Ísafold - 08.12.1925, Page 2

Ísafold - 08.12.1925, Page 2
urinn (jafnaðarm.) eru einnig sömu skoðunar. Þeir vilja ákveðið að krónan nái sínu fyrra gullgildþ og lýstu því yfir í þinginu, að stefna þeirra í' málinu væri sú. að að þessu væri stefnt, en það var fyrir beiðni róttækra vinstri- manna í þinginu, að ekkert var sagt um það í frumvarp- inu sjálfu, hver væri ætl- unin með krónuna í framtíðinni. Þeir vildu ekkert um þetta ákveða að sinni, og við þetta varð stjórn- in sig að sætta, því hún verður að sitja og standa eins og frjáls- lyndi flokkurinn vill vera láta. En bæði vinstrimenn og hægri- menn eru mjög óánægðir yfir, ef ekki verður nú þegar í lögunum sjálfum ákveðið — að svo miklu leyti sem það er á mannanna valdi að ákveða — hver verði framtíð dönsku krónunnar. Eins og sagt hefir verið frá hjer í blaðinu áður, sendi stjórn Dana, samkvæmt . tilmælum frá gengisnefndinni, seinnipartinn í sumar, út fyrirspurn tilhelstu at- vinnugreina í Danmörku, þar sem beðið var um álit þeirra og til- lögur í gengismálinu. Var svarið einróma á þá leið, að krónan setti að ná sínu upphaflega gullgildi. Gengisnefndin og bankarnir hafa verið sömu skoðunar. Þjóð- bankinn hefir altaf sagt, í öllum sínum tillögum til stjórnarinnar, að hann gangi út frá því sem gefnu, að markmiðið sem kept verði að, sje að ná upphaflegu gullgildi krónunnar. Uni stýfingu væri því ekki að ræða. Aðrir bankar í Danmörku eru sömu skoðunar. í áliti stjórnar Landmands- bankans er komist svo að orði um stýfingu: „Ef við ekki í augum út- lendra þjóða eigum að skoðast sem þjóð, sem án nokkurrar nauð- synjar vill koma sjer undan að greiða skuldir sínar, þá vefður markmiðið sem okkur ber að stefna að í gengismálinu að vera það, að koma krónunni upp í sitt fyrra gullgildi.“ í áliti Handels- bankans er m. a. komist svo að orði, að „því nær sem krónan kemst sínu upphaflega verði, þess óheillavænlegra væri það að voru áliti, að fara að stýfa krónuna.“ Það er ef til vill einhver mesta gæfa sem danska þjóðin hefir hlotið í seinni tíð, hve einhuga hún er í þessu stærsta velferðar- máli þjóðarinnar, gengismálinu. Þessi einbeitti vilji atvinnurek- enda, banka og stjórnmálaflokka, lyftir þjóðinni yfir örðugleikana sem hljóta að verða samfara geng- ishækkuninni. Gætu sumir af leið- togunum hjer heima lært allmikið af Dönum í þessu efni. þessir leið- togar hafa í tíma og ótíma talið það sína heilögu skyldu, að útbá- súna sem mest erfiðleikana sem eru samfara gengishækkun, en aldrei minst á neina kosti sem væru henni samfara. Að sjálfsögðu er til ein og ein rödd í Danmörku, eins og al- staðar, sem vill stýfa krónuna, en þess gætir svo lítið þar, að »1- ment er litið svo á nú þar í landi, að um stýfingu krónunnar sje ekki að ræða lengur. Það er ekki vegna þess að róttækir vinstri menn vildu stýfingu, að þeir hafa ekki viljað ákveða það nú í lögum, hvert bæri að stefna með krón- x. a. jl að er af ótta við spá'kaup- mensku (spekuiation) í krónunni, sem þeir vilja e’kkert segja um stefnuna í framtíðinni. Hvort stýfing verði síðar vilji flokksins, fer eftir því ástandi sem ýá verð- ur. Það má því segja að allir stjórnmálaflokkar í Danmörku — öll þjóðin — sje sammála um aðalstefnuna í gengismálinu. Væri fróðlegt að vita, hvaðan Tr. Þ. kemur sú viska, að allir stjórnmálaflokkar í Danmörku væru 'sammála um að stöðva hækkun krónunnar. En þetta seg- ir Tr. Þ. í „Tímanum“ næstl. laugardag. Læknar, almenningur og heilbrigðin. Jeg