Ísafold - 06.12.1920, Side 2

Ísafold - 06.12.1920, Side 2
2 ÍSAFOLD aa í heilu lagi á skip út og settir í kœiirúmin, og lnngað koma þeir eftir fimm vikna sjóferð, og þá óskemdir. Slíkt hið sama ætti að gera við íslenzka kjötið, og það myndi seljast bæði fljótt og vel. Canada og ísland gætu þannig haft gagnskifti ;á hveiti og kindakjöti, og þó að gengismunur sé ærið mikill á krónunni og dollarnum, þá mundi það jafna sig upp, ef verzlunin yrði álíka mikil á báða bóga. það getur meir en vel verið, að bæði löndin hafi ýmsar af'urðir, sem þau gæti selt hvort öðru og haft hag af. Vér erum ekki svo verzlunarfróðir, að vér getum þar um dæmt. En þótt verzl- unin væri að eins fólgin i þessum tveim ur aðalafurðum, sem vér höfum minst á þá ætti það að vera nægilegt til þess, að koma föstum og varanlegum við- skiftum á milli landanna. „Tíminn'1 er alt aí' að hampa þvi, að hann sé bændablað, og er því fróðlegt að athuga, hversn margir bændur á þingi fylgja honum, því að af því má óhikað ráða fylgi hans úti um land, þar sem þingmenn verða »ð skoðast ímynd kjósend- anna- Þessir bændur eiga nú sæti á þingi: Þorleifur Jónsson, 'Pétur Ottesen, Pétur Þórðarson, Hákori) Kristó- fersson, Þórarinn Jónsson, Guð- niundur Ólafeson, Jón Sigurðsson, Stefán Stefánsson, Einar Arnason, Björn Hallsson, Sigurjón Friðjóns- son, Hjörtur Snorrason. Af þessum 12 bændum eru aðeins 4 flokkmenn „Tímans“ eða Fram- sóknarflokksins, sem sé Þorleifur Jónsson, Guðm. Ólafsson, Jón Sig- urðsson og Einar Arnason. Það er því að eins þriðjungur þingbænda, sem fyllir þann flokk, en hinir bændurnir eru í Heimastjómar- og Sjálfstæðjsffokknum, 4 í hvorum, eða jafnmargir og í Framsóknar- flokknum. Af þessú ’leiðir það, að ef leggja á bændatöluna til grund- vallar, hafa allir þessir flokkar sama rétt til að teljast bændaflokk- ar. „Tíminn“ siglir því hér eins og oftar undir fölsku flaggi, skreytir sig með fjöðrum, sem hann á ekki 'Og ’hefir ekki heldur fengið að láni. Hiann er ekki eins ráðvandur og krákutetrið, sem fékk þó skraut- f jaðrimar að láni. Að þessu er þann veg farið, sem að 'framan er sagt, sést enn betur, ef athugað er hverr- 'ar stéttar menn það eru, sem fylla „Framsóknarflokkinn“ að öðru leyti. En það eru: 1 fyrv. ráðherra og fyrv. bóndi (Sig. Jónsson), 1 barnakennari og sjávarútvegsmað- ui' (Þorsteinn Metúsalem) og 1 um- boðsmaður og sjávarútvegsmaður (Sv. Ölafsson). í einhvers konar sambandi við flokkinn em 4 menn (útibússtjóri, læknir, málfærslu- maður og sjávarútvegsmaður). — Bændur í flokkum eru því í miklum minni hluta og væri því fróðlegt að vita hvaðan Maðinu kemur heim ild til að þykjast vera málgagn bænda öðrum blöðum fremur. Sjálf- •stæðisflokkurinn getur talið sig bændaflokk með meira rétti, því að í honum er meiri Mutinn (4 af 7) bændur, og Heimastjómarflokkur- inn hefir einnig meiri rétt tii að teljast umboðshafi bænda en Fram- sóknarflokkurinn, því að auk hinna nefndu 4 bænda fylla þann flokk 2 af hinurn merkustu uppgjafa bænd- um þessa lands (Pétur Jónsson og Guðjón Guðlaugsson). Af þessu sóst þá, að málgögn Heimastjórnarflokksins og Sjálf- stæðlsflokksins (ef nokkur væru) hafa meiri rétt til þess >að kalla sig bændablöð en Tíminn, sem þykist vera má'lgagn Framsióknarflokkis- íjis, þótt reyndar örfáir úr flokkn- u m vilji viðurkenna pólitisku randa fluguna og mjólkurkaupmanninn í Laufási, sem málsvara sína. En fyrir munn hvaða. bænda tal- ar þá blaðsneypan? Spvt' sá, sem ekki veit. fpá löndiim uestanhals. Frú Stefanía Guðxmmdsdóttir leikkona er nú