Ísafold - 29.08.1920, Blaðsíða 3
ílengi á leiðinni. Allur kostnaður við
útgáfuna sé nú rúmlega þrefaldur
við það sem síðasta útgáfakostaði,
en söluverðið verði þó að eins haft
rúmlega tvöfait í von um fljóta
sölu.
Skógareldur í Noregi.
Skógareldur afarmikill og víð-
tækurhefir geisað í héraðinu Hrein-
<lal í Noregi. Er það hinn mesti eld-
ur sem komið hefir upp í skógum
þar í landi.. Unnu að björgun og
slökkvitilraunum um 2000 manns
og var megnið af því hermenn sem
boðaðir voru á staðinn.
Á löngu svæði, margar mílur út
fyrr takmörk eldsins, sýndist
liggja þykk þoka yfir landinu. En
þetta var reykur úr hinum brenn-
andi skógi- Og á einstöku stað
etóðu eldsúlur upp úr reykjarhaf-
inu og vörpuðu blóðlitum bjarma
á fjöllin og landið umhverfis. —
Mun þetta hafa verið stórfengleg
sjón, eins og jafnan 'þar sem logi
«r að leik.
Við og við tókst að varna. fram-
gangi eldsins, og slökkva á sumum
stöðum. En stormur var á nokkum
hluta tímans, sem bruninn stóð yfir
og æsti hann eldinn svo að þá varð
við ekkert ráðið. En að lokum tók
að rigna. Og varð þá eldurinn að
lúta í lægra haldi og varð loks
slöktur með mannafla þeim sem
fyrir hendi var.
En ömurlegt kvað vera að líta
yfir eldsvæðið. Er þar alt urið og
sviðið, og talið vonlaust að nokkurn
tíma takist að græða þar upp skóg
hvað mega nota til eldsneytis. En
talið vafasamt, að nok'kur kaupi
vegna dýrleika, því óhemju fyrir-
höfn sé að ná því og gera það not-
hæft, og því leggist mikill kostn-
aður á.
Allur þessi skógur, sem brann,
var að því er norsk blöð segja, vá-
trygður. Og bætir það nokkuð úr
þeim skaða, sem landeigendur hafa
orðið fyrir.
En allur þessi mikli, æðandi skóg
areldur kom af svo litlu og mein-
lausu atviki, að tveir menn hituðu
sér kaffi í skóginum og slöktu ekki
nógu tryggilega áður en þeir yfir-
gáfu staðinn. Sannast hér sem oft-
ar, að oft verður stórt bál af litl-
um neista.
Einkennilegt slys.
Maður drnknar við heyvimm.
í Dufþekju í Hvolhrepp bar það
við snemma í þessum mánuði, að
vinnumaður þaðan af bænum, sem
var að dnaga 'hey upp úr flóði, sökk
í kaf og druknaði. G-eta menn sér
þess belst til, ag hann hafi orðið
fastur í leðjunni á flóðbotninum,
því honum skaut laMrei upp.
Maður þessi 'hét Sveinn Guð-
mundsson, miðaldramaður kvænt-
ur.
Slys þetta er afar einkermilegt.
Hefir flóð þetta verið slegið mörg-
nm sinnum áðnr og aldrei leglð
nærri, að það yrði meinum. að f jör-
tjóni.
ISAFOLh
Símfregnir.
Frá fréttaritara ísafoldar.
Khöfn 17. ágúst-
Erlendar sendisveitir flýja Pólland.
Frá London er símað, að fregnir
hafi borist um það, að sendiherrar
annara ríkja hafi þegar haft sig
á burt úr V2arschau nema sendiherr
ar ftala og Dana.
Erráðstefnan í Minsk ekki byrjuð enn?
I um það við franska jafnaðarmenn,
J hvemig ófriðarhættunni yrði af-
| stýrt.
Ráðstefnan í Minsk.
| Frá London er símað, að samn-
' ingar séu byrjaðir milli Pólverja
! og Rússa í Minsk.
i
i
I
!
Asquith og bolshvíkingar.
Frá London er símað, að As-
quith vilji viðurkenna Lenins-
stjórnina í framkvæmdinni.
