Ísafold - 03.01.1929, Side 3
1 S A F 0 L D
«
Guðbrandur lætst í síðustu grein
sinni vera reiður við Mbl. fyrir
l)að, að það hafði bent honum á þá
úhæfu, sem hann framkvæmdi í
Afengisversluninni. Er hann þá
Iminn að gleyma sjálfhólinu og
Tembingnum í fyrstu grein sinni.
En vita má Guðbrandur það, að
Mbl. hefir ekki annað gert en
-skyldu sína í þessu máli: að víta
nhæfilegt hneyksli, sem fram fór
í stofnun ríkisins. Máske hefir
'Guðbrandur ætlast til að fá lof
fyrir verknaðinn og viðurkenning
uð auki!!
Nei, Guðbrandur Magnússon!
í^jer hafið með framhleypni yðar
og glópsku auglýst það fyrir al-
l)jóð, áð þjer eruð gersamlega ó-
hæfur til þess að hafa á hendi
■stjórn Áfengisverslunarinnar. Þjer
hafið’ af einfeldni og vanþekkingu
framið óleyfilget verk og síðan af
monti hælst yfir ósómanum. Þjer
g’etið búist við, að ríkið eða stofn-
un sú, er þjer stýrið, verði að
hlæða stórfje vegna verka yðar.
Eftir alt þetta eruð þjer svo ein-
faldur, að ætlast til, að samborg-
•arar yðar ausi yður lofi fyrir
verknaðinn!!
m.
Ætlar stjórnin ekkert að gera ?
Ætlar hún að hylma yfir ósómann
í Áfengisversluninni ?
Þannig spyrja menn og ebki að
ástæðulausu.
Vörufölsuríin í Áfengisverslun-
inni snýr að þegnum erlends rík-
is; þess vegna má stjórnin ekki
vera aðgerðalaus. Hún verður þeg-
ar í stað að fyrirskipa rannsókn.
Aðgerðarleysi stjórnarinnar verður
skoðáð sem yfirhylming ög getur
haft alvarlegar afleiðingar.
En er þess að vænta, að stjórn-
in geri nokkuð í þéssu máli? Hún
veitti Guðbrandi stöðuna vegna
þess að hann var pólitískur sam-
herji. Mun hún ekkí halda hlífi-
sk.ildi yfir honum nú vegna þess
nð hann er pólitískur samherji?
Fjórar vikur eru liðnar síðan
Tipplýst var um hneykslið í Áfeng-
isversluninni, og enn heyrist ekk-
«rt frá stjórriinni; engin rannsókn
og Guðbrandur situr kyr eins og
hann hafi ekkert óleyfilegt að-
hafst.
frá völdum af innlendum kyn-
hálki, sem Ghoridar nefnast, vegna
þess að þeir voru frá Ghor, en það
«r norðurhluti Afghanistan. En
1220 var ríki þeirra lokið, og lagði
þá höfðinginn Djingis Khan land-
ið undir sig. Við skiftingu Mon-
gólaríkisins komst mestur hluti
Afghanistan undir stjðrn Ilkhana
(mongolskra drotnara er ríktu í
Persíu 1232—1335), en þegar þeir
nsistu völd, varð landið að nokkru
leyti sjálfstætt, en árið 1380
herjuðu herskarar Timur Lenk á
landið og lögðu það undir sig. —
Timur var mongólskur og hann og
afkomendur hans gerðu Herát að
höfuðborg sinni og á 15. öld var
þar menning á háu stigi. En árið
1505 náði Timuriden Babar, stofn-
andi ríkis stórmógúlanna, borg-
inni Kabul á sitt vald og skiftist
þá Afghanistan milli stórmógúla-
ríkisins og Persíu og þannig helst
þetta þangað til höfðingi Ghaki-
manna, Mahmud, sigraði Persa,
náði Ispahan á sitt vald 1722 og
varð Shah yfir Persíu. Afghanar
~voru þó of þróttlausir til þess að
'•geta ríkt yfir ÍPersíu og eftir fall
Er ekki þessi yfirliylming stjórn
arinnar aðeins sýníshorn af stjórn-
arfarinu í landinu? Þar sem póli-
tískir andstæðingar eiga í hlut, er
„vörður laga og rjettar“ sífelt á
verði og refsivöndurinn ætíð reiðu-
búinn, ef nokkuð ber' út af. Er
beinlínis hafin leit að misfellum
hjá andstæðingura og þeir ofsóttir
og svívirtir á allan hátt, ef nokk-
uð finst.
