Ísafold - 01.09.1919, Síða 1

Ísafold - 01.09.1919, Síða 1
Ritstjóý: Vilhjálmar Finsen. Sími 500. Stofnandi: Björn Jónsson. XLVI irg. Álit samvinntmefndar beggja deilda / Nefndin klofnar um búsetuskilyrði fyrir kosningarrétti. „Nefndir þær, er hvortveggi þingdeild setti til þess að athuga frumvarp til stjórnarskrár kon- ungsríkisins Islapds, hófu þegar samvinnu um starf sitt. Hafa þær lialdið 20 fundi og tekið einstakar greinir frumvarpsins til rækilegrar ;.athugunar. Nefndin kaus þrjá menn í undirnefnd til þess að orða breyt- ingartillögur þœr, er fylgi höfðu nað, og roru þær tiliögur síðan ibornar undir nefndina til úrslita og þá aukið við eða breytt, eftir því sem þurfa þótti. Bx eytingartillögur nefndarinnar ■ eru nokkuð margar að tölunni til, en flestar þeirra mfða einungis að því að færa til betra máls, eða eru svo augljósar og smávægilegar efnis breytingar, að óþarft þykir að gera grein fyiúr þeim í nefndaraliti. Út af 21. gr. frumvarpsins, sem er svo hljóðandi: „Konungur getur látið leg'gja fyrir Alþingi frumvörp til laga og tillögur til annara sam- þykta“ vill nefndin öll taka það fram, til skýringar, að ætlast verði til, að stjórnin fái umboð konungs á ríkisráðsfundi undan Aiþ., til þess að leggja frarn á þinginu þau frum- vörp, sem ráðuneýtinu kann að þykja þörf á meðan þing stendur yfir, þótt eigi hafi verið kostur að bera þau áður fyrir konuug í ríkis- ráði. Með þessu skilorði sér nefndin • eigi þörf á að breyta greininni. Þess skal getið að s-lcoðanir nefndarmanna voru svo suudurleit- ar um atriði þau, er 26. grein skipar fyrir um (tölu þingmanna, tölu landkjörinna þingma.nna, deildar- skipan og fleira), að engin niður- staða fékkst um þau. Varð það loks . að samkomulagi eftir langar um- ræður og mikið stímabrak, að nefndin sem slík bæri ekki fram : aðrar breytingartillögur við grein- ina en þá að setja þar heimild um, . að kjósa mætti þingmenn í Reykja- vík með hlutfallskosnmg. Var þá . jafnframt gert ráð fyrir, að um leið • og sú breyting yrði í lög tekin, væri öðrum núverandi tvímenningskjör- dæmum breytt í einmenningskjör- • dærni. í samræmi við jxetta ervubreyt- ingartillögurnar við 26. gr. og orðabreytingar í samræmi við þær, við 27., 28., 29. og 30. gr. (sbr. 15.—24. brtt.). Að öðru leyti hafa nefndarmenn •óbundnar hendur um afstöðu sína til einstakra atriða greinar þess- arar, er til atkvæða kunna áð koma í deildum þingsins. Agreiningur varð í nefndinni um breytingartillögu við 29. grein. Álit meiri hlutans Meiri hluti nefndarinnar er ein- dregið þeirrar ákveðnu skoðunar, að sjálfsagt og ófrávíkjanlegt sé að halda að minsta kosti 5 ára bú- setuskilýrði í stjórnarskránni fyrir kosningarrétti og kjörgengi til Al- þingis, og hefir því sett og sam- þykt tillögu þá við 29. grein, sem tekur þetta fram. í frumvarpi stjórnarinnar er, xiuk ríkisborgararéttarins, einungis eins árs búseta í kjördæmi sem skil- yrði fyrir kosningarrétti í kjör- dæminu. Kjörgenguf er liver sá, sem kosuingarrétt á einhvers staðar í landinu og' hefir heimilis- festu innanlands. Með ákvæðinu í 10. gr. stjórn- skipunarlaga 19. júní 1915 eru þau skilyrði um þetta efni sett fyrir kosningarrétti manns, aiinaðlivort: að liann sé fæddur hér á landi, eða liafi átt hér lögheimili síðastliðin 5 ár er kosningin fcr fram( og liafi verið búsettur eitt ár í kjördæm- inu). Samkvæmt 11. gr. sömu laga er liver sá kjörgengur, sem kosn- ingarrétt á í landinu. Mismunurinn á því tvennu móti, hversu menn öðlast kosningarrétt °g kjörgengi samkvæmt þessum nú- gildandi lagagreinum, er því sá, að þeir, sem fæddir eru hér á landi, hafa kosningarrétt eftir eins árs dvöl í kjördæminu, hvérsu