Ísafold - 06.10.1919, Page 1

Ísafold - 06.10.1919, Page 1
Ritstjóri: Vilhjáimur Finsen. — Simi 500. Stofnandi: Björn Jónsson. IsifoldarprentsmiÖja. XLVI irg. Reykjavík, mánudaginn 6. október 19x9. 41. tölubiaö. StafsSok Aiþingis. Fossamálin. Mikið var rætt um þau mál á þingi, eins og vænta mátti. Prum- vörpum meiri og minni hluta milli- þinganefndarinnar í fossamálum var öllum vísað til sérstakrar þing-1 nefndar, sem kjörin var í þessi mál á öndverðu þingi. Þangað var og vísað þingsályktunartillögu um lögnám vatnsorku í Sogi landinu til handa, frá Jörundi Brynjólfs- syni, Benedikt Sveinssyni og Há- koni frá Haga. Nefndin sat á rök- stólum mestalt þingið, frarn á síð- ustu vikurnar. Þá skilaði hún af sér störfum og har frarn sérleyfis- lagafrumvarp, till. til þingsálykt- unar um rétt ríkisins til vatnsorku á almenningum og afréttum, og till. til þings'ályktunar um að rí'kið nemi vatnsorku í Sogi. Bn að öðru 'leyti sá meiri hluti hennar sér ekki fært að bera fram mál 'þau, er hún hafði fengið til meðferðar. Bn minni hluti nefndarinnar vildi láta sam- þykkja tll. Jörundar & Co. Var nú tekið að ræða vatnamálin af kappi miklu. Umr. voru vatnsbornar nok'kuð, eins og gengur og gerist, þegar menn eru margorðir, Og allir vilja tala, þótt þeir sé á sama máli og síðasti ræðumaður. Meiri hluti þingnefndarinnar vildi engu slá föstu um eignarréttar-deiluatriðið. Hann vildi láta dómstólana skera úr því, og átti taka Sogsfossanna, samkv. till, meiri hlutans, að gefa tilefni til slíks úrskurðar. En þótt undarlegt megi virðast, vildi þing- ið eltki láta liæstarétt, „augastein þjóðarinnar", fá að skera úr þessu atriði, sem alveg vafalaust er, að vitrum mönnum og löglærðum kemur ekki ásamt um. En þing- menn voru nú gengnir í vatnið, og vildu sjálfir, eða meiri hluti þeirra, taka sér dómsvaldið um þetta rétt- •aratriði. Um þetta snerust einkum umræður, og bar þar mest á þeim Bjarna Jónssyni og Sveini Ólafs- «yni, sem eru sterkustu andstæð- •urnar í þessu máli. Niðurstaðan í þessum málum varð sú, að neðri deild vísaði frá sér sérleyfislagafrv. og till. meiri hlutans um að ríkið nemi vatns- orku í Sogi. En þingið samþykti að lokum tvær þingsályktunartillögur um rétt ríkisins til vatnsorku í al- menningum og afréttum og till. þeirra Jörundar um lögnám Sogs- fossanna. Var fyrnefndri till. breytt í því, að afréttirnir voru teknir burtu, en hinni síðarnefndu að því, að skelt var af skotti íhenn- ar tilvitnun í fossalögin frá 1907, eftir till. B. J., en nýr dindill græddnr við í staðinn eftir till. Sig. Big., að halda áfram rannsóknum og' mælingum til undirbúnings virkjunar. Hljóða þær svo, þessar tvær till., sem þingið að lokum lét frá sér fara. 1. Till. til ‘þingsályktunar um rétt ríkisins til vatnsorku í al- menningum: „Alþingi ályktar að skora á landstjórnina, að lýsa alla vatns- orku í almenningum eign ríkisins, og gera, ef með þarf, ráðstafanir til þess, að rifting fari fram á gem- ingum milli einstaklinga og félaga, er í bága kynnu að koma við þenna rétt þjóðfélagsins." 2. Till. til þingsályktunar um lög- nám landinu til handa á umráðum og notarétti vatnsorku í Sogi: „Alþingi ályktar, að skora á landstjórnina að gera nú þegar ráð- stafanir til þess, að landið náí full- um umráðum og notarétti á allri vatnsorku í Soginu, alt frá upp- tökum þess og þar til, er það fellur í Hvítá, ásamt nauðsynlegum rétt- induin á landi til hagnýtingar vatnsorkunni. Til framkvæmda þessu heimilast stjórninni að verja fé úr ríkissjóði, eftir því sem nauðsyn krefur, og að halda áfram rannsóknum og mælingum til undirbúnings virkj- unar Sogsfossanna.