Ísafold - 03.01.1929, Síða 2

Ísafold - 03.01.1929, Síða 2
ISAPOLD ? Sigmar bóndi á Skriðuklaustri, Andrjes aðalgjaldkeri landssím- ans, Þorvarður prestur í Laufási og Geir trjeskeri á Akureyri. Jeg kom að Geitagerði fyrir 2 árum. Mátti sjá, að jörðin var á- gætlega setin og öll umgengni hin prýðilegasta. Sunnan undir bænum var mikill og fagur trjágarður — verk Guttorms, og er það, því mið- ur, fágæt sjón á sveitaheimilum, en Guttormur unni skógrækt af alhug alla æfi. Hann var þá, þeg- ar jeg sá hann síðást, orðinn blind ur að mestu, en ern mjög að öðru leyti. Var hann alla æfi mesti fjörmaður, jafnan kátur og reif- ur og ljúfmaanlegur í öllu við- móti. Austfirðingar eiga hjer á bak að sjá einum sínum besta manni, þjóðin góðum dreng, ættjörðin dyggum syni. 29. des. 1928. G. B. Vinnustöðvunin við þjóðleikhúsgrunninn. Þegar Hjeðinn og Ólafur Friðriksson „taka mál til athugunar.“ Síðast þegar minst var hjer á vinnustöðvunina við Þjóðleikhús- grunninn, stóð málið þannig: Gröfturinn hafði verið' mældur nákvæmlega, og reyndist hann að vera 905 rúmmetrar. Tímalengd sú, sem farið hafði í gröft þenna fyrir þeim mönnum er vinnuna tóku að sjer, var ekki meiri en svo, að þeir fá nálægt kr. 1.45 fyrir hverja klst. er þeir hafa unnið. Á aðfangadag birtist eftirfar- andi grein í Alþýðublaðinu: „Vinnan í leikhúsgruninum. Eins og frá hefir verið skýrt hjer í blaðinu, hefir vinnan við gröft fyrir Þjóðleikhúsgrunninum verið stöðvuð í nokkra daga vegna þess, að „Dagsbrún“ heimtaði tryggingu fyrir því, að verkamenn imir bæru úr býtum að minsta kosti sem svarar kr. 1.20 um tím- ann. Það, sem búið er að grafa, hefir nú verið mælt, og verða verkalnunin greidd í dag. Þar sem j>að sýnir sig, að mennirnir, sem þessa ákvæðisvinnu vinna, bera úr býtum meira en kr. 1.20 um tím- ann, hefir stjóm Dagsbrúnar Ijetgb af vinnustöðvuninni. Mun stjórn Dagsbrúnar framvegis fylgjast með í því, hvemig útkoman Verð- ur vikulega, þegar mönnum er greitt kaupið. — Önnur ákvæðis- vinna hjer í bænum mun síðar vcrða tekin til athugunar af Dags- brún.‘ ‘ Greinin er hjer birt orðrjett, enda gefur hún glögga hugmynd um hugsunarhátt, framferði og sál arástand þeirra manna hjer í bæ, spm hafa gert sjer það að auka- eða aðalatvinnu, að látast bera hag verkamanna fyrir brjósti. Er ástæða til að athuga grein- arkornir lítilsháttar. Fyrst er fjálgleikurinn um, að Dagsbrún „heimti tryggingu fyrir, að verkamenn beri úr býtum' ‘ o. s. frv. Talað um „vinnustöðvun“, án þess að segja frá hvernig hún kom til. Að þeir Hjeðinn og Ólafur taka verkfærin úr höndum verka- manna, með þeim formála einum, að samþykt hafi verið á Dagsbrún- arfundi að svifta þessa menn at- vinnunni. Þegar þeir verkamenn spyrja um ástæður, þá segja hin- ir lítt vinnulíinu „broddar“ að því skuli fylgja og hlýða, sem „Dagsbrúnar* ‘ -fundur samþykki hverjar sem ástæðurnar eru. Bn þegar „broddarnir“ sjá, að öllum almenningi ofbýður frekja þeirúa og framhleypni, þá er rok- ið í að finna átyllur; gröfturinn mældur, verkakaup reiknað o. s. frv. — En hvað var verið að mæla þarna. — Grunninn hálfgrafinn — segir Alþbl. Að vísu. En sú mæling sagði ekkert út af fyrir sig. „Broddarnir" í Dagsbrún þykjast — af umhyggjusemi" — athuga hvað verkamenn þessir hafa „borið úr býtum.