Ísafold - 21.07.1925, Side 4

Ísafold - 21.07.1925, Side 4
r 4 ISAFOLD MarokkóófriSurinn. Símað er frá París, að þingið liafi samþ. 1833 milj. franka fjár- veitingn vegna Marokkóstríðsins. ístjórnin kefir lýst því yfir, að til- gangur Frakka í Marokkó sje sá einn að verjast. Abdel Krim verða boðnir sanngjarnir friðarskilmál- ftr. Yilji hann ekki ganga að þeim munu Frakkar sækja á hann af fullum krafti. y ' ... 8 stunda vinnudagur í Frakklandi. Neðri deild þingsins hefir sam- þykt með 545 atkvæðum Washing- thonsamþyktina um átta stunda vinnudag. Austurríkismenn vilja flytja út verkafólk, sem er þeim til byrði. Símað er frá Vínarborg, að vegna afskaplegra fjárhagsvand- ræða ríkisins, er aukast hröðum fetum, jafnframt því að atvinnu- leysi eykst stórkostlega í landinu, hafi komið til mála að reyna að fá leyfi til þess að flytja nokkur þúsund verkamenn úr landinu, og þá helst til Ameríku. Næsta Norðurpólsförin. Símað er frá Berlín, að ýmsir menn og fjelög leggi fram fje til norðurpólsfarar þeirrar, sem ráð- gert er að farin verði í Zeppelin- loftskipi. Fjársöfnunin gengur greiðlega. Margir reyna til þess að spilla samvinnunni milli Am- nndsens og Ekeeners og bera Am- undsen það á brýn, að hann hafi verið þjóðverjum fjandsamlegur í stríðinu. Chamberlain telur alt framferði Bolsa óþolandi. Símað er frá London, að Cham- berlain hafi sagt í þinginu, að þann veg væri nú máltím komið milli Englands og Rússlands, að bráðlega mundi hámarki náð, nema Rússar hætti öllum fjand- samlegum undirróðri í Bretaveldi. Ágreiningurinn um kolanámurnar ensku. Símað er frá London, að kola- námudeilurnar harðni stöðugt. — Engar líkur eru til þess, að sam- komulag náist í bráð. Það er tal- ið líklegt, að margar miljónir breskra verkamanna muni styðja námumennina í þessu máli, sem best þeir geta. Læknisfræðileg uppgötvun. Símað er frá London, að lyfja- fræðistofnun ríkisins hafi fundið ,mikroskopiska organisma/ er or- saki krabbamein, Er hjer um mérkilegan atburð að ræða í sögu læknisvísindanna, en vafasamt er talið hvort mikið raunverul. gagn verði af uppgötvuninni, Af stofn- unarinnar hálfu verður nánar skýrt frá þessu bráðlega. í ,v;s \ Námumálin í Englandi. Símað er frá London, að rann- sóknanefnd hafi verið skipuð í kolanámudeilumálunum. I Flotaaukning Breta. Símað er frá London, að stjórn- in hafi ákveðið að láta smíða 14 ný beitiskip á næstu 5 árum. Chamberlain krefst þess, að Rúss- ar hætti undirróðri sínum í Kína og Bretaveldi. Símað er»frá Berlín, að Lund- únaskeyti er þangað hafi borist, hermi, að Chamberlain hafi átt langt einkaviðtal við Rakowsky (rússneska sendiherrann), og kraf ist þess, að Rússar hætti undir- róðri sínum í Kína og Bretaveldi. Breskir verkamenn aðhyllast þjóð- nýtingu kolanámanna. Símað er frá London, að stór- fjelagsskapur námumanna hafi sent út tilkynningu um það, að þeir aðhyllist þjóðnýtingu nám- anna. Frakkar tveir ætla að fljúga