Ísafold - 07.11.1927, Page 3

Ísafold - 07.11.1927, Page 3
I S A F 0 L Ð 3 lietta mundi rjett vera. Bn bæj- • arfógeti sjálí'ur segir að engin skrá sje þar gerð yfir seðla þá og •kjörgögn, sem hreppstjórar fái, og sje því ekkert upp úr þessu leggj- andi. Þann 19. júlí koma kærendum- ir af sjó. Byrjaði rjettarhald í Hnífsdal þegar er þeir komu í land og stóð til kvölds. — Við „yfirheyrslur þær kom ekkert mark- vert fram. Voru kærendur úr- sknrðaðir í gæsluvarðhald að af- loknum prófunum. Sig. Guðm. Sigurðssyni var slept -daginn eftir, en hinum þann 21. -sama mánaðar. Pimm kjósendur er kosið höfðu hjá hreppstjóranum í Hnífsdal, og í.kosið höfðu Pinn Jónsson, þektu ;atkvæðisseðla sína, úr kosninga- seðlum sýslunnar. Eftir rithöndum þeirra Hálf- dans og Eggerts Halldórssonar að "dæma, er það talið útilokað að Hálfdan hafi ritað nafn Jóns A. -Jónssonar á atkvæðaseðlana, og ólíklegt, eða útilokað með öllu að kærendnr hafi skrifað það; en sje um nokkra af þeim mönnum ■að ræða, sem enn hafa komið við sögu, er talið mögulegast að rit- höndin á seðlunum líkist rithönd Bggerts Halldórssonar. — Ennþá hafa rithandir þeirra manna og séðlamir eigi verið rannsakaðir af sjerfræðingum. Sje sannleikurinn sá, að hrepp- stjóri eða menn hans sjeu valdir að svikunum, er sú leið líklegust, að skift hafi verið um umslög á skrifstofu hreppstjóra, og umsiög með miðum með nafni J. A. J. sett inn í ytri umslögin í þeiin svifum að gengið var frá fylgi- skjali og að kjósendnm við stödd- um. Menn verða að gæta þess, að -einn kjósandi tók atkvæðaumslag- ið samstimdis með sjer. Hafi kosningasvikin verið gerð utan við skrifstofu hreppstjóra, og ■að honum óafvitandi, þá hafa kjós- -endur a.ldrei skrifað neitt á seðl- ana,, en sett þá auða í umslögin, ’Og nöfnin komið á þá síðar. Bíkur ern nokkrar til þess, að sami mað'xr hafi skrifað á seðlaua ’þrjá. en annar á þann fjórða. Dýrtíðaruppbótin er samkvæmt þessu 40% af öllum launum upp að 4500 kr. En ef launin fara fram úr 4500 kr. veitist engin dýrtíðar- uppbót af því, sem bar er fram yfir. Pyrir ríkissjóð nemur lækkunin nál. 80 þús. krónum. Jsafold hefir aflað sjer upp- lýsinga um það, hve miklu þessi lækkun á dýrtíðaruppbótinni muni nema á laimaiitgjöldnm rík- issjóðs næsta ár, og mun það vera nál. 80 þúsund krónur, miðað við útgjöldin í ár. Til fróðleiks fyrir starfsmenn i-íkisins er hjer sýnt hverju lækk- unin nemur fyrir þá. Er gerðnr samanburður á dýrtíðaruppbótinni í ár og næsta ár, eins og hún er á mismunandi launaupphæðum, og sýnt hverju lækkunin nemur. Dýrtíðaruppbót. Járnbrautarmálið. Sennilegt að byrjað verði á járnbraut- inni næsta vor. Laun 1927 1928 Lækkun kr. kr. kr. kr. 1500 660 600 60 2000 880 800 80 3000 1320 1200 120 3500 1540 1400 140 4000 1760 1600 160 4500 1980 1800 180 í i a li Leiðbeiningar. Klemens Jónsson, fyrverandi ráðherra. og formaður „Titan“-j fjelagsins hjer á landi, hefir verið erlendis að undanförnu til þess að ráðgast um, við aðalforstjóra fyr-j irtækisins ytra um virkjun foss- anna í Þjórsá, hina fyrirhuguðu járnbraut hjeðan frá Reykjavík og þangað austur, og hvemig •fossafjelagið „Titan“ hygst að hagnýta sjer heimild sjerleyfis- iaganna frá seinasta þingi. Er Klemens Jónsson nú nýkom- inn heim aftur úr því ferðalagi og hefir Morgunblaðið haft tal af 'honum og spurt hann um fyrir- ætlanir „Titans“ og hvort nokkuð muni verða úr framkvæmdum hjá fjelaginu á næstunni. — Jeg tel fullar líkur á því, segir Klemens, að byrjað verði á járnbrautinnj þegar á næsta vori. —< En er þá fje fengið til fvrir- tækisins? 