Ísafold - 23.02.1920, Blaðsíða 3

Ísafold - 23.02.1920, Blaðsíða 3
y^t2gaSKBir.scssr;{:r; r-.rzzr., rj-jeaet. ywi2«n^jSSE!XSkMa2Tg£l8im Minnist hann meðal annars á það, að VvTilson muni elcki vera með öll- um mjalla, en kælir Lansing. Khöfn 18. febr. Vilson vikið frá? Símað er frá London að Wilson forseti sé talinn andleigur örkumla- maður og er búist við að kongres- i'nn samþykki yfirlýsing um að framkoma hans fari aigeriega í bág við stjórnskipunarlögin og að for- setaembættið sé autt. Holland og keisarinn. f nýju ávarpi til Hollendinga láta bandamenn undrun sína í ljós yfir því, að stjórn Hollands skyldi ekki, um leið og hún neitaði að verða við kröfum þeirra, gera ein- hverja tillögu um varðveizlu keis- arans, eða áfellast afbrot hans, og fara þeir þess á leit, að málið verði tekið til nýrrar yfirvegunar, og leggja áherzlu á það, að nærvera keisarans við þýzku landamærin, sé hættuleg, ef Hollendingar geti • ekki sett Norðurálfunni þær trygg- ingar, sém nauðsynlegar verða að teljast til að varðveita frið í álf- unni. Efhöfn 19. febr. 4000 maims drokDa. Prá Konstantinopel er símað, að skip, sem var að flytja flóttamenn frá Odessa þangað, hafi rekist á tundurdufl í Bospprus og farist. Með skipinu voru 4000 manns. Caillaux-hueykslið. Caillaux-málið byrjar aftur í dag. Þingnefnd hefir haft málið til ránn- sóknar undanfarið. Landráðamál Cailleux liefir nú að nýju verið tekið til með- ferðar í þinginu. Hefir það legið niðri .síðan í haust. Þá vildi Caille- ux Ieggja málið í dóm, en þvert á móti var tekinn frestur í því og Cailleux hafður í varðhaldi síðan. Hann þykis't sjálfur sannfærður um að ekki sé liægt að dæma sig sek- an um landráð þótt böndin hafi borist að lionum um það, að hann hafði um' eitt skeið ráðagerð í frammi með það að ná stjórnarfor- mensku í Prakklandi og semja svo frið við Þjóðverja og hafi til þess ætlað að hafa þýzkt fé. Forseti Frakklaisds. Paul Deschanel. Mynd þessi er tekin á heimili hins nýja forseta, fyrir skemstu. Des- shanel er talinn glæsilegast stjórn- málamaðurinn meðal Prakka og ræðuskörungur með afbrigðum. — Þykir haun mikið tilkomumeiri heldur en Poincaré. lofliienzni - Khöfw. • Þaðan er símað í gær, að inflú- enzan sé í rénun og fari hægara yfir. Danir og þjóðbandalagfð. Allir flokkar eru ásáttir um, að Danir gangi í þjóðbandalagið, þrátt fyrir ýmsa annmarka, sem því eru samfara.Gagnið að þátttöknnni yrði þó meira, einkum að því leyti að herbúnaður smáþjóðanna yrði mink aður mjög. Her Þjóðverja. Bandamenn hafa gefið Þjóðverj- um tyeggja mánaða frest til þess að minka herinn í samræmi við á- kvarðanir í friðarsamningunum. Khöfn 20. febr. Kolanámur ítala. Prá Rómaborg kemur sú fregn, að námnvei’kamenn hafi gert upp- reist og tekið í sínar hendur for- stöðu námanna. Hernaðarglæpirnir. Prá Berlín er símað að opinberi ákærandinn hafi lýst yfir því, að hernaðarglæpamálin mundu standa yfir í mörg ár og hafa mikinn kostn að í för með sér. Óútkljáð mál hver borgi hrúsann. Þingkosningin. Jakob Möller sjálfkjörnn. Sú hefir raunin á orðið, að Jakob Möller ritstjóri er nú sjálfkjörinn til þingmensku fyrir Reykjavík. Að vísu bauð Sveinbjörn Egilson