Ísafold - 01.12.1928, Síða 4
4
í S A F 0 L D
yrini fyrir og livað’ Búnaðarfjelag-
inu, með því að jeg vissi það fyrir
að til mín mundi verða leitað um
ýmsar leiðbeiningar og mælingar
meðan á byggingum stöðvanna
stæði, varð það sanieiginlegt álit
okltar .Tónasar Jónssonar að hent-
ugast. mundi að gera Búnaðarfje-
laginu reikning að hálfu fyrir þess
um dögum, og það gerði jeg með
góðri samvisku, því upplýsinga og
mælingastörfin urðu meiri en jeg
hafði búist við, meðan á stöðva-
smíðinni stóð.
I>á skal jeg geta þess, að jeg
hefi mörgum mönnum leiðbeint
víðsvegar, og ekki síst á Suður-
landsundirlendinu, og engan reikn
irig gert Búnaðarfjelaginu eða
bændunum fyrir það.
Þ.vkir mjer eigi líklegt, þegar
jeg nú hefi skýrt málið frá minni
hlið, að nokkur maður finni á-
stæðu til þess að telja eftir þá
þóknun sem Búnaðarfjelagið hef-
ir greitt mjer, nje heldur að það
þurfi að skapa hættuleg fordæmi.
Reykjavík, 13. nóvember 1928.
Bjarni Runólfsson,
frá Hólmi.
Aths. Það er bygt á misskilningi
hjá Bjarni í Hólmi, ef hann held-
ur að ísafold eða Morgunblaðið
hafi verið að ,telja eftir' þá þókn-
un, sem Búnaðarfjelag íslands
hefir greitt honum. Síður en svo;
Bjarni er alls góðs maklegur. Hinu
hjeldum vjer fram, og erum sömu
skoðunar ennþá, að fái þingeyskir
bændur styrk af opinberu fje til
þess að koma upp rafmagnsstöðv-
um hjá sjer, eiga aðrir bændur
rjett til styrks líka. — Hitt nær
auðvitað engri átt, að Jónas Jóns-
son, dómsmálaráðherra, hafi nokk-
urt. úrskurðarvald um það, hvað
Bfj. Isl. beri að greiða; hann er
ekki í stjórn Bfj. Isl.-Og þótt for-
maður eða framkvæmdarstjórar
(búnaðarmálastj.) fjelagsins hafi
ekki verið viðstaddir þegar Bjarni
fór norður í vor, átti þetta ekki
að koma að sök. Búnaðarfjelagið
var búið að ráða Bjarna í þjónustu
sína fyrir ákveðið dagkaup (12
kr. auk ferðakostnaðar), sem það
greiddi honum eftir reikningi að
afloknu starfi. Jónas dómsmálaráð
herra hafði ekkert vald til þess að
breyta þessum samningi.
Ritstj.
FyiirtilBðsla Miikaifliöts.
Vatoafjelag verðuir stofnað
á miðvikndaginn.
í Rangárvallasýslu á nú að fara
að mynda svokallað vatnafjelag,
og hefir það fyrirhleðslu Markar-
fljóts á stefnuskrá sinni. Er þetta
alveg sjerstakur fjelagsskapur,
sem ætlar að beita sjer fyrir því
að lög um fyrirhleðslu Þverár og
Markarfljóts, fái frámgang. Það
má kalla að fjelagsskapur þessi
liafi verið stofnaður í Fljótshlið
hinn 23. september í haust. Var
þar kosin nefnd m'anna til að
íhuga og undirbúa málið og eru í
henni þeir Sigurþór í Kollabæ,
Guðjón hreppstjóri í Hallgeirsey,
Ágúst hreppstjóri í Hemlu og
Ingimundur bóndi í Hala. Hefir
Búnaðarfjelagið stutt þá með ráð-
ii m og hefir Pálmi Einarsson bun-
aðarráðuuautnr mætt á fundum
nefndarinnar.
Fundur verður haldinn á mið-
vikudaginn kemur og þá á að
stofna hið svokallaða vatnafjelag.
