Ísafold - 01.09.1919, Side 3
IS A F O L D
við íslendinga. Þeir eru oss mjög
vinveittir ag það er fnll astæða til
þess að gleðjast yfir þessari á-
kvörðmi þeirra. Því hag getuin vér
haft af auknum viðskiftum við þá.
Skilnaður
rikis og kirkju.
Kloiia neí'Qd’
Nefnd sú, er neðri deilcl liefir
skipa'ð til þess að ítiuga þingsáltill.
Gísla Sveinssonar o. fl. nm undir-
búning skilnaðar ríkis og kirkju, og
nefnd er í þinginu kirkjunefnd, hef
ir klofnað- VíH meiri hlutinn, Þór-
itriiui Jónsson, Gtísli Sveinsson, Pét-
;ar Ottesen og Bjöm Stefánsson lata
tilL ganga fram, en minni hlutinn,
Þorsteinn Jónsson fella hana með
rökstuddri dagskrá.
Úr áliti meiri hlutans.
Álit meiri hlutans er allítarlegt
®g skal hér birtur sá kafli þess, er
ræðir nm tilhögun undir búuings
og um fyrirkomulagið eftir skiln-
aðinn.
„Nefndin hugsar sér framkvæmd
ír í málinu, ef stjórninni verðtir fal-
ið það, í aðaldráttunum á þessa
leið:
1. Undirbúning-uriim.
Hann gerist þannig að stjórnin
teknr alt má'lið til meðferðar og afl-
ar sér þeirrar aðstoðar, er hún
þarfnast. Hún tilkyunir öllum sókn-
amefndum landsins, að leitað skuli
Alíts safnaðanna — á almennum
safnaðarfnndi, er rækilega sé boð-
að til á hentuguim tíma; sé vandlega
tilgreint, hvaða málefni liggi fyrir
fundinnm, og að lokum skal skrá-
sett, livernig atkvæði falla á þeim
fundi. En um það skultt greidd at-
kvæði, hvort safnaðariimir kjósi
heldur, að þjóðkirkja haldist, svo
sem nú er, eða að ríki og kirkja
verði aðskilin.
Reynist svo að meiri hluti safn-
aðarmanna (atkvæða) í lamlinu sé
sskilnaði hlyntnr, undirbýr stjórn-
ín málið til Alþingis í frumvarps-
formi.
En áður það verði skal því skot-
ið til héraðsfnnda að gera tillögur
um fyrirkomulagið, að því er snert-
ir framkvæmd skilnaðarins. Hefir
stjórnin þær tillögur til hliðsjónar
og sendir þær síðan Alþingi ásamt
öðrum plöggum málsins. Um sama
efni skal og leitað á'lits biskups og
guðfræðideildar háskólans.
Nú samþ. Alþingi, að gerðum þess
nm undirbúningi, frtimvarp eða
frumvörp um skilnað ríkis og
kirkju (því að kirkjuskipunimii
má breyta ineð einfiöldum lögum,
samkv. ákvæðum stjórnarskráriim-
ar), og skal þá landsstjómin áður
konnngsstaðfestingar er leitað, láta
fram fara, innan þriggja mánaða
frá þingslitum, álmenna atkvæða-
greiðslu allra alþingiskjósenda um
málið, eins og það liggur fyrix- (þ.
e. frumvarpið eða frumvörpin),
hvort þeir vilji, að það gangi fram
eða ekki (referendum). Til þess að
gera þessa meðferð kleifa, sam-
kvæmt stjórnarskránni, er fram
komin brtt. á þgskj. 297, sem kirkju
.nefndarmenn allir bera fram.
2. Jyrirkomulagið eftir skilnaðinn.
a. Trúfrelsið. — Mest ber á þeirri
fereytingu, áð eftir að kominn er á
skilnaður ríkis og kirkju, verður
«ngin „þjóðkirkja" í landinu í
þeirri merkingu, að ríkið styðji eitt
írúfélag eða haldi því uppi. Alls-
lierjarfríkirkja er þá á komin
JMenn mega játa þá trú er menn
frá B sterfeld & Co., Hamborg
Aðal-umboðsmaður fyrir Isíancl
Bsrith, Petsrssn
Aðalstræti 9. Sími 341 B.
Reykjavík
kjósa, ef kenningar þeirra og fram-
koma að eins eigi brýtuf í bág við
alment velsæmi og borgarale,g lög.
Og gagnvart lögunum og ríkinu
eiga þá allir að standa jafnt að vígi
hverrar trúar sem þeir eru.
Þjóðin skipar sér í söfnuð á þann
hátt, er lienui þykir henta. Þeir
ráða sér prest eða forstöðumenn, og
fer alt slíkt eftir samningiim.
