Ísafold - 14.06.1928, Blaðsíða 1

Ísafold - 14.06.1928, Blaðsíða 1
Afgreiðsla f Austuratræti 8. Árgangnrinn kostar 5 kr. Ojalddagi 1. júií fóstbox 697. Vikublað Morgunblaðsins. Elsta og besta frjettablað landsins Jón Kjartansson Valtýr Stefánsson ritstjórar Sími 500. Isafoldarprentsmiðja h.f. Oisóknar»ðið gegn pðlitiskum andstœðingum i opinberum trúnaðarstfidum. Peningalystarleysi — bitlingar og ný embætti. Eftir að núverandi stjórn var setst við stýrið, fór fljótt að brydda á því, að hún vildi ekki aðra í opinberar trúnaðarstöður en trj'gga pólitíska flokksmenn. Þeg- ar velja átti menn í slíkar stöð- ur, var ekki spurt um hæfileik- ana til þess að gegna stöðunni, heldur um pólitískar skoðanir manna. Sá sem trúði á Tíma- og sósíalistaklíkuna, sem stjórnar þessu landi, var fullfær í hvaða stöðu sem í boði var. En væri nokkur veila á trú hans var hann „óalandi og óferjandi" til hvers sem var. Stjórnin var ekki fyr setst á laggirnar en það kom í ljós, að hún fór að búa til alskonar bitl- inga handa gæðingum sínum. — Þaunig skipaði hún einn foringja sósíalista til þess að rannsaka hjá embættismönnum. — Þrjá menn (einn sósíalista og 2 Framsóknar- menn) skipaði hnn í sparnaðar- eða ríkisgjaldanefndina svo- nefndu. Kostar nefnd þessi að sjálfsögðu mörg þúsund ltrónur. því upplýst er, að hver nefndar- maður fær kr. 17.28 á dag. Var farið fram á 5000 kr. fjárveit- ingu á fjáraukalögunum fyrir á:r- ið 1927 handa nefndinni, en sú upphæð á eftir að aukast stórum ennþá. Verk ríkisgjaldanefndar var mjög auðvelt að vinna á skrifstofum stjórnarráðsins, án nokkurs verulegs aukakostnaðar. Næsta r skref stjórnarinnar var að stofna mörg ný embætti, sem hún gat deilt út á meðal gæðinga sinna. Þannig stofnaði hún 8 rík- islöggæslumenn og dreifði þeim út um landið. Embættismanna- fjölgun þessi kostar ríkissjóð um 30 þús. kr. á ári. Yms fleiri ný embætti eða bitl- ingar liggja eftir stjórnina. Þann- ig fjelck hún Björn frá Dverga- steini, með 400 kr. laun á mán- uði, til þess að grúska í áfengis- lvfseðlum. Hefir klerkur gefið út nokkrar skýrslur um starf sitt og kostar sri útgáfa aukreitis marg- ar þús. kr. Þá hefir stjórnin ný- verið búið til nýtt hálaunað em- bætti handa Ólafi Thorlaeiusi lækni í Búlandsnesi. Á hann að hafa eftirlit með framkvæmd berklavarnalaganna. Sonur lækn- isins, Sigurður, hafði föst laun hjer í vetur, 150 kr. á mánuði; enginn veit fyrir hvað. Og nú er þessi efnilegi unglingur farinn út í lönd, til þess að nema ilmvatna- gerð. Fjekk hann að sögn ríflegan stvrk úr ríkissjóði til fararinnar. Fullyrt er að stjórnin hafi áður verið búin að greiða Helga, syni Lárusar alþm. á Klaustri, ríflega fúlgu til utanfarar; en um er- indi hans’ veit enginn! H. Þrátt fyrir öll þessi nýju em- bætti og bitlingana mörgu, þurfti stjórnin enn meira til þess að geta rjett sem flestum sinna gæð- inga einhvern bita. Var þá það ráð tekið, að bola burt úr trún- aðarstöðum pólitískum andstæð- ingum, þar sem því varð við kom- ið. Hendi næst var áfengisverslun ríkisins. Var þar úr miklu að moða. Snemma s. 1. vetur fyrirskipar stjórnin, að sagt skuli upp öllum starfsmönnum áfengisverslunar innar, bæði þeim er unnu við að- alskrifstofuna hjer í Reykjavík og birgðasöluna, svo og öllum starfsmönnum við útsölurnar út um land. Með þessari röggsemi gat stjórnin fengið um 20 nýjar stöð'ur til ráðstöfunar. Afráðið mun vera að láta Guð- brand Magnússon, kaupfjelags- stjóra í Hallgeirsey fá forstjóra- stöðu áfengisverslunarinna'r. Mun eiga að búa til tvær til þrjár