Ísafold - 12.07.1921, Blaðsíða 3

Ísafold - 12.07.1921, Blaðsíða 3
ÍS AFOLD Niðurl. Næsta erindi G. D. kemnr í Tim- anum og byrjar á að hrósa þing- inu fyrir tillöguna um Þingvöll, en litill vegsauki er það fyrir þingið, að taka að sér þessa tálbeitu hans, sem bygð er á svo fölskum oí laus- um grundvelli. Að öðru leyti er þar lítið annað en endartekning á sama röklausa hugsuuarrugliau um Þingvallaskóg, og ný tálbeita um tekjur þjóðgarðanna í Ameríku. Hann telur jafnframt mönnum trú um, að stórfeldar tekjur fáist við það, að leggja Þingvallahraun í eyði og hæna þangað sem mest af þeim lýð, sem frekast eyðileggur. Þá kemur næst i >Vísir€ svar frá G. D. til Ármanns í Bláskógnm, og er það sama vandræða framleiðslan, er hann þar að burðast með að það sé réttmætt, að reka menn af jörð- um, af því þeir búi við rányrkju. Það munu nú flestir bændur búa að meira eða minna leyti við það bjarg- ræði, sem nann kallar rányrkju, þó allur fénaður borgi jörðinni fyrir það, sem hann jetur af henni. Það mætti þá með sama rétti reka alla alla bændur af býlum sinum. Ann- ars ekki skiljanlegt, á hverju ætti að lifa eða á hverju ætú að byggja ræktun á landi, ef ekki þvi, sem hann kallar rányrkju. A þessu marg- umrædda landi væri lika eyðilagt 8—9 kúa fóður af ræktuðu landi; bendir það á, að hr. G. D. kunni ekki þá list, að greina hafrana frá sauðunum. Það er einkennilegt, að eftir allar þessar röklausu lítilsvirðingarprédik- anir G. D. um Þingvelli, skuli fleiri finni hvöt hjá sér að sletta fram röngum staðbæfingum landinu til niðrunar. Timinn segir, að með Ár- mannsfelli sé alt komið í sand og auðn sem áður var blómleg bygð. Það sanna er, að þar var ekki bygð. Þar er skógur í mikilli framför og viða að gróa upp — þar sem vatn ber á. Sandar eru þar ekki nema rákir, sem ekki hafa haft frið til að gróa fyrir fjölförnum almennings- vegi og leysingarvatnslækjnm. Hve*- nær þeir byrjuðu starf sitt má Tim- inn vita. Morgunblaðið, 30. ágúst 1920, segir, að veiði í Þingvallavatni sé að minka. Eftir gefnum skýrslum er hún 1899—1909 að meðaltali: stór silungur 8166; murta 72200. 1910 —I9J9 meðaltal: stór silungur 11200 og murta 99500. Ekki benda þessar tölur á það, að silungsveiðin í vatn- inu sé að minka. Af því, sem að framan er ritað, má draga þessar ályktanir: Að hraunið er að gróa upp og hefir mjög litlum breytingum tekið siðan land bygðist, nema þar sem vatn ber jarðefni inn á það, sem síð- an grær upp. Að hraunið er ekki að blása upp <Jg getur ekki blásið upp. Að skógurinn er fremur í fram- för en afturför og hefir ekki verið mun víðlendari og ekki samfeldur um alt hraunið, þegar land bygðist. Að fénaður eyðileggur ekki land, þar sem hann er eins frjáls og eins fátt um hann og í Þingvalla- hrauni og þyi blómgun landsins minni en menn imynda sér, þó frið- að væri. Að það nær ekki tilgangi sinum, að verja miklu fé til þess að breyta miklu á þingstaðnum, þy{ ferðafólkið og það, sem fyrir það hefir verið i............................................................. ........................................................................ gert, hefir spilt og spillir honum og ekkert annað. Eg býst nú við, að hr. G. D. finni hvöt hjá sér að segja eitthvað um þetta sem eg hefi ritað, og vil eg því benda honum á það, að endur- tekuing á öllum hans rangfærslum eða viðbót við þær og imýndanarugl hans og misskilning,hefir lítið að þýða og sannar ekki neitt. Öðrum, sem þetta kunna að lesa, vil eg benda i, ef þeir trúa betur því sem hr. G. D. hefir um þetta ritað, en þvi, sem eg segi, þá komi þeir og sköði landið. Þá sjá þeir hvernig það er; um hitt, hvernig það hafi verið, eða kynni að verða, er eðlilegt að meun hugsi og skilji nokkuð hver á sinn hátt. Þó mætti ætla, að skilningur og imyndun um það væri sönnu nær hjá vel kunnugum en þeim ókunnugu, þó báðir vildu komast sem næst þvi rétta. /. H, F er ðapistlar. Eftir Bjarna Sæmundsson, Frh. V. Eg var sem sagt á Norðfiríi og ætlaði að verða þar 10—11 næstu daga við fiskirannsóknir og hafði vistað mig hjá gömlum kunningja, Konráði Hjálmarssyni. Hann var náttúrlega ekki vaknaður, því að hann hafði vakað 'eftir mér langt fram á nótt. Eg fékk dót mitt upp á bryggjuna og reyndi að »drífa tíð- ina* með þvi að virða kauptúnið fyrir mér svoua i svefnrofunum. Það hafði vaxið mikið siðan eg sá það siðast (1910) og var nú orðið svo langt, að eg sá ekki fyrir endann á því inn á við. Það smáfjölgaði reykj- unum i húsunum. Eg fór að spyrja einn innborinn mann um hvar Kon- ráð byggi (hann er sem sé kominn á Norðfjörð fyrir fáum árnm) og fékk eg þá góðu upplýsingu, að hann byggi langt inni í bæ. Náði eg loks i drengi á skektu og fékk þá til að flytja mig og dót mitt inn eftir, en ekki að tala um að þeir færu lengra, en inn að búð Konráðs sem þá var verið að opna, * lengra rötuðu þeir ekki. Þar lenti eg í góðra manna höndum og eftir að eg hafði hvilt mig nokkuð eftir siðustu sjóferðina (á skektunni), lagði eg af stað heim til Konráðs, og er það óravegur og vandrataðnr og stóð heima, að hann stóð i dyrunum og var að signa sig, þegar eg kom i hlaðið. Nú var mér borgið. Dagurinn fór í nndirbúning undir starfið, næsti dagur var sunnudagur, þá var rok og stórrigning, þvertof an i loforð Sigurðar; en hann gat ekki viö neitt ráðið, þvi að þetta var ráðstöfun forsjónarinnar »í til- efni af« Hjeraðshátiðinni, sem átti að halda þenna dag. Eg notaði tímann til þess að heilsa UPP á kunningja mina á staðnum, Meðal þeirra er Pál Þormar; eg hafði kynst honum á Sterling aust- ur. Hann býr öllnm ofar, eins og valur á fjallstindi og sér ef eitthvað er á seyði, sem gæti orðið honum að bráð. Hann er veiðimaður með aíbrigðum og svo mikil skytta, að engri skepnu er óhætt fyrir honum um endilangan Norðfjörð. Hann bauð mér náttúrlega á skyttiri — út á tröppurnar hjá sér og — uppá út- lifaðar mjólkurdósir. Hann feldi dós i hverju skoti, þ. e. a. s. altaf hina sömu; en eg er enginn snillingur í skotlistinni og hafði það af að hitta aldrei i 20 skotnm; Páll sagði að vísu, að eg hefði hitt einu sinni, en það var sagt sf kutteisi við gestinn, held eg, en hafi það verið satt, þá hefir það verið storminum að þakka, því að hann hefir þá feykt kúlunni í mark. Páli eru annars fleiri listir lánaðar en þær