En þegar röðin kemur að póli-
tískum samherjum sefur rjettvísin
og hinir seku fá óáreittir að hæl-
ast yfir vqpkum sínum.
Hvað á lengi að þola þennan
órjett í landinu og þá óstjórn, er
slíkt rjettarfar skapar?
Takmarkinn náð.
Togærflotinn verður bundinn við
hafnargarðinn.
Það verður ekki með sanni sagt
um þá Alþýðuflokksforsprakka, að
þeir hafi fyrirhyggjuna með í ráð-
um um þessar mundir.
Er skemst að minnast frum-
lilaupsins við Þjóðleikhúsgrunn-
inn, þar sem verkamenn voru með
ofbeldi reknir frá ákvæðisvinnu,
er þeir höfðu tekið að sjer. Ekki
var verið að rannsaka það á neinn
hátt, hvað verkamennirnir bæru
úr býtum við vinnnna. Þeir voru
umsvifalaust reknir heim og svift-
ir atvinnu. Þegar svo rannsókn fór
fram, kom í ljós, að verkamenn
höfðu um kr. 1.40 um tímann; er
það 20 au. hærra en alment kaup-
gjald í bænum.
— Þegar forsprakkarnir sjá
þetta, verða þeir undan að láta;
en verkamennirnir, sem urðu að
þola órjettinn, fá enga bót sinna
mála. Þeir verða þegjandi að þola
atvinnusviftir í nokkra daga, því
að ríkisstjórnin sem á að vernda
þá gegn órjettinum, gefur þá yfir-
lýsingu, að sjer komi mál þetta
ekki við!
Menn minnast þess eflaust, að
all-löngu áður en samningar um
kaup togaraháseta hófust í liaiist,
slrrifar Sigurjón Á. Ólafsson al-
sm. brjef út um land, þar sem
hann gerir fastlega ráð fyrir verk
falli frá næstu áramótum. Það
kom líka fljótt í ljós, áð Sigurjóni
var alvara með verkfallið, því
hann lætur gera kaupkröfur, sem
ekki var viðlit að ganga að.
Þrátt fyrir erfiðan fjárhag út-
gerðarinnar yfirleitt og lækkandi
dýrtíð, bjóða útgerðarmenn nokbra
kauphækkun. En því tilboði er
hafnað af Sigurjóni og hans nót-
uki. Fer nú málið til sáttasemjara,
en á meðan belgir Sigurjón sig út
í Alþýðublaðinu og eggjar sjó-
menn á að standa fast saman og
slaka í engu til frá kröfum sín-
um. Þegar svo miðlunartillaga
sáttasemjara kemur fram, neita
báðir aðilar, útgerðarmenn og sjó-
menn. Næsta skrefið er svo það,
að Sigurjón fyrirskipar hásetum
að ganga á land jafnóðum og tog-
aiarnir ltoma inn. En skipin verða
bundin við hafnargarðinn.
Hvað tekur svo við?
Spyrjið Sigurjón Ólafsson og
aðra forsprakka Alþýðuflokbsins
að því, hvað svo taki við. Ætla
mætti að þeir hafi rannsakað af-
leiðingarnar áður en þeir fyrir-
skipuðu framkvæmdir? Eða var
eins farið að hjer og við Þjóðleik-
hfisgrunninn: Framkvæmdir fyrir-
skipaðar út í bláinn, án þess nokk-
uð að hugsa um afleiðingarnar ?
Á næstu dögum stíga á land úr
togurunum um 800 sjómenn og
tegaraflotinn verður bundinn við
hafnargarðinn. Vertíðin fer í hönd.
Hver getur reiknað það gífur-
lega þjóðartap, sem af slíkri vinnu
stöðvun leiðir?
Getur Sigurjón Ólafsson reiltn-
að tapið? Eða Haraldur, Hjeðinn,
Jón Bald. og Ólafur Friðriksson?
Sigurjón Ólafsson og þeir aðrir
forsprakkar Alþýðuflokksins hafa
nú náð því takmarki, er þeir
settu sjer í upphafi. Þeir hafa
fyrirskipað vinnustöðvun á tog-
urunum.