stöð- ur úr því starfi er nviverandi for- stjóri hefir. Guðbrandur á að fá um 10 þús. kr. árslaun, og að- stoðarmennirnir (lyfjafræðingur o. fl.) eitthvað svipað. Helgi Lár- ursson frá Klaustri ,kvað' eiga að vera Guðbrandi til aðstoðar. Rang æingar og Skaftfellingar þekkja verslunarhæfileika Guðbrands og Helga, því þeir hafa starfað við kaupfjelögin þar eystra. Þótt ein- hver kynni að efast um hæfileika þeirra á þessu sviði, efast víst eng- inn um hitt, að þeir eru dyggir þjónar Tímaklíkunnar. í 9. g'r. reglugerðar frá 18. júlí ]922, um sölu og veitingar vína, er ákveðið að bæjarstjó'rnir geri tillögur um hverjum skuli falið leyfi til veitinga. Þeir útsölumenn, sem liaft hafa þessi störf með' höndum, voru skipaðir samkv. til- lögum hlutaðeigandi bæjarstjórn- ar. Dómsinálaráðherrann núverandi skipaði svo fyrir s. 1. vetur, að öllum útsölumönnum utan Reykja- víkur (nema, á Akureyri), skyldi sagt upp. Og nú hefir hann valið nýja menn í þessar stöður. Ekki samkvæmt tillögum hlutaðeigandi bæjarstjórnar, því þær hafa ekki verið spurðar ráða; heldur hefir ráðherrann farið landshornanna á milli og leitað að pólitískum vika- piltum til þess að setja í þessar stöður. Þannig ljet hann afdankaðan kaupfjelagsstjóra austan úr Mýr- dal, Bjarna Kjartansson, taka við útsölunni á Siglufirði af Helga Hafliðasyni, kaupmanni. Á ísafirði kom Guðmundur Pjet ursson, fyrv. bæjargjaldkeri, í stað Ólafs Pálssonar, kaupm. Til þess að taka við útsölunni i Hafnarfirði af Böðvari Böðvars- syni, kaupm., var óþektur maður sóttur til Noregs. Yeit blaðið eng- in deili á honum önnur en þau, að hann kvað heita Bjöfn Sigur- björnsson. f Vestmannaeyjum verður fyrir valinu fsleifur Högnason, kaup- fjelagsstjóri, vildarvinur bolsa- og Tímaklíkunnar. Áður hafði þar útsöluna Sæmundur Jónsson, kaup maður. Á Seyðisfirði hlaut bnossið Guð mundur Bjarnason, kaupfjelags- stjóri, tók liann við af N. C. Níel- sen kaupm. Á Akureyri var engin breyting gerð, enda mun ekkert að atbuga við trúarsannfæringu Jóns Stef- ánssonar, sem hafði útsöluna með liöndum þar. Á það var minst hjer að fram- an, að dómsmálaráðherra hafi ekki spurt bæjarstjórnir ráða áð- ur en hann skipaði menn í þess- ar stöður. Ffefir hann þar með brotið rgj. frá 18. júlí 1922. En ráðherrann hefir vafalaust óttast, að bæjarstjórnirnar kynnu að vilja benda á aðra menn en hina xitvöldu. Þess vegna hefir hann tekið það ráð, að brjóta lögin einu sinni ennþá, til þess að fá sinn vilja í gegn. „Það' er lítið sem hundstung- an finnu'r ekki“ segir máltækið. Svipað má segja um stjórnina, ■ þegar um það er að ræða, að finna bitlinga lianda gæðingum ' sínum. ! Enginn verður feitur af þóknun ' þeirri, sem greidd er fyrir að starfa í yfirskattanefnd hjer á landi. Þó mátti ómögulega sleppa 1 þeim bita í munn stjórnarand- stæðinga nú í vór, þegar skipað var í yfirskattanefndir. Leitað var að leiðitömustu gæðingum bolsa- og Tímaklíkunnar til þess að koma í þesssar stöður. (Þó hikaði stjórnin við að hafa yfirskattanefndina ein lita hjer í Reykjavík). Og svo var ákefð stjórnarinnar mikil, að hún gaf sjer ekki tíma til að athuga livort menn þeif, sem hvin skipaði, mættu gegna starfinu. Henni var nóg að vita um trú mannanna! Kom það því allvíða fyrir, að stjórnin í bráðlætinu skipaði menn úr undirskattanefnd í stöður þess- ar! Sýslumenn þurftu hjer að leið rjetta flónsku stjórnarinnar, og fór hún þá að leita fyrir sjer um aðra menn rjetttrúaða og voru þeir skipaðir!! III. Ekki alls fyrir löngu gat Tím- inn þess, að það væri