Ísafold - 27.12.1920, Blaðsíða 1

Ísafold - 27.12.1920, Blaðsíða 1
XLVII. Arg. Reykjavik, Máandaginn 27. desember 1920. f! Sncmma á þessu ári mynduðu út- gerðarmenn hér í bæ með sér fje- lagsskap til þess að koma betra skipulagi á síldveiðina og sölu þeirr • Mr síldar, er aflaði'st hér við land af íslendingum. Yar það samlag stofn- a's 16. febr. og gengu í það allir síld- anitgerðarmenn, er fundinn sóttu. petta samlag hafði þó af ýmsum ástæðum eigi tök á því að kom* neinu verulegu í framkvæmd í sum- ar sem leið, end» rar eigi beint til þess ætlast. Nefnd var kosin til að undirbúa inálið rækilega til næsta árs og koma félagsskapnum í fastar skorður. A fundj síldarútgerðarmanna fyr ir nokkru, þar sem mættir voru 24 síldarútgerðarmenn úr Reykjavík og grend og fulltrúi fyrir alla síld- arútgerðarmenn á ísafirði, var gam- þykt með öllum greiddum atkvæð- um að stofna eitt allsherjar síldar- fétag fyrir landið. Yar félagið nefnt „í slemeka síldarsamlagið* ‘. Lögin ecu þau sömu, eem samþykt voru á stofnfundi hins fyrra samlags, þó með ýmsum bráðabirgðaákvæðum og þeim viðauka, að þau skuli „end- urskoðast tímanlega á nœsta vori“. Það yrði of langt mál hér að geta nánar hinna ýmsu ákvæða laganna, ee tilgangur félagsins, eins og frá honum er skýrt. í 2. gr. laganna, er, a<ð tryggja síldveiöar íslendinga og eíla þær, að annast umbætur á verk- un og frágangi útflutningssíldar, benda á heppilegri vinnn og verkun waðferðir, að annast sölu á síld samlagsmanna, aC kynnast sem bezt njarkaði í ýmsiun löndum og gera tiann víðtækari, aS bæta verð síldar- artnnar 0. *. frv. Svo sem séð verður, er þetta ærið slarf, sem fyrir félaginu liggur. —Það blandast engum, er um þetta mál hugsar, hugur um það, að stofn- un slíks félagsskapar, er hér ræðir ron, er hinn allra þarfasti. Það er swnnarlega mál til þess komið að íslendingar læri af þeirri reynslu, ec þeir hafft fengie í verkun og söln á síld síðustu árin. Því miður hefir reynslan orðið útgerðarinönnum injög dýrkeypt. En þeir mega í sumum tilfellum sjálfum sér um kenna. Það hefir verið ósamræmi í meira Lagi í síldarútveginum. Hver liefir pukrað í sínu korni, eftirlit nieð verkun síldarinnar og með tunnunum hefir verið mjög ábóta- vant, en árangurimi orðið sá, að síldin hefir ekki selst því verði, sem búast hefði mátt við. Með stofnun þessa félagsskapar kemst á samræmi milli afla og eftir- spurnar og getur því orðið til þess, að hækka mjög verðiC og með því tryggja þann atvinnuveg vorn, sem Vissulega á fyrir sér blómlega fram- tíð ef vel er að farið. Síldarútveg- urinn á að geta orðið landsmönnum mjög arðvænlégur, ef réttilega er að farið, en hann verður það aldrei nema með almennum samtökum allra síldarútgerðaimanna. peim er sjálfum mestur hagur að því, að varan sé vel verkuð og að sem bezt verð fáist fyrir hana — og að því marki keppir „íslenzka síldarsam- lagið“. Stjórnina skipa þeir Richard Thors, P. A. Ólafsson, Augúst Flygenring og Ásgeir Pétursson. \'ér munum síðar gera mól þetta að umtalsefni og þá athuga nánar ldn ýmsu atriði þess. Sjálfsagt.er áhugi manna á Norð- urlöndum ekki meiri í öðru máli nú en