Ísafold - 01.12.1919, Blaðsíða 4
D
4
stökum kenningum um eðli þess eða
aðferðarmáta.
Enn fremur telur Helgi það mjög
líklegt, eða jafnvel víst, að trúar-
brögð, opinberanir og guðfrœðihug-
myndir þjóðanna sé til orðnar fyr-
ir vitundarsamband þar til hæfra
manna (spámanna og vitringa) við
vitsmunaverur á öðrum hnöttum og
lýsi ástandi þar, þótt margt sé van-
skilið og misskilið. Reynir hann að
færa rök að því, að svo muni vera
háttað um ýmsar lýsingar á bústöð-
um goðanna og eðli, í goðasögum
þjóðanna, og frásagnir dulspekinga
um þann „annan heim“, sem þeir
virðast komast í samband við. Eru
þau rök af miklum fróðleik saman
t.'nd og fimlega upp tekin, þótt ým-
islegt orki auðvitað hins mesta tví-
mælis.
Einnig hyggur hann, að „andar“
þeir, er fram koma á miðilsfund-
um, sé verur á öðrum hnöttum —
sumt jafnvel dánir menn, sem þar
eru holdgaðir á ný, en flest þó aðr-
ar verur, helzt brjálaðar, sem
ímynda sér, að þær hafi verið menn
hér á jörðu.
Þar sem „dularfull fyrir brigði“
eru nú ofarlega á bugi í hugum
manna, má gera ráð fyrir, að þessi
kenning Helga veki meiri almenna
athygli, en heimspekilegar grund-
vallarskoðanir hans og stórkostlegt
hugarflug nm tilorðningu og æfiferil
veraldarinnar. Má hann búast þar
við andmælum úr ýmsum áttum.
Spíritistum er hann sammála
tun það, að fyrirbrigðin gerist yf-
irleitt, bæði holdganir og annað,
en er andvígur þeim, sem telja
þau atvik svik og pretti. En sem
eg hefi sagt hér að framan, er hann
ósammála spíritistum um aðalskýr-
ingu þeirra, að fyrirbrigðin stafi
frá öndum framliðinna manna, og
ekki telur hann heldur líklegt það.
sem sumir halda fram, að miðiJljnu
sé „magnaður“ eða „andsetinn“ af
sjálfs sín sál (eða dýpri lögum
hennar, „Animismus“). Hann
hyggur, að miðillinn sé naagnaður
eða verði fyrir íleiðslu frá verum
á öðrum hnöttum.
Eg verð að játa, að eg er svo
sannfærður um veruleik sambands
▼ið framliðna menn, að eg get ekki
standa, en gaman væri samt að
heyra, hvað þeir segja þá um sjálfa
sig, án áhrifa eða þvingunar frá
fundarmönnum. Og sem sagt — vit-
undarsamband við verur á öðrum
Jinöttum er ekki óliugsandi — síður
en svo —, þótt gera megi ráð fyrir
að það yrði þá helzt við verur, sem
stæðu á líku andlegu stigi sem við.
Framþróunarleiðirnar telur dr.
Helgi tvær, aðra góða og hina illa.
Hyggur hann að hingað til hafi
verri leiðin yfirleitt verið farin á
jörðn hér, verið stefnt til meiri
þjáninga. Má ýmislegt scgja þeirri
skoðun til styrktar, þótt einnig
ínegi hugsa sér, að þjáningarnar,
syndin og sorgin, sé vaxtarverkir
unglingsins—enda telur Ilelgi mik-
inn möguleik á að snúa við, yfir á
betri leiðiua, leið vaxandi samúðar
og vetvildar við alt og alla. Vil eg
benda lesendum á hina snjöllu grein
á bls. 110—112, einkum sðari hluta
hennar. Munu margir geta tekið þar
'ndir með höfundinum, hverrarskoð
unar sem þeir eru annars um kenn-
ingar hans ■— að „einungis þar sem
lokið er öllum vilja á að gera öðrum
ílt, verður stefnt, til hins mikla sam-
bands' ‘. Legg eg þar annan og „dul-
spekilegri skilning í orðin, en höf-
undur ætlast til.
