Ísafold - 03.01.1929, Blaðsíða 4
4
í S A F 0 L D
Sniðalausu klæðskerarnir
I.
Ekki alls fyrir löngu kvartar
ritstjóri Tímans sáran yfir því,
að ennþá hafi hvorki sjer eða
Ilriflu-Jónasi tekist að finna það
„form“ fyrir kaupfjelagsskapnum
hjer í Beykjavík, sem Reykvíking-
ar geti sætt sig við. — Áður
hefir hann lýst yfir því, að kaup-
mennirnir hjer í Reykjavík sjeu
svo miklir kaupsýslumenn, að
kaupfjelögin austan fjalls hafi
ekki staðið' þeim snúning vegna
þess hve ódýrt þeir seldu og þó
hafi þessir kaupmenn safnað mikl-
um auði og keypt upp mesta
Reykjavík.
Það er nú ekfci að undra þótt
Jónasi Þorbergssyni falli það hálf
þungt, að verða að játa það, að
honum eða nafna hans, skuli ekki
enn hafa tekist að fá Reykvíkinga
til þess að steypa yfir sig sam-
ábyrgð'arstakknum, sem þeir hafa
klætt mikinn hluta bændastjett-
arinnar í og vandað svo sauma-
skapinn á, að það er ósköp hætt
við því, að hjeðan af takist þeim
nöfnum þetta ekki, því að Reyk-
víkingum þykir samábyrgðarúlpan
heldur svipljót, þegar hún fór að
slitna og saumarnir að koma í ljós,
og auk þess hafa persónulegu kynn
in af „skröddurunum“ heldur orð-
ið til þess að fæla þá frá flíkinni.
En Jónas Þorbergsson má nú
sæmilega una við' það sem orðið
er. — Bændur í sumum sveitum
landsins eru nú orðnir svo flæktir
í skuldir, að þeir mega sig hvergi
hræra og sjálfur er Jónas trygður
fyrir lífstíð, því að nú ætlar hann
að fara að skrifa söguna um það,
hvernig hann og nafni hans frá
Hriflu sníða upp fötin, sem Pjetur
hcitinn frá Gautlöndum og Sig-
urður heitinn Jónsson frá Ysta-
Felli saumuðu á sínum tíma og
höfðu alt annað' sniðr en þessi
nýja flík Jónasanna.
n.
Jónar Þorbergsson kennir Garð-
ari Gíslasyni um það í þessari
grein, hversu óþjálir Reykvíkingar
eru í því að vilja heldur ráða
sjálfir sniðinu á fötum sínum en
láta Hriflu-Jónas og Ameríkufar-
ann ráða því. — Segir hann, að
viðskiftakenningar Garðars standi
aðallega í vegi fyrir smekk Reyk-
víkinga í þessum efnum. — Þeim
sem þetta ritar, er nú ekki kunn-
ugt um hversu mikil viðskifti
þau tvö kaupfjelög sem hjer hafa
verið, hafa haft við Garðar Gísla-
son eða aðra heildsala, en lík-
legt þykir honum, að þau hafi eins
og flest önnur kaupfjelög, haft
mestu viðskifti sín við Samband-
ið. — Nú er Garðar að vísu vel
metinn maður hjer í Reykjavík,
en fremur ósennilegt er það þó,
að hann sje svo vinsæll af al-
menningi, að kaupfjelögin hafi
ekki getað þrifist vegna þess að
almenningur hafði grun um, að
þau versluðu ekki við' Garðar. —
Sennilegra er að ætla það, að al-
menningur hafi fundið, að það’ var
ekkert betra að fara með krónuna
sína í kaupfjelagið heldur en til
kaupmannsins, nema ef síður
skyldi, og því hafi kaupfjelögun-
um gengið svo illa að festa rætur
í Reykvíkska jarðveginum. — Og
ef þessi skýring væri rjett, þá er
það hið frjálsa val sjálfstæðra
borgara hjer í Reykjavík, sem
hefir ráðið því, hve fáment hefir
verið í búðum kaupfjelaganna hjer
í Reykjavík. En þetta þýðir með
öðrum orðum það, að þar sem
menn eru sjálfstæðir og sjálfráð-
ir um framferði sitt, versia þeir
við þá, sem best kjörin bjóða. —
Og það er í samræmi við „við-
skiftakenningar“ Garðars G'ísla-
sonar og allra heiðviðra kaupsýslu
manna.
Þess vegna er fremur hætt við
því, að þeir verði altaf teljandi
Reykvíkingamir, sem ganga í föt-
unum frá kaupfjelaginu „Hjeðinn
og Jónas.“
Frjettir víðsvegar að.
Slys vildi til á togaranum „Kára
Sölmundarsyni' ‘ á Þorláksmessu-
kvöld. Skipið var þá vestur á
Horngrunni og hafði byrjað að
veiða fyrir 2—3 dögum. Ilt var í
sjóinn og kom krappur „hnykill“
á skipið og sópaði burtu lifrar-
bræðsluhúsinu, sleit lausa báða
björgunarbátana og braut annan
þeirra eitthvað. Lifrarbræðslumað-
urinn var staddur inni í bræðslu-
húsinu, þegar þetta vildi til, og
fór hann með því fyrir borð og
druknaði. Hjet hann Mons Olsen,
norskur maður, en hafði búið hjer
á landi í allmörg ár. Lifrarbræðslu
húsið var fyrst uppi á „kassan-
um“ yfir vjelarúmi, en það þótti
ekki nógu trygt að hafa það þar.