yfir Atlantshaf. Símað er frá París, að tveir flugmenn sjeu um það bil að fara af stað I flugför yfir Atlantshafið. Yerði veðurspár hagstæðar fara þeir af stað í dag. Þeir ætla sjer að lenda nálægt New York City. Skógarbrunar í Svíþjóð. Símað er frá Luleá að skógur standi í björtu báli á 200 hekt- ara svæði. Breiðist eldurinn út með geysihraða. Jarðspöll á Þelamörk í Noregi. Símað er frá Osló, að geysilegt jarðhrun hafi orðið í Lundi á Þelamörk. Áætlað er að 3000 ten- ingflmetr. hafi hrnnið 1 fljótið við Lund. (Lundur er hjerað í Þelamerk- urfylki (Bratsberg Amti), fyrir vestan Norsjö; 259,65 ferkílóm. 2702 íbúar 1920.) Frá Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjum 18. júlí. FB Tíðarfarið er heldúr að batna. Dálítið af fiski hefir verið þurkað síðustu daga. Lundaveiði mjög lítil vegna hægveðurs. Unnið af kappi við spítalabygg inguna og endurbætur á hafnar- garðinum og verður bæjarbrygg- jan lengd um 30 metra. Einn bátur fjekk í fyrrinótt 3 tunnur af síld í reknet. Fimm mó- torbátar eru farnir hjeðan til Siglufjarðar til síldveiða. Austan úr sveitum. Þjórsártúni 18. júlí ’25. FB Þótt allmargir sjeu farnir að slá tún sín, verður ekki sagt að sláttur sje byrjaður alment hjer um slóðir. Hafa menn hliðrað sjer hjá að byrja slátt vegna óþurk- anna. Bót var að þurki.í gær, en (um töðuþurk var ekki að ræða. Þurkútlit dágott í dag; bjart yfir. Talsverður vöxtur í ám og varla veiðandi. Frá Akureyri. (Eftir símtali 17. þ. m.) Tíðin. Ágætisveður, og hefir svo verið undanfarið. Er langt komið að hirða töður þar nyrðra. Síldin. Einar 100 tunnur eru komnar á land af síld á Akureyri. Adam Poulsen til Akureyrar. Yerið er að æfa leikrit Mol- beehs Ambrosius. Búist við að Adam Poulsen komi til Akureyr- ar í sumar. Að undirlagi hans er verið að æfa leik þenna. Frá Vestfjörðum. — Frá fsafirði er „ísafold“ skrifað 14. þ. m.: Síldveiðarnar. íSíldin er að koma. Reknetabát- ur kom inn í gær með öll net full, eða um 10 tunnur í net að meðal- tali, um 220 tunnur í 20—30. Af þecsari síld voru ekki saltaðar nema 65 tunnur, hitt fór í bræðslu. í dag fjekk anpar bátur um 60 tunnur í net. Síldveiðamenn isegja, að síldin sje ekki farin að vaða enn, átan sje neðarlega í sjó. Aftur á móti sýnir fengur þessa báts, að síldarmagn er fyrir. Margir reknetabátar ganga hjeð- an í sumar, og er tilætlunin að salt hjer allmikið. Síldin er enn mögur, en batnar óðum. Framkvæmdir fjel. „Andvara.“ Á Önundarfirði er verið að vinna að miklu mannvirki. Er verið að reisa þar lýsisgeymi, sem taka á 5000—6000 föt. Er það feikna mikið ílát. Verksmiðjan á Önundarfirði er nú orðin mjög fullkomin, líklega með fullkomn- ustu verksmiðjum á landinu, og bryggjur og safnþrær stórar. Fjelagið „Andvari,“ sem á verksmiðjuna, ætlar að kaupa afar mikið af síld í sumar. 