lengi sem þeir kunna áður að hafa dval- ist erlendis, og eru kjörgengir, -ef þeir hafa hér á landi heimilisfestu þegar kosning fer fram, en aðrir menn, sem ekki eru fæddir í land- inu, fá réttinn, er þeir hafa ha'ft hér lögheimili 5 sáðustu árin. Vegna þessara tvennskonar skil- yrða þótti fulltrúum Danmerkur í Sambandslaganéfndinni ástæða til að taka það frm í athugasemdum við 6. g-r. sambandslagafrumvarps- ins, að í samræmi við „gagnkvæmi“ ríkisborgararéttindanna verði að afnema allar takmarkanir, sem nú sé þar á, „svo sem mismun þann á kosningarrétti, sem fram kemur í 10. gr. stjónxarskipunarlaga Is- lands frá 19. júní 1915.“ Þennan mismun, sem nefndar- mennirnir minnast á, má afnema íxieð tvennu móti, annaðlivoi*t með því að afnema 5 ára búsetuskilyrð- ið, eða með því að láta það ná til allra jafnt, hvort sem eru íslend- ingar eða Danir. Meiri hluta nefndarinnar þykir einsætt að taka síðari kostinn, og liggja til þess margar ástæður. Fyrst má minna á það, að þá er sambandslögin voru til umræðu á Alþingi í fyrra og andstæðingar þeirra fundu þeim meðal aunars til foráttu, að samkvæmt 6. gr. og at- hugasemdinni við hana, sem fyrr greinir, mundi þurfa að nema 5 ára búsetuskdyiðið úr stjórnarskránm, — þá var því eindregið svarað af forsvarsmönnum sambandslaiganna að slíkt væri misskilningur og að alveg eins mætti láta þetta 5 ára búsetuákvæði standa óbreytt, en 1 láta það ganga yfir alla jafnt, livort | sem fæddir væru hér á landi eða eigi. Kom þetta skýlaust fram í báðum deildum í umræðum, og auk þess gat framsögumaður málsins í Nd. (þm. Dalamanna) þess eitt sinn að gefnu tilefni, að ef enginn annar bæri fram slíka breytingu, til þess að bæta úr þeim „mismun“, sem um væri að ræða, þá mundi hann sjálfur gera það þegar breyting yrði gerð á stjórnarskránni. Sama skilningi var haldið fram í blöðum og á mannfundum, þar oem sambandslögin voru rædd áður en þjóðaratkvæði um þau fór fram, og bryddi ekki á öðru en þetta væri ísafoldarprentstniðja, Reykjavík, mánudaginn 1. sept 1919 36 tölub a samhuga álit allra þeirra, er lögin studdu, hvort sem var í ræðu eða riti. Með þessu fororði og þessum skilningi hefir því íslenzka þjóðin samþykt lögin með atkvæði sínu, og frá því verður ekki gengið. Er eng- inn vafi á því, að þessar skýringar hafa drjúgum aukið fylgi sambands laganna, enda.liafa og kjósendur í landinu treyst því, að hér yrði ekki látið sitja við orðin ein, heldur mundu fullar efndir á verða í fram- kvæmd. Samkvæmt tillögu meiri hlutans eru skilyrði fyrir kjörgengi xg kosningarrétti danskra manna hér á landi óbreytt frá því, sem þau eru núMtéttur þeirra er því á eng- an hátt lakari en áður. Réttur þeirra móts við íslendinga er meiri en áður, þar sem 5 ára búsetuskil- yrðið á nú einnig að ná til vorra landa. Og réttur þeirra móts við aðra útlendinga er og svo stórum mun meiri en áður, að þar sem danskir ríkisborgarar hafa nú rétt sinn óskertan sem fyr, þá eru allir aðrir útlendingar, þar á rneðal frændur vorir Norðmenn og Svíar, hér eftir með öllu sviftir kosningar- retti og kjörgengi, þótt búsettir hafi verið hér síðustu 5 árin, og öðlast liann ekki, hversu lengi sem 'þeir dveljast hér, pema þelr fái fyrst ríkisborgararétt með sér- stakri lagasetning, en að núgild- andi stjórnarskrá hafa allir útlend- ingar, Danir sem aðrir, allan sama rétt uiú þetta. Það er því síður en svo, að Danir þurfi undan nokkru að kvarta í þessu efni. Eða hvað mundu þá aðr- ar frændþjóðir vorar á Norðurlönd- um geta sagt nú, sem haft hafa jafn rétti um þetta við Dani, samkvæmt þeim stjórnarskipunarlögum, sem enn gilda hér á landi 1 Á það er að líta, að öll nágranna- ríki vor í