Ísafold - 29.03.1927, Blaðsíða 4

Ísafold - 29.03.1927, Blaðsíða 4
4 I S A F 0 L D Jörð til sölu. Höfuðbólið Nes í Selvogi, ásamt hjáleigunum Ertu, Bartakoti, Þórðarkoti og Götu, fæst til kaups og ábúðar á næstkomandi_ fardögum. Bygging á heimajörðinni er íbúðarhús úr timbri, 12 x 12 álnir tvílyft, tvær heyhlöður, fjós og fjárhús fyrir 300 fjár, auk annara gripahúsa. — Jörðin er besta rekajörð sunnanlands. Tún stór og í góðri rækt, Hagaganga ágæt, bæði fjörubeit og kjarngott heið- arland. Nánari upplýsingar gefur Kristinn Jónsson, vagna- smiður, Frakkastíg 12, Reykjavík. Útrýmið rottunum. Það er nú fullsannað, að afkvæmi einna rottuhjóna geta á einu ári orð- ið 860 rottur. Af þessu er auðsæ þórfin á að útrýma rottunum. Til þess að ná góðum árangri er því tryggast að nota Ratin og Ratinin. Ratin sýkir rotturnar, og þær sýkja svo aðr- ar rottur, sem þær umgangast meðan þær eru veikar, og drepast að 8—10 dðgum liðnum. Ratinin hefir aftur á móti bráðdrepandi verkanir á þær rott- ur sem jeta það. Ratin-aðferðin er: Notið fyrst Ratin, svo Ratinin, þá fæst góður árangur. Sendið pantanir til Ratinkontorei, Köbenhavn Allar upplýsingar gefur Ágúst Jðsefsson heilbrigðisfulltrúi, Reykjavík. 43B1=1 IBGB MaStöl Bajersktöl Pilssier* Best. - Údýrast. Innlent. Byggingarefri □g eldfæri, Hefi altaf fyrirliggjandi: Bárujárn 24 og 26, 5—10 í'. Sljett járn 24 og 26, 8 f. . Paksaum og alsk. saum. Pakpappi nr. 1 og 2. Ofnar og eldavjelar. Skipsofnar og þvottapottar. Ofnrör, steypt og úr smíðajárni. Eldf. stein 1”—li/2”—2” og eldf. leir. Vörur sendar út um land gegn eftirkröfu. G. Behrens REYKJAVÍK. Sími 21. Nýtt blað, sem „ísland£< heitir, héf göngu sína hjer á laugard. Er ritstj. þess Guðmundur Benediktsson eand. juris., en útgefandi „Fjelag frjáls- is-ndra manna“ (sem alment er nefnt „Frelsisherinn). Fylla kom hingað 23. þ. m. með enskan togara, sem hún hafði tekið að veiðum í landhelgi. Heitir hann St. Celestiu, og er frá Hull. Mál skip- stjórans kom fyrir rjett, og var hann dírindur í 12500 kr. sekt, afli og veið- arfæri gert upptækt. Samsæti hafa sunnlenskar konur ákveðið að halda Kristínu Sigfúsdótt- ur skáldkonu. Hún er stödd hjer í bæn um, og er gestur reykv. kvenna. Buðu þær henni suður hingað og kosta för hennar að öllu leyti frá Akureyri og þangað aftur. Ætlast er til að sam- sætið fari fram í þessari viku. Druknun. Mánudag 14. þ. m. fjeli maður útbyrðis af vjelhátnum Blika í Vestmaniiaeyjum. — Má segja, að ekki sje ein báran stök með þennau bát, því fyrra laugardag fjell maður útbyrðis af honum og drukknaði. Hjet hann Guðjón Guðjónsson og var ætt- aður af Skagaströnd. Drógst hann út með streng, flaut aftur með bátnum og sökk síðan og kom ekki upp aft- ur. Steðjar mikið ólán að þessum bát að tveir menn skuli drukna af hon- um sömu vikuna. Pýskan togara, sein Esteburg heitir, og er frá Hamborg, kom Fylla með hingað 21. þessa mán. og hafði hún tekið hann að ólöglegum veiðum austan við Ingólfshöfða. Kom hún að togaranum í myrkri, og þrætfci skipstjóri á honum fyrir það, að hann væri í landhelgi. En foringi á „Fylla“ kvað rjettast að leggjast þarna og' bíða þess að birti, og þá mætti slíta þrætunni. Um morguninn kom í ljós, að togarinn hafði gcrst landinu helduv nærgöngull.Var ski[>stj. dæmdur í 12500 kr. sekt, og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Skipstjórinn heitir Bov Michelsen. í hákarlalegu fóru nokkrir vjelbác- ar frá Siglufirði fyrir stuttu. Urðu þeir vel varir, en gátu ekki legið við vegna veðurs. En þegar stillir til-ætla fleiri bátar að fara á hákarlaveiðar. Barn drukknar. Fyrir nokkrum dög- um voru nokkur börn á Siglufirði í feluleik fram á bryggju. í ruiðjum leik var saknað eins drengs; var far- ið að leita hans og fanst haim á mar- arbotni hjá einni bryggjunni. Hann var 9 ára að aldri og er faðir lians porsteinn Gottskálksson. Dánarfregn. Aðfaranótt fyrra sunnu- dags andaðist í Vífilsstaðahæli frú Annika Jónsdóttir, kona dr. Páls E. Ólasonar. .. KTÍkmyndir er nú farið að sýna i Keflavík í hinu nýja kvikmynda- húsi þar. Fylla tekur tvo togara. A laugar- daginn tók Fvlla tvo þýska togara, sem voru að veiðum