En hafa þeir búið sig undir af-
leiðingarnar? Eru þeir við því
búnir, að rjetta þeim þúsundum
hjálparhönd, sem nú verða sviftir
atvinnu ?
Jgg S j ómannaverkiall.
Báðir samningsaðilar neita að ganga að miðlunar-
tillögu sáttasemjara.
Stjórnin sjómannafjelaganna auglýsa verkfall jafnóðum
og skipin koma í höfn.
Miðlunartillagan.
Á laugardaginn var bar sátta-
semjari Björn Þórðarson fram
miðlunartillögu um kaupgjald sjó-
manna á togurunum og lagði til,
að lágmarkskaup háseta á saltfisk-
veiðum yrði kr. 212,00 á mánuði,
en lifrarþóknunin skyldi miðast
við 28 lcr. verð á lifrarfati.
Kaupgjald á ísfiskveiðum skyldi
vera kr. 224 á mánuði. Kaup yfir-
launaðra háseta og kyndara. skyldi
hækka hlutfallslega.
Nokkur nýmæli fólust í tillögum
hans, sjómönnum í vil. ,
Kaupið var kr. 196 á mánuði, en
lifrarfat metið kr. 23,50.
Miðlunartillögu þessa hafa nú
báðir aðilar felt. Útgerðarmenn
feldu hana með 27 atkv. gegn 2,
en í f jelaginu eru 30 togarar. End-
anleg úrslit á atkvæðagreiðslu sjó-
manna eru ekki kunn enn, en
Frjettastofufregn um atkvæða-
greiðsluna er svohljóðandi:
FB. 1. jan.
Atkvæðagreiðsla sjómanna um
miðlunartillögu sáttasemjara ríkis-
ins.
Af þeim níu skipum, er ófrjett
var frá í gærkveldi, hefir nú frjest
frá fimm, og standa nú atkvæðin
þannig, að
383 sögðu nei,
186 sögðu já,
5 skiluðu auðum seðlum. —
Ófrjett er um atkvæðagreiðsluna
á 4 skipum.
í öðru skeyti, sem frjettastofan
sendi út frá sjómannafjelögunum,
á gamlársdag,
boða fjelögin verkfall.
Þar er komist þannig að orði:
FB. 31. des.
Sjómaimafjelög Hafnaxfjarðar og
Reykjavíkur tilkynna.-
Atkvæðagreiðsla um tillögu
sáttasemjara ríkisins hefir fallið
þannig, að 348 sögðu nei, en 163
sögðu já, 4 seðlar auðir. Skeyti
eru ókomin frá níu togurum, alls
um 100 atkvæði, en þar eð þau at-
kvæði geta ekki ráðið úrslitum, ber
sjómönnum að ganga á land af
skipunum jafnskjótt og þau koma
til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.
(Leturbr. lijer).
Neitun útgerðarmanna.
ísaf. hafði í gær tal af nokkr-
um útgerðarmönnum um þetta
mál. Telja þeir, að kauphækbunin
samkvæmt tillögum sáttasemjara
nemi um 15%. Kváðust þeir hafa
felt tillöguna vegna þess, að enda
þótt síðastliðið ár hafi verið í góðu
meðallagi fyrir útgerðina, þá sýni
allar hagskýrslur hennar, að ó-
verjandi sje að hækka kaupgjald-
ið um 15% í lækkandi dýrtíð. —
Skiftir það og máli, að Alþingi
lagði mjög þungar byrðar á út-
gerðina, svo sem kolatoll, verðtoll,
tekjuskattshækkun og síðast en
ekki síst hin alóþörfu vökulög, er
reynast útgerðinni mjög kostnað-
arsöm, enda gilda engin slíb lög
meðal þeirra útlendinga, er stunda
fiskveiðar á togurum hjer við
land.
---------------—
þýskur togari strandar?
Þýskur botnvörpungur rakst á
grunn nálægt Vigur á þriðjud. 18.
f.m. og er talinn strandaður. Kvað
hafa vilst, en ætlaði til ísafjarðar.
