Ísafold - 06.10.1919, Blaðsíða 4

Ísafold - 06.10.1919, Blaðsíða 4
4 ] S A F O D Khöfn, 28. sept. Verkfallið í Englanöi. Frá London er símað, að 600 þús- und manns ta'ki þátt í járnbrantar- "verkfallinu. Matvælaskömtun sú, sem var ó- friðarárin, hefir verið lögleidd aftur. Bretar í Rússlandi. Reutersskeyti herma, að brezki meginherinn í Norður-Rússlandi sé farinn á burt. Fiume. Frá Róm er símað, að Wilson neiti að slaka til í Fiume-málinu. Suður-Jótland. Símskeyti frá París hermir, að vegna þess hve það dragist lengi að samþykkja friðinn í ýmsum ríkj- um, geti þjóðaratkvæði í Suður-Jót- landi ekki farið fram fyr en um nýár. Khöfn, 29. sept. Verkföllin aukast í Englandi. Fr>á London er símað, að verk- föllin aukist og hafi nú námuflutn- ingamenn líka lagt niður vinnu. Eru verkfallsmenn nú um 1,400,000. Kolaflutningar hafa algerlega stöðvast, en sagt að fjöldi sjálf- hoðaliða gefi sig fram til vinnu. d Annunzio. Frá Berlín er símað, að ítalir Fafí skorað á bandamenn sína að ihrekja d ’Annunzio burtu úr Fiume. Neyðarkjör Þjóðverja. „Berliner Tageblatt“ hermir það, að stjórnin í Weimar hafi á- kveðið að selja listaverk þýzka rík- isins til títlanda til þess að geta keypt nauðsynjavörur. Ófriður Breta og Rússa. Frá Wien er símað, að sú fregn hafi komið frá Búkarest, að Bret- ar hafi sett sjólið á land í Odessa- Álandseyjar. Frá Helsingfors er símnð, að Finnar sé mjög óánægðir með þá ráðstöfun Clemenceau, að láta Svía fá Álandséyjar. Halda blöðin því fram, að nauðsynlegt sé, að Svíar og Finnar geri samning sín á milli um framtíð eyjanna. Khöfn, 80. sept. Fiume og ítalir. Frá Berlín er símað, að krúnu- ráðið ítalska hafi ákveðið að setja Fiumeborg undir hervald. Þingið hefir krafiSt þess með miklum gauragangi, að borgin verði ítölsk. Verkfallið í Englandi. Frá London berst sú fregn, að verkfallið haldi áfram, en samt sé enn þá hægt að flytja matvæli um landið. Eigi virðist geta hjá því farið, að von bráðar verði blóðsúthellingar í landinu. Iðnaðarfyrirtæki eru sem óðast að hætta vinnu, vegna verkfallsins. Khöfn, 1. okt. Frá London er símað, að verk- fallsmönnum sé hótað því, að her- menn verði látnir caka við vinnu þeirra, ef þeir hætti ekki verkfall- inu. Nýjar kosningar í ítaliu. Frá Róm er símað, að þingið hafi verið leyst upp og eigi að koma saman aftur 1. desember. Bolzhewikkar lækka seglin. Agence Havas hefir það eftir op- inberum fregnum frá AVashington, að Bolzhewikkastjórnin í Rússlandi Heildsala. Smásala. Sððlasmíðebúðin Lsugavegi 18 B. Pfestíauísafrumvarp Dana Simi 646 Sterst o fjöibr 'yctan úrvil af reiðtý-junri, aksýgjun, og ö'!u t lheyrand) s.s. alisko iar ólum, beislum, tcs um o. fl. Kiyftöskurnar o ðiögðu. A járnvörum: Beislisst mgir, ú járni og nýsiifri, tnunrjáru, taumaiásar, ístöð og dlskomr bnngjur, einnig sv pur, keyn, hestt|áru o. m. fl. — EuDftemur stærri oí smærri tjö d úr ágætu efni, vagu-.: yfirbreiðslur, fisk- ábteiður og tsestiteppi. Fyrir söfLsmiði: Hnakk og söðulvirki, p!yds, dý 'ust'igi, hringjur, beislis ta gir, Ltöð, taumalásar, keyri, leður, skinn o.fl. 8ér*taklega or rnælt ni ð spaðahtiðkkuai enskom o«' íslenskum. Stöðug við kifti { öMum sýdum bndsins. Pantanir afgreiddar fljótt og nákvænuega. By j