held. að flestir fslen l ngar sjeu þeirrar trúar, að góður lækn- ir og byi g lyf.iabúð sje besta tryggingin fyrir hei’origði hvers hjeraðs. Ef þetta er fengið, þá eru sjúkdómarnir e:kki svo mjög ægi- legir, því læknirinn „læknar“ þá, sem ekki eru með öllu banvænir. pessi trú er áreiðanlega röng, þó mikið geti góður læknir gert og oft komi lyf að góðu gagni. Málið er miklu erfiðara og marg- brotnara, og þó undarlegt sje, er heilbrigðisástandið að mestu leyti komið undir allri alþýðu í land- inu, og menningu henhar, efnahag og fl. þvíl. Það, sem alt veltur á, er, að menn haldi góðri heilsu og sýkist ekki. Fjöldi sjúkdóma er þannig, að enginn læknir getur bætt þá, síst að fullu, úr því þeir eitt sinn hafa brotist út, og þó læknir kynni að geta gefið svo skynsamar lífs- reglur, að nægja mættu til þess að útrýma sjúkdómi með tíð og tíma, þá leyfa ekki ætíð atvik og ástæður að fara eftir þeim. Hve margir neyðast t. d. ekki til þess að vinna og leggja mikið á sig, þó læknir hafi sagt þeim að þeir þyldu ekki vinnu? Og hve mikið af dýrmætum tíma eyðist í sjúk- dóma, þótt ekki sje talað um all-, ar þjáningarnar, sem þeir valda? Þrent er það, sem veltur á: 1) að menn sjeu af hraustu kyni ikomnir, 2) að efnahagur sje þol- anlegur, 3) að fólkið lifi á skyn- samlegan hátt. Hraust kyn. Það er alkunna, að börn líkjast foreldrum sínum og þau taka og allajafna að erfðum ágalla þeirra, líkamlega og and- lega, þó margar sýnist uhdantekn ingarnar. Þannig legst vaxtarlag og hæð í ættir, hraustar eða veil- ar tönnur, tilhneiging til berkla- veiki að öllum líkum, ýms geð- veila og margt annað. Æskilegast væri það, að aðeins hraust fólk og heilsugott giftist og yki kyn sitt, og síst er fvrir það að synja, að stefnt verði í þessa áttina ósjálf- rátt, þegar öllum almenningi er oiðið það ljóst, hve mikið er undir 'kyninu komið og erfðafræðin er lengra á leið komið en nú er. For- feðrum vorum var þetta ljóst, því þeir spurðu fyrst um ættina, er börn þeirra skyldu giftast. Skoð- un þeirra var miklu heilbrigðari en hinna, sem spyrja eftir auðn- um einum. Það bendir margt til þess, að svipaður hugsunarháttur sje að rísa upp í löndunum og forfeður vorir höfðu, en bygður á meiri reynslu og betri rökum en þeir höfðu úr að spila. Sjúkir menn og vanmetaskepnur hafa og ;rtíð veríð óskabörn trúbragðanna, en Aælferð þjóða byggist ekki á þtim, heldur einmitt á úrvalsfólk- inu, því sem best er gefið til sálar og líkama og fæsta hefir gallana og veilurnar. Þessiia úrvalsmenn verða óskabörn komandi aldar, þó jafnframt verði reynt ?ið lækna sjúka, lina þjáningar og halda lífinu í ræflunum. Eitt er víst, og það er, að menn- ii nir eru fæddir ærið ólí’kir, hafa ætíð verið það og verða það. — Engjn breyting á ytri kjörum get- ur breytt þessu og ekkert upp- eldi. Og eiginlegleikar manna, ill- ir og góðir, erfast til barnanna. I þessum efnum er enginn jöfn- uður húgsanlegur í fyrirsjáanlegri framtíð. Hann er aðeins heilaspuni fáfróðra manna. Eínahag alþýðu hefi jeg gert áður að umtalsefni, og skal því vera fáorður um hann. Ríkir þurfa menn ekki að vera, og sennilega yrði auðurinn mörg- um manni til ills eins, en þegar skortur á einföldustu lífsnauð- svnjum sverfur að almenningi, þá ev hornsteininum undan heilbrigði þjóðarinnar kipt í burtu. Bláfá- tækur maður getur ekki lifað skynsamlega, þó hann vildi. Dugn- aðar- og aflamennirnir á sjó og landi eru bestu „læknar“, ekki síst ef þeir kunna vel með