komin vestur til Winnipeg og hefir verið tekið þar með kostum og kynjum. Er hún byrjuð að leika, og fyrsta hlutverk- ið, sem hún hefir sýnt sig í þar vestra, er Úlrikka í Kinnarhvols- systrum. Segist „Lögbergi“ svo frá leik hennar: „.... leikur frú Stefanía Guð- mundsdóttir svo aðdáanlega vel, að vér höfum sjaldan séð hlutverk bet- ur af hendi leyst á nokkru leiksviði. Málrómurinn, framburðurinn, hver hreyfing hennar er svo skýr og nátt úrleg og samræmið í leik hennar svo gott, að á honum virðist ekki nokkur bláþráður. Sumstaðar er leikur frúarinnar svo tilkomumik- ill, eins og t. d. þar sem hún kallar fra.m bergkonunginn, að hún ná- lega dáleiðir áhorfendurna.* ‘ Bjarni Bjömsson leikur bergkon- unginn og fær mikið lof. Börn frú Stefaníu, Óskar og Anna leika einn- ig í þessu ieikriti. Áformað er að leikflokkurinn ferðist um bygðir íslendinga vestan hafs í vetur. * Mannslát. Látinn er á síðastliðnu sumri bóndinn Ámi P. Jónsson í Spanish Frok, Utah, liðlega fertugur að aldri, fæddur 8. september 1879 í Vestmannaeyjum. Banamein lians var berklaveiki. Slri yfir frumvörp, sem konungur sam- þykti í ríkisráði hinn 15. nóv. þ. á., að leggja megi fyrir Alþingi það sem koma á saman hinn 15. febr. næsta ár. 1. Frumv- til laga um tekjuskatt og eignarskatt. 2. Frv. til laga um fasteignaskatt. 3. Frv. til laga um aukatekjur ríklssjóðs. 4. Frv. til laga um stimpilgjald. 5. Frv. til laga um erfðafjárskatt. 6. Frv. til laga um útflutings- gjald af síld. 7. Frv. til laga um vörutoll. 8. Frv. til laga um breytingu á 1. gr. tolllaga nr. 54, 11. júlí 1911. 9. Frv. til laga um lestagjald af skipum. 10. Frv. til laga um hreppskila- þing. 11. Frv til laga um verðlag. 12. Frv. til laga um breyting á þeim tíma, er mauntalsþing skulu háð. 13. Frv. til laga um einkasölu á tóbaki og áfengi. 14. Frv. til laga um lífeyrissjóð embættismanna og ekkna þeirra. 15. Frv. til vatnalaga. 16. Frv. til laga um vatnsorkusér- leyfi. 17. Frv. til laga um hlutafélög. 18. Frv. til laga um skipulag kauptúna og sjávarþorpa- 19. Frv. til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina að leyfa Islands- bank-a að gefa út alt að 12 milj. kr. í seðlum, án aukningar á málm- forðatryggingu þeirri, sem hann nú hefir. 20. Frv. til laga um viðauka við lög 8. marz 1920, um heimild fyrir landstjómina til að takmarka eða banna innflutning á óþörfum vam- ingi. 21. Frv. til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til að taka í sínar hendur alla sölu á hrossum til út- landa, svo dg útflutning þeirra. 22. Frv. til laga um breyting á lögum nr. 54, 30. júlí 1909, um stofnun vátryggingarfélaga 'fyrir fiskiskip. 23. Frv. til laga um beyting á 77. og 78. gr. fátækralaga 10. nóv. 1905. 24. Frv. til laga um stofnun og slit hjúskapar. 25. Frv. til laga um afstöðu for- eldra til skilgetinna barna. 26. Frv. til laga um afstöðu for- eldra til óskilgetinna barna. 27. Frv. til laga um breyting á lögum nr. 36, 26. okt. 1917, um stofnun aiþýðuskóla á Eiðum og afhending Eiðaeignar til landssjóðs 28. Frv. til laga um afnám laga nr. 12, frá 18. sept. 1891, um að ís- lenzk lög' verði eftirleiðis að eins gefin út á íslenzku. 