Ísafold - 02.10.1928, Blaðsíða 4

Ísafold - 02.10.1928, Blaðsíða 4
4 1 S A F 0 L D Karlmanoafatnaðor. Nýkomið: Karlmannaföt blá einhnept ■ og tvíhnept, nýjustu snið, einnig mislit föt í stóru úrvali, verð frá kr. 39,00, Unglingaföt, Matrosaföt, Drengjajakkaföt, Manchettskyrt- ur, Flibbar, Slaufur, Bindi, Treflar, Hattar, Enskar húfur og Loðhúfur. Regnjakkar, Stormjakkar og Kuldajakkar, SPortbuxur, Sportsokkar, Legghlífar (úr leðri og taui og Olíuföt. Vörur sendar út um alt land' gegn póstkröfu. L. H. Miiller Reykjavík. Vorist eliirlikingar! Munið vörumerkið! Vjer leyfum oss hjer með að vekja athygli þeirra, er með sjóklæði versla og þeirra, er þau nota, á því, að nú höfum vjer birgðir af hinum: x Endurbœffu siðsfökkurn, sem hlotið hafa meðal sjómanna, einkunnarorðið: „Bestu stakkarnir**. Einnig höfum við fyrirliggjandi: Olíu-Svuntur, pils og hálfbuxur, sem eru að sínu leyti jafn vönduð framleiðsla og síðstakkarnir. Ennfremur verða á næstunni fyrirliggjandi: olíu* treyjur og buxur (með axlaböndum). Allir, sem með sjóklæði versla, ættu því fyrst og fremst að hafa á boðstólum hina vönduðu vöru frá Siðkiæðaoerð íslands 6 Humber Place, Hull, ■nnast innkaup é erlendum v5rum. og a5lu lalenakra afurda. —- Tapaöur hestur. Úr girðingu við Sauðárkrók tap- aðist 9. september rauður reið- hestur, stjörnóttur með glóbjart hrokkið tagl og fax, 10—11 vetra gamall, mjög fallegur ca. 54 þuml. á hæð', klárgengur, viljugur, al- járnaður. Yfirmark ekkert. Undir- mark bitar. Verði nokkur var við hest þenna er hann vinsamlega beðinn að gera mjer aðvart. Kristján Gíslason, Sauðárkrók. Steingrímur Steinþórsson befir verið skipaður skólastjóri bænda- skólans á Hólnm frá 1. okt. þ. á. Hnífsdadsmálið. Halldór Júlíus- son sýslumaður dvelur nú vestur á Isafirði og hefir yfirheyrslur í Hnífsdalsmálinu. Hjeðinn fær ábætir. Framkvæmd arstjóri Tóbaksverslunar íslands og erindreki miljónafjelagsins breska, Hjeðinn Valdimarsson, 2. þm. Reykvíkinga, hefir sennilega þóttst fara varhluta við bitlinga- úthlutun stjórnarinnar. Svo sem kunnugt er, var hann skipaður í yfirskattanefnd hjer í Reykjavík, en fyrir það starf fær hann að- eins örlítið brot móts við sam- herja hans suma, sem stjórnin hefir rjett bita. En nú hefir stjórnin gefið' Hjeðni ábæti, skip- að hann meðstjórnanda við Slysa- tryggingardeild Tryggingastofn- unar ríkisins. Ókunnugt er enn- þá, hvað ábætir þessi gefur Hjeðni í beinum peningum. Mjólkurbú Flóamanna. Bygg- ingu þess á að verða lokið 1. júní næstk., ef hún kemst undir þak fyrir frost í haust. Þeir Arinbj. Þorkelsson og Sig. Bjargmundsson hafa tekið að sjer að reisa bygg- ingú þesáa fyrir 84.500 kr. f þess- ari upphæð eru ekki innifaldir flutningar á möl og sandi, gröftur fyrir grunni, miðstöð, hitavarnar- lög o. fl. Búist við að byggingar- kostnaður verði alls um 120 þús. krónur. Raflýaing sveitabæja. í sumar var reist rafmagnsstöð í Varma- hlíð xmdir Eyjafjöllum og voru skilyrði ágæt; afl nægilegt til ljósa, snðn og hitunar. Guðmundur Einarsson í Vík í Mýrdal setti upp stöðina. t Fagradal í Mýrdal hefir einnig verið reist rafmagpstöð í sumar; einnig ágæt skilyrði. Bjarni í Hólmi setti upp þá stöð. 1 haust verður sett upp rafmagns- stöð í Kerlingardal í Mýrdal og sjer Guðmundnr Einarsson nm verkið. — Áhugi bænda er sem óð'ast að vakna fyrir nauðsyn raf- magnsin3 til heimilisnotkunar, euda umskapast heimilin við k»mu rafmagnsins. Þorkell Þorkellsson brá sjer ný- lega norður á Akureyri og athug- aði þar laugauppsprettur í Glerár- gilinu. Hefir mönnum dottið í hug að bora þar fyrir heitu vatni til þess að nota það til upphitunar m. a. í barnaskólann nýja sem Akureyringar ætla að reisa. 