fjár- afla sinn að fara. ; Að lifa skynsamlega er erfið list, en langt má þó komast áleiðis í þeim efnum. Að sumu leyti er málið einfalt, en í aðra röndina margbrotið og erfitt að fram- kvæma. Hvað líkamlega lifnaðar- háttu snertir, þá eru aðalatriðin: góð húsakynni, föt og fæði, hrein- læ ti í öllum hlutum og heilbrigð'- ar lífsvenjur. Við þetta bætist að andlegir lifnaðarhætttir þurfa einnig að vera heilbrigðir. Um þetta atriði er furðanlega lítið hugsað, og er það þó afar mikil- vægt. Það yrði í þetta sinn of langt mál, að fara út í þau atriði, sem hjer eru talin, og læt jeg það bíða síns tíma. Til þess að koma öllu þessu á- leiðis þarf fyrst og fremst þekk- ingu. Menn verða bæði að þekkja hættuna, sem vofir yfir, og hversu henni verði afstýrt. Jafnframt þessu þarf að vakna ríkur áhugi hjá almenningi á því að hefja þjóðina og menningu hennar á hærra stig í þessum efnum en ver- ið hefir, því án hans hrevfa fæstir hönd eða fót. Að þessu vildi jeg vinna með Heilbrigðistíðindunum, þó ekki sjeu þau nema lítill steinn í stóra byggingu. j Ágætt heilbrigðisástand fáum vjer hvorki með læknum nje lyfj- um út af fyrir sig, heldur með heilbrigðum, skynsamlegum lifn- aðarháttum allrar alþýðu. Það þarf að bæta þá svo sem unt er, og takmarkið er ekki stórir spít- alar, fullir af sjúklingum, heldur s^álhraust, djarfmannleg kynslóð, með sem flestum úrvalsmönnum. G.H. Atkvæðagreiðsla um bannið fyrir- huguð í Noregi. Símað er frá Bergen, að Mowin- ekel hafi skýrt frá því, að stjórn- in hafi í hyggju að leggja f"am ] frunivarp til þjóðaratkvæða- J greiðslu um brennivn Toann á vori komandi. * Eiðurinn. Kv;eðaflokkur eftir por- stein Erlingsson. Önnur útgáfa. Reýkjavík. Prent- smiðjan Gutenberg MCMXXV. Habent sua fata libelli (Hver ein bók á sína sögu) og fáar und- arlegri en ,,Eiðurinn.“ Það eru nú 30 ár síðari hann byrjaði að koma út í „Eimreiðinni." Allir dáðust að snildinni. Kvæðin voru lesin og lærð um land alt og beð- ið með óþreyju eftir framhaldinu. Svo kom fyrri hlutinn út 1913. Hann seldist á fáum árum. Síð- ari hlutinn átti að koma út fyrir jólin 1914, en það fór á annan veg. Skáldið andaðist þá um haustið (28. sept.) Síðan hefir ekkert sjest af framhaldinu og hefir það verið mörgum ráðgáta. Nú er sú gáta ráðin. í formáls- orðum, er jafnframt bregða upp ógleymanlegri mynd af skáldinu, segir-ekkja hans frá draumi er hann dreymdi. og varð til þess, að hann næsta dag brendi alt, sem hann hafði ort af síðari hluta „Eiðsins“ og byrjaði að nýju. Hann byrjaði á mansöng til Guð- rúnar, yndislegum vísum, sem áttu að tileinka henni ,,Eiðinn.“ „Nokkrum dögum seinna geklc hann úr skrifstofu sinni í síðasta sinn upp í svefnherbergið sitt, með þessar vísur í hendinni, skrif- aðar með blýanti, — sumar þeirra skrifaði hann í rúminu fyrstu daga banalegunnar. Blaðið lá á næturborði hans, er hann var látinn. Þeim mansöng varð aldrei lokið.“ Þannig er saga þessa verks. Brendu ljóðin fáum vjer aldrei að heyra, og ekki nýju ljóðin, sem skáldið heyrði óminn af, áð- ur hann bæri hin á bálið. Því meiri ástæða er til að leggja rækt við þau, sem eftir eru, Að því styður þessi nýja útgáfa. Hún hefir verið gerð úr garði af frá- bærri alúð og smekkvísi. Hún færir oss mansönginn, er varð svanasöngur skáldsins, ljómandi góða mynd af honum 22 ára með rithönd hans frá þeim tímum og aðra frá síðustu árum hans; hún gefur oss ■eftirmvnd af handriti hans að fyrstu vísunni í „Nótt“ —- innfjálgasta lofsöng