“ --------o------- Þingslit. NeSri deild. Neðri deild lauk sörfum fyrra láugardaginn kl. 1. Kvaddi for- seti deildina með fáum orðum og sagði síðan fundi slitið. Sameinað Alþingi. Síðasti fnndur þess hófst að lokn- um lokafundi neðri deildar. Var fyrst samþykt till. til þings- ályktunar um rétt ríkisins til vatns- orku í almenningum, eftir stuttar umræður. Þá voru kosnir í verðlaunanefnd „Gjafar Jóns Sigurðssonar“ þeir dr. Jón Þorkelsson, Hannes Þor- steinsson skjalavörður og Jón J. Aðils háskólakennari (allir endur- kosnir). Þá var komið að þeirri hátíðlegu og „spennandi“ útdeiiingarathöfn, sem fram fer á hverju aðalþingi. Fyrsti og feitasti flokksbitinn er eins og kunnugt er „bankaráðið“, sem margir þingmenn telja nauð- synjastofnun, eins og kunnugt er frá bankaumr. í sumar. Var nú kos- inn einn fyrir tímabilið 1920—22, cg hlaut kosningu G. Björnson. Yfirskoðunarmaður Landsbank- ans varð Pétur Jónsson. Yfirskoðunarmenn Landsreikn- inganna urðu Matth. Ól., Kr. Dan. og Jörundur, með hlutkesti þó, milli hans og Hjartar Snorrasonar. Framkvæmdarstjóri Söfnunar- sjóðsins var endurkosinn Eiríkur Briem próf. í einu hljóði. í dansk-íslenzku ráðgjafarnefnd- ma voru þeir kosnir, sem skipað hafa liana: Jóh. Jóh., Einar Arn- órsson 'og Bjarni Jónsson. Fékk hinn síðastnefndi 9 atkv., en Böð- var Bjarkan lögfr. 8 atkv. Að lokum kvaddi forseti þing- menn fáum orðum. Óskaði hann þeim góðrar ferðar og lét loks í Ijósi þá von, að þjóðinni tækist að velja sér góða og nýta fulltrúa á hausti komanda. Þá stóð upp Sig. Stefánsson og óskaði Kristjáni 10. konungi ís- lands langra lífdaga. Tóku þing- menn undir það með níföldu húrra. Var síðan af þingi gengið. Kosningarnar Það er ákveðið að nýjar þing- kosningar skuli fara fram 15. nóv ember. Og 17. þ. mán., eða að hálf- um mánuði liðnum, eiga þingmanna efni að hafa skilað framboðum sín- um. Þinginu í sumar var flest til lista lagt, enda skildi það svo við, að eigi verður gengið til kosninga nú um nein þau mál, er skift geti kjósend- um í flokka, er hver um sig hafi fasta og ákveðna stefnuskrá. Og upp úr öllum lirærigrautnum í þing- inu á að efna til nýrra kosninga, með alls engum fyrirvara. Kosning- ar koma yfir þjóðina, eins og þruma úr heiðskíru lofti eða skollinn úr sauðalegg. Enginn maður með heil- brigðri skynsemi getur ætlast til þess, að kjósendur geti áttað sig á þessu, svo gersamlega óviðbúnir eins og þeir eru. Uti um landið, þar þar sem bygð er strjálust, verða bændur tæplega búnir að átta sig á því að þingi sé slitið, þegar þeir eiga að fara að kjósa nýja þing- menn. Og einmitt þetta hefir þá hættu í för með sér, að ýmsir vind- hanar og málaskúmar trani sér fram og komist á þing. Það hefir verið fordæmt hvað eft- ir annað, að kosningahríð sé demt yfir þjóðina óviðbúna, eða lítt við- búna. En aldrei mun hún þó hafa verið jafn óviðbúin sem nú. Og nú- væri þess þó einmitt full þörf að fá duglega, hagsýna og frjálslynda menn á þing til þess að reyna að bæta úr öllum skakkaföllunum og víxlsporunum sem stigin hafa verið að undanförnu. Þó svo sé að flokkar hafi riðlast og engin ákveð- in flokkaskifting geti talist nú, þá standa mörg nauðsynjamál fyrir dyrum. Og stefnur hafa komið upp sem miða til