29. Frv. til laga um einkasölu á lyf jum. Fjárlagafrumv. og íjáravikalaga- frumv. eru að sögn eigi tilbúin og sjálfsagt má vænta einhverra fleiri frv., þar sem enn þá er nokkuð langt til þings. Síðastliðið sumar birtist í Morgun- blaðinu og Tímanum skilagrein Kötlu- •samskotanna ásamt þakklæti til gef- endanna frá sýslumanni Skaftfellinga „í umboði sýslunefndar Yestur-Skafta- fellssýsln“, — jafnframt birtist at- hugasemd frá Sláturfélagi Suðurlands. Oss undirrituðum sýslunefndarmönn um er kunnugt um að athugasemd Slát- urfélagsins er í alla staði rétt, og lýsum því hér með yfir, fyrir vora hönd, að umboð það, er vér gáfum oddvita sýslu nefndar á síðasta sýslufundi, til að þakka gefendum, náði ekki til þess að honum væri heimilt að gera tilraun til að ófrægja þann gefandann, er varð annar sá fyrsti til að bjarga Skaftfell- ingum úr eldsneyð. Oss er ekki kunn- ugt um að nokkur Skaftfellingur annar en sýslumaðurinn, telji hjálpina sem landsstjórnin og Sláturfélagið veittu Skaftfellingum, með sendingu björgun- arskipsins Geir með salt og tunnur að Skaftárósi, einskisverða. þvert á moti vita Skaftfellingar það vel, að fjár- framlag það, er tii þess gekk, var svo miklu dýrmætara en nokkrar krónur eftir á, að slíkt verður ekki með tölum talið, því enginn veit nú hve mikil neyð hefði orðið í sýslunni, ef salt og tunnur hefðu ekki komið á þann stað, og á þeim tíma. í nóvember 1920. Lárus Helgason. Bjarnfr. Jóh. Ingimundsson. Flestum mun kunnugt, og þó í öllu falli sýslunefndarmönnum, að í raun Og veru varð sending björgunarskips- ins' Geir að Skaftárósi allri; sýslunni í heild til bjargar, Sýnilegt er það, ið eg, sem þá var í Vík við forstöðu slát- urhússins, og hafði þá mjög takmark- aðar liirgðir af tunnum og salti, hefði að sjálfsögðu ekki getað tekið á móti öllu því fé, er vesturhluti sýslunnav þurfti að farga umfram það er áður var ráðgert, ef ekkert hefði komist af tunnum og salti að Skaftárósi, helduv hefði eg orðið að geyma nokkuð af tunn um og salti í Yík, í þeirri von að mönn- um úr eystri hluta sýslunnar tækist að brjótast með eitthvað af fé sínu til Víkur, þegar mestu gos-ólætin voru af- istaðin, og það því fremur, sem margir iþar voru ekki búnir að reka neitt til slátrunarhússins þegar Katla kom. pó slíkt hefði ekki verið árennilegt, þar sem þá befði verið kominn vetur og allra veðra von, var samt sjálfsagt að leggja á það fremsta að koma einhverju af fénu á markað þótt seint væri, held- ur en að láta ekkert verða úr því, eða minna en ekki neitt. pað fór best á >því sem varð, að vestri hluti sýslunnar ra>ki til Víkur og notaði þær tunnur og salt er þar var, en eystri hlutinn notaði tunnurnar og saltið er „Geir“ fór með að Skaftárósi og kastaði þar í sjóinn, sem var eina ráðið til þess að nokkuð kæmist þar á land. Sem betur fór hepnaðist þetta, svo isem kúnnugt er, iþannig að mestan hlutann rak strax á land, og eiga hlutaðeigendur alt ann- að skilið en vanþakklæti fyrir þá drengilegu hjálp. Enda er mér kunnugt um að fleiri sýslunefndarmenn eru odd vita alt annað en þakklátir fyrir at- hugasemd þá, er hann setti við gjöf Sláturfélags Suðurlands; en af hvaða ástæðu þeir hliðra sér hjá að láta þá skoðun sína koma fram opinberlega, vita iþeir best sjálfir. Lárus Helgason. Kúgaðui' með tárum. Eftir * C. Haddon Chambers. Það eru hrellingar hjónabands- inSjSem Leikfélagið hefir lagt stund á <að sýna bæjarbúum á þessu ári. Það byrjaði með hinum nýja harma leik Kambans um konuna síljúg- andi, og nú er nýtt hjónaband til meðferðar, í þessum ensba leik, sem verið er að sýna, og þar er ^onan sígrátandi. Annars eru þessj tvö leikrit sitt af hvoru sauðahúsi. Efni þessa enska leiks er í stuttu máli þetta: Clement Parbury rit- hofundur og kona, hans hafa verið gift í fimm ár. En á heimilinu hefir að eins einn vilji verið ráðandi, sem só konunnar. Þegar hjónunum hef- ir sýnst á sinn veg hvoru, hefir