Frá London er símað, að engar i
fregnir hafi komið um það, að frið-
arráðstefna bolshvíkinga og Pól- *
verja, sem halda áttj í Minsk, sé
byrjuð enn. (Pólsku fúlltrúamir
eru löngu farnir þangað).
Pólverjum veitir betnr.
Frá Warschau er símað, að her
Pólverja sæki fram á norður-, mið-
og austur-vígstöðvunum, og að
Warschau sé borgið í svipinn.
Löndum skift.
Frá Berlín er símað, að banda-,
menn hafi skift svo löndum milli
Póiverja og Þjóðverja, að báðir
bakkar Weichsel-fljótsins falli und-
jr Pólland. Þjóðverjar mótmæla
þessari skiftingu.
Frá vopnaviðskiftum Pólverja og í
Rússa.
Frá Warschau er símað, að her
Pólverja hafi gert gagnáhlaup á
BugdaQnum með góðum árangri.
Khðfn 18. égúst.
Verkamenn í Bretlandi.
IChöfn 20. ágúst.
Pólverjar sækja sig.
Símskeyti frá Varsjá herma, að
Pólverjar hafi tekið Pultusk. Tóku
þeir þar þrjú þúsund fanga. Pils-
udski hefir í hótunum með að um-
kringja her bolshevika við Varsjó.
(Pultus'k er lítiil bær í Varsjár-
héraðinu, ekki langt frá borginni
Varsjá. Eru þar um 14 þúsund íbú-
ar. Bærinn er nær 1000 ára gamall.
Þar vann Kari tólfti sigur á Söx-
um árið 1703 og Rússar börðust
þar við Frakka 1806. Fyrir 35 áx-
um brann mikið af bænum til
ösku.)
Frá London er símað, að á ný-
wfstaðinni almennri verkamanna-
ráðstefnu hafj það verið samþykt,
að gefa framkvæmdaráðinu, sem
nýlega hefir verið iskipað, umhoð
til að fyrirskipa, allsherjarverkfall,
þegar því virðist nauðsyn krefja.
Framkvæmdaráð þetta er eitthvað
í líkingu við verkamannaráð þau,
sem holshvíkingar í Rússlandi hafa
hjá sér.
Hemaðurinn á Krímskaga.
Frá París er símað, að ákaft sé
nú harist suður á Krím.
(
Kolakvaðir Þjóðverja.
Símað er frá Rotterdam, að Þjóð-
verjar hafi nú byrjað að flytja út
kolin, sem þeir eiga að láta af hendi
við Fraíkka.
Lloyd George : Khöfn 21. ágúst.
hefir tekið sér isumlarfrí og fór Pólverjar sigra.
í dag áleiðis til Lucem í Sviss. Bú-
Lst er við því, að Simons, utanrík- h'rá Warsehau er símað, að her
Lsráðherra Þjóðverja, Giolitti, for- Pólverja hafi tekið Brest-Litovak
sætisráðherra ítala og Emir Feical aftur af boMivikimgum og tvær
heimsætki hann þar. borgir aðrar oig 500 fanga.
Sókn hafin af Pólverjnm. j Farið yfir Bug.
Frá Warschau er símað, að Pól- Frá París er símað, að her Pól-
verjar hafi hafið gagnsókn gegn ’ verja sé kominn yfir Bug-fljótið.
bolshvíkingum með góðum árangri.,
Vaðið inn í Upp-Slésín.
Samningamir í Minsk. ; Pra Beriín er símað, að Pólverjar
Fréttaritari enska verkamanna- vagi ijm í Upp-Slésín og hafi tekið
blaðsins „Heralds" í Minsk, skýrir jherskildi no'kkra bæi á atkvæða-
frá því, að friðarsamninganefnd1 greiðslu-svæðinu-
Pólverjia hafi komið þangað 16. (
ágúst.
Sundurþykkja Breta og Frakka. |
Frá París er símað, að Bretar og j
Frakkar séu e'kki enu orðuir á eitt1
saítltir um Rússlan ds-málin.
I
Ehöfn 19. ágúst. !