Skfilamðl Rangœinga.
Á laugardaginn var hjeldu
Rangæingar sýslufund Og voru
skólamálin' þar tekin til umræðu.
Kom þar fram tillaga um það að
sýslunefnd Rangæinga skyldi
ieggja fram fje til Laugarvatns-
skólans, en sú tillaga var feld.
Onnu rtillaga kom fram um að
leita samvinnu við Vestur-Skaft-
fellinga um skólamál, en hún var
einnig feld.
Sýslunefnd leit svo á, að með
byggingu Laugarvatnsskólans, væri
rofið alt skólasamband milli Ár-
ness- og Rangárvallasýslu og sam-
þykti því að skora á þingið að
setja heimildarlög fyrir sýslu og
bæjarfjelög að þau mætti starf-
rækja lýðskóla með því fyrirkomu-
lagi að nemendur fengi sltóla-
rjettindi fyrir skylduvinnu.
Þá var og samþykt að sýslan
skyldi mynda sjóð til skólahalds
í Rangárþingi, og er stofnfjeð
1000 krónur.
[Tlánaðarlegar heilbrigðisjrjettir.
Miðstöð Þjóðabandalagsins í
Genf safnar heilbrigðisskýrslum
úr öllum löndum heims. Víða eru
sendar vikulegar yfirlitsskýrslur
og sendar skrifstofu bandalagsins,
en úr fjarlægari löndum eru
skýrslur sendar mánaðarlega.
Fram til þessa hefir Þjóðabanda
lagið eigi fengið þessar skýrslur
hjeðan. En nú hefir Guðmundur
Björnson landlæknir tekið sjer
.yrir hendur, að safna skýrslnm
frá öllum hjeraðslæknum lands-
ins, og senda bandalaginu mánað-
aryfirlit. Jafnframt er ákveðið að
vikuyfirlit verði gert fyrir Reykja-
vík. Skýrslur lækna út um land
eru sendar landlækni símleiðis. —
Mánaðaryfirlitið fyrir október
birtist hjer.
Rvík Suður- land Vestur- land Norður- land Austur- land Sam- tals
Hálsbólga 153 16 11 41 13 234
Kvefsótt 194 69 36 14 66 379
Influensa 350 157 140 579 111 1337
Kveflungnabólga 56 4 1 4 3 68
Lungnabólga (taksótt) .. 3 1 3 6 1 14
Iðrakvef 84 45 15 54 6 204
Taugaveiki 1 1 2
Mislingar 58 21 10 429 17 535
Barnaveiki 1 3 4
Gigtsótt 3 1 2 6
Barnsfararsótt 1 1
Rauðir liundar 2 2
Heimakoma 4 2 3 9 3 21
Hlaupabóla 2 5 6 2 15
Hjer eru talin þau tilfelli, sem læknar hafa sjeð. En í raun og
vcru hafa t. d. inflúensa- og mislingatilfellin verið miklu fleiri en
tölurnar segja til. Báðar þessar sóttir hafa verið einkar vægar, þó
munu kveflungnabólgutilfellin flest komin til upp úr inflúensu.
G. B.
Hiun forni bðknll
í Skálholtskirkju.
Myndin hjer er af hinum forna
hökli, sem enn er notaður í Skál-
holtskirkju, og margir hafa heyrt
talað um.
Hökull þessi er sennilega gerð-
ur í tíð Jóns Árnasonar biskups
á fyrri hluta 18. aldar. En bún-
ingur hökulsins, myndasaumurinn
í hinum gotneska krossi er mikið
eldri, áreiðanlega frá kaþólsku
tímunum. Sennilega er búningur
hökulsins samtíningur frá höklum
og kórkápum, og má vel vera, að
sumt af honum sje með því elsta
sem tii er hjer á landi af því tagi.
Hökullinn er nú allur mjög slit-
inn, enda er hann notaður enn, og
oft handleikinn af gestum sem
koma á staðinn og fá að skoða
hann. Væri mjög æskilegt að hann
kæmist sem fyrst á Þjóðminjasafn-
ið til varðveislu.
