Ísafold - 13.10.1919, Blaðsíða 3

Ísafold - 13.10.1919, Blaðsíða 3
ISAFOLD allan heim. (Birtist luín liér í blað- inu fyrir nokkrum dögum). TalsTert kvað vera blönduð ánægj- an m'eð hina nýju sjórnarskrá í hin- um ýmsu híkjum Þýzkalands eink- um hinum smærri. Þau eru hrædd um að sjálfstæði sitt verði enn minna en það var áður. Frá Belgiu. Bretar hafa haft sérstaka eftir- lits nefnd í Belgíu síðan ófriðuum lauk. Heitir formaður hennar Herbert Sarnúel. Hefir hann ný- lega gefið skýrslu um ástandið í Bélgíu, og er hún á þessa leið: Allar helztu verksmiðjur í Belg- íu eru nú starfandi, og þótt Þjóð- verjar hafi farið illa með sumar þeirra, sérstaklega þær verksmiðj- ur, er vinna að járni og stáli, svo að starfsemi þeirra sé ekki nema hálf á móts við það sem áður var, þá er þó enginn efi á því,að áhuga- alda fer nú ýfir landið og spáir betur um framtíð þjóðarinnar, en við er að búast. Að vísu er enn fjöldi manna atvinnulaus í land- inu, en þó er mikill munur á því nú, og í fébrúar, þá er eg kom þangað fyrst. Hús hafa verið reist að nýju hingað og þangað, en þó hefir lítið eða ekkert verið bygt að nýju, á þeim slóðum, þar sem mest var barist. Járnbrautarsamgöngum er hald- ið uppi eins og fyr, en nú eru not- ir þýzkir vagnai', sem Þjóðverjar hafa orðið að láta af hendi sam- kvæmt friðarskilmálunum. Skipa- skurði, sem skemdir hafa hlotið, er nú verið að gera við. Síðan um áramót hefir verð á nauðsynjavöru fallið um hartnær 50 af hundraði, en samt sem áður -er verðið þrefalt á móts við það sem það var fyrir 'stríðið. Breskir bankar hafa sett á stofn útibú í Antwerpen og Briissel og brezk og belgisk iðnaðarfvrirtæki hafa slegið sér saman. Benda allar líkur til þess, að samvinna verði miklu meiri milli þessara tveggja 'landa upp frá þessu, holdur en var fyrir stríðið. Brezka flotaráðu- meytið liefir tekið að sér að bæta úr öllum þeim hervirkjum og skemdum, sem orðið hafa í Ostende og Zeebriigge, og Bretar muadu fúslega liafa tekið að sér fleiri um- bætur. En það er skiljanlegt, að Belgar vilji heldur láta sína eigin verkfræðinga annast það. Eitt af aðalverkefnum brezku sendinefndarinnar var það, að at- huga á hvern hátt væri hægt að endurreisa verslun og viðskifti Antwerpen sérstaklega með tilliti til þess, að sjá setuliði Breta hjá Rín fyrir öllum þörfum Gáfu "Belgar því ilt auga, hve mikið af þtirn viðskiftum lenti lijá. Rotter- dam. Fanst þeim sem Antwerpen ætti fremur skilið, að verða við- skiftanna aðnjótandi og nú Lefir því verið komið svo fyrn’, að næst- tm allar birgðir til brezlca Rínar- hersins hafa farið yfir Belgíll. Sérstakt b’rezkt verslunarráð hefir verið sett á stofn í sambandi við brezku sendiherrasveitina í Briissel og' tekur það við þar sem störfum niefndarinuar lauk. Þegar nefndin kom fyrst til Belgíu, varð hún þ'e'ss þegar vör, að vinátta Belga í garð banda- manna hafði kólnað mjög. Bjugg- ust Ðelgar við því, að undir eins og stríðinu væri lokið, mundu bandamenn gleyma sér og ekkert hugsa um að lialda þau loforð, er þeir hefðu gefið. Eu nú er þetta brieytt, Belgar sjá nú, að Bretar ætla að uppfylla sín loforð og þeir eru nú óðfúsir að treysta sem bezt vináttuböndin við Breta. „Tíminn“ í öngum sinum. 