Þjóðverjar ráðast á franskt setulið 1 |
Kattowitz.
Frá Berlín er símað, að Þjóð-
verjar í Kattowitz í Upp-Slesíu1
hafi ráðist á franska setuliðið þar i
og kref jast. þeir þess, að það verði!
svift vopnum. Borgiu er lýst í upp '
reisnarástandi.
Khöfn 22. ágúst.
Nýr stórsigur Pólverja.
Frá Berlín er símað, að Pólverj-
ar hafi tekið aftur borgina Soldau
og lagt undir sig 'hémðim norður
og austur af Kattowitz.
Frá París er símað, að Pólverjar
hafi tekið 30—40 þús. manns til
famga af bolshvíkingum og um-
kringt 6 herdeildir þeirra hjá
Brest-Litovsk.
Frá Warschau er símað, að her
Pó'lverja sæki nú fram á öllum víg-
stöðvum.
Frakkar reka brezka verkamannafor-
• ingja úr landi.
Frá París er símað, iað franska
stjórnin hafi rekið úr landi erind-
Óeirðir í þýzkalandi.
Frá Dússeldorf er símað, að
miklar óeirðir séu í Vestur-Þýzka-
landi. Ráðstjóm, að hætti bolsh-
reka brezkra verkamanna, sem' víkinga, hefir verið auglýst þar í
þamgiað voru komnir til að náðgast tveim borgum.
Khöfn 23. ágúst. j
Bolshvíkingar á undanhaldi á öllum j
vígstöðvum.
Fra Varsjá er símað, að Rússar;
séu á undanhaldi á ö'llum vígstöðv- j
unum og norðurher þeirra sé hætt
sta'ddur. Frá Minsk bafa eng-
ar fregnir borist af samningum
Pólverja o;g Rússa,
Rúmenar og Rússar.
Frá Varsj'á er símað, að Rússar
hafi boðið Rúmenum að semja frið.
Sjálfstæði Egiftalands.
Frá, London er símað, að Bretar
viðurbenni sjálfstæði Egiftalands.
Ástralíuflugið.
Mc Intosh hefir lokið við flug-
ið mi'lli Lundúna og Ástralíu.
i
Maraþonhlaupið.
var unnið á Olympíuleikjunum af
Finnanum Kolihemainen.
Khöfn 24. ágúst-
Hrakfarir Rússa.
Þýz'ka blaðið Lokalanzeiger flyt-
ur þá fregn, að Rússar fari for-
flótta milli Mlava og Prasmjk(?),
hafi látið yfir 20 þúsundir fanga og
200 fallbyssur.
Kolaverkfall yfirvofandi.
Niationaltidende segja kolaverk-
fall yfirvofandi í Englandi og við-
búið sé, að 'kol verði þess vegna
Skömtuð þar og allur útflntningur
stöðvist jafnskjótt sem verkfallið
hefjist. i
Friðarskilmálar Rússa og Pólverja.
§
Símað er frá Luzern, ;að Lloyd
George og Giolitti hafi orðið á eitt
sáttir um að ítalía og Bretland tjái
sig ekkj samþykk friðarskilmálum
Riissa, Pólverjum til ttíandia.
Hergagnaflutningur til Póllands.
Frá Danzig er símað, að skot-
færaflutningur um Danzig til PÓl-
lands frá Frakklandi hiafi verið
stöðvaður.
Enskt bolshvíkingablað.
Það er uppvíst orðið, að blað
Lansburys, Daily Herald, sé mél-
gagn boilsiivíkmga.
Khöfn 25. ágúst.
Pólverjar vinna stórsigur á bolsh-
víkingpim.
Frá Varsjá er símað, að Pólverj-
ar hafi tekið yfir 70 þúsund fanga
af Bölsvíkingum. Bialystok er fall-
in í hendur Pólverja, og hefir um
leið samband norðurhers Bolsvík-
inga austur á bóginn verið slitið,
og hefir hann enga leið færa ti'l
undanhalds.
Boflsvíkingar eru að yfirgefa
Baku.
