Ísafold - 18.09.1928, Síða 2
9
í S A F 0 L D
>
liólnum, þar sem nú er fjós og
hlaða; en jeg er á þeirri skoðun, að'
bærinn hafi frá öndverðu staðið á
vestari hólnum. Bftir staðháttum
öllum þykir mjef hann eðlilegra
bæjarstæði.
Þó leifar hans hafi eigi fundist
á svæði því er rannsakað hefir
verið, má vel vera, að þær finn-
ist enn; er ekki ólíklegt
að bæriim hafi staðið sunnanvert
við rannsóknarsvæðið,
þa-r sem nú er kálgarður.
Þó bærinn hafi staðið þar, má vel
vera að sofnhúsið sem fanst og
brunnið hafði með bygginu, hafi
brunr”’' í Njálsbrennu, staðið
að ] tbaki, og eldurinn borist
|>angað.
Rannsóknum er nú að kalla
lokið á því svæði, sem tekið hefir
verið fyrfr, því þar er að mestu
komið niður á óhreyfða jörð.
Neðst í greftrinum, og einkum
í norðvesturhluta svæðisins, farin
jeg allmiklar leifar eftir smáelda,
er kyntir hafa verið, án þess . að
þar væru neinar hlóðir eða eld-
stæði úr grjóti.
Munirnir, sem fundust í sömu
dýpt á þessum slóðum, benda til
þess að þarna hafi verið vefjar-
stofa eða dyngja, hús, þar sem
konur hafa haft aðsetur, því auk
kljásteina margra fundust þar
litlar klippur og snældusnúðar (úr
steini), greiðubrot og annað, sem
konur hafa haft með höndum.
Brent hefir verið einkum torfi
<og nokkru af viði.
Virðist svo sem að eldar þess-
ír hafi sumir verið kyntir þarna
á hólnum, áður en hús voru þar
reist, því eldstæði fann jeg á ó-
hreyfðri jörð undir veggjaleifum,
-og sjeu þau því leifar frá elstu
mannavistum á hól þessum.
Hús þessi virtust hafa verið
norðan við hólhrygginn og gr'unnr
flötur hins neðsta og elsta um 3
m. lægra en svæðið fyrir framan
uýja húsið er nú.
Þótt rannsóknir þessar hafi ekki
«nn leitt það í Ijós, sem leitað var
að, hefir ýmislegt verið á þeim
að græða með tilliti til lifnaðar-
hátta fyr á öídum, að sjálfsögðu
fyrst og fremst á þessum bæ. Auk
brunaleifanna af sofnhúsinu,
byggingaleifanna og gólfskán-
anna, sem ýmislegt verður sjeð
af í því tilliti, hafa fundist þarna
leifar og för eftir tvo stóra sái
og önnur ker, sem sum kunna
ao stafa frá ölhitu, tveir seyðar
með ummerkjum, eldstór eftir tvo
rauðablástra o. fl. o. fl. Virðist
nú sjálfsagt að halda rannsókn-
unum áfram og þá taka fyrir það
svæði, sem Matthías telur nú mest-
ur líkur til að bær Njáls hafi
verið á, úr því hann virðist ekki
hafa verið þar sem bæjarhúsin
hafa jafnan verið bygð síðan og
Sigurður Vigfússon áleit að hann
hefði fundið skála Njáls. Sumt í
frásögn Njálu þykir Matthíasi
koma fult svo vel heim, hafi bær
Njáls verið sunnan í hólnum, þar
sem nú er kálgarður og autt svæði
framundan nýja húsiml. Sagnir
eru og um að fyrrum hafi orðið
vart fornleifa í kálgarðinum. Hið
upphaflega tilefni til þSssara rann-
sókna, Njáls-brenna, hinir stór-
merku höfðingjar, sem hjer eiga
hlut að máli og snildarrit það, sem
hermir frásagnimar um atburði
þá, er hjer gerðust, alt þetta eggj-
ar oss nútímamenn til að vinna
að þessum rannsóknum til hlítar,
hætta nú ekki við svo búið, með'an
enn eru líkur og vonir til að' sá
árangur fáist,. sem kept er að.