Var það því rifið í haust og flutt
aftur undir bátaþiljur og gengið
eins rambyggilega frá því og föng
þóttu til.
Kaupkröfumar og Eimskip. —
Þess hefir áður verið' getið hjer í
blaðinu, að Sjómánnaf jelag Reykja
víkur hafi sagt upp samningi sín-
um við Eimskipafjelagið frá ára-
mótum og gert kröfur, sem stjóm
fjelagsins sá sjer ekki fært að
ganga að. Hinsvegar bauð stjórn
Eimskipafjelagsins að framlengja
núgildandi samning. Enn hefir
ekkert samkomulag náðst og ó-
kunnugt hvað gert verður. Skip
Eimskipafjelagsins eru öll erlendis
nú og koma í janúar.
Eldur kom upp í Siglufjarð-
arkirkju á jólunum, rjett áður
en messa átti að byrja; hafði
kviknað út frá röri. En brátt
tókst að slökkva eldinn og var
messað í kirkjunni, en vörður
hafður við þar sem eldsins varð
vart.
Bæjarstjóraarkosning á fram
að fara á Akureyri þann 18.
jan. og á að kjósa 5 menn. Eiga
listar að vera komnir fram fyr-
ir 4. jan. Búist er við þrem list-
um frá Framsóknarmönnum,
sósíalistum og íhaldsmönnum.
— Hefir heyrst að þessir verði
á lista Framsóknar: Brynleifur
Tobíasson, Guðbjörn Björnsson,
Lárus Rist og Þorsteinn Metú-
salem Jónsson, en á lista sósíal-
ista: Erlingur Friðjónsson, Ein-
ar Olgeirsson, Þorsteinn Þor-
steinsson (verslm.), Ólafur
Magnússon sundkennari og
Pálmi Hannesson. Ókunnugt er
enn hverjir verða á lista Ihalds-
manna.
Alþingi hefir verið stefnt sam-
an þann 15. febr. n. k.
Embætti. Stjórnin hefir nú val-
ið menn í nokkur hinna nýju em-
bætta, er hún á síðasta þingi ljet
búa til. Lögmannsembættið í Rvík
hefir hlotið dr. Björn Þórðarson,
hæstarjettarritari, og lögreglu-
stjóraembættið Hermann Jónasson
fulltrúi; bæjarfógetaembættið á
Norðfirði hlaut Kristinn Ólafsson
bæjarstjóri í Vestamannaeyjum.
Þýski togarinn, sem rakst á dög-
unum á sker hjá Vigur, situr enn
fastur og er kominn talsverður
leki að skipinu. Eru taldar litlar
likur til þess að það náist út.
Fimtán ára minning um Ölgerð-
ina Egill Skallagrímsson, heitir
kver, sem nýkomið er út, prentað
á ágætan pappír og vandað að öll-
um frágangi. Er þetta ritgerð sú,
er Gísli Guðmundsson gerlafræð-
ingur ritaði á banasænginni, og
tileinkaði Tómasi Tómassyni öl-
gerðareiganda, vini sínum. Hefir
áður verið minst, á ritgerð þessa
í öðru sambandi. í kverinu eru
margar ágætar myndir. Er það að
öllu samantöldu hið besta og snotr
asta minningarrit um Ölgerðina.
Verkfall í Hafnarfirði. Fyrir
nokkru sagði verkamannafjelagið
Hlíf í Hafnarfirði upp kaupsamn-
ingum við atvinnurekendur; en
samningar voru bundnir við ára-
mót. Við nýjar samningatilraunir
gerði verkamannafjelagið þessar
kröfur: 1) að fjelagar úr verka-
mannafjelaginu Hlíf yrðu ávalt
látnií sitja fyrir vinnu, og 2) að
15 mínútna kaffihlje yrði lengt
upp í 30 mín. Atvinnurekendur
vildu ekki ganga að fyrra skilyrð-
inu, en gátu fallist á hið síðara.
Fulltrúar verkamannafjelagsins
vildu í engu slaka til og boðuðu
verkfall frá 1. þ. m. Og eftir því
sem Alþbl. skýrir frá í gær, hafa
verkamenn nú einnig krafist kaup-
hækkunar. Þeir hafa hingað til
haft kr. 1,08 um kl.st. við alla
vinnu, en vilja nú fá sama kaup-
taxta og Dagsbrúnarfj elagið hef-
ir hjer, en það er mismunandi eft-
ir því, hvaða vinna er stunduð.
Valpole kom til Hafnarfjarðar í
gær og var búist við, að' honum
yrði lagt upp. Er hann því fyrsti
togarinn, sem verkfallið nær til.
Sogsmálið. Enn verður rætt um
Sogsmálið á fundi bæjarstjórnar í
kvöld, eða um samninga við Magn-
ús Jónsson prófessor um kaup á
vatnsrjettindum hans í Soginu. —
Hafa rafmagnsstjórn og prófessor-
inn komið sjer saman um, að
vatnsrjettindin skuli metin af ís-
lenskum ríkisborgurum, sem til-
nefndir sje fyrir 20. jan. Reykja-
vík greiði kostnað við matið og
sjerfræðilega aðstoð. