Ísafold - 01.09.1919, Qupperneq 4
4
I S A F O I D
Silfurtóbafesdósír tðpuð-
USt frá Laugardalshólam að Múla.
FinnaDdi skili gegn fundarlaanum til
Ingvars Grírr ssonar Laugardalshólum
eða Borgþórs Jósefssonar bæjargjald-
kera Reykjavík.
Fjárhagsnefnd Nd. hefir komið
frarn með álit sitt um frv. til heim-
iidarlaga fyrir landstjórnina til að
leyfa íslandsbanka að auka seðla-
upphæð þá, er bankinn samkvæmt
lögum frá 1905 má gefa út. í grein-
argerðinni segir:
„Eftir að frv. þau, sem stjórnin
lagði fyrir þetta þing um seðla-
útgáfu Landsbankans og breyting
á lögum íslandsbanka 10. nóv.
1905, voru fallin í þessari hv. deild,
tók nefndin þetta frv. til athugun-
ar og hefir átt nokkra fundi með
ráðherrunum um mábð. Hafa þeir
tjáð nefndinni, að íslandsbanki
óski að frv. þessu verði breytt
þannig, að væntanleg lög um þetta
e-fni gildi til 1. maí 1920, en hins
vegar hafa þeir óskað, landsstjórn-
arinnar vegna, að lögin verði látin
gilda til 1. maí 1921.
Nefndin leggur því til, að frv.
þetta verði samþ. með eftiríarandi
breytingu: í stað „1. september
1919“ komi: 1. maí 1921.“
Magn. Guðmundsson hefir fram-
sögu.
Fjárveitinganefnd neðri deildar
flytur svo látandi þingsályktunar-
tillögu um Þingvelli:
„Alþingi ályktar að skora á rík-
isst jórnina:
1. að láta rannsaka girðiugarstæði
og girðingarkostnað umhverfis
svæðið frá Þingvallavatni milli Al-
mannagjár ög Hrafnagjár norður
á móts við Ármannsfell og Hrafna-
björg.
2. Að rannsaka, á hvern hátt
beppilegast yrði fyrirkomið að af-
nema búfjárrækt og ábúð á býlun-
um Hrauntúni, Skógarkoti og Þing-
vöilum ásamt Vatnskoti.
3. Að koma í veg fyrir, að ein-
stakir menn eða félög reisi sumar-
þústaði eða nokkur önnur skýli á
þvæðinu, sem í 1. lið getur.
4. Að skipa umsjónarmann á
Þingvöllum yfir sumarið, er gæti
þar góðrar reglu.
5. að leggja fyrir næsta Alþingi
frumvarp til laga um friðun Al-
þingisstaðarins forna við Oxará, að
meðtöldu umhverfi hansj. er æski-
iegt þykir að friða.
Kostnaðinn, sem af þessu leiðir,
er stjórninni heimilt að greiða úr
ríkissjóði.“
Famkvæmd skógræktar.
Landbúnaðarnefnd neðri deildar
ber fram svo hljóðandi till. til þings
áiyktunar um framkvæmd skóg-
ræktar:
„Neðri deild Alþingis ályktar að
skora á landsstjórnina að láta rann-
saka allar framkvæmdir í skógrækt
unarmálum landsins undanfarin
5—io ár, og komi í ljós, að forusta
þeirra mála sé óviðunandi og ó-
heppileg, að stjórnin skifti þá um
framkvæmdarstjórn þeirra, eftir
því sem nauðsynlegt þykir.“
Eigmar og afnotaréttur fasteigna.
Allsherjarnefnd neðri deildar
gerir nokkrar breytingartillögur
við frv. um eignarétt og afnotarétt
fasteigna. Er helztij efnisbreytinga
getið í áliti nefndarinnar, en það er
á þessa leið:
„Nefndin er samdóma hv. Nd- um
að rétt sé nú þegar að setja slík lög
sem hér um ræðir, og getur einnig
samþykt alt aðalefni laganna. Þó
virðist henni réttara, að uppsagnar-
frestur á umráðarétti yfir fasteign,
sem hafa má leyfislaust, sé hafður
1 ár, í stað hálfs árs, sérstaklega að
því er húseignir snertir, og sömu-
leiðis ætti að nægja, að ráðherra
hafi vald til að þiggja námuréttindi
undan lögum þessum, er svo þykir
henta.‘ ‘
Magnús Torfason hefir framsögu.
Ert. símfregnir
Frá frittaritara ísafoldar.
Khöfn, 27. ágúst.
AMERÍKA OG JAPAN.
Ný ófriðarblika!
Ákvæði friðarsamninganna um
Shantung-héraðið hafa orðið að al-
varlegu misklíðaréfni milli Japana
og Bandaríjsjamanna, sem gefur á-
stæðu til að vænta stórtíðinda.