sameigin- legt með öllum Framsóknarmönn- um, (og sósíalistum), að þeir liefðu ekki minstu lyst á pening- um úr ríkissjóði. Þetta blað spurð- Nobile er á lífi. Hann „Ienti“ á ísbreiðu 45 kílometra norður af Spitzbergen. Loftskipið gereyðilagt — Tveir skipverjanna meiddir. Khöfn, F.B. 10 júní. Frá Kingsbay er símað: Skip- stjórinn á Citta di Milano kveðst hafa haft radiósamband við No- bile nokkrum sinnum í gær. Seg- ist Nobile hafa lent við Foyns- eyju, sem er smáeyja að norðan- verðu við Norðaustur-Spitzber- gen. Hyggur skipstjórinn, að all- ir skipsmenn loftskipsins sjeu á lífi. Álítur hann ólíklegt, að loft- skeytin sjeu fölsuð. Riiser Larsen flýgur af stað til Foyneyja undir eins og veður leyfir. Khöfn, F.B. 11. júní. Vissa er fengin fyrir því, a& Nobile hefir sent skeytin sem Citta di Milano hefir móttekið- Náði skipið radiosambandi við Nobile aftur í gær. Lendingar- staður Nobiles er tuttugu og fimm kílómetrar austan við' Foyneyjuna, en fjörutíu og fimm norðan við Spitzbergen.. Víða sprungur í ísnum og erfitt mun reynast að komast til lands., Loftskipið eyðilagt. Tveir 'skip- verjar meiddir. Riiser-Larsen hef' ir ráðlagt að fá rússneskan ís- brjót til hjálpar. Skip Nobile „Citta di Milano“. ist þá fyrir um það, hvað Ásgeir Ásgeirsson þm. V. ísfirðinga gerði við j)á miklu fúlgu, 14—16 þús. kr., er hann fengi í laun á ári fyrir ýmiskonar störf. Þessari fyr- irspurn hefir Tíminn ekki svarað ennþá. Hann er e. t. v. að leita sjer upplýsinga. Hjer að framan hafa verið nefnd allmörg dæmi, er sýna að Framsókna'rmenn og sósíalistar eru ekki svo lystarlausir á pen-1 inga sem af er látið í Tímanum. Og enn er ótalið ýmislegt, sem bendir til þess, að þessir menn1 hafi ekki aðeins fulla lyst á pen- ingum, heldur sjeu þeir gráðug-! ir í jiá! Menn skyldu ætla, að það hefði verið nægilegt fyrir stjórnina,1 fyrst um sinn m. k., að' fá ráð á i öllum nýju embættunum, sem hún stofnaði, bitlingunum mörgu og þeim stöðum, sem hiin gat ráð- stafað án þess að þurfa að leita til þingsins (áfengisverslanirnar, skattanefndir o. s. frv.). Sjálf- j sagt skifta þeir tugum, stjórnar- | gæðingarnir, sem komust í þess- j ar stöður allar. En þó nægði þetta ekki. 'i Á síðasta þingi flutti stjórnin ! eða hennar lið, mörg frumvörp ' sem voru þess eðlis, að þau gáfu stjórninni aðstöðu til þess að veita embætti nýjum mönnum. Er það þegar farið að koma í ljós,. livað fyrir stjórninni liefir vakað, er liún kom með þessi mál inn á. Jnngið. Þannig má nefna bráðabirgða ungmennafræðslu í Reykjavík. — Þar eru búin til tvö föst embættí,. og hefir stjórnin þegar ákveðið menn í stöðurnar. Á sósíalistinn Ingimar Jónsson á Mosfelli að vera hæstráðandi í skóla jtessum. Komið er í ljós hvað m. a. hef- ir vakað fyrir stjórninni með breytingunni á Landsbankalögun- um. Það var að koma sínum mönnum að í yfirstjórti bankans. Stofnað var nýtt bæjarfógeta- embætti á Norðfirði, og er það að sögn ætlað syni Ingvars Pálma- sonar, alþm. Síldareinokunin hefir þegar ver- ið látin gefa álitlega bitlinga, þar sem framkvæmdarstjórarnir þrír hafa 15 og 12 þús. kr. árslaun. Þar fjekk Pramsóknarmaðurinn Ingvar Pálmason loks lystina, og kommúnistinn Einar Olgeirsson! Væntanlega mun það koma í ljós síðar, hvað stjórnin hefir ætl- að sjer með frv. um samstjórn tryggingarstofnana landsins. Þá upplýsist e. t. v. hitt einnig, hvers vegna forstjóri stofnunar þessar- ar mátti ekki hafa sje'rþekkingu á tryggingarmálum! Einnig mun það upplýsast áðnr

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.