Munimir frá Berþórshvoli,
er fundust í fyrrasumar, eru nú
flest allir til sýnis á Þjóðminja-
safninu. Þeir sem fundust í sum-
ar verða settir fram til sýnis inn-
an skamms. Alls eru fundnir um
800 hlutir eða „númer“, sumt brot
en margt heilt og heillegt, bæði
úr steintegundum, málmum, trje,
leir, skinni, ull (vefnaður), t. d.
strútur af einni af hinum einkenni-
legu miðaldar-hettum, samskonar
og þeim er fundust á Herjólfsnesi
á Grænlandi. — Sumt verður ekki
sýnt enn vegna rúmleysis eða af
öðrum ástæðum, en alt verður
varðveitt og bíður sumt nákvæmra
rannsókna.
„f Tðkínni".
I.
Svo heitir grein í „Tímanum“
nýlega, Hafnlaus er hún, en
hefir yfir sjer gieiðgosa og spjátr-
ungsbraginn, sem er á rithætti
Tryggva Þórhallssonar. — Er því
líklegt að hann hafi skrifað hana,
þótt vera megi, að einhver úr liði
hans, hafi orðið fyrir því óláni,
sjálfrátt eða ósjálfrátt, að líkjast
honum í yfirborðsmenskunni.
Bfnið í þessari grein er nákvæm-
lega það sama, sem staðið hefir í
„Tímanum“. frá því fyrsta, að'
Trýggvi og Jónas fóru að berjast
með honum fyrir sinni eigin upp-
hefð, sem nú er snúin í aumustu
niðurlægingu. — Það er látlaust
gort ’ Um það, að engin hafi átt
frumkvæði að neinu, sem horfði
til viðreisnar landbúnaðinum, nema
Tryggvi Þórhallsson og Jónas
Jónsson. — Má alveg merkilegt
heita ef bændur Framsóknar-
flokksins fara nú ekki að verða'
langþreyttir á þessu sáfelda Sölva
Helgasonar gorti. — Öllum mönn-
um, sem nokkuð fylgjast með lands
málum er það lcunnugt, að það' er
Ihaldsflokkurinn, sem, þann stutta
tíma er hann fór með völd, kom
í framkvæmd merkustu málunum,
sem að landbúnaðinum hafa lotið
á undanförnum árum, átti hann að
sumum þeirra frumkvæði, en öðr-
um veitti hann stuðning og at-
beina enda þótt Framsóknarmenn
hefðu fyr orðið til þess að vekja
máls á þeim.
Eru þingmenn íhaldsflokksins
svo víðsýnir og sanngjarnir menn,
að þeim kemur ekki til hugar að
bregða fæti fyrir góð' mál, sem
andstæðingar þeirra vekja máls á,
en það telja þeir skyldu sína að
athuga hvert mikilvægt mál sem
best áður en það fær fullnaðaraf-
greiðslu, því að það telja þeir að
meiru varði heldur en lítilfjörleg-
ur tímamunur á framkvæmd þeirra.
Foringjum Framsóknarmanna,
Jónasi Jónssyni og Tryggva Þór-
hallssyni er aftur á móti nokkuð
öðru vísi farið'. Fyrir þeim vakir
fyrst og fremst að geta stært sig
af því að hafa ráðið meiru um
málin, bæði í þinginu og í blöðun-
um, heldur en andstæðingar
þeirra. Þeir leggja ,kvántitativan‘
en ekki ,kvalitativan‘ mælikvarða
á starfsemi sína og þess vegna
trúa þeir því jafnvel í sjálfs-
ánægju sinni og sjálfblekkingu,
að þeir hafi lagt drjúgan skerf
til framkvæmda ýmissa mála,
enda þótt gambur þeirra hafi frem
ur orðið til þess að tefja og spilla
fyrir framkvæmdinni, heldur en
flýta fyrir henni.
II.
Greinarhöfundurinn í Tímanum
segír að síðustu kosningar hafi
skorið úr' um það, að íhaldsfloltk-
urinn væri óhæfur til þess að hafa
forystu í þjóðmálunum.
Það er rjett að athuga þennan
dóm þjóðarinnar.
íhaldsflokkurinn hlaut 14,441
atkvæði en Framsóknarflokkurinn
9962 atkv. Nálega 4500 atkvæðum
fleira hlaut sá flokkur en núver-
andi stjórnarflokkur við síðustu
kosningar.
