Ísafold - 02.11.1921, Blaðsíða 1

Ísafold - 02.11.1921, Blaðsíða 1
Vikublað. Verð: 5 kr. árg. — Gjalddagi 1. júlí. Símar 499 og 500. Ritstjórar: Vilbjálmur Fitisen og Þorsteinn Gísíason. Afgreiðsla og inn- heimta í Lækjargötu 2. — Talsími 500. ísafoldarprentsmiðja h.f. XLVIII .árg. Reykjavík, Miðvikudagmn 1! nóverober 1921. 44 tölublað. Bækur. Síðustu bækur Jóns Trausta eru: Samfíningur. Skáldsögur. Verð: kr. 10,00. Bessi gatnli. Skáldsaga. Verð: kr. 6,00. Tvær gamlar sögur. Sýð- ur á keypum og Kroaainn í Kaldaðarnesi. Verð: kr. 5,00. í bandi kr. 6,50. Ðóttir Faraós. Æfintýri. Leik- rit. Verð: kr 2.5Ó. Sv. ]ónsson 6t Co. Kirkjustræti 8 B. Revkjavík. hafa venjulega fyrirliggjanði mikl- ar birgðir af fallegu og enöingar- góðu veggfóðri, margs konar pappír og pappa — á þil, loft og gólf — og gipsuðum loftlist- um og loftrósum. Talsími 420. Símnefni: Sveinco- Jafnaðarmeska og vinbann. Norski prófessorinn og ritböf- undurinn Chr. Collin hefir nýlega skrifað grein í eitt norska blaðið, og minnist þar á jafnaðarmensku og bannmálið og fleira, sem nú veldur miklum hita í Noregi. Eru ummæli hans á þa lund, að ýmsir islenskir ofstækismenn hefðu þörf á að festa sér þau í ininni, og lifa samkvæmt þeim. Því hér stendur líkt á og í ISToregi á mörg- um sviðum — og er margt líkt með skildum. Collin byrjar greinina á því, að hann minnist á orð enska heim- spekingsins Herberts Speneer, sem hann hafi eitt sinn átt að hafa um jafnaðarmennina, sem vildu koma á bróðernis-þjóðskipulagi með rík- islógum: „að þ«ir vildu öðlast á- vexti hins góða án hins góða". Með öðrum orðum: án þess að mennirnir verði betri. Hið sama segir Collin að eigi sér stað um þá stjórnmálamenn, sem með laga- boði eða vínbanni vilji venja fólk af drykkjuskap, án þess að menn- irnir sjálfir verði á nokkurn hatt sterkari á því svelli. Collin segir að bannhreyiingin sé samskonar skref inn á aftur- haldsbrautina eins og jafnaðar- raenska og kommunismi. Menn vilji í óánægju eða ofstopa brjót- ast stystu leið að takmarkinu vegna þess, að framfarirnar þyki vera of seinstígar undir stjórn frjálsra manna. Nú eigi norska þjóðin t. d. að verða í einni svip- an afhuga vínnautn vegna þess að nokkur hluti borgaranna hefir greitt því atkvæði. Á sama hátt eigum við, ef jafn- aðarmennirnir verða í meiri hluta, að greiða atkvæði með því að skifta gæðum lífsins bróðurlega á milli okkar, eða, ef of langan tíma tekur að fá meiri hlutann, þá eigum við að fá vilja vorum framgengt með blóðugri byltingu, svo allir geti verið eins. Bngin þessara leiða er eins greiðfær og virðist. Gallinn er, að það verður að hegna þeim þrá- Iyndu og óþægu. Það er þegar haft á takteini nú, þegar ræða er um bann gegn brennivíni og heit- um vínum. Hafist það ekki með góðu, þá er ströng hegning vís. Við höfum langa reynslu um þessa aðferð frá þeim tíma, þegar upp- eldisfræðingarnir ætluðu að berja iðni og gáfur inn í börnin með spanskreir og reglustrikum. Dygðu ekki höggin, þá áttu þau að hafa enn meiri högg. Það var líka eitt srnn sú tíð, að kirkjan vildi þrýsta mönnum til þess að ganga hinn sáluhjálplega veg með því áð hegna hinum syndugu með báli og brandi. Afleiðingin varð sú, að margir hinna dugmestu og djörf- ustu manna voru drepnir eða urðu landi sínu gagnslausir við útflutn- ing þaðan. Bæði skólar og kirkjur hafa nú lagt þessi siðvenju niður, af því að hún var árangurslaus. í þegn- félagsfræðum höfum við fyrir okk ur hina dapurlegu og dýrkeyptu reynslu Rússlands. Á meðal kom- munistanna í sovjetstjórninni hafa áreiðanlega verið vel hugsandi hugsjónamenn — eins og. meðal bannvina vorra og jafnaðarmanna. En þorparar og misindismenn söfn nðust í hópinn, þegar völd og auð vár að vinna. Kínverjar