Stjórn safnaðarmálanna verður
með því skipulagi, er bezt þykir
eiga við.
b. Viðhaldið. — Þegar ríkið held-
ur ekki við neinni krikju lengur,
heldur einstaklingarnii', hættir það
að kosta prestastéttina. Hver söfn-
uðin' greiðir sínum presti kaup, eft-
ir því sem um semst, og stendur yf-
irleitt straum af, sér sjálur, þ. e.
söfnuðir hverrar kirkju hálda henni
eða trúfélaginu uppi af sínum ram-
leik. Að hinu er gengið vísu, að rík-
ið verðiir, svo sem lög standa til, að
ala önn fyrir prestum, er embættis-
lausir verða við skilnaðipn, um
nokkurt árabil (biðlaun og jafnvel
eftirlami) ; búast má þó við, að
margir muni halda áfram þjónustu
hjá söfnuðiinum og ganga þeim
algert á höiid:
Biskupsembætti sem ríkisstofnun
legst að sjálfsögðu niður. En al-
mennri trúarbragðakenslu verður
haldið uppi við háskóla landsins
(„guðfræðisdeild“) á kostnað rík-
isins. Verður kensla sú trúarjátn-
ingárlaus, söguleg, heim'spekileg og
að nokkru leyti réttarleg.
Enginn söfnuður fær prest sinn
eða forstöðumann „viðurkendan“
af ríkinu sem færan þess að fremja
kirkjiilegar athafnir, sem borgara-
legt lagagildi eiga að haifa, nema
hann lifi lokið prófi í trúarbragða-
fræði við háskólann, eða á annan
hátt öðlast þá mentiin, er að dómi
landsstjórnar jafngildi því.
Þetta gildir nm lijónavígshi, sem
að núgildandi lögum ‘er frjálst,
hvort framin skuli af verslegu yfir-
váldi eða (viðurkendum presti. —
Slrírn og' ferming bai'na verða ein-
ungis mál trúarflokkanna (kirkn-
anua), sem enga þjóðfélagsþýðingu
eiga ella að hafa. Og jarðarfarir
geta eins vel farið fram undir vers-
legri umsjón.
Skýrslugerðir ýmsar og þess hátt-
ar, er áður hefir veriS falið presÞ
unum, má skylda viðurkepda for-
ðtöðuineun safnaða til að iiina af
hendi. Þar sem þeim sleppir fram-
kvæma lireppsyórar þau störf.
•Trúarbragðakensla í opinherum
skólum — harnaskólum og æðri —
verður engin, að minsta kosti ekki
sem skyldunámsgrein, nema að. því
leyti, sem hún snertir veraldarsiögu
eða landsögu. Borgaraleg siðferði
kend a- m. k. í öllum æðri skólum.
e. Eignirnar. — Um það hafa
menn tíðum hnotið. er tilrœtt hefir
orðið um þetta mál, hvaS gera ætti
við hinar svokölluðu „hirkjueign-
ir“, annars vegar hvað væri rétt í
því efni, og hins vegar hvað' væri
sanngjarnt.
Það verður víst ekki véfengt, að
ríkið verðui' að teljast hinn rétti eig
andi þessara eigna, sem kendar eru
við kirkjuna; að minsta kosti hefir
enginn annar í landinu betri rétt
til þeirra, eða alls þess, sem ekki
verða beinlínis færðar sönnur á að
sé gefið lútersku kirkjunni, sem nú
er þjóðkirkja. Það, sem ríkisvaldið
sló eign sinni á, gerði upptækt, af
góssi hinnar kaþólsku kirkju, er
hún var gei'ð landræk, varð og hefir
haldið áfram að vera þess eign,
þótt það hafi léð þj óð'kirkj unni
það til afnota, eða sjálft notað það
að meiru eða minnu 'leyti í hennar
þarfir. Og þetta láu eða „Ién“ þótti
af ytri ástæðinn vel til fallið, þar
sem eignirnar voru þarna fyrir og
komu upp í hendurnar við siðskift-
in, en liin nýja kirkja kom allslaus
og þurfti, eins og kunnugt er um
trúarbrögðin, eitthvað annað en
orðið tómt til að lifa á. Einni'g af
innri ástæðu mun þetta þegar í upp-
hafi hafa þótt réttmætt — og svo
þykir ýmsum enn í dag — söknm
þess að gefendur eignanna, þótt
kaþólskir væru, hafi vafalaust æt!l-
að þetta tit ti'úarþarfa í landinu,
eða til nota aðalkirkju þjóðarinnar,
Lvað sem liún liéti. Eigi þarf að rök-
ræða, að slíkt álit er þó meira en
t'pið.
------o---—t
Alþingi
Húsagerð ríkisins.