Er það nú nokkur furða þótt
þeir menn sjeu óhæfir að fara með
stjórn landsins sem jafn óráðvand-
lega flytja mál sitt og þessir menn
gera.
Framsóknarflokkurinn byrjaði
illa sitt stjórnarskeið. — Gæðing-
arnir voru illa valdir og Bolse-
vikkaknapar hjeldu um taumana.
— Afleiðingarnar háfa orðið þær,
að klárarnir hafa verið á sífeldu
víxlspori.
Þiagmeirihlntinu
stendur á wBltum fátum.
Úr þingsögu Magnúsar Jónssonar.
Bók Maghúsar Jónssonar um
síðasta Alþingi, á þegar miklum
vinsældum að fagna, enda fá les-
endur þar ágætt yfirlit yfir þing-
störfin og stjórnarfarið.
1 innganginum talar hann um
kosningarnar síðustu, og sýnir
fram á, að núverandi þingmeiri-
hluti lafi á tæpum 100 kjósendum.
Hann segir svo:
Atkvæðamagnið við kosninguna
skiftist þannig:
íhaldsfl..............fjekk 14441
Framsóknarfl........... — 9962
Jafnaðarmenn .. .. — 6257
Frjálslyndir........... — 1996
Eftir rjettu hlutfalli hefði þing-
mannafjöldinn því átt að vera:
Ihaldsfl..........16 +3 =19
Framsóknarfl. .. 11 +2 =13
Jafnaðarm......... 7 +1 =8
Frjálsl........... 2 + „ ' = 2
Samtals 36 +6 =42
• Til þess að sjá, hve veikum fót-
um . þingmeirihlutinn stendur, má
líta á það, hve fá atkvæði þarf, til
þess að snúa öllu við. í Vestur-
Húnavatnssýslu komst Framsókn-
armaður að með 20 atkv. meiri
hluta, í Vestur-Skaftafellssýslu
með 35 atkv. meiri hl., í Rangár-
vallasýslu með 59 atkv., í N.-Múla-
sýslu með 67 atkv., eða alls í þess-
um kjördæmum með 181 atkv.
meiri hluta. Ef tæplega 100 menn
í þessum kjördæmum hefðu greitt
atkvæði öðruvísi, hefðu íhalds-
menn getað náð kosningum í öll-
um þessum kjördæmum og haldið
atkvæðamagni sínu á þingi ó-
breyttu.
I
r
Ragnar Olafsson konsáii.
Raguar Ölafsson er dáinn.
Eftir 10 mánaða þrotlausar
kvalir og þungbær veikindi, and-
aðist hann í ríkisspítalanum í
Kaupmannahöfn, föstudaginn þ.
14. þ. m. Mánuðum saman hafði
honum eigi verið hugað líf. En
fyrir nokkru virtist hann hafa
fengið nokkurn bata, veikin rjen-
aði að minsta kosti svo, að vinir
hans fóru að fá nokkrar vonir um
bata.
En þá lcemur andlátsfregnin.
Ragnar Ólafsson var fæddur að
Viðvík á Skagaströnd 25. nóvem-
ber 1871. Foreldrar hans. voru Ól-
afur Jónsson frá Helgavatni í
Vatnsdal, og Valgerður Narfa-
dóttir frá Kongsbakka. Bjuggu
þau hjón á Skagaströnd, uns þau
árið 1883 fluttust til Akureyrar.
Ragnar ólst upp í föðurhúsum
uns hann 17 ára gamall sigldi til
Kaupmannahafnar til skósmíða-
náms. Stundaði liann þar skó-
smíði í fjögur ár og lauk prófi
í þeirri iðn. Öll þau ár gekk hann
á kvöldskóla til þess að afla sjer
almennrar mentunar. En efni voru
engin og ófáanleg til frekari náms.
Mintist Ragnar oft þessara Hafn-
arára sinna. Því þó hann hefði eigi
tök á því, að fá þar það veganesti
sem hann hefði kosið; lærði hann
þar í fátækt sinni og einstæðings-
skap margar þær lífsreglur, er
honum komu síðar að haldi.
Árið 1892 hvarf hann heim.