Mahmuds II (1729) varð Nadjir
Shah (kallaður Kulikan) höfðingi
yfir báðum löndum. Auk þessa
lagði hann undir sig önnur landa-
mæraríki þar og jafnvel nokkurn
hluta af Indlandi og komst alla
leið til Delhi. En hann var harð-
stjóri, og samsærismenn, er bróð-
ursonur hans var fyrir, myrtu
Amanullah konungur.
hann. Eftir morð hans hófst til
valda Afghanahöfðinginn Ahmec'.
Khan, og stofnaði þar ríki er náði
líka yfir Belutsjistan, Pandjab,
nokkurn hluta af Turkestan og
Khorasan. En sú dýrð varð skamm
ær og komst brátt alt í uppnám
í landinu, enda komu þá Eng-
lendingar líka í spilið, og lauk
svo, að Afglianistan misti hin ný-|
unnu lönd. 1838 var Shudja Shah
hrakinn frá ríki af sonum Faths
Khans, en Englendingar hlupu þá
undir bagga með honum og settu
hann aftur í hásæti 1839, eftir að
hafa hertekið borgimar Kabul og
Kandahar. Þegar enski herinn
hvarf aftur frá Kabul 1841, var
hann brytjaður niður í þröngu
fjallskarði einu. Aftur hertóku
Englendingar þó Kabul 1842, en
þá var Shudja myrtur og viður-
kendu Englendingar þá Dost Mu-
hammed, son Faths, sem ríkis-
stjórnara.
Upp frá þessu tóku Englending-
ar annars vegar, en Rússar hins
vegar, að reyna hverir í kapp við
aðra að hafa áhrif á innanríkismál
Afghana. Muhammed var hlyntur
Bretum, og eins sonur hans Ali,
(sem ríkti 1863—77) þangað til
frams^kn og yfirgangur Rússa í
Turkestan gerði hann svo hrædd-
an, að hann snerist á þeirra sveif,
en þá ráku Bretar hann frá ríki.
En svo lenti í stríði milli þeirra
og sona hans, Jakub og Ejjub, og
þá var það í því stríði að Roberts
hershöfðingi Breta tók herskildi
bæði Kabul og Kandahar, eg varð
frægur fyrir. Eftir það var bróðUr-
sonur Muhammeds, sem hjet Ab-
dus-Rahman, viðurkendur emir
(eða konungur) í landinu og ríkti
hann frá 1879—1901. Hann var
stjórnsamur mjög og á hans ríkis-
stjórnarámm var . góður friður í
landinu. Voru þá gerðir landa-
mærasamningar bæði við Rússa
(að norðan) og Breta (að sunnan
viðvíkjandi Indlandi) og 1893 var
gerður samningur um nokkurs-
lconar enskan yfirráSarjett í land-
inu. Sonur Abdurs var' Habibulla,
er tók við ríki eftir hann og varð
hann Bretum enn háðári en faðir
hans hafð'i verið, sjerstaklega eftir
það að Rússar biðu ósigur í stríð-
inu við Japana, enda viðurkendu
Rússar, með milliríkjásamningi
við Breta, 31. ágúst 1907, að Bret-
ar hefði umráðarjett yfir landinu.
Meðan á heimsstyrjöldinni stóð
gætti Habibulla hins strangasta
hlutleysis. Hann var myrtur 20.
febr. 1919 og kom þá til ríkis Am-
anullah sonur hans, núverandi kon
ungur. Hann er nú fertugur að
aldri, fæddur 1888. Einhver deila
var þá um það hvort hann skyldi
taka við ríki, og bróðir hans, Mas-
rullah djet samtímis úthrópa sig
sem lconung, eða emír, en varð þó
brátt að láta í minni pokann. í
maí 1919 ljet Amanullah hersveit-
ir sínar ráðast á Indland, að til-
hlutan Rússabolsa, en beið fljótt
ósigur og var neyddur til að semja
frið.
Þetta er í fæstu máli saga þessa
lands, sem nú um skeið hefir verið
mikið um rætt í heiminum —
fyrst vegna farar Amanullah kon-
ungs til Evrópu, þar sem hver
þjóð keptist við aðra að dekra við
hann, og síðan vegna þess, að hann
ætlaði að koma á Norðurálfusið-
um í ríki sínu, en af því blossaði
upp sú uppreisn, sem ekki er enn
sjeð fyrir endann á.