Það eru fjölmörg atriði, sem enn
væri gaman að minnast á, en það
yrði of langt mál. Bókin er víða
jglitrandi af snjöllum hugsunum á
jfögru máli, enda er höf. kunnur að
því, að rita góða íslenzku. En eg hefi
minst á bókina hér til þess, að vera
j , , ,
| viss um, að hennar yrði þó getið að
einhverju. Það finst mér bæði hún
,og höfundur hennar eiga skilið,
hvemig sem litið er á skoðanir þær,
cr hún heklur fram.
j Eitt verð eg þó að minnast á, áð-
ur en eg legg niður pennann. Ýms-
um mun e. t. v. detta í hug að bera
þá saman, Nietzsche og dr. Ilelga,
eg má það að sumu leyti til sanns-
vegar færa. Þjáningar hafa mótað
báða og heimspeki þeirra. En þar
sem Nietzsche lætur staðar numið
við girndina í náttúrunni og neyðir
sig til að kveða já við rándýrseðlinu
og afleiðingum þess, er dr. Helgi
þeim megin, sem betur horfir —
hann er málsvari samúðar og ástúð-
Frá London er símað, að her
Foltschacks hershöfðingja sé nú
100 enskar mílur fyrir austan Ob.
Kolavandræðin í Ameríku
hafa aukist vegna þess að verka-
menn hafa neitað að taka til vinnu
aftur.
Khöfn, 24. nóv.
Símað er frá London, að talið
sé líklegt að Churchill verði að segja
af sér, ef tillögur Lloyd Georges
um Rússlaudsmál nái fram að ganga
Frá París er símað að yfirráðið
hafi samþvkt að láta Pólland taka
Galisiu á leigu í 25 ár.
Símað er frá Berlín, að Schlesía
st eigi lengur í uppreisnarástandi.
Blaðið „Vossische Zeitung“ segir
að breyting sé orðin á ráðuneyti
Ungverjalands: — Huszaw orðinn
forsætisráðherra en Friedrich erki-
hertogi, hermálaráðherra.
Fréttastofa Letta skýrir frá því,
að Lettar hafi tekið Mitau og virði
að vettugi friðartilboð Eberhardts,
vegna þess að Þjóðverjar telji her-
sveitir Bermondts liðhlaupa.
Khöfn 25. nóv.
Símað er frá London, að stjóm-
in hafi tilkynt það, að kolaverðið
yrði lækkað um 10 shillings á smál.
j í næstu viku, en samtímis verði
dregið úr útflutningi kola.
Frá Búkarest er símað, að þing
; Riimena sé nú komið saman og að
. því hafi verið lýst yfir í hásætis-
j ræðu lionungs, að Rúmenar óskuðu
að halda fast við bandalagið við
bandamenn.
, Fréttaritari „Berl. Tidende“ í
Reval fullyrðir, að her Judenitsch
’ liershöfðingja hafi algerlega tvístr-
ast.
j Frá Berlín er símað, að sendi-
. herrasveit Þjóðverja í París hafi
j verið kvödd heim í skyndi. Er tal
ið, að þetta muni stafa af ákvæð-
■ um þeim, sem bandamenn hafa sett
í viðauka við friðarsamnngana við-
j víkjandi þýzku skipunum í Scapa-
fióa, sem Þjóðverjar söktu.
Khöfn, 26. nóv.
Oser atvinnumálaráðherra Þjóð-
verja segir, að kolavandræðin valdi
flutningateppunni. í Berlín er 36
stunda forði af kolum, Altona 24
tekið þessa skoðun dr. Helga gilda
sem heildarskýringu á fyrirbrigð-
unum. Eg get auðvitað ekki hér
farið út í neina deilu vun það, enda
er sú ekki ætlun mín með línum
}>essum, en vil að eins geta þess,
að eg skil ekki, hví þessar c eru eru
svo sólgnar í, eða svo hætt við, að
þykjast vera framliðnir menn.
Helgi mun e. t. v. svara, að því
ráði fyrirframskoðanir fundar-
manna á miðilsfundum. En þeim
hefir ekki alt af verið til að dreifa.
Margir rannsóknamenn hafa engar
slíkar skoðanir haft fyrir fram, og
sumir verið lialdnir af alt öðrum
skoðunum á uppruna fyrirbrigð-
anna og eðli.
En þetta er leyfileg tilgáta, þótt
mér virðist hún ekki líkleg og telji
hana jafnvel óhæfa sem heildarskýr-
ingu. Að minsta kosti getur hún
verið hæfileg áminning til anda-
trúarmanna, um að vera ekki of
vissir um, að engar aðrar verur geti
fram komið á miðilsfundum, en
íramliðnir menn. Og mér virðist
ekki bera neina nauðsyn til, að
þvinga þá, sem fram koma, til þess
að játa, að þeir sé andar framlið-
inna manna, ef þeir neita því harð-
lega, að þeir sé það. Auðvitað má
vel vera, að þeir hafi á röngu að
ar og öll hans heimspeki er hróp
i.m það, að kærleikur og velvildar-
samband megi tengja saman alla
t.ilveruna.