meginlandi Norðurálfu setja ríkisborgararétt sem skilyrði fyrir kosningarrétti og kjörgengi. Lm þetta er að eins uudantekning milli Danmerkur og íslands, sam- kvæmt 6. gr. sambandslaganna, eins og áður er áminst. Nú *er það aug- ljósara en á þurfi að minnast, að Dönum getur alls engin hætta staf- að af Islendingunt í þessu efni sak- ir ríkismunar og fjölmennis, en sama verður eigi sagt um Islend- inga, og verður síðar vikið að því. Hví skyldi Isleudingar þá ekki neyta þeirra varna, sem þeir hafa þar sem aðra brestur, en þá er ekki annað fyrir sig að bera en bú- setuskilyrði, og virðist méiri hlut- anum þau eigi mega skemra fara en breytingartillagan greinir, og samkvæmt er því, sem verið hefir nú um hríð. Það mun og síður en svo, að Dönum komi það mjög á óvart, þótt' vér auðveldum þeim eigi kosnin<>-- arrett og kjörgengi tram úr því, sem nú er, og ofan a önnur þau rétt- indi, sem þeim er trygð með- sam- bandslögunum. Skal iþví til stuðn- ings bent á ritgerð eftir dr. Knud Berlin, sem nýlega birtist í tímarit- inu „Det nye Nord“, um „gagn- kværnt jafnrétti ríkisborgara allra Norðurlanda“. — Höfundur ræðir um þetta efni sakir þeirrar hreyf- ingar um samband og sameiningu í ýmsum greinum, er eflst hefir á Norðurlöndum meðan styrjöldin stóð. Heldur höfundur því fram, að fullkomið jafnrétti milll ríkis- borgara tveggja eða fleiri ríkja, eins og nú milli Danmerkur og ís- lands, geti ékki talist annað en fjarstæða einber, nema alveg sér- staklega standi á og þjóðirnar sé bæði nokkurn veginn jafnokar hver annarar og (einkum) tengdar vin- áttu- og frændsemisböndum. En hitt mundi nfer óhugsandi, segir hann, að Danmörk t. d. þætti ráð- legt að gera sb'kaíi jafnréttissamn- ing við öflug grannríki, svo sem Þýzkaland þar sem Þjóðverjar gæti þá flykst unnvörpum til Danmerk- ur og* öðlast þegar kosningafrétt og kjörgengi til ríkisþings, jafnframt því, sem þeir væri eftir sem áður góðir og gegnir þýzkir ríkisborg- arar. Höfundur fer allmörgum orðum pm fullkomið innbyrðis jafnrétti miili allra Norðurlandiþjóðanúa, og telur slíka samninga allskostar óráðlega og ill-framkvæmanlega meðan ekki sé traust sameiginleg þjóðarkend orðin ríkjandi á Norð- jurlöndum. Því næst ritar hann á þessa leið: „Vér skulum einungis benda á, að smáríki sem ísland, með 90000 íbúa, gæti hæglega att á hættu, að ríkisborgarar þess yrði ofurliði bornir, eL allir ríkisborgarar Norð- urlanda fengi kosningarrétt til Al- þingis þegar er þeir tæki *sér ból- festu á Islandi, — ef ekki væri þá sett undir lekann með þvú að setja þau frekari skilyrði fyrir kosning- arrétti, að til lians þyrfti svo langa búsetu á íslandi, t. d. 10 eða 25 ár, að jafnréttið væri í raun og veru að eins í orði kveðnu“. Af þessum ummælum höfundar- ins er auðsætt, að hami telur það eigi einungis löglegt að setja langa búsetu sem skilyrði fyrir kosning- arrétti, þótt fullkomið ríkisborgara jafnrétti væri lögtekið, heldur skoðar það ráðlegt og jafnvel bein- línis lífsnauðsynlegt úrræði, þegar svo á stendur. Að vísu miðar hann hér við það, að allar Norðurlanda- þjóðirnar liefði ríkisborgara-jafn- rétti, en ]iar. sem nú er um í^ani eina að gera, þá er hættan að því leyú minm, enda er og súsetutím- inn, sem meiri hlutinn áskilur í til- lögu sinni, ekki nema hálfur sá tími, eða jafnvel einungis fimtung- ur þess tíma, sem dr. Berlin telur, að verið gæti nauðsynlegur. Sumir vilja ej*ða því að nokkrar líkur séu til, að svo margt manna flytjist liingað frá Danniörku, að ástæða sé að halda búsetuskilyrði því, sem stendur í núgildandi stjórn arskrá. Um þetta má að vísu deila, eins og flesta ókomna hluti, sem reynslan ein fær skorið úr til hl'ít- ar. En