Ísafold - 06.12.1920, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.12.1920, Blaðsíða 1
Slmar 499 og $00. Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. ísafoldarprentsmiðja. XLVII. árg. Reykjavik, Mánndaginn 6. desember 1920. 50. tölublað. Hr. ritstjóri! Mig langar til að biðja yður tyrir nokkrar línur í tilefni af grein dr. Hoffmeyers, sem kom út í blaði yð- ar. Eg er þakklátur dr. Hoffmeyer íyrir greinina. Mér virðist hún stað- festa það, sem eg hefi sagt í erindi onínu 18. f. mán, um dönsuk kirkj- una, svo að eg þarf þá ekki að hafa •samvizkubit út af því, að eg hafi gert henni rangt til. Hún staðfestir ummæli mín um það, hvernig dönsk kirkja snúist við hinni nýju opinberun. Hún staðfesti uinmæli mín um það yfirlæti kirkjunnar að vísa á bug allri þeirri hjálp, sem trúin kann að geta fengið frá þekking- unni. II ún staðfestir ummæli mín um þá gegndarlausu vanþekking á spíritismanum, sem hyggur, að spíritistar viti það ekki, að „trú og vísindi er tvent ólíkt‘ ‘. Erindi mitt vona eg að komi í „Morgni" í næsta mánuði, svo að þar geta menn séð, hvað eg hefi sagt um þessi atriði. Samt freistast eg t.il þess að segja hér nokkur orð út af þessu, sem dr. Hoffmeyer seg- ir um það, er Sören Kirkegaard hafi kent Dönum um trú og vísindi. f>að kann að gefa dr. Hoffmeyer tilefni til andsvara, og ákjósanlegt er, frá liverju sjónarmiði sem á mál ið er litið, að það verði skýrt sem bezt. tslenzkir guði'ræðingar liafa kent okkur, íslenzkum leikmönnum, að trúín sé alls ekki sa.msinning sér- stakra kenninga um hið æðsta í til- vermini, heldur munu sumir þeirra að minsta kosti (þar á meðal dr. Jón Helgason biskup) hafa orðað þetta svo, að hún sé afstaða manns- hjartans til guðs, eða eitthvað í þá áttina. Eg veit auðvitað ekki, hvort dr. Iloffmeyer er á sama máli, en sennilegt þykir mér það. Og nú langar mig til þess að koma með eitt dæmi til skýringar. Oerum ráð fyrir, að það væri vís- indalega sannað, að hænin hefði áhrif inn í ósýnilegan heim. Þeir menn eru til, sem telja það sannað. Hinir ern þó að líkindum ntiklu fleiri, sem gera. sér sterkar vonir Tim, að það verði sannað. Eg læt alt slíkt liggja milli hluta að þessu sinni. Eg bið aðeins lesendur Morg- unblaðsins að hugsa sér, að það væri sannað. Engum skynbærum manni mundi korna t.il hugar að segja, að þ e k k- i n g i n á þessu efni væri sama sem bænarhugurinn sjálfur. Bæn- arhuginn gæti vantað, þó að þekk- ingin væri fengin. En hvorki eg né nokkur annar spíritisti getur lát- ið sér skiljast það, að 'þessi þekk- ing mundi veita hænarhug nokkurs nianns fyrirstöðu — að það mundi verða ógreiði við nokkurn mann, sem langar til að hiðja fyrir sér eða öðrurn, að hann hafi öðlast vísinda- iega vissu um jiað, að hæn lians gæti ekki orðið árangurslaus. Hitt er sannfæing mín og allra þeirra, sem líta líkt og eg á þetta mál, aS þessi þekking' nmndi fremur örva manninn og styrkja til bænahalds en halda aftnr af honum. Og hvað sem. Sören Kirkegaard kann að hafa sagt um það mál, þá hafa um- mæli hans ekkj það gildi í okkar augum, að við aðhyllumst ekki fremur það, sem okkur finst vera heilbrigð skynsemi. Mér er ekki ókunnugt um Lam- beth-fundinn, þó að mér skiljist svo, sem dr. Hoffmeyer búist við því. Frá. honum verður nokkuð skýrt í ,.Morgni“ uæst. Þegar eg hafði les- ið grein dr. Hoffmeyers