Ísafold - 02.10.1928, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.10.1928, Blaðsíða 2
!•!> I S AFOLD Ekki er minsti vafi á því, að þessir fundir austur í sýslum hafa ©rðið til þess að skýra fyrir kjós- endum viðhorfið á stjórnmálasvið- inu. Bændur eiga við ýmsa örð- ugleika að etja, einkum fjárhags- lega. Mun það ekki síst því að' kenna, hve óhagstæð verslun hænd anna er. Þar er láns og vöru- skiftaverslunin enn í algleymingi og verslunarskuldir því meiri þar en annarstaðar . Sumir bændur trúðu því fyrir kosningarnar, að erfiðleikunum mundi ljett af ef Framsókn tæki við stjórn í landinu, enda var því óspart haldið fram af kosninga- smölum Framsóknarmanna, að eina ráðið fyrir bændur, ef þeir vildu losna úr kútnum, væri það að senda Framsóknarmenn á Al- þing. Ef þeir gerðu það, myndu öll mein læknast fljótlega. Margir bændur trúðu þessu og reyndu ráðin. En varð þeim að trú sinni? Vafalaust hafa þessir sömu bænd- ur sjeð það nú, að þeir voru leidd- ir á glapstigu fyrir kosningarnar. Því ef allir Framsóknarmenn hefðu verið einlægir vinir bænd- anna á síðasta þingi, hefðu í- haldsmenn ekM þurft að beita harðrjetti til þess að fá sóma- samlegt framlag veitt til sam- göngubóta á landi í fjárlögunum fyrir árið 1929. Og þá hefði aldrei sú óhæfa komið fyrir, að varnað yrði framgangs slíku umbótamáli sem frumvarpi Ihaldsmanna um atviimurekstrarlán handabændum. Þá er hitt víst, að fundirnir eystra hafa fært bændum heim sanninn um það', að það er ekM bændaflokkur sem fer nú með völdin í landinu, heldur eru það sósíalistar. Og einmitt vegna ráð- ríki sósíalista er bændunum bein hætta búin. Nái þjóðnýtingar- stefna sósíalista yfirráðum og verði hún framkvæmd á íslensk- um landbúnaði, er hætt við að ekki verði langt að bíða þess, að land- búnaðurinn líði undir lok. Þess- vegna þurfa bændur vel að vera á verði gagnvart öfga- og byltinga- stefnu sósíalista — þar er hættan mest. t Gísli Guömunösson gerlafræðingur. F. 6. júlí 1884. D. 26. september 1928. Gísli Guðmundsson gerlafræðmgur andaðist aðfaran. 26 f. m. að heini- ili sínu eftir langa og þunga legu. Gísli Guðmundsson var fæddur í Hvammsvík árið 1884. Hann var sonur Guðmundar Guðmundssonar frá Hvítanesi. Móðir hans Jakob- ína Jakobsdóttir frá Valdastöðum í Kjós. Gísli fluttist ungur til Reykjavíkur. Var hann all-lengi í Melshúsum hjá Jóni Jónssyni, bróður Jóns sagnfræðings. , Árið 1905 setti hann á stofn gos- drykkjaverksmiðjuna Sanitas. Var það fyrsta sjálfstæða fyrirtæki hans. Verksmiðjan fekk fljótt gott orð á sig, einkum fyrir hreinlæti, og náðu gosdrykkirn- ir mikilli útbreiðslu. Þóttu þeir betri en frá öðrum verksmiðjum. Var mikil þörf á góð'ri gosdrykkja verksmiðju hjer á þeim árum; því brunnvatnið hjer í Reykjavík var slæmt, jafnvel með taugaveikis- smitun. Á þessum árum var Gísli for- maður fyrir Framfarafjelagi Sel- tirninga. Hjelt hann því starfi í Eftirtektarverðar tilraunir í baráttunni við óþurkana. Votheysverkun Er asmusar Gíslasonar. Það eru nú liðin 7—8 ár síðan Erasmus Gíslason, er þá bjó að Löftsstöðum í Flóa, byrjaði á.at- hugunum með votheysgerð, er stefndu að því marki, að bæta