í landhelgi hj.i Dyrhólaey. Kom hún með þá hingað; fjekk hvor þeirra 12.500 kr. sekt, en afli og veiðarfæri gert upptækt. Að Reykjanesi er nú kominn sími, sem kunnugt er, til mikils hagræðis fyrir vitavörðinn — og sumai'gesti þá, er sækja til þessa merkilega staðar. Má liúast við að fólksstrauni- ur að Reykjanesi aukist að miklum mun á næstu árum. Margt mætti þar aðhafast innan um þann geysimikla hverahita, postulínsnámur og fleira. Bagi er það mikill, að þangað skuli eigi enn vera kominn akvegur. Hefir kunnúgur maður sagt Morgunblaðinu að hægt mundi að gera þangað ak- færan veg fyrir tiltölulega mjög lítið fje. Matvælasýningin í Höfn. f dönsku hlaði rekumst vjer á frásögn um það, að fyrir hönd íslensku stjórnarinnar hafi Sveími Björnsson sendiherra þakkað „Dansk Sö-Restaurátions Forening“ fyrir það að bjóða ís- lendinguni að taka þátt í matvæla- sýningunum í Höfn. — Blaðið bætir við: Satt að segja hefði það verið eðlilegra, að voru áliti, að ,ySö- Restaurationsfjelagið" hefði þakkað íslendingum fyrir þátt-tökun:i. Ef íslenska sýningardeildin, sem Jónas Lárusson kom snildarlega fyrir, hefði ekk,i verið, múndi sýningin ekki hafa haft upp á neitt markvert að bjóða. Ársrit Hins íslenska garðyrkjufje- lags, fyrír órið 1927, er nýlega kom- ið út. pað er lítil bók, en hefir þó inni að halda mikinn og margskonar fróðleik um meðferð helstu jarðar- ávaxta, sem hjer eru ræktaðir, og ýmsra blóma. Meðal „útlendra frjetta“ í Tíman- um nýlega, er alllöng grein um hrun „Sameinuðu íslensku verslananna'1, tekin upp úr Berlingatíðindum. í endalokin er frá því skýrt, að íhalds- flokkurjnn liafi fyrir engu sknkka- falli orðið meiru en því, að „Hinnr !sameinuðu íslensku verslanir“ skvldu leggjast niður!!! | Má telja þessa skoðun meðal „lít- lendra frjetta" að því leyti til, að * enginn innlendur maður getur. litið ^ sömu augum á þetta eins og rit- stjórinn. Lögrsgluþjónn sektaður. Eins og áður hef'ir verið skýrt frá hjer í blaðiuu, lenti einn af lögregluþjónum bæjarins í ryskingum við mann af i, ! Isafirði í liaust, Vilhjálm Vilhjálms- 'son að yiiafni. Barði lögregluþjónninn mann þenna með kylfu og hlaut 'uann svo mikil meiðsl af að flytja varð hann í spítala og lá hann þar all- lengi. Vilhjálmur kærði síðan lög- regluþjóninn fyrir meðferðina á sjar, og hefir nýlega verið dæmt í því máli í undirrjetti. Var lögregluþjónninn damdur til þess að greiða 200 kr. sekt fvrir framferði sitt, en þ'ó er það skilorðsbundinn dómur. Brjóstmylkingar. f manntalinu frá 1920, sem nýlega er komið út, er skýrsla um það, hve mörg börn er voru innan við eins árs, höfðu verið á brjósti. Af 2481 barni, voru brjóst- mylkingar 1413. Garðar Gíslason 6 Humber Place, Hull, annast innkaup á erlendum vörum. og söiu isienskra affurða” liBmenii og lnillilíi á Iilnll. Að svo miklu leyti, sem faanlegar eru samskonar innlendar og er- lendar vörui', er það mikið á yðar valdi, hvorar fremur eru notaðar í laud- inu. Hal'ið því hugfast, er þjer gerið. innkaup yðar, að vjer eruni vel birgir af:. Kjöti í 1 kgr. og j/2 kgr. dós. Kæfu í 1 — — y> — — Fiskbollum í 1 — — y2 — — Alt búið til í niðursuðuverksmiðju vorri. Stuðlið að því, að þessar vörur sjeu notaðar fremur en erlendar, þaS er óhætt því gæði þeirra eru viðurkend um alt land. — Og þjer, sem ekki hafið verslað með slíkar vörur óður, gefið viðskiftavinum yðar kost á aö- reyna þessar. Verðið mikið lækkað. Eflið alþjóðar hag með því, að kaupa fyrst og fremst innlendar vörur. Sláturfjelag Suðurlands. Vatnsleiðslutæki: svo sem galv. pípur og pípnafellur, botnspjöld, handdælur 6 stærðir, vatn- kranar, stoppkranar alskonar, eldhús- vaskar, skolprör og alt tilheyrandi, vatssalerni og m. m. fl. — Vandaðar og ódýrar vörur. — Á. Einarssou & Fuuk. Reykiavik. ] ** r A Kaupið kox og kökur beint frá Engelsk-Dansk Biscuits Fabrik, Köbenhavn. Matarkex liæði stórar og smáar kökur í kössum á en. 15 kg. Aðrar tegundir af kexi í blikkdunkum. AtHugið, að kex og kökur frá þessu firma er það besta og ódýrastn, sem þið getið fengið. Aðalumboðsm. á íslandi. H. Benediklsson & Go. Kaupið ísafold.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.