kom mér til hugar, að líklegast. vissi eg meira um þennan fund en hann. Því að rnér duldist það ekki, að frásögn hans var nokkuð einhliða. Til bráðahirgða skal eg benda á það, að í nefndaráliti, sem 37 bisk- upar höfðu undirskrifao og lögðu fyrir fundinn,' standa þessi orð : „It is possible that we may be on the threshold of a new science, which will by a.nother method of approach confirm us in the assu- rance of a world behind and be- yond the world we see, and of some- thing within us by which we are in contact with it. We could never presúme to set a lirait to means which god may use to bring man to the realisation of spiritual life“. A íslenzku: „Það getur verið, að vér kunnum að vera á þröskuldi nýrra vísinda, sem með öðrum hætti staðfesti vissu vora'um heim bak við og hinumegin við heiminn, er vér sjáum, og vissu vora um eitthvað í sjálfum oss, sem vér notum til þess að komast í sam- band við þann (ósýnilega.) heim. Vér gætum aldrei ætlað oss þá dul að setja takmörk þeim ráðum, er guð kaun að nota til þess að fá manninn til að gera sér gi’ein fvrir andlegu lífi“. Þetta var nú í nefndarálitinu. En í sjálfriályktuninni, sem fundurinn samþykti, er lýst yfir því, að bisk- uparnir séu reiðnbúnir til þess að vonast eftir og fagna nýju ljósi frá sálarrannsóknunum yfir hæfileika og framþróun mannsandans, og að þeir kannist við það, að árangur rannsóknanna hafi hjálpað mörg- um mönnum til þess að finna and- legan tilgang í mannlífinu og kom- ið þeim til að trúa. á áframhald lífsins eftir dauðann. Og hvergi er einu orði á það minst,hvorki í nefnd arálitinu né ályktuninni, að það sé „móðgun við truna , sem salar- rannsóknarmenn og spíritistar eru að hafast að- Ensku biskupamir bíða með eftirvænting og fögnuði eftir nýju ljósi frá salarrannsókn- unum, eins og eg hefi nu sýnt. N\i leyfi eg mér að spyrja: Er þetta afstaða dönsku kirkj- unnar til málsins? Ef svo er ekki, þá er undarlegt af henni að vera að beita fyrir sig þessum Lambeth-fundi. En sé af- staða hennar í raun og veru sú sama eins og Lambeth-fundarins, þá eru þessir dönsku prestar, sem hafa verið að rita nm málið, fremur óhentngir fulltrúar liennar. Er annars ekki varlegra fyrir dönsku kirkjuna að minnast sem minst á biskupa-kirkjuna ensku í! samhandi við þetta mál? Það er alkunnugt, að fjöldi af prestum hennar aðhyllist spíritism- * ann, prédikar hann hiklaust og rit-' ar um liann fyrir almenning. Sum- ir þeirra eru í hópi helztu leiðtoga 1 spíritismans. Við engum þessara manna liefir ; verið lireyft af biskupanna hálfu.' Þeir sitja í embættum sínum, vel metnir og jafnvel í hávegúm hafðir. Hvað raundi verða gert við slíka menn í Danmörku ? Eg veit það auðvitað ekki. Dr. Hoffmeyer getur að sjálfsögðu gert sér miklu nákvæmari hugmynd um ; það. En megi nokkuð ráða af máli Arboe Rasmussens prests, þá virð- ist ekki ósennilegt, að eitthvað yrði l'átið gerast sögulegt í lífi þeirra. Að lokum eru tvö atriði í grein dr. Hoffmeyers, sem eg skil ekki að fullu- Eg vona, að honum verði Ijúft að gefa þær skýringar, sem þorf er á. Annað er það, að hann segir, að . vísindi vor“ vísi sönnunum spífit- ista á bug- Hver eru þessi „vísindi vor“ ? Eru það vísindi Dana? Eða. eru það vísindi nútímans? Eg veit ekki til'þess, að neinn * danskur vísindamaður hafi rann- sakað þessar sannanir og vísað þeim