Ísafold - 22.11.1927, Blaðsíða 4

Ísafold - 22.11.1927, Blaðsíða 4
4 ISAFOLD miólknr&ti í Flóanniu. Fyrra föstudag, var auka- fuudur haldinn að Stokkseyri í Slóaáveitufjelaginu. — Fundurinn var fjölmennur. Á fundinum var lagt fram nefnd- arálit nefndar þeirrar, er starfað Kefir að undirbúningi mjólkurbús í Flóa. 1 nefnd þeirri eiga sæti (Jeir Gr. Zoega vegamálastj., Magn- '«S Þorláksson á Blikastöðum og ▼altýr Stefánsson. Samþykt var á fundinum á íítokkseyri með yfirgnæfándi meirihluta atkvæða, að áveitufje- iagið gangist fyrir því, að reist Verði mjólkurbú með nýtísku sniði •g svo stórt, að þar verði hægt að ’taka alla þá mjólk til vinnslu, sem íframleidd er í Flóa og eigi er not- wð til heimilisþarfa. Yæntanlega verður búið reist á uæsta ári. Samkvæmt gildandi lög- um, hefir landstjórnin heimild til þess að veita Flóaáveitufjelaginu lán til að stofna búið, og stvrkja það að 14. Bnnfremur er gert ráð fyrir að gera allmikla vegi um áveitu- svæðið. Ásiglíng. „Maí og enskur togari rekast á, og enski togarinn sekkur. „Maí“ lagði á stað frá Englandi 16. þ. m., áleiðis hingað Bn 17. þ. m. kom skeyti frá honum um það, að nóttina áður, er hann var úti í Norðursjó, hafi orðið árekst- ur hjá honum og enskum togara og sá enski sokkið. — Botnvörp- ungurinn hjet „Prosyon“ og var frá Aberdeen. — „Maí“ bjargaði skipshöfninni og sigldi með hana til hafnar í Bnglandi. Björn Ólafsson skipstjóri var ájálfur með skipið. Utfluttar ísl. afurðir í okt. 1927. Skýrsla frá Gengisnefnd. Fiskur verkaður.................... 10.634.720 kg. 5.549.960 kr Fiskur óverkaður.................... 1.819.300 — 475.630 — ísfiskur........................... ? 410.000 — Karfi.............................. 23 tn. 440 — Lax og silungur........................... 212 kg. 320 — Síld................................... 68.360 tn. 1.420.000 — Lýsi.................................. 340.790 kg. 176.060 — Fiskimjöl.......................... 1.505.690 — 429.240 — Síldarolía ......................... 2.408.500 — 771.330 — Bræðslusíld........................ 127.000 — 5.850 — Sundmagi........................... 3.950 — 7.090 — Dúnn ..................................... 400 — 16.080 — Hestar............................. 122 tals 22.800 — Saltkjöt........................... 10.320 tn. 875.400 — Kælt kjöt • - -................. 38.660 kg.. 32.610 — Fryst kjöt............................ 226.745 — 195.360 — Garnir saltaðar........................ 15.450 — 12.880 —■ Garnir hreinsaðar.......................... 95 — 870 — Gærur saltaðar........................ 206.610 tals 1.147.950 — Skinn, sútuð og hert..................... 2.900 kg. 20.880 — Ull.................................... 113.480 — 316.530 — Samtals 11.887.280 kr (Jtflutningup alls s Jan.—okt. 1927: 48.644.440 seðlakrönur — — — 39.779.300 gullkrónur. Jan.—okt. 1926 : 38.427.310 seðlakrónur — — — 31.381.490 gullkrónur. Jan. —okt. 1925: 60.803.530 seðlakrónur — — — 43.375.000 gullkrónur. Af linn: 1. nóv. 1927: 298.768 þús. skp. 1. — 1926: 235J071 — — 1. — 1925: 307.305 — — Htvirps viðtæki er hlutur, sem vandi er fyrir kaupanda að velja. Slæmt. viðtæki verð- ur notenda einungis til leiðinda, en gott tæki verður hverjum manni til gagns og ánægju. — Margra ára reynsla hefir sýnt og sannað, að TELEFUNKEN-tæki munu vera þau heppilegustu þar sem að- staðan til útvarps-móttöku er svo slæm, sem hjer á landi. Telefunk- enfjelagið er brautryðjandi á sviði útvarpsins. — Leitið tilboða hjá umboðsmönnum Telefunken á íslandi. Hjalti Björnsson & Co. REYKJAVfK. SÍMI 720. LLandhelgisgæslan. Isafirði, FB 