1 því skyni hefir það 2800 tonna bark á Siglu- firði sem safna á í síld og stærðar gufuskip, sem bæði á að draga barkinn vestur og flytja síld þangað, sem keypt verður í það. Hefir heyrst, að „Andvari“ kaupi síld af 20 skipum í sumar. Vertíðin og grassprettan. Vorvertíð vestanlands í meðal- lagi. Óþurkasamt er nú um þessar mundir. Grasspretta er mjög góð. Sláttur er byrjaður víða, og er það með langfyrsta móti. Frá ísafirði. ísafirði, 20. júlí. FB. 'Síldveiði í reknet: Saltaðar um 2000 tunnur (á Isafirði). Þurk- laust enn. Töður farnar að skemm ast. Búnaðarmálastjóri fór hjeð- an í dag vestur á fjörðu, áleiðis til Barðastrandar. Hefir hann farið hringferð um Strandir og Djúp. Frá Borgarfirði. Borgarfirði eystra, 20. júlí FB. Húsbruni. Stúdentasöngvarar. Stúdentasöngflókkurinn söng í nótt eftir kl. 12. Húsfyllir. Á- heyrendur ánægðir. — Hús Jóns Björnssonar brann í fyrradag. Það var vátrygt. íbúandinn var Jón Jóhannesson kennari, og misti hann aleigu sína. Munir hans voru óvátrygðir. Óvíst er um upptök eldsins. Geysimikill hiti af sólu hjer í gær og var þurkurinn óspart not- aður til þess að þurka fisk og töðu. Er heynýting góð og hafa flestir þurkað það sem þeir áttu úti af heyjum. Fiskafli batnandi. Góður á Langanesi. H. Yjer erum kaupendur að fiski fullverkuðum, hálfverkuðum of ipp úr salti á ðllum útskipunarhöfnum í kringum landið. GJÖRIÐ OSS TILBOÐ. Útvegum með stuttum fyrirvara heila kolafarma með lsegstf verSi hvert sem er á landinu. Bræöurnir Proppé Reykjavtk. Frá Siglufirði. (Eftir símtali 16. þ. m.) Herpinótaveiði ekki byrjuð. Enn er síld eigi farin að veiðast í hringnætur þó veður sje hag- stætt. Síldin er ekki í torfum sem „vaða uppi.“ En mikið virðist af henni í sjónum. Því stöðugur síld- arafli er í reknet. 20—60 tunnur fást á sólarhring á smábáta. Rek- netaveiði er þó eigi stunduð nema tiltölulega á fáum bátum. Fiski- menn eiga von á að síldargangan bieytist með næsta straumi, og herpinótaveiði geti þá byrjað, ef hagstæð veðrátta helst. Síldveiðar Norðmanna utan landhelgis. Talið er að útgerð Norðmanna til síldveiða utar. landhelgis, hafi aldrei verið meiri en hún er í á,r. Fjöldi af stórum skipum liggja fyrir utan landhelgi, sem eiga að taka við veiðinni og aragrúi síld- veiðiskipa norskra er þar á sveimi. -----«m>—■— MINNINGARSJÓÐUR. Oss undirrituðum er kunnugt um, að Skagfirðingar hafa heima í hjeraði byrjað á samskotum til minningarsjóðs, er beri nafn Ólafs sál. Briems frá Álfgeirsvöllum, og 1 varið verði, á sínum tíma, til al- menns gagns fyrir Skagafjarðar- sýslu, eftir því sem ákveðið verð- ur í væntanlegri skipulagsskrá fyr ir sjóðinn, er sýslunefnd semur. Þareð vjer teljum líklegt, að Skagfirðingar, sem búsettir eru nú utan hjeraðsins, og ef til vill fleiri, muni einnig vilja heiðra minningu hins látna sæmdarmanns með því, að leggja einhvern skerf í þennan sjóð, leyfum vjer oss að láta þess getið, að herra bankastjóri Eggert Claessen í Reykjavík, hefir góð- fúslega tekið að sjer að veita mót- töku væntanlegu samskotafje hjer syðra, til