Utanríkismálanefnd efri málstof-
unnar í Washington hefir farið
fram á 20 miljón dollara fjárveit-
ingn til þess að gera flotann reiðu-
búinn undir orustu hvenær sem
vera skal.
Áður hafði verið skýrt frá því að
Wilson forseti hótaði að segja af
sér friðarfundarstarfi sínu ef þingið
samþykti ekki friðarskilmálana ó-
breytta.
—o—
Frá Finnlandi.
Prófessor Wennola er nú orðinn
forsætisráðherra. Ástandið versnar
með hverjum degi.
FRÁ DANMÖRKU.
Verkföllin.
VerkfÖll halda enn áfram hér í
borginni og eigi löglega til þeirra
stofnað, né farið að þeim reglum,
sem gilt liafa um tilkynning verk-
falls. Aðallega eru það hafnarverka
menn sem gera sig seka í þessu.
Húsnæðisleysið.
Fjörutíu þúsund börn á skóla-
skyldualdri verða eigi látin ganga
í skóla í vetur vegna sífeldra hús-
næðisvandræða.
Suður-Jótland.
Lán það er boðið var út hér, vegna
endursameiningar Suður-Jótlands
við danska ríkið, og var að upphæð
120 miljónir króna fékst boðið fram
á 5 dögum.
Ný bók á markaðinum.
Bók Ludendorffs hershöfðinga,
„Endurminníngar frá ófriðnum“,
er nú komin út á flestum málum og
vekur fádæma athygli. Forlag
Aschehoug’s hefir gefið bókina út
á dönsku og kostar hún 18 krónur.
Rússneska keisaraekkjan.
Dagmar drottning kom hingað
til lands á þriðjudaginn var.
Bretar nærgöngulir við Persa.
Brezka stjórnin hefir lánað Pers-
um tvær miljónir sterlingspunda.
Hafa Bretar sett þá skilmála fyrir
láninu, að þeim sé heimilt eftirlit
með hermálum og tolltekjum ríkis-
ins og hafa Persar gengið að þessu.
Með þessum samningi eru Bretar
orðnir yfirdrottnar á samfeldu
Svæði frá Egyptalandi til Indlands.
Samningur þessi hefir valdið áköf-
um deilum.
Friðarsamningamir
milli Austurríkismanna og banda-
manna verða væntanlega undir-
skrifaðir hinn 31. þ. m.
Viðskiftabann við Rússland.
Bretar og Frakkar hafa farið
þess á leit við Dani, Svía og Norð-
menn og aðrar hlutlausar þjóðir að
þær taki höndum saman við sig um
að teppa algjörlega öll viðskifti við
Rússland, meðan það stjórnarfar
helst þar sem nú er. Bandaríkja-
menn í Ameríku hafa neitað að taka
nokkurn þátt í þessum samtökum.
Byltingin í Budapest.
Bandamenn háfa nú neytt Jósep
erkihertoga til þess að sleppa aftur
stjórnartaumunum er hann tók í
sínar hendur fyrir skömmu. Verður
nú reynt að mynda nýja stjórn er
skipuð verði jafnaðarmönnum og
mönnum úr borgarastétt.
Réttarrannsókn.
er vekur afarmikla athygli er nú
hafin gegn Hadjetlache ofursta í
Kósakkahernum, að því er sím-
skeyti frá Stokkhólmi herma. Hefir
hann verið foringi flokks eins, sem
ihefir barist á móti Bolsjevikum og
viljað hefna keisarans með morð-
um og manndrápum.
Sókn Pólverja.
Frá Warsjá er snnað að Pólverj-
um verði vel ágengt gegn Bolsje-
vikum á öllum vígstöðvum. Bolsje-
vikar hafa nú orðið að yfirgefa
Kiew.
Khöfn, 27. ágúst.
Ills von í Þýzkalandi?
Frá Berlín berst símskeyti þess
efnis, að stjórnin þar geri mjög á-
kveðnar herliðsráðstafanir, til þess
að vera búin við óspektum sem
menn óttast að verða kunni af
hálfu Spartakista.
Hrakfarir Bolsjevika.
Reuters-skeyti hermir, að rússneskt
sjáifboðalið hafi tekið borgina
Odessa herskildi, úr höndum Bolsje-
vika.
Bandaríkjaþingið og friðarsamn-
ingamir.
Utanríkismálanefnd efri deildar
þingsins í Washington hefir einnig
tekið Fiumemálið og Alandseyjamál
ið til íhugunar og enn fremur ræðir
hún um nýlendur Þjóðverja í Af-
ríku og írland.
Verkfall enn.
Verkamenn í fríhöfninni í Khöfn
gerðu verkfall í gær, út af óánægju
með úrskurð gjörðardóms í málum
þeirra.