marviðskifti vetða undantekningarlítið stöðug viðskifti. Söðíasmiðabúðin Laugavegi 18 B. Sími 646. Helldsala. E. Kristjánsson. Smásala sé íeiðubúin að semja frið með þeim skilyrðum að stjórnarfyrirkomulag hennar hverfi úr sögunni, grimdar- verkum og aftökum sé hætt og að 12 Bolzhewikkaforingjar, þar á meðal Lenin, Trotzky og Zinojev, fái vegabréf til Suður-Ameríku. Friðarumleitaninni er ekki beint beina leið til stjórna bandamanna, heldur til franskra og ameríkskra sendiherra þeirra í hlutlausum löndum. Þýzka þjóðþingið var kvatt saman í Berlín í gær. Frá Rúmeníu. Frá Berlín er símað, að Voltoi- anu hafi myndað hernaðarstjórn í Rúmeníu. an þátt fslendinga'sögunnar, en um hann hefir mjög lítið verið ritað áður. Nýjar bækur. Mesti f jöldi nýrra bóka liefir komið á markaðinn nú í liaust. Tvær eftir Einar H. Kvaran: „Sögur Rannveigar' „Trú og sannanir' t\ ær þvðingar eftir Björgu Þ. Blöndal og er önnur saga eftir Johann Bojer og nefnist „Ástaraugun“ en hitt er saga eftir Johan Skjoldberg. Átta ösgur nýj- ar eftir Guðm. Friðjónsson hefir Sig. Kristjánsson gefið út, og saga sem nefnist „Börn Dalanna" er komin út eftir pilt einn,Halldór frá Laxanesi. „Si>rettir“ ný ljóðabók eftir Jakob Thorarensen, „Kvæði“ Jóns Thorodd- sens, Æfisaga og 1 jóömæli Jón Þorláks- sonar, „Uppeldismál“ eftir Magnús Helgason, „Jón Arason“ doktorsrit- gerð Páls E. Olasonar, Saga verzlunar- einokunarinnar, eftir Jón Aðils háskóla kennar'a o. fl. í launalagafrumvarpinu danska hafa menn tekið eftir því að prest- laun vorn hvergi nefnd. Þeim á að skipa með sérstökum lögum.Kirkju- ínálaráðherra Poulsen lagði frum- varp fram um fyrri mánaðarmót, um laun starfsmanna Iþjóðkirkju Dana. Samkvæmt þessu frumvarpi á Sjá landsbiskup, sem er nokkurs konar erkibiskup, að fá 12,600. Aðrir danskir biskupar fá 11,400 kr. á ári. Þar að auki liafa biskuparnir risnu- fó nokkurt ýmist 1200 eða 1800 kr. Prestar eru í 4 launaflokkum. I fyrsta flokki (200 prestar) eru launin 6600 kr. og hækka upp í 7800 kr. í öðrum flokki (400 embætti) 4400 kr. hækka upp í 6360 kr. / í þriðja flokki 3480 kr., hækka . upp í 5640 kr. j í fjórða launaflokki 3120, hækka , upp í 4200 kr. í þessum flokki eru lcapelánar í sveitum og ýmsir aðrir , prestvígðir aðstoðarmenn. f þriðja fl. eru kapelánar í bæjum og all- margir prestar sem ekki eru í 1. og 2. flokki. | Eins og starfsmenn ríkisins fá j prestar staðarhætur, dýrtíðarbætur og árferðisbætur. Aldursbæturnar , voru þegar nefndar, þær eru fólgn- ar í hækkun launanna, er hver prestur fær eftir ákveðinn þjónustu- tíma. Stjðrnarástandið hjá Bolzhew.kum ReykjaYlinramiáll, Biskupinn tók sér far með Island seinast til Kaupmannahafnar til þess að halda kirkjusögufyrirlestra sína við liáskólann þar. Með honum fór frú hans og dóttir. Bifreiðarslys varð skamt frá Bald- urshaga síðastliðið laugardagskveld. Valt þar vöruflutningsbifreið út a£ veginum og meiddist bifreiðarstjórinn mikið. Lagarfoss fór til Austf jarða á þriðju- daginn var. Að þeirri ferð lokinni fer skipið til New York. Doktorsefni. Páll Eggert Ólason fand. juri-s hefir samið rit um Jón Ara- son biskup og hefir háskóli íslands dæmt það verðugt þess að höfundur megi verja það opinberlega og hljóta doktorsnafnbót fyrir. Mun sú athöfn fara fram einhverntíma á næstunni og er það hin fyrsta í sögu háskólans. Rit þetta er upphaf stærra ritverks er Páll hefir með höndum og nefnist „Menn og mentir“. Gylfi seldi í síðustu viku afla sinn í Fleetwood fyrir 4100 sberlingspund. Er það hið langhæsta verð, sem nokkur hotnvörpungur hefir selt afla sinn fyr- ir lengi. Skipið liggur enn í Bretlandi og kemst ekki burtu vegna kolaverk- fallsins. 