16. nóv. Sekur botnvörpungur sleppur. „Þór“ hitti botnvörpung hjer í Djúpinu að veiðum ca. þrjár mílur innan landhelgislínu. Botnvörp- ungurinn hjó frá sjer veiðarfrri og dró undan eftir að „Þór“ liafði skotið til hans mörgum skotum. Málað var yfir nafn og númer og breitt yfir reykháfsmerki. Afli tregur á smábáta. Seyðisfirði, FB 16. nóv. Þýskur botnvörpungur sektaður. „Óðinn“ kom inn til Eskifjarð ar í gærmorgun með þýskan botn- vörpung tekinn við Ingólfshöfða. Dómur er fallinn og var sekt hans ákveðin 12200 krónur, afli og veið- arfæri gerð upptæk. Aflinn var Mt- ill. Búist er við, að dóminum verði áfrýjað. Nýr viti hefir verið reistur yst á Flateyrartanganum í Onundar- firði og er nú farið að kveikja á 'konum. Logtími hans á að verða írá 1. ágúst til 15. maí. Frjettir. Borgarnesi, FB. 18. nóv. Mannalát. Fyrir skömmu síðan ljest Þiðrik Þorsteinsson, fyrrum bóndi á Háa- felli. Ljest Þiðrik að Hurðarbaki, en þar hafði hann verið nokkur ár. Þiðrik var sjerkennilegur mað- ur mjög, einn þessara gömlu, ein- kennilegu manna, sem nú eru flestir fallnir í valinn. Þiðrik mun hafa verið um áttrætt. Guðmundur bóndi Þorvaldsson á Litlu Brekku í Borgarhreppi og kona hans, Guðfríður Jóhannes- dóttir frá Gufá, hafa orðið fyrir þeirri sorg að missa tvö börn, 10 og 2. ára. Rjúpnaveiðar eru með allra minsta móti í ár. Hefir lítið náðst í rjúpu enn sem komið er, því hún hefst við lengra inn til fjalla en rjúpnaveiðimenn leita. Slátrað var hjer í Borgarnesi heldur minna í ár en vanalega. Mun það orsakast áf því, hve góðra og mik- illa heyja menn öfluðu. Hafa menn því sett meira á en vana- lega. Vegagerðum er nú öllum lokið í ár. Vegurinn að Hvítá hjá Ferjukoti mun full- ger og brúin yfir síkið. Næsta vor vona menn, að hafin verði smíði brúarinnar yfir Hvítá. Hálfdán Hálfdánarson hreppstj. í Hnífsdal, hefir flutt sig búferl- um hingað t.il Reykjavíkur. Komj Kann hingað með „Nova“ ásamt fjölskyldu sinni og Eggert Hall- dórssyni tengdasyni sínum. Sjera Magnúsi Helgasyni lcenn- araskólastjóra gáfu núv. nemend- ur, eldri nemendur og samkennar- ar hans vandaðar gjafir á 70 ára afmæli hans fyrra laugard. Nem- endur hans nú og kennarar skól- ans gáfu honum í sameiningu út- varpsviðtæki, vönduð og dýr. Þá gáfu og gamlir nemendur hans honum öndvegisstól mikinn úr eik, hinn mesta og besta grip, skor inn mjög og hinn vandaðasta að öllum frágangi. Ymsir eldri og yngri nemendur sjera Magnúsar hjeldu honum samsæti á laugar- dagskvöldið heima í kennaraskól- anum, og kom þar glögt í ljós, hvílíkrar ástsældar sjera Magnús nýtur fyrir starf sitt. Vínsmyglun. Nýlega var lögregl- unni bent á það, að áfengi mundi vera geymt í herbergi í húsi einu hjer í bænum. Leigja það herbergi tveir menn, sem nú eru úti á sjó. Brá lögreglan við og fann í her- berginu 4 brúsa af rommi. Hún náði og í mennina, sem áfengið höfðu flutt þangað. Heita þeir Hannes Scheving og Ágúst Sig- tryggsson. Þeir sögðust hafa tekið á móti áfenginu hjá Sigurjóni Kristjánssyni vjelstjóra á „Maí“, á heimili hans. Lögreglan leitaði hjá honum og fann þar þrjár teg- undir áfengis. Sigurjón hefir ját- að að hafa komið með þetta áfengi frá Englandi. En Hannes og Ágúst segjast hafa tekið á móti áfenginu og flutt það í herbergið fyrir mat- sveininn á „Maí“ og kyndara einn á Willemoes. Báðir þessir menn eru á sjó, svo ekki hefir verið hægt að yfirheyra þá ennþá. Vestur-íslendingar og Alþingis- hátíðin. Meðal Yestur-íslendinga 'mun nú vera um þessar mundir allmikill áliugi á því, að stofnað- ur sje íþróttaflokkur, sem komi hingað til lands