Jalcob Jóh. Smári.
Erl. símfregnir
Frá fréttaritara ísafoldar.
Khöfn, 22. nóv.
Símað er frá París, að yfirráð
friðarráðstefnunnar hafi nú end-
anlega viðurkent drottinvald Nor-
egs á Spitzbergen.
Símað er frá London, að hinn op-
inberi ákærandi, Hewert, hafi verið
skipaður til þess að hefja máls-
sóknina á hendur Vilhjálmi keisara.
Opinberlega er tilkynt, að Wilson
forseti ætli að senda Bandaríkja-
þinginu ávarp um friðarsamning-
ana.
Gunnar Gunnarsson skáld
hefir hlotið ferðastyrk Anckers.
Khöfn, 23. nóv.
Símað er frá París, að Bretar
og Frakkar hafi nú fullgert banda-
lagssamninga sína.
stunda forði, en ýms héruð hafa
48 stunda forða. Kolastjórn ríkisins
hefir nú aukið kolaskamtinn, svo að
nægilegt er talið.
Vinnuvilji verkalýðsins þýzka fer
vaxandi. I Berlín hefir vinmmni
farið svo fram, síðustu tvo mánuð-
ina, að það, sem afkastað er, hefir
aukist um 40%. Verkamönnum er
orðið uppsigað við verkfalls-æsinga-
menn, og segja þeir að átta stunda
vinnudagurinn valdi truflun, en
fólksflutningabannið hafi bætt á-
standið.
Frá London er símað í dag að
Reuter fréttastofa segi að komist
hafi upp samsæri meðal liðsforingja
Konstantins konungs, til þess að
myrða Venizelos.
Eftirmaður Haases er Henke, æst-
ur jafnaðarmaður úr flokki hinna
óháðu.
Bandamenn hafa sent Þjóðverj-
um ávarp og segja að þeir beri á-
byrgð á því, ef friðarsamningarnir
gangi ekki í gildi 1. desember.
Khöfn, 27. nóv.
Scialoja
er orðinn utanríkisráðherra í Italíu.
Frá Berlín er símað, að ríkisráðið
hafi fallist á að minka brauðskamt-
inn um 50 grömm á mann, dag-
Norgss stftrs’9 fabrik
for skibsdrev, stry og bek söker iste klas?es forhandler for Island.
Man bedes henvende sig til Höydahl Ohmes A»tnonce-Expedltion Kristiania
nnder billet mrk. »NB. 25943«.
varla fvrir stríðið. Skip þessi hafa
lcga, til þess að geta miðlað Austur-
ríkismönnum því, sem þá sparast,
en það eru 2 miljónir kg. á viku.
Símað er frá Múnchen, að mið-
flokkurinn styðji Ruprecht prins til
forsetatignar í Bayern.
Auglýsingamál.
(Aðsent.)
Hr. ritstjóri! Blað yðar vekur
máls á því, að nauðsyn beri til þess
að fá íslenzk nöfn á vörur og þykir
það leitt hvernig mál er á ýmsum
auglýsingum, vegna þess að seljend-
ur verfyi að nota erlend vörulieiti
með mismundandi íslenzkubrag.
Vill blaðið að skipuð sé nefnd til
þess að finna upp og skapa nöfn á
vörur.
— Þetta er í sjálfu sér alveg rétt
'og þarft að vekja máls á því. En
eg vil að eins benda á það, að við-
leitni er þegar hafin til þess að fá
íslenzk nöfn í stað útlendra, bæði
á þessu sviði og öðrum. Er það
Verkfræðingafélag íslands, sem
fyrir því gengst. Hefir það leitað
stuðnings ýmsra annara félaga í
þessu skvni og munu undirtektir
fcafa orðið góðar víðast livar eða
alls staðar. Veit eg, að bæði Verzl-
imarmannafélagið Merkúr og Verzl-
unarráð Islands hafa lofað fjár-
styrk í þessu skyni.