1 — Jeg býst viðj því, — en það er að segja, fjeð fáum við ekki fyr en sjerleyfið er veitt, en þá er það til. Jeg hefi umboð frá fjelags- stjórninni til þess að sækja um sjerleyfi fyrir fjelagsins hönd, samkvæmt sjerleyfislögunum, og jeg þykist viss um, að þegar er leyfið er fengið muni fást nóg f je til fyrirtækisins. Jeg sendi nú rík- isstjórninni beiðni um slíkt sjer- leyfi og býst jeg við því, að þar sem mikill meiri hluti Alþingis samþykti Iieimildarlögin, þá muni stjórnin fús á að veita sjerleyfið. Þetta er henni þeim mun fremur innan handar, þar sem þetta verð- ur að teljast ópólitískt mál, vegna þess að þingmenn af öllum flokk- um studdu það. Það er lika mitt álit, og margra annara, að þetta megi ekki verða pólitískt mál. Það er nauðsynja og framfarafyrir- tæki, er snertir mjög höfuðstað- inn, og alt Suðurlandsundirlendið, og því varðandi mjög hag alls landsins. Sem sagt, fáist sjerleyfið með þeim skilyrðum, er lögin áskilja og lieimila, má búast við skjótum framkvæmdum og mikilli atvinnu fyrir íslenska verkamenn. Allmikið hefir á því borið und anfarin ár, að meðíerð á kinda- görnum, sem seldar hafa verið til útlanda hefir eigi verið eins góð ’sem skyldi, Hefir þetta haft mjög inikið verðfall í för með sjer. Pnl-1 ástæða er til að lcippa þessu í hag. Mönnum til leiðbeiningar liefir verslim Nathan & Olsen samið eftirfarandi leiðarvísi, til útbýt- ingar meðal viðskiftamanna sinna. Þó sláturtíð sje lokið þegar blað þetta kemur í hendur lesenda, þykir rjett að birta leiðbeiningar þessar hjer — þær geta þá e. t. v. komið að gagni næst. Þessa ber að gæta við söltun miðju. Sumir hafa reynt að gera það í gróðaskyni, hafa haldið að 'þeir myndu fá sama verð fyrir hálfa görn sem heila. Þetta hefir . vakið tortrygni á íslenskum göm- Hm, og ef kaupendur hafna þeim ekki algerlega, þá greiða þeir ekki meira en helming verðs fyrir þær og stundum ekki nema :l/á verðs. 2. Garnirnar ver,ða að vera eins vel hreinsaðar og unt er, öll saur-j > indi vandlega og varlega kreist lir þeim áður en þær eru skolaðar og saltaðar. Sje þetta ekki gert, inissa garnir brátt sinn eðlilega lit og verða að lokum svartar og ónýtar. Þegar saltað er, nægir ekki (eins og margir gera) að salta milli laga, heldur, verður að ’núa salti nieðfram strengnum á hverri görn og sömuleiðis að strá salti í hvert búnt. Saltlag þarf líka undir og ofan á í liverri tunnu. þýðingu að garnirnar sje sem lengstar. Erlendis þykja bestar garnir, sem ern 23—26 metra, eða lengri. Allar frekari upplýsingar í þesst máli geta menn fengið hjá firm anu Nathan & Olsen. Vígsla Kristneshœlisins. Akureyri 1. nóv. í dag var heilsuhælið í Krist- nesi vígt. Ragnar Olafsson konsúll hjeit þar aðalræðuna, sagði sögu heilsu- hælisins frá byrjun, og lýsti áhuga Norðlendinga fyrir þessu áhuga- ináli þeirra. Þá talaði Jónas Jóns- son dómsmálaráðherra, síðan Guð- mundur Björnson