sjóðsins. Yjer búumst við að sjóðurinn verði stofnaður á 75 ára afmæli Ólafs sál Briems, 28. janúar næst- komandi, og verði ávaxtaður í Söfnunarsjóði Islands. p.t. Reykjavík 12. júní 1925. Sigfús Jónsson, Jón Konráðsson, Arnór Árnason, A. Kristjánsson, Herm. Jónsson. Heilsufarið 21. júní til 4. júlí. Heilsufar enn sem fyr alstaðar mjög gott. Fyrri vikuna komu fyrir tvö tilfelli af taugaveiki í Reykjaví'k, og vikuna sem leið eitt tilfelli af barnaveiki. Kvef- sóttin virðist nú vera á förum. Ljósmæðraskólinn. Prófi í þeim skóla var lokið 27. f. m. 13 stúlk- ur gengu undir próf. Hlaut ein ágætis einkunn, sex 1. einkunn og sex 2. einkunn. G. B. ÆSK AN Barnablað með myndum. Elsta* stærsta, útbreiddasta og ódýrasta barnablaðið á landinu. Afgreiðsia Þórsgötu 4 Talsími 504. P, O. Box 12 Eimreiðin, 2. hefti 31. árg., eij nýkomið út, og flytur að þessu sinni ritgerðir, erindi, mannlýs- ingar, kvæði, ferðasögu, sögur og ritsjá. Fyrsta og lengsta ritgerðin er eftir Guðm. Hagalín, og heitir: Nýnorskt mál og menning. Fylgjá henni margar myndir af helstu skáldum og rithöfundum norskum, þeim er skrifað hafa á nýnorsku og fylgt þeirri stefnu, sem bak við það liggur. Þá eru tvö kvæði eftir; Jakob Thorarensen, Hinsti dagur, og Vígsterkur, Þorkhausarnir og þjóðin, erindi það, er Guðmundur; yfirbókavörður Finnbogason flutti hjer í vetur, Gr. Ó. Fells skrifar, um Sig. Kr. Pjetursson, manninú og rithöfundinn, fylgir mynd a£ Sigurði; Tvær söngvísur, þýddar af Huldu, Yjelgengi og vitgengi, eftir ritstjórann, kvæði, Undirj morgun, eftir Höllu Loftsdóttur, Ferð um Mið-Svíþjóð, með þrem’ myndum, Lífgjafinn, söguna, hringhendu, eftir Skarphjeðinn og loks ritsjá eftir ritstjórann. Heiðursmerki. Garðar Gíslason. stórkaupmaður, Gísli Johnsen kon- súll, Magnús Sigurðsson banka- stjóri, Sæmundur Halldórssori- kaupmaður, og Sigurður Kristins- son forstjóri hafa verið sæmdir riddarakrossi Dannebrogsorðunnar en Ágúst Flygenring kommandör- krossi II. gráðu. Um 500 itunnur af síld hafa vjelbátar úr Keflavík veitt undan- farið vestur í Jökuldjúpi. Hefir öll sú síld verið lögð inn á íshús og fryst og á að geymast til ver- tíðarinnar. Dánarfregn. 16. þ. m. andaðist’ á Hellissandi, Yaldimar Ármann, verslunarstjóri, ungur maður og drengur hinn besti. Aflinn á öllu lapdinu var í fyrrá um þetta leyti talinn 210,000 skpd. eða 24,000 skpd. minni en hann eii í ár (sbr. skýrslu Fiskifjelagsiné á öðrum stað hjer í blaðinu.) ------------------— Stúdentarnir læra að fljúga. í ráði er, að innan skamms- verði komið á kenslu í fluglist við háskólana í Oxford og Gambrid- ge, og á það að vera sjerstök námsgrein við háskólana. Hefir herstjórnin breska ákveðið að senda háskólunum nokkrar flug- vjelar, sem nota á við kensluna. Verði reynslan sú, að stúdentarn- ir taki vel þessari nýjung, verðuri samskonar kensla látin fara frain við fleiri enska háskóla.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.