“ Það voru 1.45 á klst., eða því sem næst, af því klukkustundimar voru ekki sjerlega margar, sem unnið hafði verið. Af því hjer voru engir slæp- ingjar eða liðljettingar að verki. En ef t. d. Hjeðinn og Ólafur hefðu átt í hlut og grafið þarna? Hver veit nema tímakaup þeirra hefði orðið 45 aurar. Mælt var af- kast þessara verkamanna, sem þarna hafa unnið. Og af því að það var svona og svona — þá „ljettum við vinnustöðvuninni af“, segir Hjeðinn og Ólafur. En hver heilvita maður sjer, að' slíkt tal er út í loftið, og seinni- tíma tilbúningur. Ef þessir herrar hafa ætlað að athuga tímakaup mannanna, og haga sjer eftir þeirri útkomu, þá hefðu þeir sann- arlega getað mælt grunninn og tal- ið tímana, áður en þeir með ógn- unum og þjósti reka menn frá vinnunni. Þeir þykjast ætla að „athuga ákvæðisvinnu“ hjer í bænum. — Sennilega sjá þeir sjer engan hag í því, að halda „athugunum“ sín- um áfram á sama hátt og í þetta sinn. Rjúka að mönnum með geð- ofsa og reka þá frá atvinnu sinni, áður en þeir hafa ,athugað‘ nokk- urn hlut hvað þeir eru að' gera. Og hvers virði er svo þessi „at- liugun“ á tímakaupi manna í á- kvæðisvinnu. Hún gefur mönnum mælikVarða á mismunandi dugnað verkamann- anna. Þeir „broddarnir“ þykjast ætla að „tryggja“ þeim lágmarks- kaup sem ákvæðisvinnu taka. En þetta er í sjálfu sjer hin argasta fjarstæða. Og kæmi nokkuð slíkt til framkvæmda bitnaði það sárt á dugandi verkamönnum. Liðljett- irgar gæti tekið að sjer ákvæðis- vinnu, slæpst úr hófi — af því þeir fengju altaf lágmarkskaup, vinnuveitendur yrðu að hverfa frá ákvæðisvinnu með öllu. En ef svo færi, væri girt fyrir að framtakssamir og duglegir verkamenn nytu verkhygni sinnar og dugnaðar með því að taka á- kvæðisvinnu að sjer. Frumhlaup þeirra fjelaga Hjeð- ings og ólafs er gott sýnishorn af verkamannaumhyggju jafnað- armannabroddann hjer í bænum. Þeir þykjast bera hag verkamanna fyrir brjósti, og tala um umhyggju sína með fjálgleik. En þegar á reynir breytist um- kyggja þeirra í ofsókn, fyrirhygg- jan í frumhlaup, gætni þeirra í geðofsa. Þeir ráðast að dugandi, framtakssömum verkamönnum og gerja alvarlegar tilraunir til þess að svifta þá haldgóðri atvinnu og reyna um leið að girða fyrir að' almennur grundvöllur ákvæðisvinnu fái að haldast. Framkoma þeirra fjelaga í þessu máli er skýr veruleikamynd af því, hve illa þeir menn eru staddir, sem trúa Hjeðni, Ólafi Friðriks- syni og öðrum slíkum fyrir vanda- og velfierðarmálum sínum. Það mál ættu verkamenn þessa bæjar að „taka til athugunar‘“ á næstunni. Vðrnfölsunin Œtlar stjórnin að gerast samsek? I. Öll skrif Guðbrands Magnús- sonar um stjórn og rekstur Áfeng- isverslunar ríkisins er ágæt sönn- un þess, hve