4. okt. voru gefin saman í hjónaband pf síra Jóh. Þorkelssyni dómkirkju- presti þau Sigurður Kr. Einarsson og Margrét Kristjánsdóttir. Einokunarverzlun Dana á íslandi heitir síðasta og stærsta bók Jóns J. Aðils háskólakennara og gefin út nú fyrir skömmu af verzlunarráði Islands. Hefir höfundur safnað efni til hennar utan lands og innan nú um mörg ár og varið ærnu erfiði til að rannsaka þenn- KjötverSið er nú kr. 3.10 kílogramm- :.ð og er búist við að það haldist. Próf. Haraldur Nielsson hefir dvalið í Englandi í sumar og er nú nýkominn heim. Eins og að undaniförnu ætlar hann að halda uppi guðsþjónustum í Fríkirkjunni í vetur. Rollo, skip Steinolíufélagsins er á leið hingað frá New York með steinolíu farm. Island fór héðan á þriðjudagskveldið var með yfir 100 farþega. Meðal þeirra voru Kirk verkfræðingur, Obeifhaupt kaupmaður, Sigfús Einarsson organisti, sem ætlar áð dvelja erlendis í vetur, Christen Fribert rithöfundur, sá er var gjaldkerikvikmyndaleiðangursins,Ernst Petersen eand. juris og frú, Faber flug- maður, Páll ísólfsson organisti, Gunn- ar Gunnarsson ritíhöf. Rolf Zimsen flugmaður, Krabbe verkfræðingur, Funk verkfræðingur, Brynjólfur Þórð- arsou rnálari, Brynjólfur Stefánsson stúdent, frú Laura Bogason frú Þóra Möller, Ásgeir Pétursson útgerðarmað- ur, frú Unnur Benediktsdóttir skáld- kona, o. fl. o. fl. Skipið fór frá Fær- eyjum á fimtudagskveldið og kemur væntanlega til Khafnar í dag. --------o———• Slys. Tveir menn druknuðu af háti á ísafirði við Isafjarðardjúp í fyrra- dag, Þórður Bjarnason, fyr bóndi í Klafakoti við Mjóafjörð, og Sig- urður Þorsteinsson húsmaður í Hörgshlíð. — Þriðja marminúm, Guðjóni Sæmundssyni bónda í Hey- dal, var bjargað af kili. — Menn- irnir voru í kaupstaðarferð til Arn- gerðareyrar. --------o-------- Prófessor Abrahamovitch, sem fyrir skömmu kom frá Rússlandi, hefir haldið fyrirlestur í Berlín um stjórnarfarið í Rússlandi. Útlend blöð flytja þennan út- drátt úr ræðu hans: Ástandið er nú sem stendur afar- slæmt. Stjórnin heldur að eins uppi fáeinum iðnfyrirtækjum í rík- inu. Ekki er hægt að framleiða kol eða járn, af því að Ural og Don- héruðin eru í höndum fjandmanna stjórnarinnar. Þess vegna liggja þá líka samgöngurnar í kalda koli. Landbúnaðurinn er þá einnig í aft- urför, því að hændur rækta lítið meira en þeir kornast af með sjálf- ir og það sem þeir geta verzlað með á laun, því að þeir eru lítið hlyntir sameignarstefnn stjórnar- innar. — Fjárhagsskýrsla ríkisins sýnir halla, sem nemur 30 miljörð- um. Stjórnin getur ekki komið sam- skipulagi á framleiðslu og eyðslu, af því að framleiðslan er svo lítil. — Aftur á móti blómgast leyni- verzlunin í Rússlandi. Alt mögu- legt má fá til kaups á laun, ef að eins er gefið nóg fyrir það. Stjórn- in ofsækir borgarastéttina svo grimmilega, að