landlæknir, og ljet hann svo um mælt, að ekkert Dýrtlðarnppbófin lækkar úr 44% í 40%. Hagstofau hefir nú lokið út- reikningi sínum á verðlagi þeirrar nauðsynjavöru, sem lögð er til grundvallar fyrir dýrtíðaruppbót starfsmanna rikisins á næsta ári. Vörutegundir þær, sem lögnm sam- kvœmt koma hjer til greina, eru *aldar hjer á eftir, og verð þeirra 'ilfært. eins og það var í fyrra og nú. Er það verð vörutegundanna 1 lausasölu í októbermánnði, sem Hagstofan fer eftir: 1926 1927 aur. aur. -Rúgmjöl.................. 40 42 Hveiti (besta teg.)- .. 66 61 'Smjör (íalenskt) .... 481 492 Nýmjólk .................. 50 50 Kindakjöt (dilkakjöt í heilum kroppum) .. 140 123 Saltfiskur................ 65 58 Kaffi (óbreut)......... 358 319 %hur (höggv. melis) 85 87 Með tilliti til þessara verðbreyt- ‘öga, lækkar vísitalan xir 166 (en svo var hún í fyrra) ,niður í 160. garna: 1. Ávalt verður að þursalta garnir en eltki pækilsalta. 2. Ekki má nota gróft salt, eins og í kjöt, því að í því eru svo 'grófir krystallar, að hinar hvössu brúnir höggva nálargöt á garn- 'irnnr á skömmum tíma. Þegar garnirnar eru lireinsaðar í þvotti og skafin af þeim ytrif húðin, þá kemst vatnið í gegn nm þessi göt og þannig skemdar garnir eru verðlausar. Mikið af íslenskum görnum hefir reynst ónothæft á seinni árum af þessari ástæðu. Við höfum áreiðanlegar fregnir af því, að ea. 100 tunnum af íslenskum görnum var fleygt í Þýskalandi s. 1. vetur, vegna þess, að um 80% af görnunum í hverri tunnu voru sundurskornar af saltkrystöllum. Garnirnar á að salta með sjer- stakri tegimd af salti, millitegund af borðsalti og grófu salti. Það skemmir garnirnar ekki. Við sölt- unina verður að gæta. þessa vand- lega: 1. Garnirnar verða að vera heil- ar (ekki skornar sundur). Hvor- ugur endinn má vera skorinn af, því að þá er sú görn ónýt. Ekki má heldur skera þær sundur í Garnir á helst. að salta í kjöt- lunnur, en ef þær fást ekki, má nota nýjar síldartunnur. Það hef- ir koinið fyrir, að garnir hafa 'verið saltaðar í hreinsaðar stein- olíutunnur, en það má ekki koma fyrir, því að tunnurnar eru aldrei svo vel hreinsaðar að steinolíu keimur spilli ekki fyrir sölu . Það verður að fara varlega með hverja görn og aldrei má hnýta 4—-5 garnir saman í eitt búnt, því að þegar garnir eru taldar erlend- ir getur hugsast að hvert búnt verði talið sem ein görn og selj- endur tapað þannig. Varhngavert er að salta garnir í kassa, því að þeir eru sjaldar loftheldir, en loft má ekki komast að görnunum, því að þá skemmast þær. Gæta verður þess og við söltuu, að búntin flækist ekki saman. — Getur það valdið því að garnirn- ar slitni og rifni þegar fljótlega er tekið upp úr tunnnnum. Varan er líka þeim nmn útgengilegri sem vandlegar og snyrtilcgar er frá henni gengið. Gott ráð er að skrifa á hverja tunnu hve mikið sje í henni og best væri að garnatalan væri svipuð í hverri tunnu, 250— 300. Það hefir einnig talsverða heilsuhæli í heimi væri fullkomn- ara en þetta, ekkert heilsnhæli, liefði á sjer meira nútískusnið en þetta. Þar næst talaði Guðjón Samú- elsson hiisbyggingameistari ríkis- ins. Vtvarpsstöð Arthur Gooks á Ak- ureyri ætlaði að víðvarpa ræðun- nm, en það mistókst af ýmsnm or- sökum. Talið er, að um 500 ma'nns hafi verið við hælisvígsluna, og var at- höfninni lokið nær kl. 4 síðd. Hælið hefir kostað um % mil- jón krónur og er helmingurmn samskotafje. Áætlað er, að hælið taki fimtíu sjúklinga, en getur tekið tíu t.il tólf yfir áæthm. — Læknir hælisins er Jónas Rafnar, yfirhjúkrimarkona nngfrú Sólborg Bogadóttir, reikningshaldari Ei- ríkur Brynjólfsson frá Stokka- blöðum og ráðskona ungfrú Ása Jókannesdóttir frá Fjalli. Hælið byrjar að taka við sjúklingum nm miðjan mánuðinn. Leiðrjetting. í 50. tbl. fsaf. í greininni: „Ölæðið á Esju“, brjefi dómsmálaráðh. stendur „ógreidd- ur“ ; á að vera: ofgreiddur. fkveihja ð Laugaveglnum Kviknar í versluninni Eygló. — Maðurinn sem verslunina hefir rekið, játaði að hann hafi kveikt í húsinu. Að morgni fyrra sunnudag, kl. 7(/>, var vart við að kviknað var í versluninni „Eygló“ á Lauga- vegi 58. Slökkviliðið, var kallað á h’ettvang og tókst brátt að slökkva leldinn. Eldsupptökin voru í herbergl á bak við búðina. Eldurinn hafði laist sig fram í búðina. Urðu talsverðar skemdir þar á vörum. ' Grunur f jell strax á, að viljandi befði verið lcveikt í húsinu. Tók lögreglan þegar málið til rannsóknar og yfirheyrði m. a. Jó- hannes Jónasson er rekið hefir verslunina Eygló á annað ár. Þrætti liann mjög eindregið fyrst í stað fyrir að hann befði kveikt í húsinu. En eftir 3 klst. yf- irheyrslu játaði hann á sig brotið. Hann hafði kveikt í brjefamsli sem var í einu liorninu á kompn þeirri, sem er bak við búðina, lok- að síðan kompunni og gengið á burt. Ur brjefarnslinu læsti eldurkm sig gegnum hurðina. fram í bnð- ina og upp eftir hyllum með vefn- aðarvöru, og upp í búðarloítið. En eigi var eldurinn kominn nm alla. búðina er slökkviliðinu tókst að slökkva. hann. Jóhannes kannaðist við að bann hefði kveikt í, vegna þess að hann ætlaði að græða á því að fá vá- tryggingarfjeð. En þannig er mál með vexti, að vörur hans voru alls ekki vátrygð- ar. ■— Hann vátrygði hjá sjer snemma í október í fyrra, og var vátryggingartíminn útrunninn. Úðiun kom frá Höfn fyrra sunnudag, eftir 5 vikna viðgerð. Eins og til stóð fór Óðinu út í haust, til þess að skipasmíðastöð- in gæti gert við galla þá, sem fram liafa komið á skipinu síðastlíðið ár. Slíka galla á skipasmíðastöðin að gera við ríkissjóði að kostnað- arlausu. Aðalgallar sem ltomið Iiafa frain á skipinu eru þeir, að ketillinu hefir reynst ótraustur. Eftir fyrstu aðgerð í Höfn í þetta sinn, var hann reyndur; og stóðst eigi þá raiui. Þurfti að endurtaka við- gerðina. Drógst heimför slcipsins við þetta frá því sem búist var við í upphafi, um 4 vikur. Við síðnstu raun reyndist ketiJl- inn loks svo heldur, að trygt þótti. Ríkisstjórnin hefir þó eigi tekið við skipinu til fullnustu. Ef enn koma fram bilanir á katlinum á næstunni, verður skipasmíðastöð- in að bæta þær á sinn kostnað. Þá hefir og önnur umbót verið gerð á skipinu. Stjórnpallur þess er svo lágur samanborið við stefn- ið, að vandræði hefir verið að stýra skipinn þar sem smábátar liafa. verið á ferð. Hefir úr þessn verið bætt þann- ig, að pallur hefir verið gerðnr upp á stýrishúsinu, og útbúnaðnr settur til þess að hægt sje að stýra skipinu þar.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.