gersamlega óhæfur hann er að gegna því ábyrgðar- mikla staíti, sem honum hefir ver- ið trúað fyrir. Hann byrjar um- ræður um þetta mál með því að hælast yfir því, að' hann hafi fram- ið stórkostlega vörufölsun og á þann hátt tekist að selja mikið af birgðum Áfengisverslunarinnar. Var ekki annað að sjá, en að hann vildi einn eiga allan heiðurinn af því að hafa fundið upp „ráð“ til þess að koma út birgðunum. Afghanistan. Afghanistan, eða land Afghana, er ríki í miðri Asíu á milli Vest- ur-Indlands, Turkestan og Persíu. Að norðaustan nær það að Pamir og Kafiristan, en að sunnan ligg- ur Belutsjistan milli þess og ara- biska hafsins. Nær Afghani'stan þannig yfir fomu löndin Baktríu, Aríu og Drangiana. Er það 558 þús. ferkílómetrar og íbúar eru þar taldir 6% miljón. Landið' er þó víða í hlíðum bröttustu fjall- anna. Á milli fjallgarðanna eru ýmist frjósamir dalir (sjerstak- lega þar sem hægt er að koma við áveitum), eður þá hásljettur' mikl- ar. Helstu borgirnar eru reistar á gróðurteigum inni á milli fjall- anna, og eru þeirra helstar : Her- át, Kandahar og Kabul. Þurkar eru ákaflega miklir í landinu allan ársins hring, en þó eru þurkarnir ekki svo miklir, að árnar þorni nokkurn tíma. Meðal mestu ánna má nefna Kandus, Kandahar og Indus, sem eru jökul- elfur, því að lindur þeirra eru í hinum háu fjöllum „þar sem er jökull og eilífur snjór“, eru eins og elfur Islands. Mestu elfurnar eru Kabul, hliðarelfur hinnar miklu Indus, svo er Kondus og Amu, Murgrab og Heri-rud. — Lægsti hluti landsins er milli ánna Amu, Darja og Hindukusk, árinn- ar, sem kemur' ofan úr Hindokusk- fjöllum. Veðráttan þar er fjallaveðrátta; þar er mikill munur milli veður- fars dags og nætur, kalt um næt- ur og heitt á daginn, og á sumr- í'im afskaplegur hiti. — Afghanistan byggja margar þjóðir, en fjölmennust er sú kyn- slóð', sem kallar sig pachtu og land sitt Paschtunka (þ. e. Af- ghanistan). Það er kynblendings- þjóð, blendingur' af írönskum, ind- verskum og semitiskum kynstofn- um. Karlmennirnir eru hraustlega vaxnir, svarthærðir, stuttnefja og sverja sig í kyn Gyðisga að mörgu leyti. Flestir lifa af kvikfjárrækt uppi í háfjöllum. Þeir skiftast í flokka, sem kallaðir eru „ghilsa“ (þeir eru austast og flestir), og „duriana“ að vestan, og þeir hafa verið áhrifaríkastir. — Austast í landinu er þjóðflokkur af írönsk- ijm uppruna, baktrar, sem eru ak- uryrkjuþjóð, og svo mongólokyn- stofninn, sem brautst inn í ríkið undir stjórn Djsin-gis Khan, og lagði allar borgir þar undir sig. Eru afkomendur þeirra kallaðir „tadsjikar“, og eru þeir taldir um eina miljón í landinu alls. Saga Afghanistans er löúg. — Tveim þúsundum ára fyrir Krists burð er þar getið um íranskar þjóðir er bygðu landið þangað til Daríus I. innlimaði Afghanistan og Pandjab í hið persneska ríki um 500 f. Kr. og er Alexander hinn mikli lagði Persíu undir sig, fylgdi Afghanistan með. Seinna kom þar upp, líkt og í Baktriu, smáríki, stjórnað af grískum höfð- higjum. Um 