og keppi við landa heima í íþróttum og glímn á Alþingshátíðinni. Er skrifuð um þetta efni all-ítarleg grein í Heims kringlu fyrir nokkru, og sýnir liún m. a., sem Yestur-íslendingar hafa á prjónunum nú, að þeim er áhugamál að fjölmenna hingað heim 1930 og leggja sinn skerf til hátíðahaldanna. Stúdentafjölgunin. Nýlega liafa allar deildir Háskólans kosið sinn 'kennarann hver til þess að skipa nefnd, sem geri ákveðnar tillögur um hömlur gegn ofmikilli stúd- entafjölgun, og verða þær tillögur síðan lagðar fyrir stjórnarráðið. Nefnd þessi mun setjast á rök- stólana nú einhvern þessara daga. Það mun vera almennur vilji með- al háskólakennára, að sporna við því á lientugan og framkvæman- legan hátt, að stúdentaf jöldinn 'aukist ekki gífurlega. Kristneshælið. Byrjað var að flytja fyrstu sjúklingana í það á laugardag. Er búist við, að nú í vikunni verði koynnir þangað állflestir sjúklinganna. I Akureyr- ar spítala rýmist mikið við flutn ing sjúklinga í hælið, þyí það^m koma þeir flestir. Landsspítalinn. Síðasta verkið, sem unnið hefir verið við hann, er að húða hann utan. Eru gluggar allir komnir í, og má heita, að eftir stuttan tíma verði lnisið al- búið að utan. Leiðslur eru allar komnar frá húsinu, vatnsleiðsla, rafmagnsleiðsla, gasleiðsla og skolp leiðsla. Næsta verkið við spítala- bygginguna er að húða hana inn- an, og er búist við, að það taki mest alt næsta ár, og verði aðal- verkið 1928. Árni P. Zakaríasson verkstjóri ljest hjer í bænum nýverið. Var 'hann kominn, hátt á sjötugs aldur og liafði verið heilsuveill lengi. — Árni var verkstjóri við vegagerð ríkisins um fjölda mörg ár, og veitti Alþingi honum viðurkenn- ingu fyrir vel unnið starf í þágu hins opinbera. Alþingi er stefnt saman fimtu- daginn 19. janúar n. k., samkvæmt konungsbrjefi, sem birtist í Lög- birtingablaðinu. Safn af ritum Gests Pálssonar á að fara að koma út hjer í þess- um mánuði. Yerða í því safni allar sögur Gests, kvæði hans, fjrrir- Nlaltöl Bajepfktöl Pilsnet*. Best. - Odýrast. Innleat. lestrar og blaðagreinir, sem prent- að hefir verið, auk þess ýmislegt, sem ekki hefir verið prentað áður. Ennfremur á að fylgja mynd Gests, og ritliönd. Útgáfunni á og jað fylgja ritgerð um höfundinn, eftir Einár H. Kvaran, þann mann, sem best hefir þekt hann flestra núlifandi manna. Ritsafnið kemur út til minningar um 75 ára af- mæli G. Pálssonar, en það var á þessu ári. Verður þetta safn fyrsta heildarútgáfan af verkum hans. Dekameron á íslensku. Nýlega, er byrjað að þýða þessa bók á íslensku, og stendur á út- gáfunni, að þýðingin sje gerð úr ítölsku, og er það vitanlega kostur, að þýtt er úr frummálinu. Dekam- eron er, eins og kunnugt ed, fræg bók. En svo virðist, sem þarfara hefði verið að taka eitthvert ann- að erlent verk til þýðingar, því' engin nauður virðist til þess reka,. að fá hana á íslenska tungu. Sum- ar sögurnar í Dekameron eru nokkuð berorðar um siðferðismál, en þýðendunum til lofs má geta þess, að þeir munu liafa sneitt hjá þeim að mestu leyti. Bókin á að' koma út í heftum, og fæst víst nú. þegar í bókaverslunum, það sem. komið er út af henni. Bann gegn dragnótaveiði. 1 síð- asta Lögbirtingablaði er birt reglugerð um bann við dragnóta- veiði í landhelgi fyrir Hafnar- hreppi í Gullbringusýslu. Má eng- inn nota neina tegund dragnóta, þar á meðal kolanætur til fiski- veiða á svæðinu milli Stafnestanga og vestustu- gnýpu Hafnabergs. Yarða brot gegn reglugerðinni frá 500—15000 kr. sekt. Reglug. geng- ur í gildi 1. desember n. k. .01» Oj á >h fft

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.