþings 1920 80 þús. og til reglulegs þings 1921 180 þús. kr. Utanfararkostnaður ráðherra. Sá liður er hækkaður úr 4 þús. kr. upp í 6 þús. kr., þar sem búast megi við að fleiri en einn ráðherra geti þurft utau, og fcrða- og dvalarkostnaður erlcndis heí'ir aukist stórum. Embættismannalaun öll og sýsl- unarmanna eru í frv. látin lialda sér eins og þau eru nú, þó að stjórn- in leggi nýtt launafrumvarp fyrir þingið, „því að þótt ])að frv. valdi hækkun á gjöldum, er eigi auðið að segja nú, hversu rniklu hún kann að nema með breytingum, sem Al- i þingi kann að gera1*', segir í aths. Sendiherra í Khöfn. Væntanleg- um sendiherra í Kaupmannahöfn ætlar stjórnin 32 þús. kr. í árs- laun, 2 þús. kr. í húsaleigu, 2 þús. kr. til risnu og 12 þús. kr. til slcrif- stofuhalds, samtals 28 þús. kr. á ári. — Um þennan lið farast stjórninni ‘svo orð í athugas.: „Stjórnin verð- úi' að telja það nauðsynlegt, að liafa frainvegis sendiherra, búsettan í Kaupmannahöfn. Þessum manni Verður að launa betur en vér laun- um innlendum starfsmönnum, því að þessu starfi verður samfara inargvíslegur kostnaður. Að sjálf- sögðu annast skrifstofa sendiherr- ans einnig störf þau, sem skrifstof- an í Kaupmannahöfn hingað til hef- ir liaft með höndum. Til skrifstof- úúnar virðist eigi mega ætla minna eu 12000 kr. á ári. Nokkra uppliæð virðist verða að ætla sendiherran- um til risuu 0'£ getur húu eigi verið minni en 2000 kr. á ári og sama upphæð er ætluð til húsaleigu.14 Meðferð utanríkismála. 12’þús. kr. eru veittar í því skjrni og um þá fjárveitingu farið svo feldum orðum: „Þar sein Danir hafa um- boð til að fara með utanríkismál vor, verðum vér að greiða fyrir þá málameðferð, og hefir stjórnin komið sér saman um við utanríkis- ráðuneytið danska, að þessi borgun skuli vera 12000 kr. á ári,nema Al- þingi ákveði annað.“ Kolaverð næstu 2 ár. í öllum kostnaðaráætlunum frumvarpsins er gert ráð fyrir sem næst 125 kr. \ erði á kolasmálest hverri 1920, en 100 kr. 1921, og töluverðri lækkun á steinolíu. Tollverðir í Reykjavík. „Stjórn- iu hefir eigi séð sér fært að taka upp fjárveitingu nema til 2 toll- varða, þótt lögreglustjóri liat'i lagt til, að þeir yrðu 3.“ — Laun þess- ara 2 tollvarða eru gerð samtals 4700 kr. á ári. Burðareyrir og símagjöld em- bættismanna. Burðareyri áætlar stjórnin 12 þús. kr. á áiú, því að komist hefir hanii það hátt undan- farið, þótt ekki hafi verið áætlaður nema 6 þús. kr. Símskeytakostnað- urinn 1917 var áætlaður 8 þús. kr., cn reyndist G5y2 þús. kr. Nú áætlar stjórnin þann kostnað 40- þús. kr. á ári, býst sem sé við að hann lækki, vegna þess að burtu falli ýmsar hernaðarráðstafanir, sem mjög mikið hafi verið gerðar sím- leiðis. Fasteignabók. Til útgáfu fast- eignabókar, sem á að koma í gildi 1920, samkv. fasteignamatslögum, eru ætlaðar 5 þús. kr. fyrra árið,- eftip ágizkun. Landsspítalinn. 