koma ekki við þessa sögu. Næsta dag setti eg nokkra unga Noiðfirðinga í að veiða smáseyði við bryggjurnar, til aldursrannsókna, borg- aði eg þeim ákveðna auratölu á stykk ið, mest fyrir hin smæstu, sem eg þurfti helst við, og gaf þeim hin stærri (sem æt voru) aftur, þegar eg var búinn að skoða þau. Þótti strák- unum þetta góð verslun og fékk eg fljótt meira en eg þurfti. En eitt- hvað fanst þeim þetta undarlegur fiskikaupmaður, hugðu hann varla »normalan«. Og hefði þessi verslun staðið lengi og náð til alls fisks, mundi eg ekki hafa orðið vel sjeður af öðrum blautfiskskaupmönnum á staðnum; en hún stóð aðeins í tvo daga. Svo fóru Norðfirðingar að róa á heimamiðin og fékk eg brátt nóg af stærra fiski af ýmsu tagi til rann- sóknar, því að smámsaman varð afl inn góður, 2—3 rúm full (eins og Norðfiiðingar mæla það). Var gam- an að sjá smábátana koma hlaðna í bliðviðrinu, sem nú var komið, með tveim til fjórum mönnum á. Minti það mig á gamla tima á Suð- urlandi, þegar menn stunduðu al- ment smábátaveiðar á vorin og sumr- in. Þær hafa nú því miður lag?t all- mikið niður, en eru fremur hægar og kostnaðarlitlar og geta gefið tölu- verðan arð, þegar isan og »labrinn« eru í góðu verði og þar sem fiskur er keyptur háu verði til soðs. En því miður getum við ekki kept með þeim tækjum við útlendinga, né sótt fiskinn á djúpmiðin. Þangað sem hann er vissastur. Eg stóð daglega á bryggjunum og rannsakaði fisk hjá fiskimönnunum, þegar þeir komu að, og spjallaði við þá á milli. Bar þar margt á góma, eins og oftat þegar líkt hefir staðið á, og fræðsla gefin frá báðum hlið- um. Eitt sinn voru áhrif botnvörpu- veiða á fiskinn umtalsefnið. Kom þá í ljós að maður sá, er eg talaði við, taldi það sjálfsagt, að þorskurinn og aðrir fiskar gytu hrognum sinum á botninn og að þau klektust þar. Eg get þessa ekki til þess að niðra þess- um manni, sem var roskinn, þvi að eg býst við, að marga megi enn finna meðal íslenskra fiskimanna sem eru sömu skoðunar, heidur til þess að sýna, hve lengi þekkingin er að breiðast út meðal almennings. Það eru nú yfir 50 ár síðan G. O. Sars prófessor sannaði það, að þorskhrogn- in klektust fljótandi, og 30 ár síðan Gröndal fræddi íslendinga á þessu og 25 ár hefir það staðið i barna- skólalærdómi okkar, að fiskar af þorskaætt og flyðruætt (flatfiskar) gytu fljótandi eggjum. Norðfjarðarkauptúnið stendur, eins og ieiri kauptún við firðina eystra, strandlengis undir brattri brekku, flest húsin niðri við sjó, en nokkur á víð og dreif uppi um brekkuna og að baki þeim gnæfir fjallið hrikalegt upp yfir alt, og mætti ætla, að mjög væri snjóflóðahætt, en ekki ber á þvi. Aftur á móti falla nokkurir lækir niður i gegnum kauptúnið og skera brekkuna óþægilega i sundur fyrir alla vegagerð, enda er tilfinnanleg vöntun á góðum akvegi (Aðalstræti) eftir kauptúninu. Upp úr kauptúninu liggur einstigi eitt mjög bratt um Drangaskarð til Mjóafjarðar. Yfir það var siminn bókstaflega lagður; staur- um varð eigi komið við, svo að jarð- strengur (kabel) var settur i staðinn og báru 100 Norðfirðingar hanu á öxlunum yfir skarðið. — Norðfjarð- arsveitin er faileg, þó að ekki sé hún stór, og útsýnið frá Nesi (sera er eiginlega nafDÍð á kauptúninu) skemti- íegt og íjölbreytt; beint á móti blas- ir Búlandið við, það er fjallið miili Norðíjarðar og Viðfjarðar. Lengra þar inni á fjallinn er röð af háum dröngum, eins og oft sést á Aust- fjarðafjöllunum — síðustu leifar af gömlum hraunlögum; þessi dranga* röð er eins og þar væri tröllaþing; sum tröllin standa, önnur sitja. Fiesta dagana sem eg var á Norð- firði var gott veður, stundam ágætt. A morgnsna var oft þoka, sem var kominn utan úr flóanum, en um dagmálaleyti var húa tíðast farin og var oft gaman að sjá hana þegar hún teygði sig inn með Búlandinu, snjóhvít og iétt, en smáleystist í sundur og »bráðnaði« fyrir sólar- hitanam. Fegurst var að sjá yfir fjörðinn og sveitina ofan af Kúa- hjalla fyrir ofan kauptúnið. Þar er mjög grösugt og meðal algengra fjallabrekkubióma fann eg þar mörg faguiblóm (Frientalis). Það er fá- gæt jutt hér, vex annars i Fljóts- dalshéraði. Eitt kveldið sá eg mjög einkeuni leg ský hátt uppi á vesturlofti, ná- lægt þvi að þau væru yfir Eskifirði Þau voru ljós á lit og var hið stærsta mjög likt kven-sumarhatti í laginu, með iflötum kolli og beinum börð- um og sneri opið niður. Lengd hattsins hefir verið nær tveir km. og hefði verið fróðlegt að sjá þá dömu, sem hefði samsvarað hattinum að stærð. Hann var hét um bil óbreytt- ur í hálftima (kl. 9—9l/2). Vestur af honum var allvíðáttumikið þykni og niður úr því héngu nokkur ský, sem voru nákvæmlega að sjá eins og neðri hluti af klnkkum (bjöllum) en kólflausar þó. fyrir munn »spámannsins«, sést best því, að þessir pistlar eru orðnir til. Við lögðum frá landi og sigldnm út fjörðinn i unaðslegu veðri, |en ekki vorum við fyr komnir ffyrir Hornið en mótblásturinn byjjaði bókstaflega: snarpur suðvestan vind- ur, en með þvi að við áttum að fara inn á Eskifjörð, þá vorum við brátt i logui og blíðviðri aftur. Við- staða á Eskifirði var mjög stutt, því að við áttum að fara inn á Reyðar- fjörð, eins og nú er víst vanalega sagt eystra, inn á Búðareyri og liggja þar um nóttina, en skipstjóri o. fl. ætluðu að nota sér tækifærið að bregða sér upp á Hérað. Kl. 6 um kvöldið lögðumst við að bryggju Johansens i nafnlausri útborg frá ájálfri Búðareyri, sem er nokkru innar. Frá útborginni liggur akbraut, Fagradalsbrautin, upp yfir, npp að Egilsstöðnm og stóð nú uppbúinn vöruflutningabíll handa ferðafólkinu (fólksbilarnir voru báðir i lamasessi), og stigtx á hann Sigurjón skipstjóri, yfirstýrimaður, yfirvélstjóri, Þórhall- ur kaupmaður og tvær frúr, kiknaði billinn mjög i öllum fjöðrum þegar fólkið var að stíga upp í hann. Þoldi eg önn fyrir, að slöngurnar mundu springa strax og liklega hefir bilstj. ekki treyst bilnum of vel, þvi að auk fólksins voru á honum tvær flyðrur, eldstó (eldavél), steinolíuofn og mig minnir tjald, skipskokkurinn og smíðaáhöld o. fl., sem gott hefði verið að hafa með i förinni, ef bill- inn hefði bilað efst á Fagradal um nóttina. Eg hefði gjarnan viijað vera með, en fekk ekki far, enda þótt Htið hefði munað um mig i viðbót við það sem komið var, og samkvæmt gömlu Grindavikur-spak- mæli