Álandséyjamálinu. Ber margt tii þess. Sumir hafa kallað Álands- eyjarnar Slésvík Svíþjóðar, til dæmis fyrverandi utanríkisráðh. sænski. En 'þótt ekki sé það fylli- lega rétt, þar sem ósk Álendinga að sameinast Svíþjóð er nýlega frarn komin, en áhugi Suðurjóta jafn gamall yfirráðum Pjóðverja, þá er Álaudseyjamálið orðið svo yfirgripsmikið, að heppileg lausn þess mundi hafa áhrif á öll Norður- lönd. Álandseyjar eru mikill fjöidi, yf- ir þúsund, klettaeyjar og hólmar, sem liggja í botniska flóanum, og eru eins og nokkurs konar brú á milli Svíþjóðar og Firinlands. Allar eru þessar eyjar dálítið stærri en Láland. Af þeim eru ekki bygðar nema 150, og eru íbúar þeirra um 25,000. Enginn hefir' alt fram að þess- um tíaiia efast um, að íbúamir væru sænskir. iTafnvel finskir mapmeðlis- fræðingar hafa fullyrt að eyjabúar hefði sænsk. kyn-einkermi. ITefir einn finskur manneðlisfræðingur, Fagerlund, sagt, að 96,2 proc. af Álendingum væru af sænsku kyni. Segir hann um þá meðal annars: Af öllum íbúum Fimilands standa Álendingarnir á hæsta stigi. Þeir ha'fa getað haldið sér óbreyttum, og hafa ekki orðið fyrir svo mikl- um áhrifum af öðrum íbúurn Finn- lands. Þeir eru jafuaðarlega blá- eygðir með ljóst eða ljósbrúnt hár. Þeir sem best þekkja til Álend- inga, seg-ja að þeir séu hreinir af- komendur hinna gömlu víkinga. Við strendunar séu þeir fuglaskytt- ur og' selaveiðarar og áður fyrri sjóræningjar, sem létu greipar sópa um alt„ sem barst upp á ströndina til þeirra. En til sveitanna séu þeir skrítin samsetning af bónda og sjó- áfþnni, sem láti jafn vel að gæta plógsins og áranna og seglsins. Þeir eru sagðir opinskáir, glaðlyndir, skjótir í hugsun og duglegir og ráð- snjallir. Og þeir hljóta að vera miklir verzlunarmenn, því í höf- uðstaðnum, Maríuhöfn, er svo varla nokkur karl eða kona, að ekk; sé hluthafi í emhverju útgerðarfélagi- Og þegar Álendingar fari til Am- eríku, vari það ekki lengi þar til þeir séu búnir að ryðja sér þar til rúms. Rak' við ósk Álendiuga liggur auðvitað liræðsla þeirra við áhrif stjórnarbyltiugarinnar í Rússlandi, og yfir höfnð hræðsla við hinn volduga nágranna í austri, sem hef- ir í augnahliki tapað yfirráðum yfir Finnlandi, en sem mun hremma það við fyrsta tækifæri. Og þá hafa þeir ekki séð neina aðra leið til að forðast þá hættn, en að fá að sam- einast Svíþjóð. Landfræðislega og jarðfræðislega heyra Álandseyja til hiniíi sænsku strandlengju Finnlands. pessi mörg Jiundruð hólmar og sker binda eyj- arnar við Finnland og milli þeirra og þess er þjóðvegur 4 mánuði árs- ins á ís. En hinn tíma ársins sækja Álendingar mjög mikið t.il Stokk- hólms, þar sem þeir fá mai'kað fyrir korn sitt, fé, fisk og timbur. En nú eru úrslit málsins lögð í hendur þjóðabandaiagsins og um- ræður um málið eru því í báðum löndum litlar og verða það meðan þjóðabandalagið hefir ekki gefið fullnaðarúrskurð. Væntanlega verð- ur hans ekki lengi að híða. P i m Guðm. O. Hagalín ritstjóri hefir í blaði sínu „Austurlandí“ ritað langa grein um kirkjulíf hér á landi nú, afstöðu almennings til presta, og þá skyldu, sem hvíli á andlegrar stéttar mönnum vorum. Síst værí unt að segja það, að rit- stjórinn teldi útlitið glæsilegt á kirkjulega sviðinu. Og hann hefir þar — því miður — mikið til síns máls. Hanii stendur ekki einn uppi ineið þá skoðun, að mikill 'þþrri presta vorra safni ekki um sig þeirri athygli og veki ekki þann trú ar þorsta og trúaravÖlun, sem þeim ber. Þeir munu ekki vera næmir á nýjar raddir, s7em ekki hafa heyrt þessu lireyft fyr, og það af mönn- um, sem vita hvað þeir segja og fundið hafa orðum sínum stað. Hagalín telur kirkjuna ekki vera orðna annað nú hér á landi en „skírnar, fermingar og greftrunar- stofnun“. í guðshús komi menn varla nemia þegar fermt er, grafið eða harni gefið nafn. Og á öðrum stað fullyrðir hann, að „kirkjan ís- lenzka sé nú svo að segja hringl- andi beinagrind, lioldlaus og merg- laus' ‘. Eg sé ékki betur en að þarna sé glófanum kastað til keimimanna okkar, og að þeir megi vera rólynd- ir, ef þeir taka hann ekki upp. Fyrir mitt leyti held eg, að þessi dómur ritstjórans sé ósanngjarn. Eg held, að liann byggi gtundvöll sinn á of takmarkaðri þekkingu og of þröngu útsýni. Og enn fremur að hann bindi sig of mjög við það, sem var, en komi ekki auga á það, sem er að skapast, þær lífshræring- ar, sem óneitanlega eru nú teknar að láta á sér hæra í íslenzku kirkju- og trúarlífi. íslenzk kirkja á yfirleitt enga sök á því, þótt svo sé háttað kirkju- fefðum einhversstaðar á landinu, að þar sé aldrei kirkja notuð uema þegar fermt er eða jarðsunginn maður. Kirkjulífið kann að vera vel vakandi, trúarþörf mikil og lífs hræringar á því sviði öflugar, þótt einhver prestur hafi mist tökin á söfnuði sínum, eða ef til vill aldrei liaft þau nein. Og þegar til safnaðanna kemur, þá er vandráðið þar til lausnar á uiálinu, sem ritstjórinn bendir á, að .söfnuðirnir losi sig hið fvrsta við þann prest,sem ekki megni að halda þeim vakandi fyrir ræðum sínum. Sumum söfnuðum er ómögulegt að halda vakandi, sumstaðar er ómögu legt að knýja fram trúarþorsta mánna eða fylla þá lotningu fyrir guðsþjónustugerð. Þar hefir marg- ur presturinn sáð á klakann og uppskeran orðið eftir því. Hinu ber heldur -ekki að neita, að víða — alt of víð-a —- eru prest- ar, sem betur væru komnir ein- hversstaðar annarstaðar en í pré- dikunarstól, prestar, sem enga hæfi leika haf.a til þess að ná inn að hjarta fólksins, engan trúareld eiga, sem vemnt getur iaðra, prestar, sem láta sér í léttu rúmi liggja, hvort þeir fá nokkurn tíma eða aldrei tækifæri til þess að tala um það, sem bindur þá og söfnuðina sainan: guðshugmyndina og guðs- traustið. En í þessu sambandi er ómögu- legt að ganga fram hjá því, að þjóð- félagið hefir ekki búið þannig um presta sína, að þeim geti orðið lang- gæður hinn lifandi eldur. Fáir em- bættismenn vorir bafa þurft að leggja annað eins að sér í lífsbar- áttunni eins og þeir, víða á land- inu. Lífskjör inargra þeirra hafa verið seigdrepandi, og sérlega vel löguð til þess að steingerva hvern mannsanda. Saga margra presta vorra er sannur harmleikur manns- andans. En eins og áður er drepið á, er áreiðanlega tekið að birta yfir ís- lenzku trúarlífi. pað er komið það öldurót á það, að vænta má að þjóð- in vakni við þá hreyfingu. En logn- ið, ládeyðan, mókið er verst. En merkilegt mætti það vera, ef enginn kennimanna vorra fyndi síg knúðan til að hefja umæður um þessa grein í Austurlandi, því svo heggur hún nærri því, jsem þeim verður að teljast helgast. J. F. útgerCarmaCur. 