votheysgerðina eins og hún nú tíðkast hjer á landi. Hann hefir síð'an haldið þessum athugunum áfram, að -mestu af eigin ramleik og hefir nú komið fram með nýja votheysverkunaraðferð þá, er við hann er kénd. Því miður hefir votheysverkun þressi ekkí verið rannsökuð og bor- in saman við þá, sem nú er al- gengust. Búnaðarf jelag íslands hef ir hvorki viljað taka það að sjer nje veita Erasmus styrk til þess. Það er því eigi unt að dæma um verðmæti hennar nema út frá lík- um og ófullkominni reynslu þeirra sem hafa.notað' hana. •Ka þftr sém nrarga mun fýsa að heyra eitthvað um aðferð þessa, vil jeg lýsa henni hjer í örfáum aðaldráttum eftir því, sem jeg hefi sjeð Erasmus sjálfan framkvæma hana og hann hefir sagt mjer frá henni. Gryfjurnar þurfa helst að vera steyptar. Eru þær gerðar á sama hátt og venjulegar votheysgryfjur, en í botni þeirra er gerð dæld eða renna með rist yfir. A hverju sumri áður en Erasmus byrjar að láta í vothey, þvær hann gryf jurnar vandlega úr kalkvatni. Má til þess nota góðan bursta eða „sprautu" og er það betra. Við það' eyðilegst margskonar skaðleg- ur gerlagróður, sem hefst við i votheysleifum á gryfjuveggjunum og sem auðveldlega gæti skemt gerðina í nýja votheyinu. Ættu menn ávalt að hafa gryfjurnar hreinar og kalkaðar hver aðferð, sem motuð er. »> 12 ár. í skólanefnd var hann í 3 ár, og var hvatamaður þess að reistur yrði nýr skóli. Við starf sitt með gerilsneyðing gosdrykkjanna, beindist hugur hans að gerlum og gerlafræði. — Sýndi hann svo mikinn áhuga, út- sjón og natni í þessum efnum, að ýmsir menn og þá helst Guðmund- ur Björnson landlæknir, hvöttu hann til þess að afla sjer kunn- áttu í þeim efnum. Vann hann fyrst lengi vel hjá Ásgeir Torfa- syni á Efnarannsóknastofu ríkis- ins, en sigldi síðan til gerlafræði- náms. Fór hann fyr'st til Hafnar, og stundaði fræðigrein þessa hjá prófessor Salomonsen er vaí kenn- ari þar við háskólann. Var eigi laust við að margir landar hans litu á þetta nám hans sem fundur eitt og fyrirtekt, er hvorki mundi koma honum nje þióð hans að liði. En vísindagrein þessi hafði gagntekið svo huga hans, að hann kleif þrítugan ham- arinn til þess að komast áfram á þessari braut. Eftir stutta dvöl í Höfn fór hahn til Austurríkis og Þýska- lands og síðan til Frakklands. Að loknu námi og æfingum í löndum þessum hvarf hann heim. Er hann var á heimleið' var hon- um boðin all álitleg staða erlend- is, en hann hafnaði henni enda þótt hann hefði eigi að. miklu að hverfa heima fyrir. Fyrstu sjálfstæðu rannsóknir hans er eftirtekt vöktu voru skyr- rannsóknir hans. Höfðu þær' mikil áhrif meðal almennings, því þær kváðu niður gamla fordóma um skyrið. Áður álitu margir að menn fengju holdsveiki, skyrbjúg og ýmsa kvilla af skyráti. En Gísli tengdi rannsóknir sínar við rann- sóknir erlendra vísindamanna er Heyið er látið í gryfjurnar á svipaðan hátt og venjulega nema hvað það er ekki troðið mjög mik- ið. Best er að láta í gryfjuna á kverjum degi jafnótt og slegið er þannig, að' ekki myndist skemd skán milli laga. Nú kemur það sjerkennilega við votheysgerð Erasmusar. Strax og hann er byrjaður að láta í gryfjuna og hiti