Ísafold - 12.01.1920, Blaðsíða 2

Ísafold - 12.01.1920, Blaðsíða 2
2 ' < * r '> ' um klíkuflokka ogstjórnmálaþrefs. En þó er þetta ár, sem nú er að hverfa eins og lítill dropi í hinum mikla sæ tímans, merkiiegast fyrir það, að það er ótvírætt merki þess, að þjóð vor er á þroskabr aut. Að hún er að finna sér verðug hlut- verk. Að henni eru að verða ljósari og ljósari þau tóm, sem hún þarf að fylla. Að henni hefir aldrei ver- ið auðsærri þörfin á ölluin kröftum sínum. Og enn fremur, að hún þarf að standa á verði betur en nokkru sinni fyrri, um öil sín dýrmætustu réttindi. Alt þetta virðist henni Ijósara en undanfarin ár. Og þetta er merki- . legasta táknið um þroskann, sem árið lætur eftir sig. En á morgun hefst næsti þáttur leiksins — þessa leiks, sem er römm að leika og vanhugsað verk verður ekki aftur tekið eða lagfært. Hver verður hagur þjóðar vorrar um næstu áramót 1 Hvemig munum vér Islendingar leika næsta þáttinn, íyrir hönd lands og þjóðar? Teflum við kröftum vorum fram í baráttu fyrir velgengni unga ríkisins? Eða ieggjum við þá í læðing athafna ieysis og andlegrar kyrstöðu? Arið, sem kveður í dag, bendir til hins betra í þjóðareðlinu. Og á því verðum vér að byggja. Trúum á þroskamátt vom. Þá mun vel fara. Því hann er til. Á gamlársdag 1919. J. B alvara og aldiei er hægt nema einu sinni. Hvert mistak Vatnsveitan. Það eru mörg ár síðan að vatns- veitan var orðin of lítil fyrir Reykjavík. Okkar mestu hagfræð- ingum hafði talist svo til, þá er áætlun var gerð um vatnsveituna í öndverðu, að þegar hún væri 10 ára gömul, mundi Reykvíkingar ekki þurfa að borga einn eyri í aukaútsvar. Vatnsveitan ætti að borga alt. , Ekki vitum vér hvort þettahafaátt að vera gyllingar, til þess að fá smásálir ýmsar til að fallast á nauð syn þess, að fá hingað gott og heil- næmt vatn inn í hvert hús. Að minsta kosti virðist síðasta niður- jöfnun í nokkurri mótsetningu við spádóminn. En hitt er víst, að í þessu fólst hin mesta hugsunar- villa. Vatnsveitan á ekki að vera neitt gróðafyrirtæki öðmvísi en óbeinlínis. Hún er gróðafyrirtæki á þann hátt, að hún styður stórum að almennri heilbrigði í bænum og á að spara bæjarbúum mörg og mikil ómök, og tryggja bæinn fyrir elds- voða. Það geta víst allir orðið sammála iim það nú, að vatnsveitan sé eitt hið þarfasta fyrirtæki, sem bærinn hefir ráðist í. Hún hefir útrýmt hin- um eitruðu vatnsbólum, brunnun- um nafntoguðu, sem altaf geymdu í sér allskonar sóttkveikjur. Og fyrst í stað var hún nægilega stór handa bænum. En ekki nema rétt fyrst í stað. Nú er hún orðin alt of lítil, og eitt hið mesta nauðsynja- verk, sem nú kallar að hér í bæn- nm, er það, að stækka hana, leggja hingað nýja vatnsæð ofan úr nægja Reykjavík, þangað tn hér a æri 1500 íbúar. Þetta hefði iíklega staðið heima, ef menn hefði ekki gleymt að gera ráð fyrir aukinni vatnsnotkun á hvern íbúa. En eftir Jiví sem fólki fjölgar hér i bænum parf meira vatn hlutfallslega hvert höfuð. Má ekki miða vacns þörf Reykjavíkur við vatnsþörf bæja í Danmörku, því að hér hag ar alt öðru vísi til, og það eru menn nú vonandi farnir að sjá. Eins og allir vita, hefir bænum fleygt mest fram síðan botnvörp ungaútgerðin hófst og vegna henn- ar hefir fólki fjölgað hér mest. En með hverjum nýjum botnvörpung eykst vatnsþörf bæjarins stórum Og því.hefir sjálfsagt ekki verið veitt eftirtekt, þá er áætlun var upphaflega gerð um vatnsveituna og vatnsþörf bæjarins, hve mikið þarf af vatni til fiskþvotta. Nú er vatnsmagnið sem sagt alt of lítið og hefir verið það þrjú eða fjögur síðustu árin (Yatnsgeymir- inn í Rauðarárholtinu hefir ekki bætt vitund úr því). Verður það auðvitað æ tilfinnanlegra eftir því sem fólki