Svo látandi frumvarp til laga um
húsagerð ríkisins flytui' fjárveit-
inganefnd neðri deildar:
„1- "r- Landsstjórninni er lieim-
ilt að láta reisa, svo fljótt sem >ví
verður við komið: 1) Landsspítala,
2) viðbót við geðveikrahælið á
Kleppi, 3) íbúðarhús á Hvanneyri,
og 4) íhúðarhús og skóla'hús á Eið-
um.
2. gr. Til húsagerða þeirra, sem
um ræðir í 1. gr. ,er stjórninui heim
ilt að taka á ábyrg'ð ríkissjós nægi-
lega stórt lán, er endurgreiðist á
20—30 árum.
3. gr. Lög þessi öðlast gildi þeg-
ar í stað.“
Loftskeytastöð í Grímsey.
Um það mál er farið svo feldum
oi'ðum í nýkomnu áliti frá sam-
vinnunefnd samgönguméla:
„Nefndin er öll sammála um það,
að rétt sé og' jafnvel nauðisynlegt,
að loftskeytastöð verði reist í
Grímsey í Eyjafjarðarsýslu, svo
fljótt sem kostur er. En jafnframt
því að sú stöð er hygð, telur nefnd-
in sjálf'sagt eða óhjákvæmilegt, að
önnur loftskeytástöð verði reist
norðanlands, sem þessi væntanlega
stöð í Grímsey gæti haft samband
við; myndi þá byggingarkostnaður
Grímseyjarstöðvarinnar verða lít-
ill, sennilega ekki nema nokkur
þúsund kr., og rekstur hennar ódýr.
Er þessi iskoðun néfndarinnar í
samræmi við álit landsímastjórans
í þessu máli, og má enn fremiir geta
þess, að liann er iþví eindregið
fylgjandi, að þetta komist í fram-
kvæmd sem fyrst.
En með því að tillagan á þgskj.
271 ræðir að eins um eina stöð
(Grímseyjarstöð), en nefndin hins
vegar telur hagkvæmara, að 2
stöðvar verði reistar norðanlands,
þá leggur hún til, að málið verði
áfgreitt með svo hljóðandi
RÖKSTUDDRI DAGSKRÁ ^
Með því að telja má nauðsyn á,
að loftskeytastÖð verði reist í
Grímsey í Eyjafjarðarsýski, ásamt
loftskeytastöð á öðrum stað norð-
anlands, og í því trausti, að lands-
stjórnin hlutist til um, að það verði
framkvæmt hið allra fvrsta, tekur
deildin fyrir næsta mál á dagskrá.“
Einar Árnason er framsögu-
maður.
Sala prestsmötu.
Um frumvarp um sölu á prests-
mötu er komið álit frá allsherjar-
nefncl neðri deildar. Hafa nefndar-
menn verið á allskiftri skoðun um
málið, eins og sést á eftirfarandi
kafla úr nefndarálitinu, sem einnig
sýnir bræðiugsniðurstöðii nefndar-
innar:
„Þeir tveir flutningsmenn frum-
varpsins, sem sæti eiga í nefndinni,
létu til samkomulags imdan síga
um aðalágr.einingsatriðið, til þess
að koma ekki ghindroða á málið,
sem ef til vill hefði orðið til að
torvelda framgang þess í þing'inu.
Þetta atriði, sem olli mestum
skoðaiiamun í nefndinni, var það,
að við aflausn prestsmötunnar
skyldi ekki tekið tillit til smjör-
verðsins ófriðarárin.
Þetta ákvæði ér auðvítað ei'tt
höfuðatriði frumvarpsins, því að
eins og' kupnugt er, hefir smjör
stigið langmest í verði þessi ár af
öllum framleiðsluvörum landsins,
og olli því feitmetisskortur í land-
inu, sem aftur stafaði af aðflutn-
ingsteppu á feitmeti, og ekki hvað
síst tvö árin af óáran í landhúnaði
(grasbresti og illri nýtingu á töðu)
á allmiklum hluta landsins.
Það hefir þó orðið að samkomu-
lagi í nefndinni, að leg’gja til, að
þetta ákvæði verði felt úr frum-
varpinu.
En í þess stað leggur nefndin til,
að tímahilið, sem verðlagsskrár-
verði á smjöri á að jafna niður á
við söluna, sé fært upp í 12 ár. Bæt-
ir það nokkuð úr, þótt lítið sé, fyr-
ir þeim, sem kaupa kynnu nú á
niestu árum.
Þá leggur nefndin til, að bætt sé
inn í frumvarpið nýrri grein, þar
sem stjórninni er heimilað að veita
ívilnun á prestsmötugjaldi þeirra
jarða, sem spillast af náttúrunnar
völdum, og miða ívilnunina við það,
hve mikið kveður að skemdunum.