(Bialystok er bær í Grodno-hér-
aði, fyrir norðan Varsjá- Mætast
þar járnbrautir frá Petrógrad og
Viarsjá. í hænum eru um 60.000
íbúar).
Kolaverkfall yfirvofandi í Englandi.
Raaes fréttaskrifstofa tilkynnir,
að talning á öllum kolabirgðum
í Bretlandi fari fram á mánndag-
inn lcemur. Er búist við, að verk-
fallið hefjist 18. september.
Smillie, foring námnverkamanna
hefir lýst yfir því, að tilgangurinn
með verkfallinu sé sá, að fá því
framgengf, að ríkið taki að sér
rekstur á námunum.
V
I
Litvinov í Kristjaníu.
Litvinov sendimaður bölsvíkinga
er nú staddur í Kristjaníu og hefir
stjórnin tekið upp samninga við
hann.
Sendimenn bolsvíkinga í London
fara heim.
Daily Express segir, að Kame-
neff og Krassin hafi beðið Lloyd
George um passa til heimferðar, og
sé það svar þeirra við Lusem- tii-
kynningunni.
Khöfn 26. ágúst.
Pólverjar hafna öllum friðarkostnm.
Frá London er símað, að fulltrú-
ar Pólverja á friðarfundinum í
Minsk hafi hafnað friðarkostum
bolshvíkinga, og sömuleiðis þjóð-
ernistakmörkum þeim, sem Bretar
hafa gert tillögu um.
Wolffs fréttastofa símar, að
bolshvíkingar ætli nú að dragá her
sinn allan saman á pólsku víg-
stöðvunum og yfirgefa Krím-
stöðvarnar.
Hergagnaflutningur til Póllands.
Frá Danzig er símað, að her-
gagnaflutningum til Póllands sé
enn haldið áfram frá Frakklandi.
Bolshvíkingahættan.
í loftskeytum frá Eiffeltuminum
er fullyrt, að Lenin og bolshvík-
ingiar hljóti að blása að byltingar-
glæðum nm heim allan, uns tak-
marki þeirra verði náð, sem sé al-
þjóða-lýðveldi öreigalýðsins. í því
skyni hafi Rússar hvarvetna, út-
verði, sem þeir verði altaf að auka,
svo að þeir getj ógnað Norðnrálfu-
þjóðurn með her í Asíu. Austurlönd
séu nú eina von bolshvíkingia; þar
verði þeir fyrst að sýna mátt sinn.
i
Bolshvíkingar í Prússlandi.
Frá Berlín er símað, að 30 þús.
bolshvíkinga séu komnir yfir landa-
mæri Austur-Prússlands (hvort það
eru flóttamenn verður ekki séð á
skeytiuu).
Rvíknr-annáll.
Sigurður Jónsson bæjarfnlltrúi hefir
dvalið austur í Sogi um tíma í snmar.
Stundaði hann silungsveiði í Úlfljóts-
vatns-landi og veiddi alls uim 1000
pund af silung.
Minningarrit Sigurjóns Jóhannes-
sonar á Laxamýri er nýkomið út og
hefir Lúðvík Sigurjónsson búið það
til prentunar. Sigurjón var merkur
maður og ýmislegt fróðlegt um hann
í ritinu.
Ari Arnalds bæjarfógeti kom tii
bæjarins snögga ferð, en fór aftur
austnr með Sterling síðast. Hann
fór landveg alla leið frá Seyðisfirði
vestur í Breiðaf jörð og þaðan hingað.
Matthías Einarsson sknrðlækhir og
frú eru nýkomin úr ferðalagi austur
á Síðu. Fóru fjallabaksveg úr Skaft-
ártungunni vestur á Rangárvelli. Með
]þeim í förinni var Guðm. Guðfinnsson
læknir Rangæinga.
Prestafélagsritið og Vídalínsminn-
ingin. Á bókamarkaðinn er nú nýkom-
inn 2. árg. Prestafélagsritsins. Er það
allmyndarlegt hefti,með mörgum vönd-
uðum ritgerður um kirkjumál og npp-
byggíleg efni. En þó er ritið að þessu
sinni sérstaklega helgað minningn Jóns
biskups Vídalíns, í tilefni af því, að