Ísafold - 04.12.1928, Síða 2

Ísafold - 04.12.1928, Síða 2
■I S A F 0 L D Þegar seinasti björgnnar báturinn fór frá borði. inu og fórust þau öll, því fyrstu bátunum, sem losaðir voru, ■hvolfdi. En það var fyrst í sama mund «g fólki var skipað' í bátana, að skipstjóri lætur loftskeytamann byrja að senda út neyðarmerki. Þykir þetta mjög undarlegt vegna þess að skipstjóri muni hafa blotið að vita það löngu áður, að skipið mundi sökkva fyr eða síðar. Hafði skipstjóri lagt svo fyrir, að slökt yrði undir kötlunum í tíma, svo engar sprengingar yrðu, þegar sjór kæmi í vjelarúmin. Sjálfur stóð' hann á stjómpalli alt þangað til skipið söklt. Sáu menn ekki, að hann reyndi að bjarga lífi sínu. Eins er mælt að loftskeytamað- ur sá, er neyðarmerkin sendi, hafi setið í klefa sínum meðan hann var ofansjávar og hafi loftskeyta- maður þessi eigi hirt um að bjarga sjer í neinn bátinn. Mikil alda var þarna sem skip- ið fórst, og reiddi bátunum mis- jafnlega af. Segja þeir, sem björg- uðust, margar sögur af hörmunga- nótt sinni á hafinu, því skip komu «kki þarna að fyrri en með morgni á þrið'judag. Mörgum bátunum hvolfdi, sem fyrr er getið, en fólkið komst sumt á kjöi, ellegar náði í eitthvert rekald, til að halda sjer í. Og þar sem duglegir sjómenn voru í bát- unum, tókst þeim stundum að koma bátunum á rjettan kjöl aftur. Maður að nafni Paul Dane, er var meðal þeirra, er komust af, segir frá hralmingum sínum á þessa leið: Hann var að svalka í sjónum í 18 tíma, uns honum var bjargað. Þau voru aðeins tvö, er björguð- ust úr þeim bát, hann og þerna ein, miss Ball að nafni. Lætur hann mikið af hugreklci þernunn- ar. Þau náðu í rekald, er bát þeirra hvolfdi, og hjeldu í það dauðahaldi alla nóttina. Er á nótt- ina leið, sáu þau kastljós skipa í fjarska, cr gáfu þeim lífsvon og kjark til að halda sjer uppi. Kl. 4 um nóttina sáu þau her- skipið Wyoming, er var komið á vettvang til bjargar. En litlar lík- ii*’ voru til þess, að skipshöfnin á herskipinu myndi koma auga á þau tvö ein og yfirgefin. Þau tóku því það ráð að sleppa rekaldinu og synda áleiðis til slcipsins. Eftir klukkustundar sund sáu þau skip- ið mjög nálægt sjer. Tókst þá Dane að rífa druslu úr skyrtu sinni og veifa henni, svo til hans sæist af skipinu. Þetta hepnaðist. Skipið kom til þeirra og voru þau dregin upp á þilfar, þá meðvit- j luidarlaus að kalla. Voru þá 18 'ímar liðnir frá því Vestris sökk. ; Rómuð er mjög framkoma negra ■ins, er var kyndari á Vestris. Hann heitir Burton. Bát þeim hvolfdi, er liann var í, og tókst að rjetta hann við fyrst í stað, hvað eftir annað, og helst með frækilegum dugnaði Burtons. En er hann hafði eigi tök á því leng- ur að rjetta bátinn, synti hann sífelt á milli þeirra, sem voru að gefast upp og tapa öll- um kjarki, til þess að hughreysta og hjálpa. Þó voru það aðeins tvær konur og einn fjelagi Bur- tons, svo og hann, er voru lifandi, þegar Wyoming kont til bjargar, enda voru þá liðnar 20 kl.st. síð- an Vestris söka. Lengi voru skip á sveimi á þeim slóðum, er Vestris sökk, til að leita að líkum þeirra, er fórust. En fá fnndust, og þau, sem menn fundu, voru öll tætt í sundur vegna þe.ss að hákarlar höfðu þar komist í bráð. Dánarfregn. |! 