á bug. Eg veit ekki til þess, að sá danski vísindamaðurinn, sem tekið hefir að sér að andmæla spíritismanum, hafi komið á nokk- urn rannsóknafund, þar sem slíkra sannana var að vænta. Hitt er mér kunnugt um, að skorað hefij verið á hann að gera það, og að hann hef ir afsagt það, ineð þeim ummælum, að það gerði hann ekki, nema stjórn kenslumálanna.skipaði.sér það. Svo að eigi dr. Hoffmeyer við dönsk vísindi, þá get eg ekki sagt, að það verki beinlínis sannfærandi á mig. En eigi hann við vísindi nútím- ans, þá virðist mér staðhæfing hans í meira lagi hæpin. Eg veit ekki betur en að rétt séu ummæli'n, sem stóðu fyrir örfáum árum í ,JonmaT j ameríska Sálarrannsóknafelagsins,; undir ritstjórn prófessors Hyslops, \ og tekin voru upp í bók mína „Trú og sannanir“ : „Sama sem hver einasti rannsókn-; armaður, sem hefir verið hæfur t.il starfsins og lagt stund á að kynna ' sér fyrirbrigðin,he|ir sannfærst um 1 sambandið við annan 'heim“. Er þá ekki nokkuð djarft að full- yrða afdráttarlaust, að',vísiiidi vor‘ vísi söunununum á bug? ! Á hinu atriðinu hrestur mig ef til vill skilning fyrir þá sök, að eg cr, því miður, ekki guðfræðingur- En svo er um flesta lesendur Morg- vmblaðsins, og eg get því hugsað mér, að margir þeirra séu í sömu vandræðunnm. Dr. Hoffmeyer segir, að það sé „fagnaðarhoðskapur hinnar dönsku kirkju“, „að ekkj sé hjálpræði í neinu nafni öðm en nafni Jesú“. Við hvað á hann? Það er svo örð- ugt fvrir okknr leikmenn ftð skilja mál löngu liðinna alda. Við þráum svo mikið, að við okkur sé talað með þeim orðatiltækjum, sem við skilj- um. Og úr því að þetta er „fagnað- arboðskapur hinnar dönsku kirkju“, þá geri eg ráð fyrir, að okkur leikmönnum sé ætlað að skilja. Fvrir því spyr eg: Við hvað á dr. Hoffmeyer? Á hann við það, að engir geti átt hjálpræðis von í öðrum heimi, nema þeir hafi trúað á Jesúm í þéssu lífi ;— að faðir vor á himn- 11111 hafi engin ráð til þess að þeir geti nokkru sinni farsældina öðlast, ef þeim hefir ekki auðnast að eign- ast þessa trú hér í iheimi ? Sé þ e 11 a „fagnaðarboðskapur hinnar donsku kirkjn“, þá er mjög skiljanlegt, að hún sé spíritismam- um andvíg. Enginn spíritisti trúir þessn. Og eg er hræddur um, að þeir verði líka nokkuð margir, ntan spíritismans, að minsta kosti hér á landi, sem þyki þett'a fremur Ijót og geigvænleg kenning en fagnað- arboðskapur- Eða á hann við það, að til þess að öðlast farsæld í öðrum heimi, verði menn, annaðhvort þessa heims eða annars, að njóta liðsktnis Jesú Krists til þess — þiggja þá hjálp, sem liann, konungur dýrðarinnar, hefir á boðstólum? Sé „fagnaðarhoðskapur hinnar dönsku ltirkju" fólgvin í þ es s u, þá er mér ekki skiljanlegt, hvers vegna hún amast við spíritisman- um af trúarlegum ástæðum. Spírit- isminn er ekki í neinu ósamræmi við slíkan fagnaðarboðskap. Margir spíritistaiv mundu auðvitað segja, að um þetta viti þeir ekkert. En þeir mundú jafnframt segja, að þeir viti ekkert, sem afsanni þetta. Að liinu leytinu er það áreiðanlegt, að fjölda. margir spíritistar hafa einmitt þessa sannfærmg. Auð’vitað getur verið, a§ dr. Hoffmeyer eigi við eitthvað enn annað, sem eg hefi ekki getað gert- mér í hugarlund. Hvað er það þá? Spyr sá, er ekki veit. Einar H. Kvaran. lilli Canii 05 Islanös. Eftirfarandi grein birtum vér hér eftir Heimskringlu. Símfregn frá Montreal segir