17. þessa mánaðar lézt hér á Landakotsspítalanum Elías Stef- ánsson útgerðarmaður, rúmlega fertugur að 'aldri. Lagðist hann á spítalann fyrir nokkrum vikum all- þungt haldinn af illkynjuðum sjúk- dómi, krabbameini, er síðan magn- aðist svo mjög, að það nú þegar hef ir orðið honum að bana. Elías var ættaður austan úr Rang árvallasýslu.Úr sveitinni kom hann 52. ’öluídað.■ ' * - ■ . -.........- ■ liingað til þess að leita sér atviuim á þilskipum, er þá voru farin að stunda fiskveiðar, og hann dvaldi hér upp frá því. Nokkru seinna byrjaði Elías sjálfur að gera út skip í félagi við aðra. Hepnaðist sú útgerð illa í fyrstu, en þá er Is- lendingar fóru að stunda botnvörpu veiðar, kom Elías upp félagi, sem keypti skip og blómgaðist vel, einkum á stríðsárunum. Græddist Elíasi þá fé mikið, og var hann um eitt skeið talinn vera með rík- nstu mönnum þessa lands. En út- gerð hans varð fyrir ýmsum óhöpp- um síðustu tvö árin, tekjuhalli mik- ill á síldarútgerðinui og ýmsir erf- iðleikar, sem gerðu það að verkum að Elías mun ekki hafa verið ríkur er hann dó. Elías var sístarfandi eljumaður og dugnaðarmaður hinn mesti. Var til þess tekið, hve miklu hann gat komið í framkvæmd og hve mikið hann færðist í fang, mentunarlítill sem hann var. En dugnaður hans og elja, ásamt óbifanlegri trú á þeim fyrirtækjum, er hann réðist í, sigruðu alla erfiðleika meðan heilsan var góð og starfskraftamir óbrotnir. Nafn Elíasar mun æfinlega verða nefnt er talað er um framfarir sjáv- arútvegsins hér á landi, og það í röð þeirra fremstu. Með svo mikl- um áhuga gekk hann fram að starfi sínu, að hann mun sjaldan eða jafu- vel aldrei hafa þóst hafa tíma til þess að fara burt úr bænum. Hann var orðinn rótgróinn Reykviking- ur. Elías var framúrskarandi góðv gerðasamur, og hjápaði fátækum mikið, þótt eigi færi hann hátt með það. Hann vildi umfram alt ekki láta bera mikið á sér. Og sá seöv þetta ritar veit það, að það var h tÞ- um í raun 0g vem móti skapi sð vera riðinn við pólitískar flokka- edilur. En hjá því komst hami þó ekki síðustu árin, þótt eigi kæmí hann sjálfur þar opinberlega fram, Elías var ókvæntur alla æfi. prófastur, Hann lést að heimili *ínu, Stað í Hrútafirði, í fyrramorgun snemma eftir stutta legu í inflúenzu. Síra Eiríkur heitinn var fædur 14. marz 1857 að Reynivöllum í Kjós. Varð hann stúdent árið 1878 og candidat frá prestaskólanum árið 1880. Hann vígðist að Lnndum í Borgarfirði, og var þar prestur í nolckur ár, en fluttist þaðan að Staðarstað, en síðar varð hann prest ur á Stað í Hrútafirði og þar dvaldi hann til æfiloka. Prófastur var hann í allmörg ár, og póstafgreiðslu maður. Síra Eiríkur var hinn mesti fyr- irmyndarmaður og vel virtur af söfnuðum sínum.Kvæntur var hann Vilborgu Jónsdóttur frá Auðkúlu og lifir hún mann sinn ásamt þrem- ur börnum þeirra hjóna.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.