niðurdreps fyrir þjóð- ina og ómetanlegs tjóns- Má þar telja þá stefnu, að ofsæltja frjálsa verzlun og sjávarútveg landsins, sem hafa reynst og munu reynast helztu bjargvættir vorar. Slíkar sjálfsmorðsstefnur þarf að kveða niður, áður en þær hafa komið snör- unni að hálsi þjóðarinnar. Svo eru f jármálin, sem komin eru í það öng- þveiti að ríkið sjálft býr nú ver en hinn aumasti kotbóndi. Það var líka auðvitað að þannig mundi fara í höndum þings og stjórnar, eins og hvorttveggja hefir verið skipað. Fyrst hefir verið flanað forsjálaust út á fenið og svo reynt að klóra í bakkann með auknum sköttum og nýjum sköttum, sem aðallega koma niður á þeim, er harðast hafa orðið úti vegna dýrtíðar og ófriðarafleið- inga, og eiga verst með að rétta við. Þetta alt og margt fleira þurfa kjósendur að hafa í huga við næsta þingmannaval. Okkur vantar hygna og djarfhuga fjármálamenn á þing. Okkur vantar sjálfstæða og frjáls- lynda menn sem meira hugsa um það að bæta hina rotnu löggjöf landsins, heldur en að halda dauða- haldi í vitlausustu lagasetningar og klína á þau hót á bót ofan, þó alt sé að rifna niður og reyna að kippa fótum undan þeim atvinnuvegum, sem eru hyrningarsteinar þjóðfé- lagsins. Þá menn, sem okkur vantar nú, hefir vantað á þing að undan- förnu og því hefir farið sem fór. Og þótt stuttur sé umhugsunartíminn fyrir kjósendur, þá þurfa .þó sum héruð ekki að hugsa sig lengi um það, að lofa fráfarandi þingmönn- um sínum að setjast að búum sínum i kyrð og næði. Sildarvinnan Guðm. Finnbogason prófessor dvaldist á Siglufirði í sumar til þess að athuga vinnubrögðin hjá síldar fólkinu. Hefir hann nú skrifað rit gerð um athuganir sínar og er hún nýkomin út og hefir margan nýr stárlegan og gagnlegan fróðleik að færa, framreiddan á skemtilegan og ljósan hátt, svo sem höfundar- ins er vandi. Höfundurinn hikar ekki við að fullyrða, að taka megi upp nú þeg- ar betri tæki og aðferðir en tíðk- ast hafa, er flýti stórum. fyrir við síldarvinnuna. Bendir hann á nýja tilhögun á uppskipun og meðferð síldarinnar á skipsf jöl, og leggur til að síldveiðaskipin hafi tvísett lag af kössum á þilfari og sé síldin lát- in í þá þegar hún er tekin úr net- inu. í stað þess að láta skipa síld- inni upp í körfum, má taka kass- ana upp í skipsvinduna og skipa þeim í land með síldinni. Með þess- ari tilhögun sparast ærið mörg handtök, og síldin verður ekki fyr- ir því hnjaski, sem nú gerist. — Annar kafli ritgerðarinnar fjallar um kverkun og söltun síldarinnar. Höf sýnir fram á, hve mikilsvert það sé, að stúlkumar læri strax rétt handbrögð við þessa vinnu, því undir því er það komið, hve af- kastamiklar þær verða. Fljótasta stúlkan, sem höf. sá við vinnu á Siglufirði í sumar, saltaði í heila tunnu, 270 síldir, á 4 mín. og 17 sek. — Lögun og hæð kassanna, sem saltað er úr, gerir höf. að um- dalsefni og bendir á hve breiðir þeir eigi að vera og hve háir í hlutfalli við hæð stúlknanna, sem vinna við þá. — Það er alkunnugt, að stúlk- urnar vilja verða sárar á höndum við vinnuna og fatlast oft frá verki af þeim sökum, einmitt þegar verst gegnir. Telur höf. að eina óbrigð- ula ráðið gegn þessu sé vel heldir vetlingar. Þá minnist hann enn fremur á pæklun og tunnuflutning, og gefur ýms góð ráð því viðvíkj- andi. Yfirleitt er ritgerðin svo merkileg að hver einasti maður, sem lætur sig þennan atvinnuveg nokkru skifta, verður að ná sér í ritgerðina og lesa hana, sér