5 þús. kr. eru scttar hvort árið til undirbúnings landsspítala, og fylgja þessi um- mæli: „Það virðist ekki mega drag- ast öllu lcngur, að fara að koma upp landsspítala, sem að sjálfsögðu lilýtur að vera í Reykjavík. Reynsl- an hefir sýnt það, að sjúkrahús vantar hér. Gert er ráð fyrir, að læknir og húsagerðarmaður þurfi að fara utan til að kynna sér sjúkrahúsbyggingar erlendis. Tvær stórbrýr. Til brúar á Eyja- fjarðará komi 105 þús. kr. 1920 og 65 þús. kr. 1921, miðað við tillögur vegamálastjóra. Pjárveiting til brú- ar þessarar á fyrra fjárhagstíma- bili, samtals 85 þús. kr., liefir eigi verið notuð né verður á þ. á., en nú þykir stjórninni rétt að draga ekki lengur brúargerðina. — Til Jökulsárbrúar á Sólheimasandi vill stjórnin verja 125 þús. kr. fyrra árið. 25 ])ús. kr., sem veittar voru til brúarinnar í núgildandi fjár- lögum, A að verja til þess að kaupa járn í hana, en það cr sem stendur ekki mjög dýrt. Vegamálastjóri mun láta smíða brúna næsta vetur í vegagerðarsmiðjunni hér, en sum- arið 1920 er gert ráð fyrir að brúin verði sett á ána. Dragferja á Þverá. Vegamála- stjóri hefir lagt það til cindregið, að dragferja verði sett á Þverá í Rangárvallasýslu, hjá Hemlu. Pelst stjórnin á það og leggur til, að 6 þus. kr. verði veittar í því skyni síðava árið. Strandferðir. 50 þús. kr. eru ætl- aðar árlega stjóruinm til ráðstöf- unar upp í kostnað við strandferð- ir, „sem væntanlega verða aðallega framkvæmdar með eigin skipum ríkisins". Jafnframt er feldur burtu strandferðastyrkur sá, er Eimskipafélagið hefir notið til þess, 40 þús. kr. á ári, „þar sem skipaútgerð þess félags mtm bera sig vel, að öllu samanlögðu“. Nýjar símalínur. Til lagningar nýrra símaálma er ætlað sem hér segir: a) Egilsstaðir—Borgarfjörð- ur 60 þús. kr. 1920; b) Akureyri— Grenivík 28400 kr. s. á.; c) Borgar- nes—Hjarðarfell 102400 kr. 1921; d) Páskrúðsfjörður—Reyðarfjörð- ur—Egilsstaðir 66 þús. kr. s. á. Nýir vitar. Alls er lagt til að vcitt verði til byggingar nýrra vita, 7 að tölu, 76300 kr. fyrra árið og 9Í300 kr. síðara árið. Ársskýrsla þjóðkirkjunnar.Stjórn- inni „þykir hlýða á þeim tímamót- um, sem nú eru“, að taka upp þann sið, sem tíðkast um iill Norðurlönd, og biskup hefir nú lagt til að við semdum okkur að, sem sé að gefa út skýrslu um ársfund kirkjunnar og um meðferð fjár, sein biskup hcfir undir liendi, og birti skýrslan jafnframt mikilvæga stjórnarvalda- úrskurði og nýmæli, er kirkjuna varða, og erindi flutt á synodus. — Til útgáfunnar eru ætlaðar 400 kr. síðara árið. Háskólinn og miljónarsjóðurinn. Ymsum útgjöldum til háskólans, er áður hafa verið sundurliðuð, svo sem utanfararstyrk, náms- og liúsa- leigustyrk, bókakaupakostnaði og útgáfu, ljósi og hita og ritaralaun- um og dyravarðar, er steypt saman í einn lið, önnur gjöld, og uppliæð- in lækkuð úr ea. 28 þús. kr. á ári niður í 15 þús. kr., og er það bygt á því, að vöxtunum af mlijónar- sjóðnum samkv. 14. gr. sambands- laganna, verði varið að einhverju leyti til þess að greiða þann kostn- að við háskólann, er liingað til hefir verið veittur beint úr landssjóði. — Háskólaráðið vill ckki, að lands- sjóður losni við annað en utanfar- arstyrki og bókakaupa- og útgáfu- kostnað, en stjórnin segir: „Að hverju leyti nefndur sjóður annars gæti létt frekari gjöldum aí ríki.s- sjóði verður enn ekki sagt með vissu, er skipulagsskrá fyrir sjóð- inn er eigi enn samin. Sú fjárveit- ing, er hér er farið fram á, er því sett nokkuð af handahófi, og má vera, að henni þurfi að breyta eitt- hvað.“ Mentaskólalóðin. 