að »lengi má sletta keilunni á skutinn*. En það fekst nú ekki og varð eg að láta mér nægja, að horfa á eftir bilnum, þegar hann Eg lifði eins og blóm i eggi hjá / loks brunaði upp veginn, másandi Konráði. Hann er fróður um margt, og blásandi, og árna ferðafólkinn víða og oft svaðilfarir á hefir farið sjó og landi og kynst mörgum mönn- um og illa lætur honum aðgerðar- leysi. Hann var nú að reisa nýtiskn fiskþurkunarhús, ekki hlessa á tið- inni. Auk þess er hann spámaður, þó að hann fari dult með það, og verður vikið að þvi siðar. Liðu dag- arnir fljótt og nálgaðist óðnm hinn ro. ág.; en þá átti »Suðurlandið« að koma og taka mig heim. VL Loks rann upp þessi merkisdagur, heiður og bjartur, og kl. 8 f. m. brunar »Suðnrland« inn fjörðinn og var mér þá ekki lengur til setunnar boðið. Eg hafði sofið vel nm nótt- ina og ekkert dreymt. En það var ærin ástæða fyrir mig að stiga á skip með ýmsum hugsunum. í fyrsta lagi voru komnar ýmsar fregnir af tundurduflnm, sem áttu að hafa sést hingað og þangað við Austurland síðustn dagana; hve margt af þvi i rauninni voru tundurdufl, hve maigt kafbáta- neta-kúlur, hve margt austfirskir kálfsbelgir (lóðabelgir) eða jafnvel selshausar, skal eg láta ósapt um, eins hve margar af þess- nm sögum voru gamlar og nú endur- teknar. í öðrn lagi hafði fyrnefndur spámaðnr (hann fylgdi mér nú til skips, til grafar hafði eg nærri sagt) spáð því að »Suðurland« mundi velta um hrygg á þessari ferð (svo valt sagði hann að það væri) og þar með áttu örlög min að vera gefin. Nú, við sáum engin tundnrdnfl á leiðinni (eg get sagt það strax) og hve vel það rættist, sem mælt var allra heilla. Þegar bíllinn var kominn i hvarf, labbaði eg inn veginn, inn á Búðar- eyri, þenna framtiðarstað Austurjands, á eyrum Búðarár, þar sem sjór og land taka best höndnm saman, þar eystra, Á leiðinni var eg að hngsa um það, hvernig þal værl farið að rætast, sem eg fyrir 22 árnm hafði -verið að bolla leggja við menn upp á Héraði (eg var þar á ferð 1898), að setja gufubát á Lagarfljót (mótor- bátar voru þá lítið þektir og alls ekki hér á landi), og leggja akveg frá Egilsstöðum eftir Fagradal, sem eg leit á sem náttúalegasta og auð- veldasta leið af Héraðinu til sjávar, til Reyðafjaiðar. Um dalinn hafði eg aldrei farið og því hefði eg gjarn- an viljað fara nú og sjá veginn, en varð of seinn að panta mér far. Jæja, eg gekk nú niður á Búðareyri; þar er gott pláss fyrir allstóra borg á eyiunum, sem má auka mikið með því að fylla upp á marbakkan- um. Hann er mjög breiður og gerir nú alla bryggjugerð erfiða, en á brún hans getur með timannm orðið langt bólvirki. Nú hafa Samvinnufélögin þar beykistöð sína og voru að reisa þar stórhýsi í snmar. Úr Búðará, og ef tii vill fleiri ám má fá afl. Þegar eg hafði skoðað mig um þarna innfrá, rölti eg*aftur út eftir og fekk þar töluverðan mótorbáta afla að skoða, þvi að þaðan ganga 2—3 bátar, enda þótt langt, og helst til of langt, sé til djúpmiða fyrir smá skip. Var í þessum afla margt af stórþorskum, innan um smáþorsk- inn, eins og oft er á' Austfjörðnm. \

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.