til gagns — og ánægju.Vér getum eigi stilt oss um að birta hér orðrétt niðurlag ritgerðarinnar, því allir munu lesa það með sérstakri at- hygli: „Eg hefi þá minst á helztu at- riði síldarvinnunnar og skal nú að lokum til fróðleiks drepa á nokk- ui atriði, er einkum snerta verka- fólkið. Eg safnaði skýrslu um tölu og launakjör verkafólksins við síldarvinnuna á Siglufirði. Á þeim 22 stöðvum, er höfðu fastráðið verkafólk, unnu 363 karlmenn: 22 verkstjórar, 116 beykjar og ,dixil‘- menn og 225 almennir verkamenn. Mánaðarkaup beykja með fæði 350 kr., án fæðis 350—480 kr., eftir- vinna kr. 1.50—2.25 um klukku- stundina. Mánaðarkaup „dixil- manna“ með fæði 300—350 kr., án fæðis 265—400 kr., eftirvinna kr. 1.00—2.00 á klst. Mánaðarkaup al- mennra verkamanna verkamanna með fæði 180—350 kr., án fæðis 200—400 kr„ eftirvinna kr. 1.00— 2.00. — Gert er ráð fyrrir 10 tíma vinnu á dag. Verkstjórakaup er al- mennast 400—500 kr. á mánuði. Al- ment er ókeypis húsnæði, ferðir fram og aftur og kaup goldið frá því menn fara að heiman og nnz þeir koma heim aftur. Þeir sem fæða sig sjálfir fá alment ókeypis matreiðslu. Á sömu 22 stöðvum unnu, að með- töldum ráðskonum, 669 stúlkur. Allar hafa þær ókeypis ferðir fram og aftur, húsnæði og eldsneyti. Verkunarkonur hafa 10 kr. viku- peninga og að auki eru þeim trygð- ar ýmist 200 eða 300 kr. fyrir all- an tímann. Annars er kverkun og söltun ákvæðisvixma og borgað kr. 1.20—1.50 fyrir tunnuna saltaða. f tímavinnu er borgað kr. 0.75 um klst. og í eftirvinnu kr. 0.75—1.50. Ráðskonur hafa í mánaðarkaup 80—300 kr. með fæði, ein 360 án fæðis. Á 8 stöðvum á Siglufirði hafa karlmenn fæði frá útgerðarmanni, á hinum stöðvunum fá þeir nálega alstaðar ókeypis matreiðslu, en leggja efnið til sjálfir. En verkun- arkonurnar hafa sína matseld hver fyrir sig, og hygg eg að það sé yfirleitt ekki holt fyrir heilsu þeirra. Eg spurðist talsvert fyrir um það, hvernig fæði þeirra mundi vera. Það er auðvitað næsta mis- jafnt, eftir því hvernig hver er gerð, en mörgum mun fara svo, einkum þegar mest er annríkið og þær þyrftu helzt staðgóða fæðu, að þá hafa þær ekki tíma né þrek til að elda sér mat, en lifa mest á brauði og kaffi. Væri það íhug- unarefni, hvort eigi væri hægt að koma því svo fyrir, að útgerðin legði verkunarkonum fæðið eins og karlmönnunum sumstaðar, því að mér virtust fáir hafa trú á matar- félagi kvenna, þó þær fengju ó- keypis matreiðslu. Er þess gætandi, að allmikið fé gengur nú til elds- neytis handa þeim að óþörfu, þar sem t. d. 15 „prímusar" loga til að hita kaffi handa 30 konum! Fyrir þá sem ætla að byggja ný íbúðarhús fyrir verkafólk á síld- arstöðvum, væri eflaust vert að í- huga, hvort þau hús, sem hingað til hafa verið reist af því tæi, eru eins hentug og verða hefði mátt, fyrir það fé, sem til þess hefir verið var- ið. Mér hugkvæmdist. t. d. þegar eg kom í borðstofur í slíkum hús- um, útbúnaður sem eg sá í borð- stofum barnaskólans í Kristjaníu, þegar eg kom þar 1902- Borðstof- an var afarlöng og borðið nálega eftir henni endilangri. Borðdúkur- inn var vaxdúksdregill, strengdur um valta á báðum borðendum — smeygur sem lá um borðið endi- langt, ofan á því og undir. Þegar sveif var snúið á þeim enda borðs- ins sem að búrinu lá, færðist dúk- urinn (dregillinn) hægt eftir borð- inu endilöngu með það sem á hann var sett. Á borð var þá borið með

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.