7. okt. s. 1. andaðist í Stóra-Holti í Dölum efnispilturinn Friðrik Theodór, sonur Guðmundar Theo- dórs hreppstjóra og kaupfjelags- stjóra í Stór-Holti, 21 árs að aldri, fæddur 26. jan. 1908, að Reykjum í Hrútafirði. Friðrik Theodór var efnismaður hinn mesti, enda átti hann ætt til þess. Móðir hans, frú Elinborg í Holti, er dóttir sjera Páls fyr pró- fasts í Vatnsfirði en faðir Theo- dórs heit. er bróðurson lians, því að Guðmundur í Stór-Holti er son- ur Theodórs Ólafssonar verslunar- stjóra á Borðeyri, bróðUr sjera Ól- afs Ólafssonar prests á Hvoli í Saurbæ (dáinn 1907) og sjera Páls fyrv. prófasts í Vatnsfirði. Þau Stór-Holts' hjón liafa orðið' þunga raun að þola, þar sem er missir6barna sinna, er nú með Tlieo dór hvíla öll samhliða í kirkjugarð inum á Hvoli. En innileg hluttekn- ing fjell þeim í skaut frá sveit- ungum þeirra og vinum, sem fjöl- mentu til jarðarfararinnar svo, að slíkt fjölmenni er fátítt við jarðar- för ungmennis eins og við þessa. Enda var lijer á eftir miklu að ajá í öðlingssyni og ágætum dreng, syni þess manns, sem nú er í flestu oddviti sveitunga sinna. Slíka menn má þjóð vor síst missa. Guð blessi minningu hans. X. Framfaramál Skaftfellinga. Svar til Lárusar Heigasonar alþm. Jeg liafði getið þess til, að sltýrsla Jónasar Þorbergssonar í „Pólitískri ferðasögu", um sam- göngumál og verslun Skaftfell- inga, gæti verið skráð' eftir fyrir- sögn L. H. Tilgátan hefir reynst rjett, eins og sjá má á „Svari“ L. H., er birtist í Tímanum 24. þ. þm. Menn geta sjeð á skrifum þeirra Jónasur Þorbergssonar og Lárusar Hýgasonar, hvernig „samvinnusag, Skaftf ellinga1 ‘ verður; Jónai skrifar og Lárus segir frá. Sögulegt heimildarrit það! Þó að svar Lárusar Helgasonar sje fyrirferðarmikið að vöxtunum (5 dálkar í Tímanum), er vand- lega sneitt framhjá rökum í grein hans; fullyrðingar eru látnar nægja í stað raka. Skal ]?ví næst vikið að þessu skrifi Lárusar. SamgöngTimálin. 1. Jeg sagði í fyrri grein minni, að í aðalsamgöngumáli miðsýslunn ar, Ásavatnsbrúarmálinu, hefði L. H. „reynt og reynir enn að gera alt það ógagn, öllum almenningi, er hann megnar“. Jeg tók það skýrt fram, við hvað jeg ætti, svo óþarft var fyrir L. H. að vera í vafa. — Jeg hefi litið svo á, að samgöngu- bætur væru gerð'ar fyrir þau hjer- uð, sem við samgöngurnar eiga að búa.Nú veit L.H. það vel, að í Ása- vatnsbrúarmálinu er það eindreg- inn vilji allra íbúa miðsýslunnar, að brúin verði endurbygð á þeim stað, sem liún nú er. Jeg skýrði frá því á fundum eystra í fyrra, að nú stæði til að byggja þessa brú á næsta ári (1928) og áttí þá jafnframt að gera stíflu í Ása- kvíslar. Nú segir L. H., að hann viti ekki til þess, að „neitt fje hafi verið ætlað til þessa í fjárlögum 1928“. Benda má I;. IT. á ef hann ekki veit það, að á fjárlögum 1928 eru veittar: „til brúargerða sam- kvæmt brúarlögunum" kr. 190.000. Óg ef hann vill fræðast um það, hvernig þessu f je skyldi varið, get- ur hann lesið framsöguræðu fram- sögumanns fjárveitinganefndar N. d. (Þórarins Jónssonar), í Alþt. 