1 síðasta tbl. „Tímans“ er grein, sem böf. þóknast að nefna „Níð um bændastéttina“. Og er hún sprottin af grein, sem nýlega stóð í Morgunbl., þar sem talað var um þá vafasömu og varasömu aðferð í stjórnmálum að koma bændastétt- inni íslenzku í meiri hluta á þingi. „Tíminn“ veit ofboð vel, að það sem sagt er í nefndri grein á við þingbændur, þó að hann þykist ekki skilja það. Blaðið veit enn fremur að bændastéttin hefir alls ekki á undanförnum árum verðskuldað það að vera mesti ráðandinn í land- inu. Hversvegna ? Yegna þess að þeir bændur sem hún hefir gert að fulltrúuin sínum hafa fæstir verið í námunda við þær kröfur, sem gera verður til þingmanna nú á tímnm. Vegna þess að bændur liafa látið ginnast til að styðja til þingmensku menn, sem hverju löggjafarþingi er hneisa að, sakir fávisku þeirra, skeytingarleysi's og menningarleys- is.„Af ávöxtunum skuluð þiðþekkj þá‘ ‘. Ávextirnir eru ekki girnilegir, en bændur verða að gjalda þeirra því þeir hafa þroskað þá. Þeir hafa látið villa sér sýn af froðusnökkum þeim, sem nú fara með umboð bændastéttarinnar. „Tíminn verður einnig að viður- kenna að það eru ekki bændur sem bera hita Og þúnga dagsins, að því er kemur til opinberra gjalda. „Tíminn' ‘ kallar greinina níð. En hún er sannleikur. Og enginn sann- leikur er níð. Höf. greinarinnar, sem vitanlega er ritstjóri ,Tímans‘, og sem er prestur að auki, ætti að þekkja svo mikið til sanuleikans, að hann blandaði honum ekki sam- an við níð. Eða er presturinn þok- aður svo mikið fyrir ritstjóranum, að lxann sé búinn að gleyma því, að höf. þeirrar trúar, sem hann hefir tekið að sér að boða íslenzkum lýð, taldi sannleikann aldrei níð? Eða hefir presturinn aldrei tileinkað sér svo augljós Og einíöld sannindi? Þá er ekki von að margt sé vel um „Tímann“. Eða er hann að árétta það enn betur, að blaðið hans sé kállað af miklum þorra manna „mesta saurblað hnttarins?“ En svo vikið sé að aðalatriði máls- ins, þá liefir Morgunbl. aldrei látið eitt orð falla, er telja megi með réttu níð um bændastéttina- En það hefir haft drengskap og djörf- ung til að benda á bændur, sem lítilhæfa til þess að skipa meiri hluta þingsins og dæmt þar eftir þeim mönnum, sem sú stétt manna hefir sent á þing. Það hefir talið Það skyldu sína að vara við þeirri tjórnmálasefnu, sem njundi fyr eða síðar koma tilfinnanlega í ljós fyrir landið í heild sinni. Reynsla síðustu þinga er sú — og því mun „Tíminn ekki geta neitað, ef snefill finst af sannleiksást hjá aðstandendum hans, að ef bænda- flokkurinn heföi fengið vilja sínum framgengt, þá héfði einum allra stærsta og þýðingarmesta atvinnu- vegi landsins verið íþyngt svo, að hann liefðí við það beðið ómetan- egan halla og landið farið á mis við stórfé. Og þar réði þröng'sýni og stéttarígur, sérdrægni og skarnni- sýni fyrir hönd þjóðarheill'arinnar. - Ef hann mætti ráða, mundum yið koma svo kotungélega og skræl- ingjalega fram í öllu voru liátterni utanlands og innan, að landið mætti skammast sín fyrir sjálfstæði sitt. Það er n. 1. alt annað að vera hóndi heima í héraði eða þingmaður Alt annað að stjórna búi eða heilli þjóð. Það dettur engum í liug að hnýta að bændum í sinni stöðu. Þeir hafa þar barist vel og dyggilega öld éftir öld við óbiíða náttúru og erf- iðar kringumstæður og staðhætti. En ætdi þeir að fara að láta ófyrir- leitna, fyriiiiyggjulansa menn, telja sér trú um, að þeir séu undantekn- ingarlítið sjálfsagðir að skipa þing- sess, þá fer mörgum að þykja tví- sýnt um framgang þýðingarmestu og stærsu mála þjóðar vorrar. Þetta er annars alvörumál og meira en klíkumál eins og „Tím- inn“ telúr það og vill gera öll mál, sem hann hreyfir við og minnist á. Fjöldi alvarlega liugsandi manna, sér að með þessu er komið út á kvik syndi. Einn gáfumaðurinn sagði fyrir skemstu, og sá maður stendur algerlega fyrir utan alla flokka, og er því óvilliallur, og getur litið ó- hlutdrægum sanngirnisaugum yfir það, sem er að gerast, að með þess- ari stefnu „Tímans“ væri komið inn á stór-liættulegar brautir, og bændastéttiuni íslenzku gerður sá mesti óleikur, sem hugsast gæti. Henni væri otað í blindni frá því, sem hún þekti og vissi og gæti fram- kvæmt út í það sem henni væri um megn og kúu béfði minkun af og landið ýmsan halla á marga lund. Og hann endaði mál sitt með þvl að kalla þetta „þjóðarböl“. Og svo er nú komið, að bændun- um sjálfum blöskrar atferli „Tím- ans“ og 'bera kinnroða fyrir, að þetta blað skuli vera kent við þá. Til þess eru fjölda mörg dæmi. „Tíminn“ minnilst eitthvað á „lireina liti“. Það er satt, að Morgunbl. hefir ekki enn tildrað upp neinni glæsi- legri stefnuskrá, sem liafi það eitt til brunns að bera, að láta vel í eyr- um manna. Það hefir ekki liirt jafn mikið um að sýnast eins og „Tím- inn“. Það liefir aldrei ætlað sér að teygja landsmenn með fögrum hljómum út á hættulegar brautir. Það hefir aldrei ætlað sér að glepja mönnum sýn með hátíðlegum lof- orðum og pel’li og- purpura dýrlegra framtíðarvona, sem öllum er vitan- legt, að aldrei mun nást eins og nú er komið högum vorum. En það hefir ásett sér að láta stefnu sína koma í ljós í því, sem það leggur til málanna, sem eru á dagskrá þjóð- arinnar í það og það sinn. Og það hefir aldrei ætlað sér að dilla róf- unni framan í eina eða aðra stétt, eins og „Tíminn“ til þess að lifa á henni. „Tíminn“ er óspar á að gorta af vinsældum sínum um landið. Verði honum að igóðu. En skéð gæti að það yrðu einhverjir úr bænda'stéttinni og það ekki menn af lakari endan- um, sem færu úr þessu að eygja út lir moldviðri því sem „Tíminn“ hef- ii' þýrlað upp til þess að glepja mönnum sýn og hýlja nekt sína. Og ekki skal hann liafa mjög hátt um það, ef hann metur nokkurs sannleikann að hann sé útbreidd- asta og vinsælasta blað landsins. Þó „Tíminn“ sé í öngum sínum út af því, að beut hefir verið á ref- ilsstigu hans, þá mun Morgunbl. ekki hætta að henda alþjóð á þá þess vegna. Þjóðin getur ekki tekið tillit. til þess, þó ,ysaurblað“ eitt saurgi sig enn meir, ef því er bent á sannleikann. Erl. símfregnir Fri fréttaritara ísafaldar. Khöfn,4. okt. Friðarsamningamir staSðfestir. Frá Paiús er símað, að fulltrúa- þingið franska hafi samþykt stað- festing friðarsamninganna með 372 atkv. gegn 53. Bráðlega er búist við I staðfesting friðarsamninganna af hálfu ítala með konungsúrs’kurði. Uppgjöf Bolsjevikinganna rúss- nesku. Rússar, sem hér dvelja, hyggja að tilhoð Bolsjevikinga um að gef- ast upp, sem sagt var frá á dögun- nm, sé gert að eins til þess að þreifa eithvað fyrir sér. Þýzka stjómin. Frá Berlín er símað, að „demo- kratar“ hafi skipað menn af sinni hálfu í ríkisstjórnina, og verður ehiffer dómsmálaráðherra en Koch innanríkisráðherra. Friðarsamningar Eystrasalts- landanna. Frá Helsingfors er símað, að stjórnir Eystrasaltslandanua hafi á ráðstefnu í Dorpat samþykt að he'fja friðarsamninga við Bolsjevika Wilson forseti er veikur. J ámbrautarverkfallið í Bretlandi heldur áfram. Khöfn, 6. okt. Þjóðahandalagið. Frá París er símað, að þjóðþing- ið krefjist þéss, að stofnfundur al- þjóðabandalagsins sé þegar hald- inn. Fiume. D ’Annunzio hefir lýst Fiume í umsátursástandi. Enska verkfallinu lokið. Járnbrautarverkfallmu í Eng- landi er lokið með fullkomnum sigri Lloyd George stjórnarinnar. Yerkamenn taka til vinnu aftur, en hafa ekki fengið svo sem neitt af kröfum sínum framgengt. Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í Noregi í dag og á morg- un um það, hvort áfengishann sknli leitt í Iög. Khöfu 7. okt. ófriðarblika á Balkan. Frá Berlín er simað, að ítalir og Rúmenur hafi gert með sér samn- ing þess efnis, að Rúmenar skuli grípa til vopna gegn Jugo Slövum, ef til ófriðar dragi. Fiá París er simað, að »Chicago Tribune* telji það opiuberlega stað- fest, að d’Annuncio ætli að sitja kyr f Fiume, og eykur það ófriðar- hættuna. En úr verður skorið fyrir kosningar á ítaliu. Óeirðir og byltingahorfur á Spáni. Frá Madrid er simað, að f>ar sé allsherjarverkfall yfirvofandi. Upp- vist hefir þar lika orðið um ráða- brugg um stjórnarbyltingu, og átti að steypa núverandi konungi úr völdum og setja annan i hans stað. Friðarsamningar Eystra- saltslanda og bolshvikinga Frá Helsingfors er símað, að stjórnir Eystrasaltslandanna mæli með þvi, að friðarráðstefna verði haldin i Dorpat, Brunatrygglð hji Nederlandene Félag þetta, sem er eitt af heims- ins stærstu og ábyggiiegustu bruna- bótafélögum, hefir starfað hér á landi I flölda mörg ár og reynst hér sem annarstaðar hið ábyggilegasta i alla staði. Aðalumboðsmaður: Halldór Eiríkssan, Lanfásvegi 20 — Reykjavfk. Simi 175. Eignarjörð mín Kolviðarhóll fæst til kaups og ábúðar í næstn fardögum. Fiest hús jarðarinnar, þar með ibúðarhúsið, enn eign ríkissjóðs. en verða leigð kaupanda með sér- stökum samningi við landstjórnina. Önnur hús fylgja með i kanpunum, SigÐið&r Ddnfelgson. Viðsjár í Tyrkjavoldl. Frá Konstantinopel er símað, að stórveslr Tyrkja, sem var vinveittur bandamönnum, hafi sagt af sér em> bætti út af þjóðernisæsingum þeim og uppreisnarundirróðri, sem Enver pasha hefir hafið í Litlu-Asiu. Bannið í Norogi. Mikill meiri hluti með banninu. Þjóðaratkvæðagreiðslan um vin- bann i Noregi hefir nú farið fram og byrjað að telja athvæðin. Af þeg- ar töldum atkvæðum er meiri hlut- inn"með"banninu orðinn 130000. Bankavextir Þjóðbankans danska eru nú orðn- ir 6 o/0. Khöfn, 8. oktober. Italir og friðurinn. Frá París er simað, að Italíukon- ungur hafi í gær undirskrifað Ver- sailles-friðarsamningana. Búist er við þvi að heppileg lausn fáist á Finme-deiiunni. Framsal keisarang. Bandaríkin hafa neitað þvi a8 styðja kröfu bandamanna um fram- sal Vilhjálms, fyrverandi Þýzkalands- keisara. Frá I»jóðvorjum. Frá Berlín er símað, að þýzka stjórnin hafi nú að lokum skýrt frá stefnusktá sinni. Kanslarinn sagði i ræðu sinni að kostað mundi alls kapps um það, að efla friðinn inn- anlands og treysta atvionuvegina. En stjórnin mundi harðleikinn við alla þá, er reyndu að spilla staifsemi hennar. Stefnuskrá Scheidemanns er sú, að koma á samvinnu i fram- tiðinni meðal allra þýzkra jafnaðar- manna. Frá Koltschak. Frá London erj símað að her Koltschaks í Siberin hafi sótt mikið fram. Afvopnun. Allir bandamenn eru stöðugt að afvopna flota sina, að Bandar íkjum ondanteknum. Khöfn 10. okt. Friðurinn kemst i framkvæmd eftir nokkra daga, að þvi er skeyti frá London herma, •

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.