Ísafold - 02.08.1927, Side 4

Ísafold - 02.08.1927, Side 4
* ISAFOLD Aðalfnndnr Læknafjelags íslands var haldiim í Reykjavík 28.—30. júní í þingsal ne'ðri deildar Al- þingis. Alls sátu þingið 26 lækn- ar. Vegna þess hve erfitt er fyrir hjeraðslækna að fara b,urt úr hjer- uðyun sínum voru tiltölulega fáir embættislæknar mættir, aðeins 7 af fundarmönnum. Helstu mál, senj fyrir fundinum lágu voru heifbrigðislöggj öf in og berkla- varnalögin. Heilbrigðislöggjöfin úrelt. Heilbrigðislöggjöf vor, sem á sínum tíma var góð, er nú orðin að nokkuru leyti úrelt, sumpart vegna nýrrar þekkingar, sem menn haffi öðlast á síðari árum um ýms- ar sóttir, sumpart vegna þess, að saipgöngur við útlönd hafa tekið miklum breytingum, svo að ná- ■lega allir sóttvamarsjúkdómar hafa lengri undirbúningstíma en hrtið ferð tekur milli landa. — Þetta og ýmislegt fleira þarf end- urskoðunar við. Var því samþykt tillaga þess efnis, að skora á heil- brigðisstjórnina að láta endur- skoða heilbrigðislöggjöf vora, og fá þeim ákvæðum breytt sem úr- elt þykja. Nokkurar umræður urðu uin lögin um varnir gegn kynsjúk- dómum og ágalla, sem eru á fram- kvæmd þeirra í sumum greinum.. Einkum hve erfitt er að eiga við sjúklínga, sem hirða ekki um að leita sjer lækninga og gera það sem þeir geta til að smjúga úr höndum læknanna, en halda ein- lægt áfram að sýkja frá sjer. Var samþykt tillaga þess efnis, að skora á heilbrigðisstjórnina að hlutast til um að hentug varnar- tæki yrðu útveguð öllum íslensk- um skipum, sem sigla milli landa, svo að hásetar og farþegar eigi greiðan aðgang að þeim til að verja sig kynsjúkdómum. Berklavamalögin. Um berklavamalögin urðu all- miklar umræður. Eftirfarandi til- laga var samþykt: „Fundurinn telur berklavamarlögin 1921 hafa þegar komið að talsverðum not- um, en álítur að enn þurfi meiri ’ reynslu til þess að fullnaðardóm- ur verði lagður á gagnsemi þeirra. •Tafnframt vill fundurinn láta það álit sitt í ljósi, að þær breytingar, sem stjórn og alþingi þegar hefir gert á tjeðuro lögum sje tvímæla- laust til hins verra og skorar á stjórn Læknafjelags íslands, að gera sitt til að ekki verði gerðar hreytingar á því lagasmíði, án þess- að læknastjettin eða formælendur hennar hafi áður gert tillögur sínar." Hirðuleysi almennings heldur sullaveikinni við. ! Þá urðu nokkurar umræður um sullaveikina hjer á landi. Almenn- ingur er þrátt fyrir alla fræðslu, 'enn alt of skeytingarlalis um að íyarna hundum að komast í sullina. Eru jafnvel dærni til að sollið slát- ’ur sje borið á tún og er slíkt ó- verjandi með öllu, þar sem fólki ætti þó að vera fullljóst, að hver sá sullur, sem ekki er eyðilagður, grafinn djúpt niður eða brendur, er hættuefni mönnum og skepnum. Sullaveikinni verður ekki útrýmt hjer á landi, meðan nokkur sullur er skilinn eftir í hirðuleysi. Lík- lega eru menn yfirleitt of óvar- kárir í umgengni við hunda. Þvi þótt hundarnir sje hreinsaðir, er ekki þar með sagt að þeir sje skað lausir. Margir læknar hafa illan jbifur á hundahreinsuninni, halda 'að hún komi ekki að tilætluðum jnotum. Vlst er um það, að sulla- .veikin er enn fjarri því að vera kveðin niður sem skyldi, en ætti