fjölgar hér og bærinn stækkar. Nú er verið að reisa nýtt bæjarhverfi í Skólavörðuholtinu með mörgum götum. Þangað eru lagðar nýjar vatnsæðar. Undan farna vetur hefir Skólavörðuholtið mátt heita vatnslaust, nema ef til vill á nóttunni. Þeir sem þar búa, hafa orðið að bíða fram yfir venju- lcgan háttatíma til þess að geta feng ið sér vatn. Þeir hafa orðið að kaupa sér ílát til þess að geyma vatnið í til næsta dags. Þrátt fyrir það hafa þeir orðið að greiða sama vatnsskatt og aðrir. Nú er því ekki lengur að heilsa, að þetta ráð dugi, því að nú er vatnsveitunni lokað á hverju kvöldi. Eru því mörg hús þar vatnslaus allan sólarhringinn Og það er hætt við, að í nýja hverf inu verði lítið um vatn á þessum vetri, enda er nú þegar farið að nefna það Vatnsleysuhverfi. Heppi legra nafn mun því naumast valið. Það er nú aftur farið að fylla : hið mikla skarð, sem hjóst í botn vörpungaflota Reykjavíkur í stríð- inu, þegar 10 skip voru seld banda mönnum, eitt fórst á tundurdufli, annað var skotið í kaf og hið þriðja strandaði. Nú eru þegar komin hingað þrjú ný botnvörpu skip, 11 eru í smíðum í Englandi og 3 í Þýzkalandi. pegar þau eru öl'l komin hingað, verður eitt af tvennu: að bæjarbúar líða miklu meiri vatnsskort en nokkurn tíma áður, eða þá að neita verður útgerð arfélögunum um vatn til fisk- þvottá. Hið síðartalda getur þó ekki komið til nokkura mála. Reykja- vík stendur og fellur með botnvörp ungaútgerðinni og verður því sjálfs sín vegna að hlú svo að henni, sem framast er unt, bæði á þessu sviði og öðrum. En að taka vatn af bæj- arbúum, framar en nú er orðið^ sjá líklega flestir að' nær engri átt. Lausnin á málinu er því engin önn- ur en sú, að stækka vatnsveituna. Hjá því verður ekki komist, nema þá með því móti að opna aftur gömlu pestarbrunnana. Hér má líka taka tillit til þess, að vatnseyðsla til skipa hlýtur að fara stórum vaxandi ár frá ári. Og vatnsþörf bæjarbúa sjálfra eykst stórum og vatnskrafturinn minkar jafnframt því, sem bærinn stækkar og vatnsæðum er fjölgað. Það er Gvendarbrunnum Ef vér munum rétt, var gert ráð j sagt, að hér muni verðareist á ann- fyrir því, að vatnsveitan ætti að að hundrað hús á sumri komanda. Hi. Gimskipaféia Aðalfundur. Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipaféjags Islands verður hald- inn í Iðnqðarmannahúsinu í Reykjavík, laugardaginn 26. júní 1920 og hefst kl. 1 e. h. Dagskrá I Guðmundur G. Bárðarson hefir samið og kallað er á danska tungu „Om den Marine Molluskfauna ved Vestkysten af Island“. Rit þetta kvað vera sérlega fróð- legt og alveg einstakt í sinni röð. Þá hefir og sama félag sæmt Porkel Þorkelsson forstjóra lög- gildingarskrifstofunnar heiðurs- pening úr silfri fyrir „rannsóknir hvera og lauga á Islandi“ Eins og menn muna, ferðaðist Þorkell hér um land fyrir nokkr- um arum iil þess að rannsaka hveri, og fyrir rit hans um rann- sóknina hefir hann nú hlotið þenna ! sóma. 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæð um fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða ársreikn- inga til 31. desember 1919 og efnahagsreikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og’ tillögum til úrskurðar frá endurskoðendunum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur #tjórnarinnar um skiftingu árs- arðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt félagslögunum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins vara- endurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngu- miðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík eða öðrum stað sém aug- lýstur verður síðar, dagana 22.—24. júní að báðum dögum meðtöld- um. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fund- inn hjá hlutafjársöfnurum félagsins um alt land og afgreiðslumönn- um þess, svo og á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað er eft- ir að ný umboð og afturkallanir eldri umboða séu komin félags- stjórninni í hendur til skrásetningar ef unt er 10 dögum fyrir fund- inn. Þjóðbandslagið. Undirbúningsstarfið. Reykjavík 5. janúar 1920 Stjórnin Tilkynnins ■ Utgariarmenn og mótorbátafermenn Yið höfum aftur fengið á lager hinar heimsfrægu ensku , Ocean smurningsolíur“ (Marine Motor oil nr. 1 og Cylinder oil nr. 1), er v.ð höfðum fyfir og í byrjun stríðsins og allir sem reyndu hana voru sammála um að væri sú drýgsta og feitarmesta smurningsolía, sem hingað hefir fluzt. T. d gaf einn sKipstjóri á 45 tonna mótorbát olí- i imi þann vitnisburð, að hann brúkaði að eins eina tunnu af olíunni á rnóti 28 tunnum af steinoliu, en afannari tegund þyrfti 6 tunnur á móti 28, svo allir sjá hve mikill sparnaðurinn er. Þar að auki seljum við hana ódýrari en önnur olía er seld hér. Pantanir utan af landi sendar með fyrstu ferð Virðingarfyllst Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Ansturstræti l. — Sími 102. Vatn þurfa þaú, en hvaðan á að taka það? Jú, hér sannast hið fom- kveðna, að frá þeim sem ekkert hefir, mun tekið verða það sem hann ekki hefir. cKvaitn dslenóingum sýttdur sðmi. Hið lronunglega danska vísinda- félag hefir nýlega ákveðið á fundi 1 að gefa út á dönsku rit nokkurt, er Meðan staðið hefir í þrasinu um endanlegt samþykki friðarskilmál- aima, hefir í kyrþey verið unnið að undirbúningi þess að Þjóðbandalag- ið geti tekið til starfa, sem allra fyrst. Og aðalfrömuðurinn í þessu starfi hefir verið Sir Erie Dum- mond aðalritari Þjóðbandalagsins. Það eru nú ekki nema nokkrir mánuðir síðan hann tók við þessu nýja starfi sínu, en þann tíma hefir hann unnið með kappi og alúð að því að fá ákveðið starfsvið alþjóða- skrifstofunnar. Og árangurinn af því er nú að koma í ljós, segir „Jour- nal de Geneve1 ‘, og þykist hafa upp- lýsingar þær, er það gefur og liér verður skýrt frá. eftir beztu heim- ildum. Skrifstofan á að verða svo alþjóð- leg sem framast er unt. Starfsmenn hennar verða ekki valdir af löndum þeim, sem í sambandinu eru, heldur i'S Þjóðbandalaginu sjálfu, enda þótt leitast verði við að fá menn af öllum þjóðum. Þeir verða þó eklci fulltrúar sinnar þjóðar, heldur starfsmenn Þjóðbandalagsins. Til bráðabirgða hefir verið gert ráð fyrir að skifta skrifstofunni í 10 deildir og hafa nú flestar þeirra þegar tekið til starfa. Tvær af deildum þessum eiga ein- göngu að hafa með höndum þau málefni, sem Þjóðbaudalaginu eru falin, samkvæmt friðarsamningun- um. Annar skrifstofustjórinn verð- ur Bandaríkjamaður og á lians deild að líta eftir ráðsmenskunni í hinum fyrverandi nýlendum Þjóðverja. Hinn skrifstofustjórinn verðurNorð iuaður og á hans deild að standa fyrir stjórn þjóðbandalagsins í Saar-héraðinu og Danzig og ef til \.ill einnig í Fiume og Þrakíu, Viðskiftamáladeildin, sem senni- lega hefir sérstaka fjármáladeild við hlið sér, á að vera undir stjórn Englendings. Henni ber að hafa eft- irlit með framleiðslunni í heiminum og hvernig hún skiftist á hina ýmsu markaði. Hún tekur við af viðskifta málastofnunum bandamanna, sem störfuðu í stríðinu að sameiginleg- ,um hagsmunum í viðskiftum. Þess- ari deild verður líka falið hið vanda sama gjaldmiðilsmál og í sambandi við það, að skapa alþjóða gjaldmiðil Skrifstofustjóri samgöngumála- deildarinnar verður ítali. Þeirri deild er ætlað, í samráði við við- skiftamáladeildina, að koma alls- herjar skipulagi á flutninga, bæði á landi og sjó og tekur hún af „The i

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.