Settist hann að á Eskifirði og var
þar við verslun Jóns Magnússonar
í þrjú ár. Síðan eitt ár lijá Sveini
Sigfússyni á Norðfirði. Á þessu
tímabili óx honum svo álit og
megin að hann tók verslunar-
stjórastöðu hjá Thor E. Tulinius,
fyrst á Reyðarfirði 1896—98, síð-
ar á Fáskrúðsfirði 1898—1902.
Haustið 1902 flutti hann til
Oddeyrar, þá nýgiftur Guðrúnu
.lohnsen frá Eskifirði. Tók hann
við Gránufjelagsversluninni á
Oddeyri í ársbyrjun 1903; og
stjórnaði henni í 4 ár.
En eftir 14 ára starf í þjónustu
annara valdi hann sjer nú þann
kost að starfa framvegis upp á
eigin spýtur. Enda var það skap-
gerð hans næst.
Byrjnði hann nú útgerð, kola-
verslun o. fl. og gerðist brátt um-
svifamikill í Akureyrarbæ.
í bæjarstjórn var liann kosinn
fyrst 1913, og var þar jafnan
síðan. Var hann ávalt í fjárhags-
nefnd, og sýndi í hvívetna að hon-
um var jafn lagið að fara vel með
almannafje sem sitt eigið.
Hvatamaður var hann að vatns-
veitu og rafveitu Akureyrar, og
var í báðum þeim nefndum er um
þau mál fjölluðu.
Breskur vísikonsúll varð hann
árið 1915, og hjelt því starfi síðan.
Margar stofnanir á Akureyri
nutu góðs af framtakssemi hans og
fyrirhyggju, en einkum þó tvær,
klæðaverksmiðjan Gefjun og
Kristneshælið. Hann var fram-
kvæmastjóri klæðaverksmiðjunnar
frá 1908—1913, og formaður fram-
kvæmdanefndar frá því árið 1913.
Naut sú stofnun hans best, þegar
erfiðleikarnir voru mestir.
Á síðustu árum var honum mjög
umhugað um Kristneshælið, enda
var hann stórtækastur og ötul-
astur í því að hririda því máli
áleiðis og koma hælinu upp. Var
hann formaður í stjórn þess.
Á síðustu árum hefir Ragnar
Ólafsson á margan hátt setið í
öndvegi í Akureyrarbæ. Til hans
lágu leiðir æðri sem lægri, er leysa
þurfti vandamál. Hann hafði á
hendi forystu í málefnum bæjar-
ins. Heimili hans var helsta heimili
staðarins — 'harin mestur áhrifa-
maður þar í sveit.
Og hvað bar til þess?
Þegar litið er yfir farinn veg,
er spurningunni auðsvarað. Ragn-
ar Ólafsson var í engu meðalmað-
ui'. Hvar sem hann kom, hvar
sem hann var og hvað sem hann
tók sjer fyrir hendur, ljet hann
alstaðar að sjer kveða. Það sóp-
aði að honum. Hann var höfðingi í
sjón og reynd.
Og þessvegna voru honum marg-
ir vegir færir, er öðum reynast
ókleifir. Þess vegna varð fátæki
einstæðings skósmíðaneminn sjálf-
bjarga maður, og vel efnum búinn.
Því svo var Ragnar í fylsta máta,
eftir íslensltum mælikvarða.
Menn kölluðu hann heppinn í
f jármálum.En hepni hans var íraMn
og veru blóköld og skarpskygn
fyrirhyggja. Þess vegna reyndist
hún honufn eigi fallvölt. Hann átti
sjer m. a. eina grundvallarreglu,
sem mörgum íslenskum kaupsýslu-
manni hefði getað komið að góðu
haldi- Hann valdi ávalt lítinn
gróða fremur, en áhættu og mikla
gróðavon.
Afstaða hans í stjórnmálum
mótaðist af þeirri grundvallar-
skoðun, að sjálfbjargarhvötin væri
raönnum hollari en skipulagsbund-
ij ómagaframfæri, framtakssemi
einstaklinga heillavænlegri, en for-
sjá pólitískra skraffinna.
Ragnar Ólafsson átti miklu
heimilisláni að fagna. Varð þeim
hjópum 11 barna auðið. Eru 10
á lífi. Egill elstur, þá Þuríður,