150 f. Kr. rjeðust ír- anskir þjóðflokkar inn í Baktríu og Afghanistan að' norðan, hinir svonefndu saka og juetsji þjóð- Mgbl. benti því næst Guðbrandi á, að „ráð“ hans væri óleyfilegt og mundi varða við lög, og þá er Guðbrandur til með að unna fyrir- rennara sínum heiðrinum af nokkr- um hluta af vörufölsuninni! Þó vírðist hann enn ekki skilja til fulls í hverju aðalbrot hans er fólgið, sem sje í því að hafa í heimildarleysi notað vörumerki er- lends verslunarfjelags til þess að selja út birgðir Áfengisverslunar- innar. Þegar honum hafði verið á þetta bent, vill hann koma allri skuldinni á fyrirrennara sinn! — Hann segir í síðustu grein sinni, að hann hafi spurt Mogensen að því, hvort ekki væri rjett að út- búa nýjan flöskumiða á þessa nýju tegimd af áfengisblöndu. „En ha.rm (þ. e. Mogensen) kvað það óþarft og taldi sjálfsagt að nota þann flöskumiða, sem hann hafði bland- að undir, hann væri eign Áfengis- verslunarinnar“. (Leturbr. Guð- brands). Skín ekki vesalmenskan út úr hverju orði Guðbrands hjer? — Fyrst hælir hann sjer yfir óhæfu- verkum sínum; þegar honum svo var bent á óhæfuna, skríður hann bak við þann mann, sem hann hefir verið að rægja að und- anfömu! Og hvað er orðið eftir af öllu sjálfhólinu í fyrstu grein Guð- brands? Nú er það Mogensen, sem fann upp „ráðið“. Það var líka hann, sem ráðlagði Guðbrandi að nota flöskumiða, sem á var letrað vinsælt vörumerki! Hvað hefir veslings Guðbrandur eftir af sjálf- hólinn? Er hann jafn lítill og hann var, þegar hann fór frá Kaupfjelagi Hallgeirseyjár ? II. Anaars skiftir það' engu máli, hvor forstjóranna hefir fundið upp hið cleyfilega „ráð“, sem notað var. 8íst er að óreyndu hægt að trúa því, sem Guðbrandur segir um þttta, því að hann hefir orðið margsaga í þessu máli. Aðalatriðið er, að hjer hefir verið framin stór- kostler vörufölsun og það í stofn- un, sem ríkið sjálft á og ber alla ábyrgS á. Framhjá þessari stað'- reynd verður ekki komist. fiokkar, sem höfðu orðið að hrökl- ast frá Turkestan fyrir ofríki þjóð fiokkanna þar. Kusjan-þjóðflokk- urinn sem var grein af juetsji, náði Kabul á sitt vald 20 árum f. Kr. Konungur þeirra var Kud- jala Kadfises og stofnaði hann þar víðlent ríki yfir Persíu og austur fyrir Indus. Ln merkasti kóngur í þessu ríki hefir verið Kanisjka, er uppi vai 100 árum e. Kr. Á 5. öld var Kusjai-þjóðflokk- urinn rekinn frá ríkjun í Afghan- istan, en við tóku húmkar hvítar þjóðir, Eftalitar. Þeir nktu þó að- eins skamma liríð, og Kusjanar rjeðu ríkinu fram til 8i0. Um 870 hófst npp persneskur tynflokkur, Saffaridar, og náði hatrn völdum yfir austurhluta Persh og Afg- hanistan og ríkti þar fram yfir 900. ■— Tyrkneskur þrard, Alptegin að nafni, hóf sig til vada í Ghan- zi 961 og hann og eitirrennarar hans, sem nefndu sig Ghanzara, ríktu yfir Afghanistan Per'síu og norður-Indlandi lengi og blómg- aðist ríkið vel undir þárra stjórn. Árið 1178 var þá Ghöizum steypt

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.