er farinn að myndast í heyinu, dælir hann miklu af vatni yfir það. Heyið rennblotnar, en vatnið sígur niður að botni gryf junnar. Þaðan er því dffilt upp aftur með venjulegri sog- dælu. Liggur dælurörið niður í einu horni gryf junnar niður í áð- urnefnda dæld eða rennu í botni hennar. Sje vatn það sem upp er dælt, með' hreina góða súrlykt líkt og góður sláturdrukkur, er því helt yfir heyið aftur o. s. frv. En sje lykt þess óhrein og fúl er því fleigt og öðru vatni dælt yfir heyið á ný o. s. frv. Þetta kallar Erasmus að „baða" heyið. „Böðunin" hefir tvenskonar þýð ingu segir' hann. ílfyrsta lagi temprar hú» hit;a- fært höfðu sönnur á að skyrátið væri hólt, lengdi líf manna. Ásgeir Torfason kom því til leið' ar að stofnuð var gerladeild við efnarannsóknastofuna og tók Gísli við forstöðu hennar. En tæki þau er hann fjekk í hendur voru af skornum skamti, og fór svo brátt að Gísli varð að leggja sjer til mikið af nauðsynlegum tækj- um sjálfur, því frá því opinbera fjekst eigi nægilegt fje til rann- sókna hans. Skömmu eftir að Gísli byrjaði að vinna hjer heima við gerla- rannsóknir veiktist Asgeir Torfa- son, og varð Gísli þá jafnan að taka að sjer efnarannsóknir jafn- framt gerlarannsóknunum. Við fráfall Ásgeirs var Gísli sett- ur forstöðumaður efnarannsóknar- stofunnar. Hafði hann það starf á hendi árin 1917—1921. Þá tók Trausti Ólafsson við efnarannsókn arstofunni, enda var þá full þörf á að ljetta efnarannsóknunum af Gísla. Sagði hann svo sjálfur frá, að hann myndi eigi hafa beðið svo lengi eftir forstöðumanni við efna rannsóknarstofuna, ef hann hefði eigi vitað að stofan kæmi í góðs manns hendur þar sem Trausti var. Eigi verður í stuttu máli gefið yfirlit yfir rannsóknir Gísla, þær er að almennu gagni hafa komið. En nefna má sem dæmi rannsókn- ir hans á saltkjötinu okkar. Lauk hann við þær rannsóknir á land- búnaðarrannsóknarstofunni í Kiel. Hafa rannsóknir þessar komið kjötmatsmönnum og kjötútflytj- endum að góðu haldi. Þá hefir hann og gert allvíðtæka rann- sóknir á fisksveppum og ýmsu er að fiskverkun lýtur. En jafnframt eigin starfi hafði Gísli jafnan vak- andi auga á að örfa og styrkja ýmsa þá menn er hann áleit að efnilegir væru og gætu orðið að liði.Hann hefir t. d. lengi verið stoð og stytta Klemensar' Kristjáns sonar, við' nndirbúning hans og athuganir á innlendri frærækt og kornyrkju. Lagði Gísli honum upprunalega til nauðsynleg rann- sóknaráhöld. Ennfremur hefir hann leiðbeint mönnum er hafa viljað leggja stund á mjólkur- fræði, en sú grein búvísinda hefir verið bagalega vanrækt hjer und- anfarin ár. Af fyrirtækjum þeim er Gísli hefir verið riðinn við, og hvata- maðuj' að, er m. a. smjörlíkisgerð- in. Má svo að orði kveða að hann hafi verið upphafsmað'ur íslenskr- ar smjörlíkisgert5ar. Við hlið hans stóð í upphafi Jón Kristjánsson prófessor. En hann dó áður en fyrirtækið komst á fót. Fleiri komu síðan að iðngrein þessari. Ljet Gísli sjer vel líka. Því tak- mark hans var í öndverðu að út- rýma hjer erlendu smjörlíki. Hefir það tekist að mestu á þeim tæp- um 10 árum síðan smjörlíkisgerðin tók hjer til starfa snemma á árinu 1919. Telja má Gísla