Húsbruni á Akureyri.
Hús það sem sjera Geir Sæ-
mundsson vígslubiskup á Akur-
eyri átti, brann í gærkvöldi til
kaldra kola á röskum klukku-
tíma. Fólk bjargaðist ómeitt úr
eldinum, en húsmunir brunnu, að
mestu óvátrygðir. Um upptök
eldsins er enn ókunnugt. Tókst
að varna því að eldurinn bærist'
í næstu hús.
Oprentuð rlt og kvœðl
sjera Matthíasar Jochumssonar.
Eins og mörgum er kunnugt
hefi jeg síðustu 3 ár verið að hóa
saman brjefum og öðru óprentuðu
eftir föður minn sáluga. — Fyrsta
árið barst mjer ýmislegt, einkum
brjef, næsta árið mimna og nú
orðið kemur varla fyrir að nokkuð
sehdist. Ræður þar auðvitað mestu
að’ margt hefir glatast með árun-
um, en þar næst veldur gleymska.
Jeg er sannfærður um, að margir
eiga í fórum sínum sitthvað óprent
að í bundnu eða óbundnu máli
eftir föður minn, og þeir hinir
sömu mundu finna það, ef þeir
vildu gera svo vel og rumska og
fara að leita. Það er máske til mik-
iis mælst af mjer að vera að ónáða
menn, en þakklátur verð jeg hverj
um, sem vill gera sjer ómakið og
forða frá glötun og gleymsku þó
ekki sje nema lítilli stöku eðastuttu
brjefi. Mjer er áhugamál að' geta
farið að láta eitthvað birtast af
því, sem þegar er komið, og þá
líka að geta nokknrn veginn áttað
mig á, hve rítsafnið í heild á að
vera stórt.
Hjer um daginn gladdi það mig
mjög að kona í Fnjóskadal, var
svo væn að senda mjer vísur, sem
hún hafði lært af móður sinni og
jeg lærði sem bam í Odda og
allir á heimilinu lærðu og rauluðu
um stund, en sem jeg var buinn að
gleyma að mestu Ieyti.
Faðir minn hafði það til, að
orða okkur .bræðurna saman við
dætur kunningja sinna, þannig, að
jeg fjekk unnustu útnefnda þegar
jeg var þriggja ára, Gunnar bróð-
ir minn aftur aðra, þegar hann
var á svipuðu reki o. s. frv. Og
svo orkti faðir minn undir okkar
nafni ljóðabrjef eða ástavísur tn
litlu stúlknanna. Þessar vísur, sem
jeg gat um voru stílaðar til Yiggu
á Selalæk frá Gunnari, en Vigdís
þessi er nú valinkunn liúsfreyja
í Hafnarfirði.
Skal jeg leyfa mjer að setja
hjer vísurnar til gamans og vona
jeg að hvorki frú Vigdís þykkist
við mig fyrir, nje Gunnar.
Gunnar var í þá daga ætíð kall-
aður Gaui, en hann er nú lyfsali
vestur við Kyrrahaf.
i
i.
Væna besta Vigga mín,
vandi er nú að lifa.
Mætti jeg vera að vitja þín,
væri jeg ekki að skrifa.
Jeg á að geyma bæ og bú,
bæði slá og róa.
Hirða lambið, kálf og kú,
kríu, hrafn og spóa.
Svo er hún litla systir mín,
sem er kölluð Ela.
Hún er mesta hljóðaskrín,
hafi hún ei fullan pela.
- v . -r . ^
I
Efnið var það', Vigga mín:
— vantar þig ekki koddaf —
að biðja nú um blíðu þín
og bjóða þjer heim að Odda.
I
Sykurmola sendi jeg þjer
— svona rjett í spaugi, —
innan í honum ástin er,
unnusti þinn,
Gaui.
Jeg get ekki neitað því, að mjer
hafa orðið vonbrigði að þvf^ hve
dræmt hefir gengið að innheimta
það litla, sem komið er af því
mikla, sem jeg veit að' faðir minn
sendi sitt í hverja áttina til kunn-
ingja frá skrifborði sínu og ekki
hefir komið fyrir almenningssjón-
ir, en sem var þó margt þess vert.