æskuásta, sem kveðinn hefir verið á íslensku — og loks ágætar myndir af Skál- holtsstað, og Skálholtskirkju þeirri, er Brynjólfur biskup ljet reisa 1650. Prentun öll er af mestu snild. Smekklegar skraut- myndir á titilblöðum og spjtild- um, eru eftir Tryggva málara Magnússon. Er útgáfa þessi fag- urt lauf á leiði skáldsins og verð- ur kærkomin öllum hinum mörgu vinum hans. G. F. Frá Tyrkjum. Símað er frá Konstantínópel, að Þjóðþingið bafi bannað með lög- um að nota hin gömlu fornhelg- uðu höfuðföt Tyrkja, fezana og „úrbanana. Margir ættflokkar hafa gert þetva eð trúaratriði, og eru mjög gramir yfir þessum nýju lögum. íslenska kvikmyndin Lofts Guðmundssonar er nú sýnd viða í Norðurálfu. Hjer á dögunum fjekk ísa- fold senda efnisskrá yfir fyrir- lestra og myndasýningar Alþýðu- fræðsluf jelags Yínarborgar, frá dögunum 23. okt.—3. nóv. Þar var m. a. getið um kvikmynd eina, sem nefnd var „Undralandið í Norðurhafi.“ (Kvikmynd frá ís- landi), og frá því sagt, að hinn góðkunni íslandsvinur, landsdóm- ari Hans Jaden, hjeldi fyrirlestur á undan myndasýningunni. Þar mun vera mynd Lofts, hugs uðum við, sú sem mest umtal vakti og aðsókn fjékk hjer í fyrra. Var nú hringt til Lofts og hann spurð- ur hvort svo væri eigi. Reyndist það rjett að vera. Myndin er sýnd víða í pýskalandi um þess- ar mundir. Lítið hefir verið á þessa mynd minst upp á síðkastið, og munu margir hafa álitið að hún lægi enn í handraðanum óhreyfð og biði endurbóta. Því það var al- manna mál hjer, að myndin væri svo góð á köflum að hún þyrfti eigi nema fremur litlar lagfær- ingar og viðbætur til þess að verða ágæt, og þjóð vorri til ómet- anlegs gagns fyrir sakir fræðslu þeirrar, er hún getur veitt erlend- um almenningi um land vort og þjóð. En eins og gefur að skilja, varð myndatakan Lofti all-kostnaðar- söm, og þó aðsókn væri hjer mikil að myndinni gat hún eigi endur- greitt þann kostnað nándanærri. Leitaði Loftur, og þeir f jelagar hans sem eiga myndina, til þings- ins um styrk til þess að endurbæta hana. En það reyndist árangurs- lítið. En eftir þau málalok var ekkert eðlilegra en myndin yrði seld því verði er fyrir hana fjekst eins og hún var. Við seldum nýlega þýsku f jelagi myndina, segir Loftur, með einka rjetti fyrir það fjelag að sýna hana í Þýskalandi, Austurríki, Tjekkóslóvakíu og Finnlandi, og er verið að sýna hana víða í Þýskalandi um þessar mundir. — Myndin er einnig seld til sýning- ar í Danmörku. En í Svíþjóð vildu menn ekki kaupa hana, því Svíar nokkrir voru hjer um árið og tóku kvik- mynd, er seld var til sýningar þar í landi. Voru sumar myndir Svíanna líkar og lijá mjer og vildu því eigi þessa mynd. En eigi hefir tekist enn að fá Norðmenn til þess að gera nokk- urt boð í myndina til sýningar þar, hvernig sem því víkur við. í ^áði er að senda eina „copy“ af myndinni til Vesturheims. ís- lendingur einn, Sveinbjörn Ólafs- son 'að nafni, sem gert hefir tals- vert að því að halda fyrirlestra um ísland víðsvegar í Bandaríkj- unum og Canada á nú að fá mynd ina og hafa hana meðferðis. — Skifta þeir síðan ágóðanum af sýningunum, hann og •eigendnrnir. Loftckip siglír með flugvjel. Símað (r frá London, að gerð hafi verið tilraun ,með loftskipið R 33, þannig, að því hafi verið siglt og Iiöfð flugvjel áföst við þao, Flogið hafi síðan vrúö í vjl .: mi frá loftfarinu og snúið aftur, og hún tengd við loftfarið aftur á flugi. Fór þetta alt vel.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.