En fyrst eg er farinn að minnast
á mál þetta, ætla eg að gera mér
dálítið skrafdrýgra um það. Menn
verða að ga;ta þess, að ekki er nóg
að fá einhverja bögubósa þýðingu
á útlendum heitum, sem þegar eru
orðin kunn, svo sem nöfn á ýmsum
vörutegundum. Það er réttilega tek-
ið' fram í blaðínu, að kaupmenn
verða að nota hin útlendu heitin í
auglýsingum, vegna þess að fólk
þekkir ekki annað. Og þar sem þau
heitin hafa verið notuð lengi sum
hver, þá þarf góð íslenzk nöfn til
þess að útrýma þeim. Má búast við
að það taki all-langan tíma að
finna þau nöfn og að fyrsta tal-
raun hepnist ekki. Nýyrði eiga
venjulegast erfitt uppdráttar og þó
sjálfsagt frekast, þegar þau eiga að
koma í stað annara orða, sem svo
má segja að sé föst orðin í málinu
og meðvitund manna. Þarf þar ekki
ao taka önnur dæmi heldur en
metramáls-nöfnin og ýms nýyrði,
scm eru í orðabók Jónasar. Sum
þeirra — jafnvel mörg — eru svo,
að þau skiljast alls eigi, eða þá að
þau éru svo afkáraleg, að enginn
vill taka þau sér í munn.
J. J.
> O ------«
ReykjaYÍknrannáll.
Ársafmæli fullvcldis íslands er í
dag. Skólarnir minnast þess með því
að gefa nemendum sínum frí.
Nokkur þýzk skip hafa komið hér
að undanförnu. Er það alveg nýtt að
Þjóðverjar sigli hingað og þektist víst
komið með salt. Eitt þeirra fórst á
leið yfir Norðui"sjó. Rakst á tundur-
dufl og fórust allir menn sem á skip-
inu voru.
Island kom hingað í gærkveldi. Með-
al farþega var Böggild sendiherra Dana
Kemur hann nú alfluttur hingað.
Hjúskapur. í dag verða þau gefin
sama.n í hjonaband í sænsku kirkjunni
Kaupmannahöfn, ungfrú Sigríður Sig-
hvatsdóttir bankastjóra og Hans Try-
born verkfræðingur frá Málmey.
Austurrískubörnin. Góðar munu und-
irtektir undir málaleitun Austurríkis-
manna. Höfum vér heyrt að Reykvík-
ir.gar hafi nú boðist til þess að taka
á anað hundrað börn, Vestmanneyj-
ingar 20—30 og Hafnfirðingar líklega
annað eins.
Bryggja á ísafirði, sem Magnús
‘Thorberg á, skemdist nýlega. Gufuskij>-
íð Undine lá við bryggjuna, en ofsarok
var á og aligafti skipið bryg,jyjuna, og
nokkur hndruð tunnur af síld, sem á
henni voru, fóru í sjóinn.
Lagarfoss kom hingað á fimtudag-
inn frá Ameríku. Hafði skipið tafist
þrjár vikur í New York vegna hafnar-
verkfalls, —: Skipið fer héðan umhverf-
is land.
Gullfoss er á leið hingað norðan um
Irnd frá Leith og Kaupmannahöfn.
Nýtt útgerðarfélag var stofnað hér í
bænum fyrir skemstu. Heitir það Kári
og er Þorst. Jónsson kaupm. frá Seyð-
isfirði framkvæmdarstjóri. Félagið á
botnvörjiuskip í smíðum í Rnglandi.
Bifreiðakaup. Rangæingar hafa í
hyggju að kaupa sér sex vöruflutnings-
bifreiðar og þrjár mannflutningsbif-
reiðar í vor.
Friðarmerkið. Svo heitir lítið merki
sem selt er um allan heim og á það sem
inn keinur fyrir 'það, að ganga til þese
að endurreisa dómkirkjuna í Reims.
Eru merkin mismunandi að lit eftir
iöndum. íslenzka merkið er blátt. Verð-
ur byrjað að selja það í dag.
Kosnkig&rnör.
í Eyjafjarðarsýslu
eru kosnir -. Stefán Stefánsson bóndi
í Fagraskógi, með 638 atkvæðuni og
Einar Árnason bóndi á Eyrarlandi
með 585 atkvæðum.
í Norður-Múlasýslu:
eru kosnir þeir Porsteinn M. Jóns-
son með 356 atkv. og Björn Halls-
son á Rangá með 241 atkv.
í Barðastrandarsýslu
er kosinn Hákon Kristófersson
bóndi í Haga með 256 atkvæðum.
Úr Strandasýslu, síðasta kjör-
dæminu, er nú komin fregn um kosn
ingarúrslit. Magnús læknir Péturs-
son hlaut 277 atkvæði eu Vigfús
Guðmundsson 84. Níu seðlar voru ó-
gildir.