Það munu nokkur dæmi þess, að
jarðir, sem prestsmötukvöð hvílir
á, hafa skemst nijög af náttúrunn-
ar voldiim, og sumar nær eyðilagst,
en prestur heimtað fulla greiðslu
prestsmötunnar eigi að síðjir. Það
sjá allir, hve sanngjarnt þetta er.“
Einar Arnórsson , og Magnús
Guðmundsson skrifa undir ,„með
fyrirvara um ýms atriði nefndar-
álitsins* ‘.
Pétur Ottesen er framsögu-
maður.
Fasteignamat.
Landbúnaðarnefnd neðri deildar
fer svo feldum orðum um fasteigna-
matsfrumvarpið:
„Sú breyting hefir orðið á frv.
stjórnarinnar í efri deild, að skipa
á nú 5 manna yfirmatsnefnd til að
endurskoða og samræma hið ný-
framkvæmda mat allra fsteigna í
landinu. Á þessu yfirmati að vera
lokið fyrir 1. júlí 1920. Þykir kenna
allmikils ósamræmis í rnatinu, mat
miklu hærra í sumum héruðum en
Brunatryggið hjá
„Nederlandens"
Féiag þetta, sem er eitt af heims-
ins stærstu og ábyggilegustu bruna-
bótafélögum, hefir starfað hér á laudi
i fjölda möig ár og reyast hér sem
annarstaðar hið ábyggiíegasta i alla
staði.
Aðalumboðimaður:
Halldór Eiríksson,
Laufásvegi 20 — Reykjavik.
Sí ni 175.
Lambskinn.
kaupum vér hæðstx verði. Tiiboð
gefin símleiðis ef óskað.
Þórður Sveinsson & Co,
Simntfaí: Jökttll.
Rc-yí. j v k.
öðrum. Stafar það auðvitað af því,.
að matsnefndir hafa haft ólíkar
skoðanir á verðgildi fasteignannar
hver nefnd hefir farið eftir sínu
höfði, án tillits til,. hvernig metið
væri í næstu sýslum. Hins vegar má
gera ráð fyrir allgóðu samræmi á
mati fasteigna í hveri sýsln og
kaupstað út af fyrir sig hjá sömu
matsmönnum. Þó að nefndin hafi
ekki haft tíma til að athuga mats-
bækur hjá stjórnarráðinu, þá er
einsökum íiefndarmönnum ljóst, að
full þörf er á betra samræmi. Ætti
það að fást eftir frumvarpinu. En
>á ríður á að velja kiinnuga og víð-
sýna menn, og nran þó reynast full-
erfitt að koma á góðu samræmi yfir-
leitt, úr því sem komið er:
Yerður að gera ráð fyrir að yfir-
mat það, sem fumvarpið ræðir um,
verði til mikilla bóta og sé nauðsyn-
leg tilraun til að saniræma mati5
og' koma þessu máli í betra horf.
Leggiir nefndin til, að frv. sé sam-
þykt óbreytt.“
Jón á Hvauná er framsÖgum.
1
Saltkjötsmat. v 1
Framlialdsnefndarálit er komið
frá landbimaðarnefnd neðri deildar
um frumvarp um mat á saltkjöti til
útflutnings, svo hljóðandi:
„Efri deild hefir gert fjórar smá-
vægilegar breytingar á frumvarp-
inu. Þrjár þeirra eru þess efnis að
auka ihlutunarrétt forstöðumanna
sláturhúsa, um val á matsmönnum
og horgun til þeirra. Stærsta breyt-
ingin er sú, að sektir fyrir brot út-
flytjenda gegn ákvæðum laganna
um mat, lfokkun og' merkingar
hækka úr 200—2000 kr. upp 1
1000—3000 krónur.
Nefndin felst á þessar breytingar.
Eftir að frumvarpið var þannig
samþykt í efri cleilcl, koni hending
frá stjórninin til nefndarinnar unx
það, að þörf væri á að bæta við
frumvarpið ákvæði uni, að lögin
gangi í gildi þega.r í stað, því ella
mundi skorta heimilcl til þess a5
fyrirskipa mat á saltkjöti nú á
komandi haust-i. Vænta má þess, að-
efri deild samþykki slíkt viðbótar-
ákvæði.
Nefndin leggur því til að háttv.
deild samþykki frumvarpið eins og
það liggur fyrir með svofeldri við-
bótargrein:
• 11. gr. Lög þesái öðlast gildi þeg-
ar í stað.“
Hundaskattur.
Fjárhagsnefnd neðri deildar fellst
á breytingar þær, er efri deild lief-
ir gert á hundaskattslögumim að
öðru leyti en því, að hún vili ekki
hækka skatt af þörfum hundum,
en þar hefir Ed. sett inn helmings-
hækkun (úr 2 kr. upp í 4 kr.).