20 nemendur er tóku gagnfræða- próf í Akureyrarskóla í*vor ætla að stunda þar 4. bekkjarnám í vetur. Brödrene Levy“ og Einar 01- geirsson. Stjórnarblöðin á Akur- eyri eru enn að reyna að telja mönnum trú um að „Brödr'ene Levy“ í Höfn hafi eigi haft nein afskifti af síldareinkasölunni. Ætla blöðin að fræða lesendur sína um það, hvernig á því stóð, að Einar Olgeirsson bafði bæki- stöð sína fyrst framan af á skrif- stofu þeirra Levy bræðha í Höfn. Hann f jekk þar púlt til afnota fyr ir einkasöluna. Menn geta gert sjer í hugarlund hvernig á því stóð að Einar fjekk þar inni með úthald sitt. Kristín Sigfúsdóttir skáldkona hefir nýlega gefið út síðari hluta af bók sinni „Gömul saga“. Haraldur Bjömsson hefir sent Leikfjelaginu tilboð um að stjórna sýningu þriggja leikrita hjer í vet- ur á vegum fjelagsins ;Galdra-Lofti Dauða Natans Ketilssonar og leik- riti einu eftir Gandrup. Á aðal- fundi f jelagsins er haldinn var ný- lega hafnaði fjelagið tilboði Har- aldar að öðru leyti en því, að það gaf honum kost á að stjórna sýn- ingu á Dauða Natans Ketilssonar. Hefir eigi komið svar frá Haraldi um það hvort hann taki þessu. Einkennileg auglýsing. 1 blaði einu í Noregi, fremur ómeíkilegu, birtist nýlega svobljóðandi auglýs- ing í auglýsingabálkinum „Ledige plassar.“ Ársvikaríat pá Island for norsk-engels filolag. „Den högare skulen paa Ákureyri ynskjer ein kvalifisert norsk gymnaslærar i engelsk i kom- mande skuleár: oktober—mai incl. 24 timar i vika. Lönn 4000 isl. kr. og fri reis fram og tilbake. — Söknad, stila til stjóm Gangfræða- skólans á Akureýri, sender' eín til lektor Erik Eggen, Voss. Menn spyrja: Hvað rekur skóla- stjóm til þess óyndisúrræðis að leita til útlanda eftir kennara í ensku, og auglýsa eftir slíkum manni á norskum útkjálkaí Stjómarkosning Verslunarráðs- tns. Samkvæmt lögum Verslunar- ráðsin's fór fram talning atkvæð'a þann T. þessa mánaðái- til stjórn- arkosningar í Vetslunarráðinu, og hlutu þessir fjórjr kosningu: Garðar Gíslason, stórkaupmaður (endurkoginn). Ólafur Benjamínsson, stórkaúp- maðuf. Rich. Thors, útgerðarmaður. Hai;aldur Árnason, kaupmaður. '„Dræbende Kys1,- er bók, sem fjallar um stærsta böl mannkynsins. “Ægteskabsbogen" er hin eina bók, sem til er, er skýr- ir til fullnustu frá takmörkun barn- eigna samkvæmt kenningum þeirra: Dr. Malachowski Dr. Harris og Dr. Lesser’s. Báöar eru bækur þessar með mörgnm myndnm. Sendar burðargjaldsfritt fyrir kr. 1.25 hvor, ef andvirðið, i ísl. frímerkjum, er sent með pöntnn eða gegn póst- kröfn að viðbættu burðargjaldi. Nyhedsmagasinet Afd. 21 Kbhv. 0. Prjónavjelin „Hushielp" Skrifiö eftir verölista! Leiöarvísir, sem gerir hverjum einum fært aö læra allskonar prjón, er sendur með. Maskinhuset, Stavanger, Norge. Útrýmið rottunum. Það er nú fullsannað, að afkvæmi einna rottuhjóna geta á einu ári orð- ið 860 rottur. Af þessu er auðsæ þórfin á að útrýma rottunum. Til þess að ná góðum árangri er því tryggast að nota Ratin og Ratinin. Ratiu sýkir rotturnar, og þær sýkja svo aðr- ar rottur, sem þær umgangast meðan þær eru veikar, og drepast að 8—10 dögum liðnum. Ratinin hefir aftur á móti bráðdrepandi verkanir á þær rott- ur sem jeta það. Ratin-aðferöin er : Notiö fyrst Ratin, svo Ratinin, þá fæst góður árangur. Sendið pantanir til Ratinkontoref, Kðbenhavn Allar upplýsingar gefur Ágúst iósefsson heilbrigðisfulltrúi, Reykjavik Skiði, fyrir karla, konur og börn, allar stærðir, margar teg- undir. Ennfremnr: Skíðabönd, Skíðastafi, Skíðaskó, Skíða- sokka og alt það er að skíða- útbúnaði lýtur. L. H. Miilier, Reykjavik. Hálaliðið. Á Kjósarfundinum gat Ólafur Thors þess, að eigi væri ólíklegt að hann breytti einhverju af fyrir- huguðum leið'arþingum í almennan umræðufund um landsmálin. Kvaðst hann þá mundu bjóða Jónasi dómsmálaráðherra á þann eða þá fundi en eigi heimila öðr- um utanhjeraðsmönnum málfrelsi. Með því gæti Jónas fengið rífleg- an ræðutíma, og því eigi borið við tímaleysi ef lítt yrði úr andsvör- um. Sýndist fundarmönnum, sem Jón as Ijeti sjer fátt um finnast, og mundi haan fremur kjósa að vera í skjóli málaliðs sósíalistanna svo minna bæri á hve honum er erfitt um vamir. Menn eru nú að spjalla um hverra bragða J. J. muni neyta til þess að' geta notið stuðnings sósíalistanna á þessum fundum. Er helst giskað á að Jónas muni láta þá sjálfa boða til fundar á þeim stöðum er helst þykir líklegt að Ólafur muni bjóða honum á, en reynslan sker úr hrer töggur er í JónasL 1

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.