jafn an farið svo, að maðurinn hefir orð- ið að láta undan. Konan hefir haft það óbrigðu'la vopn til þess að koma sínu fram, að fara ált af að skæla, ef maðurinn befir viljað hafa ein- hverja skoðun, sem henni var ekki að skapi, og tár konunnar hafa alt iaf riðið baggamnninn — maðurinn ekki staðist þau og látið undan. Hann e'r því engan veginn öfunds- verður af tilverunni og hjónabands sælan ekki reidd í þverpokum. - Á heimilinu er ung stúlka, Hya- eintha Woodward, og er hún skrif- ari mannsins. Hún er' saklaus ein- stæðingur og umkomulaus, þrett- ánda barn foreldra sinna. Frú Par- bury fær þá skoðun, að stúlkan sé eð draga sig eftir húsbóndanum, og er sú ástæða til, að hún sér stúlk nna kyssa mynd af honum. Verður hun hamslaus af afbrýðissemi og krefst þess, að stúlkan verði tafar- laust látiu fara hurt af heimilinu, en vill þó ekki. segja manni sínum ástæður fyrir kröfunni. En maður- inn vill engan veginn láta svipta sig aðstoð stúlkunnar og tár kon- unnar verða árangurslaus. Ilún hleypur á burt heim til föður síns, og horfir nú liið versta við. En æskuvinur húsbóndans, Georg Cunu ing, sem kemur í heimsókn á heim- ilið um sama leyti, verður til þess ao bjarga málinu. Hann verður ást- fanginn af stúlkunni og þau trú- lofast. Og þá fær gráturinn aftur frið í hjarta sitt og tekur manninn í sátt og augu hennar opnast fyrir því, að hún hafi verið um of ráð- rík við manninn sinn. Efnið er ekki viðamikið, almenn- ur þáttur úr daglegia lífinu, en öllu er vel fyrir komið og samtölin skemtileg, þó ýmislegt hljóti að liafa farið forgörðum í þýðingunni, því íslenzkan getur ekki endur- speglað orðaleiki þá og útúrsnún- inga, sem enskir höfundar leggja svo mikla alúð við í leikjum af þessu tagi. Gerir þessi leikur all- miklar kröfur til leiks og til þess að heildaráhrifin verðj góð, verða tallir leikendur að vera góðir og samleikurinn eðlilegur.Virtist nokk urt los á leiknum fyrsta kvöldið, eins og nokkúð hefði skort á æfing- ar.Frúna leikur frú Guðrún Indriða dóttir, og var leikur hennar ágæt- ur í alla stáði, svo ekki varð betra kosið. Manninn lék Ragnar E. Kvar an, skrifarann frú Soffía G. Kvar- an, en vin mannsins Ágúst Kvaran. Stefán Runólfsson leikur gamlan þjón á heimilinu og Friðfinnur Guðjónsson föður frúarinnar, gtaml an ofursta. Áhorfendur hafa skemt sér vel undanfarin leikkvöld og á leikur- inn skilið að aðsókn verði góð. Herra ritstjóri! Þótt eg sé ekki kominn til íslands til þess að deila á menn, mun nauni- ast nokkur hafa láð mér 'að eg fann mig knúðan til að konia með dálitla athugaseind í tilefni af árás, sem gerð 'bafði verið á kirkju þá, sem eg þjóna og tel mér sæmd að þjóna. Þegar menn svo hafa lesið grein þá, er hér fer á eftir, munn menn vissulega enn síður lá mér, 'að mér- hefir fundist eg knúður til að koma' fram með hana. Mig langar til að bregða birtn á nokkur einkennileg atriði í frá- sögu hr. Kvarans, um afstöðu Lambeth-fundarin.s til spíritism- ans. Hr. Kvaran vitnar í nefndarálit það, er kjörin nefnd 37 biskupa lagði fyrir fundinn. Hr. Kvaran til- færir nokkrar málsgreinar, þar sem géfið er í skyn, að verið geti, að vér kunnum að vera á þröskuldi nýrra vísinda, og að aldrei gætu biskuparnir ætlað sér þá dul, að sétja takmörk þeim ráðum, sem guð kynni að geta notað, til þess áð fá mamtitm til að géra sér grein fyrir andlegu lífi. Lesendur Morg- unhlaðsins rekur að sjálfeögðn minni til þessarar tilvitnunar, sem grein hr. K. flutti bæði á ensku og íslenzku.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.