rit- stjóri sig fram en tók framboð sitt aftur á föstudag og aðrir höfðu ekki boðið sig fram. -------o-------- Inflúenzan í Vestmanneyjum. Þaðan var símað í fyrradag að annar livor maður væri sjúkur af inflúenzu. Hún er væg og enginn er hættulega veikur. Bjóst heimildar- maður vor í Eyjunum við því, að hálfum mánuði liðnum mundi veik- i.ini að mestu lokið. Þá hefðu senni- lega allir tekið veikina. Að eins 10 vélbátar komist á sjó } fyrradag. Bíða Vestmanneyingar mikið tjón að því að bátarnir ekki komast á sjó, því afli er ágætur úti fyrir. Samkoniubami það, sem fyrirskip að var hér í bænum í vikunni sem leið, vegna þess að hætta þótti á, f ð veikin væri komin hingað, mun nú bráðlega upphaíið, þar sem all- ar líkur eru til þess að Reykjavík í,é enn laus við sóttina. -------o—---—-í Kjötsalan. Ilorfurnar á því, að Sláturfélag | Suðurlands geti selt kjöt sitt frá í ÍSAFOLD ihaust með viðunanlegu verði eru því miður mjög slæmar. Hafa verið gerðar tilraunir, bæði í Noregi, Sví- þjóð og Danmörku til þess að selja kjötið, en allar strandað. í hanst fékst gott boð í ketið erlendis, en þótti eigi nógu hátt, en síðan hefir verðið farið sílækkandi. Er því mest um kent að fram- leiðsla Dana, bæði á fléski og nauta- keti sé nú orðin að kalla eins mikil og var fyrir stríðið. Er því nóg af dönsku keti á boðstólum um öll Noríurlönd, og með lágu verði, vegna þess að kjötflutningur til Þýzkalands hefir algerlega stöðvast. Og ekki standa saltkjötinn íslenzka fremur opnar leiðir þangað. Það er að eins örlítill hluti af kjötinu sem selt hefir verið. Nokkur þúsund tunnur liggja enn þá óseldar hér í Reykjavík. Og horfur eru á, að þær muni ekki seljast í bráð, nema fyrir sárlítið verð. Kjöt norð- lensku kaupfélaganna var selt í haust fyrir nær hálft fjórða hundr- að krónur komið nm borð hér. Mega Norðlendingar því hrósa happi yfir sölunni. En sunnlenzkir bændur bíða gífurlegt tjón. ReykjaYÍknrannálI, Nýr banki. Á alþingi er nú komið fram frv. til laga um ýms hlunnindi til handa hinum nýja banka, sem ráS- gcrt er að stofna hér. par á meöal al- gert skattfrelsi, heimikl til aö reka sparisjóðsstörf o. s. frv., eins og hinir bankarnir hafa. í framkvæmdanefnd bankaus eru: Eggert Claessen, hæsta- réttarmálafl.m., Einar prófessor Arn- órsson, Áöúst Plygenring kaupmaSur, Gu8.ni. Kr. Guömundsson skipamiölari, Hjalti Jónsson skipstj., G. J. Johnsen konsúll, Jón Laxdal kanpmaður og Magnús Einarson dýralæknir. Hlutafé er þegar lofaö innanlands um 1 milj. og 300 þús. kr. Prezknr botnvcrpnngur kom hér inn iJÖ.iri hluta vikua-.a. sem leiö, rueö lík af manni, sem rotast liaför um borö í skipinu. Annar maöur á sama skipi haföi og slasast mjög. — A ööruin botnvörpung, sem inn kom fyrir skemstu var mjög veikur maöur. Eggert Stefánsson söngmaöur hefir dvaliö suöur á Italíu mestan hluta vetr- ar. Er hanu aö búa sig undir aö veröa óperu-söngvari. Loftskeytastöðin á Flatey. Eins og getiö var um hér í blaöinu brotnaöi annaö mastriö á loftskeytastööinni á Elatey. En nú hefir hún verið opnuö aftur. Tókst aö koma fyrir loftþráöum tfl bráðabirgöa. En vitanlega veröur reist nýtt mastur svo fljótt sem unt. er. ísland. Farþegar voru