1927, B. bls. 807—808; þar eru taldar upp þær brýr, sem fyrir- hugað er að byggja á árinu 1928 og þar á meðal er Ásavatnsbrúin. En L. H. getur spurt sjálfan sig að því, hvers vegna ekki varð úr framkvæmdum, eins og til stóð. Hann var ekki fyr kosinn þing- maður, en hann ljet samþykkja á þingmálafundi heima hjá sjer, að brúin skyldi flutt upp í Stóra- hvamm. Þessu tiltæki mótmæltu íbúar miðsýslunnar og sýslunefnd Vestur-Skaftafellssýslu sendi vega- málastjóra mótmæli á þessa leið: „Sýslunefnd Vestur-Skaftafells- sýslu ítrekar samþykt sína frá að- alfundi sínum 1924 um endurbygg- ingu Ásavatnsbrúar á sama stað, og telur enn þá leið heppilegasta og sjálfsagðasta, með stíflun Ása- kvísla, sbr. einnig áskoranir og undirskriftir, sem vegamálastjóra hafa áður verið sendar, enda eru ókostirnir við flutning brúarinnar upp í Svínadalsheiði svo miklir, að óverjandi er að láta það eitt ráða flutningnum, að brúargerð kynni að verða eitthvað ódýrari þar uppfrá, sem þó mun reynast harla óvíst, þegar öll kurl koma I grafar. En ef ilt á að ske, og sje hin óheillavænlega vegarbreyting þeg- ir ráðin, beinir sýslunefndin þeirri áskorun til f járveitingavaldsins og vegamálastjóra, að Ásavatnsbrú sje samt sem áður gerð upp og við haldið á kostnað ríkisins. Samþykt í e. hlj. með atkvæði allra sýslunefndarmanna“. Nú var mál þetta rannsakað jt- arlega í sumar og hefir vegamála- stjóri tjáð mjer, að enn væri ekki ákveðið, livort úr flutningi brúar- innar yrði. Vonandi verður brúin endurreist á sama stað, því með því mundi tiltölulega auðvelt að koma cinangruðustu sveitinni — Meðallandi - í örugt, samband (bílveg) við önnur hjeruð. 2. Jeg ætla ekki að fara að rifja hjer upp viðskifti okkar L. H. og fylgifiska hans í sambandi við símann austur. Mönnum eystra eru þau viðskifti enn í fersku minni; en þá fjekk jeg oft orð að heyra á fundum eins og t. d. það, að ekkert vit væri í að ætla að „kasta símanum fyrir ginið á Kötlu“ o. s. frv. Ekki þarf L. H. að fræða mig um áhuga Forbergs sál. fyrir þessu máli. Um uppruna íslenðinga. Svo heitir all-löng ritgerð eftir norska mannfræðinginn Halfdan Bryn, og er hún prentuð í „Fest- shrift til rektor J. Quigstad“ (Tromsö museums skrifter, Vol. II). Hún var send mjer fyrir uokkrum mánuðum, en ýmislegt smnríki hefir valdið því, að jeg hefi «kki getið fyr um liana. Það eru að vísu mikil tíðindi fyr- ír oss, að svo fróður maður sem Halfdan Bryn lætur Hppi álit sitt um þetta efni, þó ekki hafi hann haft tækifæri til þess að gera mannfræðisrannsóknir hjer á landi. Hann er allra manna kunnugastur mannfræði Noregs, en hún er grundvallaratriði, er dæma skal um íslendinga. Auk þessa er hann með bestu frœðimönnum í mann- fræði yfirleitt. Það er því ekki nema eðlilegt, að allir veiti því eft- irtekt, er hann leggur til málanna, og greinin er rituð á þýsku, svo víðsvegar verður hún lesin. Höfundurihn byrjar á stuttu yf- irliti yfir landnám á íslandi og helstu atriði í sögu lands og þjóð- ar, sem koma þessu máli við. Leggur hann sjerstaka áherslu á, að af mannlýsingum í Laiulnámu og íslendingasögum sje það aug- ljóst, að jafnvel á landnámsöld