föður þess aðal- verksmiðju-iðnaðar er hjer hefir risið upp á síðari árum á sviði matvæla og efnagerðar. Auk smjörlíkisgerðarinnar var hann einn af stofnendum sápugerðar- innar og ölgerðarinnar, og mjólk- urniðursuðunni kom hann á lagg- irnar. Þó aðrir tæki við fram- kvæmdum á eftir honum, stóð hann jafnan að baki þeim eftir sem áður með ráðum og dáð, þeg- ar til þurfti. Var það honum hið mesta áhuga mál að þessi vísir til iðnaðar sem hjer er nú, gæti elfst og orðið fjöl- breyttari. Vann hann að þessu á- hugamáli sínu, til stórgagns fyrir þjóðina utanvið alla stjórnmála- flokka og flokkaríg, sem hann hafði mikla óbeit á. Formaður Iðnaðarmannafjelags- ins hjer var Gísli undanfarin 4 ár.. Glæddi hann fjelagslíf þess að miklum mun jafnskjótt og hann tók við stjórn þess, og jók því álit út á við, með afskiftum sínum af iðnaðarmálum. Hann stofnaði Tímarit fjelagsins, og var ritstjóri þess. Hann vann að hinum nýju logum um iðnað og iðnaðarnám, og reglugjörðum um þau efni sem eru að koma út. Fyrir honum vakti að hef ja iðn- aðarmannastjettina til jafns við aðrar atvinnustjettir þjóðarinnar. stig heysins. Kalda vatnið, sem baðað er með tekur með sjer nokk- uð af þeim hita, er framleiðist í heyinu, þannig að það kólnar meira eða minna eftir því hversu mikið' er' baðað. Með því að hafa hitamæl ir (og það er nauðsynlegt) má haldá hitanum í heyinu innan á- kveðinna takmarka.Vanalega hefir Erasmus haldið hitanum í kring- um 40° þ. e. þegar hitinn hefir stigið hærra hefir verið dælt vatni yfir heyið þar til 40° hitamarki var náð. Á síðari árum hefir hann þó haft hitann töluvert lægri, jafn vel í kringum 18° og gefist mjög vel. Það er ennþá á tilraunastigi hversu hár hitinn á að vera eins og annað viðvíkjandi þessari að- ferð'. Á leið sínni gegnum heyið, tekur vatnið þá kolsýru, sem myndast við öndun jurt- anna, og ber hana á braut. Þetta er mjög mikilvægt atriði segir Erasmus. Hann heldur því fram, að kolsýran, sem ávalt myndastí votheyi við öndun jurtanna og efnabreytingar, og sem ekki getur rokið burt úr því, sje mjög skað- leg fyrir meltingxijia. Frá henni stafi sú óhollusta votheysins, sem kemur fram í því, að skepnur þola ekki fulla gjöf af því, heldur að- einö ;%—% gjafar eftir því sem innlend reynsla hefir sýnt. Það er því nauðsynlegt að losna við kol- sýruna og þetta er eina ráðið. Þegar lokið er við að láta í gryfjuna setur Erasmus þjettilag ofan á heyið. Hlutverk þess er að útiloka loft frá heyinu þannig að öndun jurtanna hætti og heyið kólni af sjálfu sjer smámsaman. Best er að nota mosa, hreinan hey- rudda eða þ. u. 1. nokkra þumlunga þykt. Eftir að þjettilagið er sett á, er haldið áfram að baða, þar til öll hitaumleitun í heyinu er hætt. Úr því geymist það vel ár eða lengur. Jeg hefi nú í fáum dráttum lýst votheysgerð Erasmusar Gíslasonar eins og hann framkvæmir hana, skýrt hana eins og hann útskýrir hana. Jeg legg engan dóm á þær útskýringar. Það verða tilraunir og rannsóknir að gera í framtíð- inni. Aðferð þessi er mjög vandasöm þannig, að menn framkvæma hana varla svo í lagi sje nema hafalært

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.