4000 kr. vill stjórnin veita til þess að púkk- leggja lóðina kringum mentaskól- ann, þjappa grjótið og slétta yfir með vegvaltara. Kvennaskólarnir. Kvennaskólinn í Reykjavík fær styrk sinn, 9 þús. kr. f. á. og 9500 kr. síðara á., hækk- aðan upp í 12 þús. kr. hvort árið, en í athugas, segir, að 12 þús. liafi verið settar í ógáti, eigi að vera 11 þús. Blönduóssskólastyrkurinn er færður upp um 1 þús. kr. á ári. Barnafræðsla. Barnaskólastyrk- urinn er liækkaður úr 30 þús. kr. á ári upp í 35 þús. og farskóla- styrkur úr 20 ]>ús. upp í 25 þús. — Til Jiess að reisa barnaskóla utan kaupstaða er farið fram á 20 þús. hvort árið. Náttúrufræðafélagið hefir áður notið 1300 kr. styrks. Nú er beett við 500 kr. og ætlast til, að við bótinni verði varið til þess að gefa út með skýrslu félagsins eða sér í lagi, stærri ritgerðir um íslenzka náttúrufræði en hingað til hefir átt sér stað. Orðabók Sigfúsar. Til þess að fullgera íslenzk-danska orðabók eru Sigfúsi Blöndal ætlaðar 4 þús. kr. hvort árið. Dr. Helgi Pjeturss. Stjórnin l æ k k a r styrkinn til hans til jarðfræðirannsókna, iir 2500 kr. á ári niður í 1800 kr. Páll Eggert Ólason lieldur sínuin styrk, 800 kr. á ári, en verkefninu cr breytt, að beiðni styrkþega. Áð- ur var styrkurinn veittur til að rannsaka bókmentasögu íslands eftir siðaskiftin, en nú er hann ætl- aður til rannsókna um sögu og bók- mentir landsins frá upphafi prent- aldar út siðaskiftaöld. íslenzki söfnuðurinn í Khöfn. Samkvæmt tillögu biskups eru 1 þús. kr. ætlaðar á ári til íslenzkrar guðsþjónustu í Khöfn, en henni hcf'ir séra Haukur Gíslason lialdið uppi undanfarið. Rafmagns- og búfræðinám. Guð- mundi Marteinssyni er lagt til að veittar verði 1200 kr. livort árið til að ljúka rafmagnsfræðinámi í Þrándheimi og Sigurði Einarssyni 500 kr. 1920 til þess að ljúka bú- fræðinámi í Noregi. Landspjöll á Sauðárkróki. Til verndar Ióðum á Sauðárkróki, sem eru í hættu fyrir sjávargangi, er farið fram á helming kostnaðar, alt að 5 ])ús. kr„ enda eigi ríkissjóður allar þessar lóðir. Styrkur til ekkna. Þcssum er bætt við: Til ekkju dr. Björns frá Viðfirði og 3 barna þeirra 600 kr. á ári, til ekkju séra Lárusar Hall- dórssonar 300 kr„ ekkju Guðm. skálds Magnússonar sömul. 300 kr., ekkju Guðm. skálds Guðmundsson- ar og 3 barna 600 kr„ og ekkju Jóhanns ættfræðiiigs Kristjánssou- ar 300 kr. Viðlagasjóðslán. Það cr mcðal annars ætluiiin með því að gcra sér- stakan reikning fyrir viðlagasjóð, svo sein áður er getið, að framveg- is verði ekki lánað þaðan fé, sem ekki er þar til, eins og of thefir átt sér stað áður, þannig að lánin eiginlega liafa verið greidd úr rík- issjóði, og því bætir stjórnin við lánsheimildargreinina úr viðlaga- sjóði: „ef fé er fyrir hendi I hon* um‘ ‘. Eftirlaunaskrá er aftast í aths. frumvarpsius, eins og venja er til. Samkv. henni hvíldi á ríkissjóði í byrjun marz þ. á. alls rúm 52 þús. kr. eftirlaun, án dýrtíðaruppbótar. Hæstiréttur. Helstu ákvæðl í frumvarpl stjórnarinnar. Frumvarp stjórnarinnar um, að stofnaður verði hér á landi liæsti- réttur, er bálkur mikill í 9 köflum on 57 greinum. Almennar athugasemdír við frum- varpið eru á þessa leið: „Æðsta dótusvald í ísleuzkuoi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.