Khöfn, 28 ágúst.
Uppreisn í Ungverjalandi.
Fvá Budapest er símað að Fried-
rich fjrrv. forsætisráðherra vilji
ékki leggja niður völd, og að hann
hafi gert tilraun til að koma á upp-
reisn.
Bandaríkjaþingið lætur undan síga.
Frá Washington er símað að Sen-
atið muni samþykkja friðarskilmál-
ana í septembermánuði, þar eð mót-
stöðuflokurinn virðist eigi á eitt
sáttur.
Frá Rússlandi.
Frá Reval kemur sú fregn að norð
vestur Rússland hafi valið Lianosov
fyrir forsæis- og utanríkisráðherra.
Frá Helsingfors er símað að Bol-
sjevikar hafi hertekið Pskoff.
Frá Danmörku.
Verkfall hefir nú verið hafið a 1-
staðar meðal hafnarverkamanna í
Kaupm annahöf n. V innuveitendur
hafa þessvegna boðað verkbann öll-
um meðlimum flutningaverkmanna-
félagsins.
Khöfn, 29. ágúst.
Botha hershöfðingi
er látinn.
Frá Ungversjalandi.
Friedrich forsætisráðherra Ung-
verja hefir breytt ráðuneytinu að
mun. Hefir hann.beðið Clemencau
um styrk.
Stjórnarfarsástandið er mjög ó-
ljóst og á reiki.
Friðarsamningarnir.
Símfregn frá París ’hermir að
samningunum við Austurríki muni
seinka.
Þingið hefir nú hafið umræður
um friðarsamningana við Þjóð-
verja. Búist er við að þeir verði
samþyktir með miklum meiri hluta.
Briand býr sig undir sókn í kosn-
ingamálinu.
Khöfn, 30. ágúst-
Rúmenar uppvöðslusamir.
Frá París er símað, að yfirgangur
Rúmena í Ungverjalandi hafi vald-
ið því að friðarfundurinn í París
hafi sett þeiin úrslitakosti.
Pfalz lýðveldi.
Uppreistnarmenn í Ludwigshafen
hafa auglýst Pfalz sjálfstætt lýð-
veldi.
Ósköpin í Rússlandi.
Frá Helsingfors er símað að blóð-
ugir bardagar séu í Kronstadt.
Bolsjevikar hafa dregið saman 40
þúsund manna her til þess að verja
Petrograd.
Listasýning. Listvinafélagið liefir
efnt til almennrar sýningar á verkuni
íslenzkra listamanna og var hún opn-
uð kl. 3 í gær og verður opin í þrjár
vikur. Er þetta fyrsta sýningin af
þessu tagi, því allir listamenn eru
þarna boðnir og velkomnir, sem finna
náð fvrir augum dóinnefndarinnar er
velja skyldi úr það er hún áliti hæfilegt
til að koma fyrir almenningssjónir. í
úefudinní eru Ásgrímur Jónssou, Þór.
B. Þorláksson og Ríkarður Jónsson. Á
sýningunni eru um 90 myndir og lík-
anasmíði eftir flesta íslenzka lista-
menn og konur. Flestar myndirnar
eiga á sýningunni þeir Asgrímur Jóns-
son, Þórarinn B. Þorláksson og Jó-
hannes Kjarval. Líkanssmíð eru á sýn-
inguuni efir Ríkarð, Einar Jónsson og
ungfrú Nínu Sæinundsson og ein teikn-
ing að húsi er þar eftir Finn Thorla-
eius byggingarmeiatara. Sýningiu er í
Barna'skólanum og fyllir þar ö kenslu-
btofur.
Flugvélin kom kíðastliðið þnðjudags-
kveld ineð „Vil]emoes“ frá Englandi.
Er hún fremur lítil en getur þó tekið
einn farþega. Afl vélarinnar er 110
hestöfl. Hafa flugmenniniir og flug-
vélasmiðirnir verið að setja hana sam-
an suður á Bríenvstúni, sém verður
flugvöllur framvegis, og er samsetn-
ingunni nú um það bíl lokið. Búiist er
við að vélin verði flugfær á morgun
eðtt miðvikudaginn. Flogið verður með
farþega þá er gefa sig fram, eftir því
sem hægt verður og. kostar það 5 kr.
fyrir hverja mínútu sem verið er ílofti.
„Gylfi“ hinn nýji botnvörpungur
h.f. „Def'eii'sor" fór til Englands síð-
astliðið þriðjudagskveld í fyrstu fiski-
ferð isína. Með skipinu tóku sér far
Andrés Fjeldsted augnlæknir og Helgi
H. Eiríksson námufræðingur.
Þýzkt kaupfar kom hingað í síðustu
viku með saltfarm. Er skip þetta eitt
af þeim stærstu sem Þjóðverjar eiga
nú, 1550 smálestir, því sainkvæmt frið-
arsamningunum urðu þeir að láta af
hendi öll skip sín er stærri voru en
1000 smálestir. Tvennir eru tímarnir.