þó að vera innan handar að út- rýma veikinni gersamlega. Til þess þarf ekki annað en að eyða öll- ^um sullum, svo að hundar komist ;ekki í þá; og þar sem við skyn- sama alþýðu er að eiga, ætti mái- ið að vera auðsótt. Till. var sam- þykt frá G. Claessen um að skora á dóms- og kirkjumálaráðuneytið, að láta rannsaka, með ráði lækna- deildar háskólans, „hve algengur sullavéikisbandormurinn er í hund fum hjer á landi, og að hverju ;gagni hundalækningar koma með þeim lyfjum, sem til þess eru notuð.“ Bannlögin hafa frekar gert ilt en gott. Þá var rætt erindi frá Bann- bandalagi íslands, þar sem það fer fram á, að Læknafjelag íslands sendi mann á fulltrúafund banda- lagsins. Samþykt var að taka ekki iþátt í Bannbandalaginu vegna þ ess „að læknafundurinn lítur svo á, að því miður sje það fullreynt að bannlögin geta ekki náð til- gangi sínum og hafi líklega frekar gert ilt en gott. Þess vegna telur fundurinn rjett að lögin sjeu sem Vesturland, í Olafsvíkurhjeraði og Stykkis- hólmsþjeraði er „kikhósti og kvef- sótt í rjenun,“ svo er og um Reyk- hólahjerað og Hólmavíkurlijerað. Hjeraðslæknir á ísafirði segir mjög gott heilsufar kringum Djúpið. — Kikhóstinn er nú kominn í Þing- 1 eyrarhjerað. í Hólmavíkurhjeraði hefir borið talsvert á „stingsótt“ síðustu vikur. Hjeraðslæknir í Flat ey segir inflúensu ganga í sínu hjeraði. Norðurland. Þar tala læknar enn víða um kikhósta og kvefsótt. f Skagafirði legst kvefsótt sjerstaklega á börn, segir hjeraðslæknir á Sauðárkróki; þar hefir og „kikhósti tekið nokk- ur sveitaheimili síðastliðna viku.“ ,— Hjeraðslæknir á Húsavík nefn- ir einnig vægan kikhósta (nýlega ; 1 dauðsfall, veiklað barn á fyrsta ári). Hann segir og kvef eða kvef- pest“ ganga um hjeraðið og „mjög mikið af blóðeitrun og ígerðum“. Hjeraðslæknir á Altureyri nefnir eitt tilfelli af mænusótt (drengur þriggja ára) þar í bænum. Hann segir og dálítið af garnakvefi í hjeraðinu, annars gott heilsufar. Austurland. Kíkhósti gengur í öllum hjer- |uðunum eystra. Eitt barn nýlega , dáið. Veikin yfirleitt væg. Tölu- j vert um kvefsótt á Austurlandi, ,bæði í fullorðnum og börnum. ' G. B. ÍSjódeyður á hverjum degi. ■ Vegagerðir eru eigi miklar I sýslunni, er lielst að nefna við- gerðina á Holtaveginum, sem er svo gagngerð, að kalla má að sje endurbygging. Annars smávægi- legar viðbætur og viðgerðir á sýsluvegum. Ferðamannastraumurinn er á- kaflega mikill hjer austur, sjer- staklega í ljótshlíðina og inn á Þórsmörk. Fræðslumálastjóraembættið. Um það hafa sótt Ásgeir Ásgeirsson, sett.ur fræðslumálastjóri, sjera .Guðmundur Einarsson á Þingvöll- i i um, Halldóra Bjarnadóttir kenn-' ari, sjera Magnús 'Bl. Jónsson frá jVallanesi og Vilhjálmur Gíslason 1 meistari. Umsóknarfrestur er út- runninn. I ðtflaltöl Ba|er>sktöl Pilsnei*. Best. - Oáýrast. Innlent. Ókeypis i fyrst numin úr gildi. Heilbrigða i bindindisstarfsemi, er Læknafjelag- ið fúst að styðja.