það liggur við fullri útrýmingu. Sömuleiðis eru ofsótt öll innlend atvinnufyrirtæki, en út- lendingum gefin einkaleyfi. Eiginlega er ekki lengur neitt stjórnarkerfi og lítið um kosning- ar. Ráðin eru einvöld. Það er ekki hægt að segja að öreigalýðurinn ráði neinu. Ráðin gera alt og skipa í allar stöður. Um málfrelsi og fundafrelsi er alls ekki að tala. Fjöldi fólks er af lífi tekinn á hverjum degi. — Hvað rauða íher- valdið fær áorkað er alls ekki clugnaði þess að kenna, heldur dáð- leysi og hugleysi motstöðunnar gegn því. Botha horshðfðingi látinn Fj’rir mánuði síðan lézt hinn heimsfrægi Búahershöfðingi Botha, úr inflúenzu. Hann hafði átt sæti á friðarþing- iuu og tekið þátt í hinum miklu sigurhátíðum í París og London og var fyrir skömmu kominn heim til Suðurafríku þegar dauðinn sótti hann. Hann var 57 ára og að því er v'rtist með fullum lífskrafti. Bretar þykjast með honum sjá A bak einum hinna mestu manna Bretaveldis. Áður var þó sú tíðin, að ekki lágu í Englandi eins hlý orð í garð Botha. Það var í Búastríðinu, er hann barðist hraustast gegnofurefli Breta og vann sigur á sigur ofan. — Það var fyrst er Bretar höfðu teflt fram einum hinna reyndustu hershöfðingja sinna, Roberts lá- varði, með ofurefli liðs, að Botha sá sitt óvænna og gafst upp. Hann sá þá að Bretum var alger alvara að ganga ekki með ósigur af hólmi og var nógu hygginn til að fórna ekki dýrustu kröftum þjóðar sinn- ar að eins til þess að enda í ánauð- — Hann sneri því við blaðinu og varð Bretum hinn nýtasti maður þar syðra og var ekki laust við að hinir aestari landar hans lægju hon- um á hálsi fyrir vikið. Þegar heimsófriðurinn hrauzt út, hugðu margir Búar að nú væri lansnarstundin runnin upp og hófu uppreisn undir forusu de Wets og Beyers, en Botha þóttist reikna það út, að nýlenduveldi Breta væri ekki lokið með þessu stríði og að betra mundi að hafa sig hægan. Hann barðist því á móti sínum gamla samherja, Kristjáni de Wet, og má nærri geta hvort það hafi verið með köldum skapsmunum að hann þoldi nú brígsl sinna fyrri félaga um svik við ættjörðina. En upp- reisnin var bæld niður og Búar friðaðir og munu þeir mega þakka sínum sæla að ekki fór ver, því að varla mundi Bretum hafa orðið skotaskuld úr því að jafna um Búa með slíku ofurefli liðs, er þeir áttu er þeir komu sigrandi úr styrjöid- inni. Það var að Búum, að þeir voru víst tæpast orðnir svo mentaðir, að þeir hefðu við það að gera að stofna alóháð veldi þar syðra. Framkoma þeirra gagnvart þjóð- flokkunum í kring um þá, mun liafa verið alt annað en fyrirmynd- arverð, svo að ef menn þektu hana til hlítar, mundi eigí alllítið draga úr samúðinni, er -Búum var sýnd þegar þeir svo fáir og illa vopn- um búnir buðu byrgin stærsta her- veldi heimsins. <y Charles Kíeiulf einn hinna þektari söngfrömuða Dana, er látinn fyrir skömmu. Hann var söngskáld einkum á létt- ari vísnalög og þótti allsmellinn í köflum. Annars var hann þó meira þektur sem rithöfundur ien sem tónskáld, því að hann var um langt skeið söngdómari við blaðið „Pöli- tiken“, Var einlægt fjör í því sem Kierulf skrifaði, þótt skoðanir manna skiftust nokknð um það hvað réttu hann héldi fram á stund- um.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.