Jeg vil ekki fara að lýsa mínu
vaxandi svartsýni á ódauðleika
mannanna, jafnvel skáldanna af
guðs náð — og á jeg þar að vísu
aðeins við ódauðleikann í minni
manna og þjóða (því um ódauð-
leikann bak við tjaldið er jeg —
viti menn — talsvert bjartsýnni).
Jeg vildi aðeins með línum þess-
Martha Sahl’s Husholdnings-
skole, Helenevej 1A Köbenhavn
V. Nýtt dag- og kvöldnámskeið
byrjar í janúar og febrúar. Nem-
endur teknir með' og áh heimavist-
ar (með heimavist 125 kr. á mán-
uði). Biðjið um skólaskýrslu.
um ýta við' einum og öðrum, sem
ætti vald á því að forða frá tíman-
legri glötun einhverjum andan^
neista föður mas í iínu eða Ijóði
Akureyri, 28.' okt. 1928.
Steingrímur Matthíasson..
Frjettir víðsvegar aS.
Önundarfirði, FB 22. nóv.
Fiskafli hefir verið góður í haust
og þar sem verðið er einnig gott
má búast við góðri afkomu manna.
Síldarbræðslan á Sólbakka hefir
veitt nokkra atvinnu í sumar svo
hagur almennings mun í góðu
lagi. Getum vjer Önfirðingar með
sanni sagt, að nú er góðæri fyrir
oss.
Unglingaskólinn að Núpi í Dýra-
firði er í vetur sóttur af nokkrum
Önfirðingum, svo sem venjuleg-
ast endranær. Hann hefir nú eins
marga nemendur og hann getur
tekið' á móti eða 25 talsins. —
Skólastjórinn er enn áhugasamur
og ungur í anda, þ.rátt fyrir ald-
ur sinn og langt starf. Trúir hann
á framtíð skólansj vöxt bans
og viðgang, eins og hann er sann-
færður um þýðingu hans og ann-
ara slíkra skóla fyrir þjóðina f
heild sinni. Æskir hann því fast-
lega, að meiri endurbætur verði
gerðar á skólanum innan skams,
heldur en þær, sem gerðar hafa
verið nú undanfarin ár, og eru
hinar myndarlegustu. — Kenslu-
krafta hefir skólinn góða, einkum
er Björn Guðmundsson ágætur
kennari. Sjera Sigtryggur Guð-
laugsson, skólastjórinn, hefir nú
slept kenslu sjálfur, nema söng-
kenslu.
Rit Ungmennafjelaga fslands,
Skinfaxi, er gefið út á Tsafirði
í vetur.
Rauðasandshreppi, FB 22. nóv.
Að jarðabótum og byggingum
hefir verið unnið alt að þessu. —
Bráðapest í sauðfje hefir gert vart
við sig á tveimur bæjum og var
bólusett á öðrum þeirra. Almennur
áhugi er á því að fá fje til ak-
vegargerðar frá Rauðasandi a8
Skeri. Er það hið mesta nauð-
synjamál, því á Rauðasandi eru
góð skilyrði til landbúnaðar, en
samgöngur erfiðar við Patreks-
fjörð og yfir fjall að fara.
Á Patreksfirði hefir verið nám-
skeið í hjúkrun, vel sótt. í haust
hefir verið leitt vatn í flest hús á
Vatneyri, sem ekki höfðu vatns-
leiðslu áður. — Síld liefir veiðst
í firðinum, smásíld og hafsíld, og
hefir fengist ágætur afli af vænura
fiski á síldina.
Smjörbítill og Gullintanni heit-
ir gamalt æfintýri, sem frú Ing-
unn Jónsdóttir hefir fært í letur
og gefið út. Er það með myndum
eftir Tryggva Magnússon. Mimu
börn hafa gaxnan af æfintýrinu og
það mun geta, vakið þau til um-
hugsunar um gildi gleðinnar.