“ Yms fleiri mál voru rædd, svo sem framhaldsmentun kandidata, stofnun varahjeraðslæknisembætt- is, tillaga frá D. Sch. Thorsteins- son um aukna kenslu fyrir almenn- ing í heilbrigðisfræði o. fl. • Formaður fjelagsins fyrir næsta -'r var kosinn prófessor Guðm. Hannesson, meðstjórnendur G. Glaessen og N. Dungal, en vara- maður Ólafur Finsen hjeraðlælcnir. Frjettir. Borgarnesi, FB 29. júlí. Heyskapur. Tíðarfarið ágætt og eru menn nú sem óðast að binda inn töðuna, sem er hirt. jafnóðum, en stöku menn eru komnir á engjar. Á harðvellisengjum er illa sprottið vegna þurkanna í vor. Vegagerðir. Talsvert er unnið að vegagerðum í hjeraðinu. Við Norðurárdals- f brautina vinna yfir 20 menn og er jbúist við að brautin komist fram undir Hraun í sumar. Þá vinnur ! og ámóta stór hópur að vegagerð \ yfir síkið hjá Ferjukoti, en eins og 1 kunnugt er varð vegúrinn fyrir miklurn skemdum af flófSum úr Norðurá og Hvítá í vet.ur. Vegur þessi er orðinn dýr, enda reynst erfitt að ganga svo frá lagningu hans, að dugað hafi. Á nú að lengja brúna og endurbæta veginn og vona menn, að nú verði svo frá gengið, að flóðin fái eigi grandað veginum. Heilbrigðisfrjettir. (vikurnar 10—16 og 17—23. júlí). Eeykjavík. Heilsufar lakara en tíðkast um þetta leyti árs. Gengur allmikil kvefsótt í bænum, og hafa allmarg- ír fengið eyrnabólgu upp úr þeirri veiki. Hjeraðslæknir telur þó vafa- samt um þessa kveföldu, að hana beri að kalla inflúensu. Aðrar far- sóttir ganga ekki í bænum. Suðurland. í Mýrdalshjeraði er „gott heilsu- far, kvefsótt um garð gengin, kik- hósti ókominn.“ í Rangárlijeraði segir hjeraðs- læknir „engar farsóttir, gott heilsu far.“ 1 Eyrarbakkahjeraði er „kik- hóstinn að hverfa. Stöku kvefpest- artilfelli. Engar aðrar farsóttir.“ í Vestmannaeyjum segir hjer- aðslæknir gott heilsufar undan- famar vikur. Yfirleitt er nú gott heilsufar- á Suðurlandi. Húsavík, FB 27. júlí. Seinustu kosningafrjettir. Talning atkvæða hefir nú farið fram í Suður-Þingeyjarsýslu og hlaut Ingólfur Bjarnarson 931 atkv., en Sigurjón Friðjónsson 211. atkv. Almenn tíðindi. Ágætist.íð. Góð spretta. Túna- sláttur byrjaður fyrir nokkru og vel hirst það, sem af er. Nokkur afli. HeiLsufar dágott, nema kile- hósti er hjer enn. Hallgeirsey, FB. 30. júlí Heyskapur hefir gengið vel og betur í íágsveitunum, skúiir og úrkoma tíðari í fjallsveit anum, Fljótshlíðinni og undir fjöllonum. Margir liverjir eru nú að ljúka Við að hirða af túnum sínum. — Laufásprestakall. Prestskosning fór þar fram fyrir skömmu, og ivoru atkvæði talin á fhntud. Um- I sækjandi var aðeins einn, Björn , 0. Björnsson. Var kosning ólög- I mæt, f jeklc hann aðeins 44 at- |kvæði af 182 greiddum. Verður | prestakallið því auglýst á ný laust ! til umsóknar. Um Mosfellsprestakall liafa sótt sjera Hálfdán Helgason og sjera jBjörn Stefánsson á Auðkúlu. Dr. Jón Helgason, sem gengt hefir prófessorsembætti í íslensk- um fræðum við háskólann í Osló, er nú orðinn forstöðumaður Árna Magnússonar safnsins í Kaup- mannahöfn. Sigurður Briem aðalpóstmeistari hefir verið skipaður formaður bankaráðs Landsbankans. Vara- maður er skipaður Guðmundur Ás- björnsson lcaupmaður. Úr Borgarfirði. (Símtal 30. júlí). Heyskapur gengur ágætlega ; marg ir bændur eru búnir að huða af túnum, liafa náð töðunni livann- grænni í hlöðu. — Laxveiði í Hvítá hefir gengið vel það sem af er. •— Sauðfje er slátrað í Borgarnesi á hverjum fimtudegi