„Island“ fór til ísafjarðar í síðustu
víkn pg kom aftur í fyrradag. Fer skíp-
ið til útlanda í dag.
Meðal farþegja: Dr. Þorv. Thorodd-
sen, Bogi Th. Melsted sagnfræðingur,
Kjarval málari, dr. Helgi Pjetnrss.,
(hristiansen húsagerðarfræðingnr,
Herbert Sigmundsson forstjóri, Thor
Jensen útgerðarm. og þrjár dætur hans,
Einar Benediktssou skáld og frú hans
og þrjú börn þeirra, Hallgrímur Bene-
diktsson stórkaupm. L. Kaaber og
Tofte hankastjórar, AndrésGuðmunds-
son stórkaupm., Cari Olsen stórkaupm.
og frú hans, Þorv. Benjamínsson fuíl-
trni, J. Bennelmanns hollenzkur prest-
nr kaþólskur, Carl Sæmundsson stór-
kanpm. og frú hans og böm, R. P.
Leví kaupm., frú Kristín Pétnrsson,
frú Steinunn Stefánsdóttir, frú Anna
Fríðriksson, ungfrú Guðrún Guðmunds-
dóttir, Itagnh. Gnðjohnsen, frú Agnes
Brun, v^igfrú M Þorvarðardóttir, Mar-
grét Einansdóttir, Jakobína, Ásta og
Sigríður Sighvatsdætnr, Jónas Láms-
son, Stúdentarnir Óskar Norðmann,
Kristján Albei'tsson, Bolli Thoroddsen,
Einar Sveinsson, Brynjólfur Stefáns-
son, Gunnar Viðar, Lúðvík Stefánssoi*
verzlunarm. o. m. fl.
„Eldhúsdagurinn* ‘ var á fimtudag-
inn og þótti með Iítilfjöriegasta móti.
Enda er stjórnin sáluð, og þóttí óvið-
eigandí að vega að framliðnum.
Búsetuskiiyrðið. Við 2. umraÆir.
stjórnarskrármálsins í neðri deild síð-
astliðna laugardagsnótt samþyktí
deildin með 17 atkvæðum gegn 9 a«S
taka upp í stjórnarskrána ákvæðið uia
nð íslenzkir og danskir ríkisborgarar
skuli dvelja fímm ár í landinu áður en
þeir öðlast kosningarrétt. Þriðja uni-
ræða í málinu er í dag.
Þerritíð liefir veríð um alt Suðnr-
og Vesturland síðustu vikur og má
segja að vel horfi nú með heyskap, ef
tíðin helzt áfram. Grasspretta er yfir-
leitt dágóð, svo útlieysskapur verður
væntanlega vel í meðallagi.
Austur í Fljótshlíð eru þeír að mála.
Asgrímur Jónsson og Jóu Stefánsson.
Ásgríuuir hefir eínnig verið á Húsa-
felli að mála í siunar, en Jón hefir
dvalið í Hliðinni síðan í júlímánuði.
„Nyköhing“, danskt eimskip kom
hingað fyrir helgina með saltfisk frá
Austfjörðnm. Tekur það fisk hér og
heldur sðan til Spánar éða ftalín ineS
farminn.
Síldveiðin. Ágústmánnður hefír ekkí
gefið síldveiðurunum gul'l í mund. A fls,
brögðin hafa verið mjög Jítil, eínkan-
b-ga við Norðurland, en dálítið veíðisfc
á Vestfjörðum. Sagt er að um 150 þns-
und tunnur síldar muni hafa veíðst alls
Mannslát. Síðastliðinn fímtudag
andnðist Jónas Árnason bóndi á
Reynifelli eftir langa legu. —Þessa
merkismanns verður nánar getið síAir
hér í blaðinu.
Ný lyf jabúð. Danskur lyf jafræðing-
C. Pedersen hefir fengið leyfí st.jórn-
arráðsins til að reka lyfjabúð á Eyr«r-
hakka Hefir hann nú keypt efni og á-
liöld til hennar og mun opna hana með
haustinu.
„ísland“ hefir um 600 hesta iaaS-
ferðis til Danmerkur í þetta sinn, en
engan flutning annan.
Bifreiðarslys. Síðastliðið föstndags-
kvöld vildi það sorglega slys til í
Kömbum neðarlega, að vörufiutninga-
liifreið valt um á veginum og beið
ökustjórinn, Einar Kristinsson úr
Hafnarfirði, haua, en farþegi, sem með.
honum var, Sigurður bóndi á Hrepp-
hólum, brákaðist mjög á handlegg og,
meiddist eitthvað meira.