meöal annara: Jón Bjömsson kaupm., E. Cable, ræö- ismaöur Breta, Ingvar Ólafsson kaupm. og frú hans, frú Hanna Daviðsson frá Hafnarfirði, Steingr. Jónssón verkfr. og Friöþjófur Nielsen kaupm. Vánarfregn. Nylátin er hér í bænum frú Guörún Ólafsdóttir, kona Hjalta Jónssonar skipstj. og útgeröarmanns. Banamein hennar var krabbamein, ill- kynjaö mjög. þ'rú Guörún var gáfuö kona og göfug, framúrskarandi vel látin af öllum sem kyntust henni. Alþingi. Enginn óviökomandi hefir nú fengiö aögang aö áheyrendapöllum þingsins vegna sóttvamanna. Eru rit- stjórar blaöanua þeir einu, sem fengið í hafa fyrir náö aö lxafast þar við meö- an a þirlgfundum stendur. Sótivarnirnar. Heyrst hefir aö sýsl- lirnar austanfjalls hafi ætlaö aö banna allar samgöngur við Rvík þangaö til útséö væri um hvort inflúenzan væri komin til bæjarins. Margir austanmenn, er höföu ætlaS heim, frestuöu því feröa- laginu. Villemoes haföi veriÖ svo lengi í hafi er hann kom hingaö aö óþarft þótti aö setja hann í sóttkví. Haföi hann veriö meira en viku á leiöinui. Nidaros kom hingað 19. þ. m. frá út- löndum. Voru farþegar nokkrir. Skipiö flutti lík ungfrú Matth. Guömunds- dóttur bæjarfógetaskrifara. Hún andaö- ist í Iiöfn úr berklaveiki. Skipið fór í morgun áleiöis til útlanda. Lilleborg, leiguskip steinolíufélagsins er nýkomiö hingaö frá New-York með 9000 tunnur af steinolíu. Annaö skip hlaöiö steinolíu er og væntanlegt til sama félags innan skams. Heimsóknir til sjuklinga á Vífilsstöö- um voru bannaöar vegna inflúenzu- hættu, strax og hert var á sóttvömum hér í bænum. Dione, þýzka flutningaskipiö, sem hér var í janúarmánuöi, hefir ekki er siöast fréttist, komiö til Hamborgar enri. pað fór héöan 17. jan. og átti aö koma viö norðarlega í Noregi. Hefir frézt til skipsins þar en síöan ekki. Islands-Falk kom hingað 17. þ. m. frá Færeyjum. Haföi hann meö sér franskan botnvöfpung, sem hann fann í landhelgi fyrir sunnan land. Var hann sektaöur af bæjarfógeta um 1000 kr. og aíli og veiöarfæri gert upptækt. En aflinn var lítill því skipið var ný- komiö frá Frakklandi. Stjórnarskráin er komin I gegn um neöri deild óbreytt og eins frumvarp stjórnarinnar um breyting á kosninga- lögunum í samræmi viö 5 ára búsetu- skilyröi stj órnarskrárinnar. Frá Aiþingi. Fjölgun þingmanna í Reykjavík. Prv. stjórnarinnar um fjölgun þingmanna í Reykjavík var til 2. umræðu í n.d. á föstudag. Nefnd sú, er hafði haft málið til með- ferðar, klofnaði og vildi meirihlut- inn ekki að þingmönnum Reykja- víkur yrði fjölgað um fleiri en tvo. Sveinn Björnsson var í minni hluta og kom hann fram með breytingar- tillögu um það, að þingmenn Reykj- avíkur skyldu þó að min-sta kosti vera 5. Bjarni Jónsson frá Vogi hafði einnig komið fram með breyt- ingartillögur þess efnis að fjölgað skýldi þingmönnum enn meira, eða 4 fyrir Reykjavík og 4 fyrir önn- nr útgerðarhéruð. Umræður um málið urðu afar- langar, stóðu í þrjár stundir sam- fleytt. Jón Magnússon forsætis- ráðherra lýsti yfir því, að stjórnin hefði eigi öll verið sammála um það, að þingmönnum Rvíkur skyldi fjölgað eins mikið og fram á var farið í frumvarpinu og kom það líka flj'ótt fram í umræðunum, að meiri