og kjötið sent t.il Reykjavíkur jafnliarðan. — Heilsufar gott. Síldarafli er svo mikill inni á Eyjafirði, skamt utan við Sval- barðseyri, að skip tvíhlaða sig þar á sólarhring. Einn útgerðarmaður á Akureyri, Guðmundur Pjeturs- son, fjekk t. d. á einum sólarhring |l600 tunnur á land á þrem skip- um. Er það nær eins dæmi, að síldin hafi gengið svo innarlega á f jörðinn og svona mikið eins og nú. Heyskapur hefir gengið frábær- lega vel við ísafjarðardjúp, að því er símað var að vestan í gær. Er hirt jafnóðiun af Ijánum, og nýt- ing því íþamúrKkarandi góð. Er heyskapartíð nú alstaðar ágæt þar sem til frjettist. Á smábáta- á Isáfirði hefir verið mikill afli undanfarið. Einn bátur, sem á eru þrír menn, hefir fengið til hlutar yfir júlímánuð 250 kr. og þykir það þar vestra mikill afli, einkum þegar þess er gætt, hve Iágt er verð á fiski, og að aflinn er mest ísa. Reknetabátax á ísafirði fengu í gær sæmilegan afla, þeir hæstu, eða 50 tunnur. Sá, sem lægstan afla fjekk, var með 15 tunnur. Veiði hefir verið heldur treg það sem af er. og burðargjaldsfrítt sendum vjer hinn hagkvæma, myndauðga verð- lista vorn yfir gúmmi, hreinlætis og gamanvörur, ásamt úrum, bók- um og póstkortum. Samariten, Afd- 68. Köbenhavn K. í Flens urger Nachrichten hefir lúnn góðkunni Islandsvinur, Rein- liard Prinz ritað all-langa grein um ísland og lýsir þar bæði landi og þjóð. Hefir sú grein á sjer hinn sama blæ og aðrar greinir sama hof., er hann hefir skrifað um ís- land og Islendinga, hún er fram komin vegna þess, að höf. vill að- landar sínir skilji okkur íslend- inga rjett, að þeir geti dæmt okk- ur rjett: að þeir viti, að lijer úti á hala veraldar býr norræn menu- ingarþjóð. Prinz hefir það fram yfir flesta aðra útlendinga, sera um ísland rita, að hann segir lát- laust frá, og fer ekki með lof sitt eða ummæli um okkur út í öfgar. Er gott fyrir okkur að eiga slíka vini meðal stórþjóðanna. Þrumuveður stórfelt gekk yfir Rangárvallasýslu seinnipart mánu- Rangárvallasýslu seinnipart fyrra mánudags, að því er Matth. Þórð- arson þjóðminjavörður sagði fsaf. Veðrið skall yfir kl. 2 e. m. og' hjelst til kl. 5. Rak hver þruman aðra og eldingar leiftruðu í sort- anum, regnið stórfelt með afbrigð- um og hagljel með köflum. Eftir því, sem sjeð varð frá Bergþórs- hvoli mun veðrið hafa skollið yfir Eyjafjallasveit, Landeyjar, Fljóts- hlíð, Rangárvelli, Landsveit og- sennilega Hreppa. Uppi í Þórs- mörk ltom ekki dropi úr lofti. Viðskiftaráðunautur í serai- sveit Bandaríkjanna í Höfn, Sör- ensen að nafni er hingað kominn til þess að kynnast atvinnuvegum- vorum og gera skýrslu hau :a stjórn sinni um þjóðarhagi vora. Óðinn fór hjeðan á föstud. til Norðurlands. Með honu i, tóku; sjer far íþróttamennirnir: Sigur- jón Pjetursson,- Ben. G. Waage,. Erlingur Pálsson og Ólafur bróð; ir hans. I þessari för muu Frling ur ætla að synda Gret.tissundið — frá Drangey að Reykjum. Með honum verður í förinni Jónas Kristjánsson læknir. Hneykslið í Búnaðarfjelaginu fceitir ritlingur, sem nýkominn er út eftir EyjóTf Jófcannsson fram- kvæmdarstjóra Mjólkurfjelags. Reykjavíkur.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.