hafi hjer verið að minsta kosti tveir kynþættir, annar hávaxið, ljóshært og bláeygt norrænt kyn, en hinn kynþátturinn hávaxinn stutthöfða og dökkur. Virðist þetta dökka kyn liafa verið með öðrum hætti en gerist á vesturströnd Nor- egs, því það' er lágvaxið „Alpa- lcyn“ og stingur ekki svo mjög í stúf við nomrna kynið eins og ís- lensku mannlýsingarnar gefa í skyn. Að dökka kynið hafi verið hávaxið, má meðal annars ráða af því, að íslendingar eru, eftir mæl- ingum G. II., hávaxnari en svo, að kynblöndunin geti stafað af lág- vöxnu „Alpakyni“. Þá reyndist og G. H., að háralitur íslendinga yrði nokkru dek-kri eftir því sem hæðin var meiri. Það styður og þetta mál, að' íslendingar eru yfirleitt tiltölu- lega langleitir, en Alpakynið er stuttleitt. (kringluleitt). Munur er og á fótleggjalengd íslendinga og dökka kynsins í Noregi. En hvað'a kynþáttur voru þá þessir hávöxnu dökku menn, sem fluttu til íslands ? Höf. telur all- ar líkur til þess, að það hafi verið Dínarakyn. Það er hávaxið, dökt, langleitt og hnakkalítið, en á nor- ræna kyninu hvelfist hnakkinn all- langt aftur. Því verðm- ekki neit- að, að mjög fátítt er það ekki að sjá íslendinga með lítinn hnakka og ])á jafnfhamt stutt höfuð, svo að nálega er sljett af hálsi að aftan og upp á hvirfih Þ\ú fer þó fjarri, að dínarakyn- ið eitt hafi blanctast saman við norræna kynið á íslandi. Meðal annnrs talar hin mikla höfuðlengd íslendinga á móti því. Hún bendir frekar til þess, að Miðjarðarhafs- kyn hafi blandast sannan við him, en það er dökt, langhöfða og frem ur lágvaxið. Svo var þetta á Bret- landi og höfuðlag fslendinga minn- ir aði ýmisu leyti á Breta, þó lík- amsvöxturánn sje yfirleitt hinn sami og í Noregi eða nauðalíltur. Þó alt þetta sjeu að' nokkru leyti tilgátur, þá er það ómótmælan- legt, að háralitur íslendinga og ef til vill hörundslitur er miWu dekkri en gerist í Noregi. Hið bjarta hár er mjög fátítt hjer nema á börnum og unglingum. Þetta er full sönnun fyrir því, að dökt kyn hefir blandast á íslandi við norska kynið, og þá að öllum líkindum bæði dínaralcyn og Mið- jarðarhafskyn. Norðmenn og fs- lendingar eru að vísu náskyldir og nauðalíkir, en þó eru þeir í ýmsu ólíkir, bæði andlega og líkamlega. Höf. tilfærir ummæli John Bed- dces um íslendinga: „It has been suggested also, that the captives, they brought from Irland, and occasionally intermaaTÍages with the Irish and Scottish Qael, gav,- them the rang of poetic imagina- tion, wich somtimes brightens their wonderful but sanguinary sagas. We know from these Sagas what men they were in personal appearanee. They had the saane variety of complexion and hair- colour that we have, and in some casis Irish features came out with iTÍsh blood, thus Kjartan had dark híair“. Telur hann, að Beddoe hafi hjer getið' rjett líklega til og að ís- lenska kynið sje af líkum rótnm runnið og hið bretska og írska. Skapferli íslendinga og lyndisein- kenni bendi og á hið sama. Deilu- girni þeiira og flokkadráttur, en ekki síst skáldskapargáfa þeirra, minni á íra og keltneska kynið.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.