að Árni Eggertsson sé með umboð frá stjóm íslands, til þess að reyna að koma á föstum viðskiftum milli íslands og Canada, og að fastar skipaferðir eigi að takast milli landanna, ef viðskifta- sambandið takist. Einnig segir fregnin, að Árni eigi að semja um lán eða á- byrgð við Canadastjórn, til þess að verzlunin gangi greiðlegar, að því er vér fáum skilið. Sé fregn þessi sönn, sem vér efum engan veginn að sé, er hér stigið stórt spor í áttina til þess að gera varanleg tengsli á milli þessara tveggja landa, -sem oss eru kærust. Skipagöngur milli þeirra gera heimferðir til gamla FVóns- laugtum auðveldari en áður, og gerir eins frændum vorum fyrir austan ál- ir n mögulegt að koma hingað vestur í kynnisfarir. Frá þessu sjónarmiði er fregnin hið mesta gleðiefni, því að böndin, sem tengja Austur- og Vestur- íslendinga, þjóðernið, tungan og ástin á Fjallkonunni, verða traustari og var- anlegri. Frá viðskiftalegu sjónarmiði er fregnin engu minna kærkomin. Við- skifti milli þessara tveggja landa ættu að geta verið hagkvæm og arðvænleg fyrir bæði, því eins og markaður er fyrir Canadiskar afurðir heima á ís- landi, eins ætti að verða auðvelt að skapa markað fyrir íslenzkar afurðir hér. Aðalvaran, sem héðan mundi flytj- ast til íslands, yrði þó auðvitað hveiti. Kol mundi tæplega borga sig að flytja héðan o£ ekki heldur iðnaðarvörur; þær mundu flestar ódýrari í Evrópu- löndunum, að skófatnaði undanskild- um. Hann mun engu dýrari hér en í Evrópu á vanalegum tímum, og eins og nú er, mun hann talsvert ódýrari hér. Eins mun sykur engu dýrari hér eu hinumegin við liafið. En sem sagt, þótt ehkert væri flutt héðau annað en hveiti, þá væri það eitt nóg til jþess a<5 blómleg viðskifti gætu tekist milli landanna. En hvað getur Island aftur flui.t ti.l Canada ? Ekki síld. Canadamenn kunna ekki að eta hana, og vér efumst um að hægt væri að kenna þeim það, jafn- vel ekki Vestur-íslendingum. Fyrir saltaðan fisk er hér heldur enginn markaður svo teljandi sé, né aðrar fisktegundir. Fyrir þorskalýsi er hér dálítill markaður, og eins fyrir dún, sérstaklega þó æðardún. Aftur á móti er hér enginn markaður fyrir ull, og‘ ekki heldur fyrir húðir og gærur, nema e? vera skvldi fyrir ullarmikil og vel verkuð sauðskinn. Hvað er það þá, sem ísland hefir að bjóða, og^ sem Canada þarfnast? — Kindakjöt. Já, kindakjöts þarfnast Canada. — Eins og nú er, eru fluttir inn hingað árlega tugir skipsfarma af kindakjöti frá Nýja-Sjálandi. Kjöt það er miklu grófgerðara og verra en íslenzba sauða- kjötið, og er það því engum vafa undir orpið, að íslenzka kjötið mundi seljast hér vel. En það er þýðingarlaust með öllu að senda hingað saltað kjöt í tunn- um; fyrir það er enginn markaður. Kjötið verður að koma hingað nýtt eða frosið. Vér vitum að venjan á íslandi hefir verið að senda aðeins saltkjöt á útlenda markaðilm, en það mun hafa aðallega komið til af því, að öðruvísi var ekki hægt að flytja kjötið út án þess að það skemdist. 'Nú skilst oss sem kælirúm séu í íslenzku skipunum, sem hingað koma, og ætti (því að vera vandalítið að koma kjötinu óskemdu hingað, ón þess að það yrði saltað í tunnur. Lengri er vegalengdin frá Nýja Sjálandi, og ekki dettur mönnum í hug þar að höggva kjötið niður og salta það. Kjötskrokkarnir eru fluttir það-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.