voru teknir til hjálpar sem böðlar. Gíf- urlegur fjöldi duglegustu lands- manna er dauður eða flúinn úr landi. Ekkert meðal hefir verið of hraklegt. Með drápi kvenna eða barna haf a hugrökkustu menn lát- ið bugast.Með bróðurmorðum hafa menn reynt að þrýsta fram ,ybróð- urlegu" þjóðskipulagi. Með kúg- unartilraunum á þjóð, sem var um 100 milj., hafa menn sýnt heiminum skottulækningaaðferð dæmalausa, og teflt fimta hluta þjóðarinnar í hungur- eða farsótta- dauða. Svo langt getur kúgun í stjórn- málum komist, þegar sérstaklega óholl skilyrði eru fyrir höndum. Hér hjá okkur er sú kúgun í nær því bernsku. En hvert getur bor- ið? Við skulum ekki láta ginnast inn á þá hættubraut. Og hér er að velja á milli frjálslyndis og kúgunarvalds. Mátturinn til að fara með áfengi og önnur nautnameðul með full- komnu sjálfsvaldi, mun verða próf- steinn bæði hvítra manna og ann- ara kynflokka. Suður-Evrópuþjóð- irnar hafa nú staðist þetta próf að mestu eftir langa þroskabraut. Við hér norður frá reynUm ag losna við að ganga í gegnum þennan hreinsnnareld. En árang- urslaust. Það er nefnilega hægur vandi að búa til áf engi fyrir hina óþægu Og að flytja inn áfengi er enn minni vandi, sérstaklega þar aem strendur eru langar og vogskorn- ar. En jafnvel þótt vínbann væri framkvæmanlegt, og þó það hefði ekki þá samninga í för með sér, sem binda verslunarfrelsi vort, þá er margt sem bendir á það, að sjálfshóf í meðferð áfengis og annara nautna sé sú list, sem hin- ar hvítu þjóðir verði að læra, ef þær eiga að skipa sitt rúm með sæmd í tölu annara þjóða. — Við verðum að beygja okkur fyrir því lögmáli, að listin að lifa verður því örðugri sem við stígum hærra. Uo gar Ljóð eftir Einar Bene- diktsson. Bókaverzlun Sig. Kristjánssonar. — Rvík. I. Einkennilegt samræmi og fagurt er í heitum þeim, sem E. B. velur bókum sínum. Á eftir fyrstu bók- inni, „Ljóð og sögur", kom ,Haf- blik". Víður og breiður sjónhring- ur með himni og hafi opnast hug- anum í þessu nafni. — Svo koma „Hrannir". Heitið minnir á" mátt, tign og fegurð, og það er enn sótt til hafsins. Menn spáðu holskefl,- um næst. En það varð enn meira en holskeflur. Vogar. Þeir geta borið hrannir holskeflur, íogn, haf- blik. Heitið er enn víkkað út, og þó sótt til hins sama upphafs. Og sama festan er í ljóðlist höf- undarins. Ekkert kvæði mun hann hafa ort, sem ekki ner einkenni hans, og enginn villist á, að sé eftir annan. Myndirnar, líkingarnar, formið, og framar öllu öðru orð- listin sannar faðernið. II. E. B. er ekki það, sem Danir mundu kalla ,inspirations-Digter'. Hann yrkir ekki af innblæstri ein- hverrar brennandi tilfinningar. Hendingarnar streyma ekM úr penna hans ósjálfrátt og eins og óboðnar, svo sem átt hefir sér stundum stað, þegar Matthías orti löng og stundum yndisleg kvæði, meðan hann var að klæða sig á morgnana. — Einar yrkir því líkt sem byggingameistari byggir vold- ugan kastala. Hver hending stend- ur oftast sjálfstæð og óháð, eins og steinn sé lagður í vegg. Myndir og líkingar eru sóttar víða að og valdar með langri umhugsun. — Kastalinn smáhækkar, — erindið lengist, ljóðlína bætist við ljóð- línu. Og þegar því er lokið, eins og hátturinn markar því bás, stend- ur það traust og voldugt, stundum nokkuð þunglamalegt og óaðgengi- legt, en oftast eins og meistaraverk, sem reist er eftir föstmn reglum, og ekki í neinni augnablikshrifni. Ágætt dæmi þessa er þetta er- indi úr hinu stðrfelda og mikilúð- lega kvæði „Útsær". H.f. „Völunður" Reykjavík hefir nú fyrirliggjandi miklar birgðir af alskonar unnu og óunnu timbri til húsabygginga. Timburgæðin eru sérlega góð og selst timbrið í dönsku lengd- armáli. lferðið hvergi lœgra. En stæltastur ertu og stærstur í roki á