hluti þingmanna var á móti fjölgunmni eins og stjórnin hafði farið fram á, en fanst nóg, að Rvík hefði 4 þingmenn. Þeir sem aðhylt- ust þessa skoðun, rökstuddu hana með því, að í raun réttri væri Rvík ekki eins illa sett og í fljótu bragði virtist, því að mörg kjördæmi sækti einmitt þingmenn sína til Reykjavíkur, þannig að fullur þriðj luigur þingmanna væri Reykvík- ingar og þeir mundu ósjálfrátt skara eld að köku Reykjavíkur. Sveinn Olafsson sagðist álls ekki geta stutt kröfu Reykvíkinga um það áð fá 6 þingmenn, fyr -en al- þingi væri þá flutt burtu héðan, eða kosuingalögum þannig breytt( að enginn væri kjörgengur nema þar sem hann er búsettur. Þingmenn Reykvíkinga, Sveinn Björnsson og Jakob Möller, héldu fram rétti Reykjavíkur til þess að fá 6 þingmenn. Börðust þeir fyrir því af kappi, að Reykjavík fengi að tiltölu jafnrétti við aðra lands- hluta, eu það bar engan árangur. Hinir aðrir þingmenn voru flestir svo sannfærðir um það, að Reykja- vík stæði hlutfallslega bezt að vígi I þinginu, að þeim fanst það meira en nóg, að bæta tveimur þingmönn- um við. P-ór að svo, að breytingar- tillaga Bjama var feld með 10 : 6 atkvæðum, aðaltill. Sveins Björns- sonar um 6 þingmenn var feld m-eð 19 : 3 atkvæðum og varatillaga hans, um 5 þingmenn í Reykjavík, var feld með 19 : 5 atkvæðum að viðhöfðu nafnakalli. Þessir voru með tillögunni: Jakob Möller, Jón Auðunn Jónsson, Sveinn Björnsson. Bjarni frá Yogi og einar Þorgils- son. Yar svo málinu að því loknu vísað til 3. umræðu. Kensla í mótorvélfræði. Prv. um þetta efni flytur Magnús Kristjánsson og er þetta aöalinntakiö: 1. gr. ViÖ vélstjóraslcólann í Reykja- vík skal stofna sérstaka deild, þar sem kend er mótorvélfræöi, munnleg og verkleg. Stjómarráöiö ræöur bennara eftir þörfum. Laun þeirra greiöast úr ríkis- sjóöi. 2. gr. Til mótorvélstjóraprófs út- heimtist: 1. f íslenzku: AÖ geta gert léttan stíí nm alment efni, skrifaöan sæmilega og nokkurnveginn rétt. 2. í dörisku: Aö geta lesiö upp og þýtt léttan kafla í' danskri bók verk- fræöilegs efnis. 3. í mótorfræði: pekking á hinum algengustu mótorum, sem notaöir eru í skipum og á landi, litbúnaöi þeirra, hiröingu og stjórn. pekking á sundur- liöun mótora, hreinsun þeirra og sam- setningu. pekking á aö lagfæra þá galla á mótorum, sem orsakast af notkun og sliti. Pekkingu á algengustu bilunum mótora, áhöldum þeirra og endurbótum. pekkingu á hinum algengustu eldsneyt- istegundum, sem notaðar eru til mótora, hestafli þeirra og olíueyöslu. 4. í reikningi: pekking á hinum f jór- um algengu reikningstegundum meö heilum tölum, almennum brotum og tugabrotum; aö geta leyst léttar líking- ar meö einni óþektri stærö og prósentu- reikningi. 5. í eölisfræöi: pekking á lögum um loftkend efni, þrýstimælum, eölisþyngd, hita og dreifing hans, útþenslu hiuta viö hita, hitamælum, bræöslu, eldsneyti og vélaáburði. 4. ger. Sá einn má ganya nndir mót- orvélapróf er: . Hefir stundaö jámsmíöi eitt ár í þeim járnsmiöjum er stjórnarráöið tek- ur gildar, eöa á eigiu ábyrgö hefir veriö mótorvélstjóri á mótorbát eitt ár, eða 2. vélstjóri á bát yfir 12 lestir aö stærö

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.