ekki verður því neitað, að líkur fyrir innflutningi frá Dan- mörku eru nú þeim 1111111 meiri en áður, að ekki er saman berandi. Fyrstu fossafélögin, sem sótt hafa um leyfi hér á landi til stóriðju eru í Danmörku. Til þeirrar iðju þyrfti f jölda fólks, jafnvel svo tugum þús- unda skifti. Hvaðan mundi það fólk koma fremur en frá Danmörku? Ekki má íslaiid við því að missa svo margt fólk frá annari atvinnu. Þá má og nefna fiskveiðar, sem líkur eru til, að Danir stundi framvegis langtum meir en hingað til, sam- fara vaxandi auði og þjóernis-vakn- ing, sem hlýtur að stafa af stækkun ríkisins, — fyrir utan ótal aðrar aí- vinnugreinir, svo sem verzlun, iðn- að o. 111. fl., sem þeim stendur opið fyrir að stunda hér. Þarf og ekkí að leita langt í dönskum blöðum til þess að finna hvatningsgreinir og; ráðagerðir í þessa átt. Þykir óþarft að fara frekar út í þetta mál hér. þar sem breytingartillagan er svo vægileg, eins og áður er tekið fram að hún íþyngir að engu rétti Dana frá því, sem nú er, heldur gerir ein- mitt lilut þeirra betri en áður, móts við aðra. ÞeSs gerist því síður þörf að fjöl- yrða um þetta atriði málsins, seni það er viðurkent, að minsta kostí af sumum úr minni hlutanum, að rétt muni að hafa nökkru lengri bú- setu-skilyrði fyrir kosningarréttí og kjörgengi, heldur en tilskilið er í stj.skr.frv. stjórnarinnar. En úr þessari þörf vill minni hlutinn bæta á þann hátt að heimila í stjórnar- skránni, að lengja megi búsetuskíl- yrðin fyrir kosningarrétti með ein- földum lögum. Telur hann þá því hinu sama takmarki náð, sem meirí hlutinn stefni að, og jafnvel gangi þessi aðferð því framar, að þá sé auðgert að lengja búsetuskilyrðin meira en 5 ár, ef þörf þykir til. Meiri hlutinn er eindregið andvíg ur slíkri úrlausn málsins. Telur hann almenn skilyrði kosningar- réttarins einn höfuð-hyrningarstein þingbundins stjórnskipulags, sém hvergi eigi heima annarsstaðar en í grunvallarlögum ríkisins, enda vit- um vér eigi dæmi annars í stjórnar- skrám annara þjóða. Þar sem um jafn mikilvægt grund vallaratriði er að ræða, þykir meiri hlutanum alls eigi hlýða, að það sé á valdi einstaks þings að breyta skilyrðum kosningarréttarins, rýmka þau eða þrengja, án þess a5 til kasta kjósenda komi. Telur meiri hlutinn ekki- annað koma til mála en svo fast sé um þennan rétt búið, að stjórnarskrárbreyting, og þar með þingrof og úrskurð kjós- enda, þurfi til, ef breyta skal. — Meiri hlutinn sér og alls enga á- stæðu til slíks fyrirkomulags, sem minni hlutinn vill hallast að, sér ekki, að það sé að neinu leyti betra. Ef það á að vera til þægðar Dön- um, þá njpst sá tilgangur því að eins að ekki verði í lög tekin jafnlöng búsetuskilyrði sem meiri hlutinn hefir orðið ásáttur um. Að öðrum kosti kemur hvorttveggja í einn stað niður fyrir þá, nema búsetu- skilyrðin yrði ákveðin lengri en 5 ár, og þá yrði það þeim verra, en ef nauðsjui þætti til síðar að lengja búsetuna úr 5 árum, má það eins verða með stjórnarskrárbreytingu. — Ef sú væri tilætlunin að taka eigi 5 ára búsetuskilyrði upp í sérstök lög þegar í stað, samfara stjórnar- skrárbreytingunni, þá gæti orðið örðúgra að taka það upp í lög síðar þcgar straumurinn væri kominli inn í landið. Betra að bj7rgja brunn- inn áður en barnið fellur í hann. Ef búsetuákvæðið yrði þegar frá upphafi liið sáma í sérstökum lög- um sem það, er meiri hlutinn vill standa láta í stjórnarskránni, þá mætti jafnvel segja að verið væri að fara að Dönum með óeinlægni, sem Alþingi væri vart samboðin. Meiri hlutinn telur það því að öllu leyti óheppilegra og ótryggara að hafa búsetuákvæðið utan stjórn-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.