haustin. Strandmölin grýtir landið. Þú seilist í naustin. Skýin þau hanga á himninirm slit- in í tötra. Það hryktir í bænum eins og Mpt sje í fjötra. Þá bryðurðu gaddinn við grúfandi báta stefr-ín. Orunnsjórinn beljar um voginn, svo jarðirnar nötra. En hafáttin er í húmi og blikum til skipta; hún hleypir skammdegisbrúnuin föl undir svefninn. Þá hamastu, tröllið. í himininn viltu lyfta hyljum þíns eigin dýpis og álögum svifta. Þó eru ttil erindi í ljóðum E. B., sem minna á innblástur og ósjálf- ráðan straum skáldæðarinnar. í þessari bók mætti t. d. benda á þetta erindi í, kvæðinu „Móðir mín" : En bæri eg heim mín brot og minn harm, þú brostir af djúpum sefa. — Þú vógst upp björg á þinn veika arm; iþú vissir ei hik eða efa. í alheim eg þekti einn einasta barm, sem alt kunni' að fyrirgefa. Og ennfremur þetta úr kvæðinu „Morgunn" : Heimurinn brosir heitur og fagur: Himni sé lof — það er kominn dagur. Nú skrautritast yfir láð. og lá, með leiftrandi stöfum morgunsins bragur. Haf og straumar þau hvíslast á — hlustandi kyrð er í látrum og mó- um. En þessi erindi eru færri en þau, sem sýna, að skáldfák E. B. er beitt með strangri stjórn, að honum er ekM liðin nein glapgpor eða gönuhlaup, sem oft vilja verða þegar honum eru gefnir lausir taumarnir. III. 1 „Vogar" eru ýms kvæði, sem E. B. hefir birt áður, t. d. „Vær- ingjar", „Útsær", „Kórmakur", „Jörð" og fleiri. En mörg eru ný, og sum þeirra með allra beztu og djúpúðgustu kvæðum, sem hann hefir ort. Fagurt kvæði og mikið er t. d. „Móðir mín", sömuleiðis „Bláskógavegur", „Morgunn" og mörg fleiri. Og öll bera þau merM hins víðfleyga og háfleyga anda höf. Yfir þeim er enginn kotungs- svipur. Og í flestum þeirra kennir einhvers undirstrengs, sem hljóm- ar um ísland og íslenska þjóð. Þ6 þau sjeu ekM beinlínis yrMsefnið, þá eiga þau svo miMl ítök í and* hans, að myndir þeirra og svii>- brigði koma ósjálfrátt fram í kvæð- um hans. Meira traust hefir ekkert íslenzkt skáld borið til þjóðar sinn- ar en hann, og fá hafa spáð henni glæsilegri frama. Meðal hinna nýju kvæða er língur flokkur þýddur, frumortur af persneska skáldinu Omar Kháyám, sem uppi var á 11. öld. Nefnir E. B. þann flokk „Perhend- ur Tjaldarans" Hefir honum ver- ið snúið á fjölda tungumála og þykja ljóð þessa persneska skálds alstaðar hin ágætustu, og hefir nú Einar gefið þjóð sinni kost á að kynnast þeim. /. B. ------------0----------— málverkasyning Jóhs Kjarvals. Jóh. Kjarval hefir í sumar sem leið verið á Austfjörðum og hefir margt fallegt þaðan að sýna, Allir viðurkenna það nú, að í Kjarval eigum við einkennilegan listamann með miklum hæfileikum. Hann er enn að reyna sig á nýjum og nýj- um sviðUm, enn að leita fyrir sér. Þessar myndir, sem hann sýnir hér nú, eru nokkuð frábrugðnar eldri myndum hans. Meðal þeirra eru stórar fjallamyndir, af Dyr- fjalli, milli Pljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar, og Innfjöllunum við Borgarfjörð eystra, aðeing gerðar með svörtum, dökkbláum eða brúnum strikum á hvítan grunn, en þetta er gert með mik- illi list; bláminn á bergröndunum á Lmfjöllunum, innan um hvíta snæbreiðuna verður svo eðlilegur. Dyrfjallahnúkurinn er stórfeldur og voldugur, markaður með svört- um strikum á hvítt léreft. Stór- fengileg mynd er líka af kvöldi í Borgarfirði, með sterkum sólar- lagsroða yfir fjöllunum og bjarma frá honum niður yfir sveitina, sem húmið færist yfir. Þá eru margar smærri vatns- litamyndir frá ýmsum stöðum þasr eystra, flestar frá Seyðisfirði eða Borgarfirði, mjög fallegar. Verð- ur mönnum ekki síður starsýnt k margar þeirra en stærri málverk- in. Þar er Strandatindur og Bjólf- ur, sem standa sinn hvoru megin

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.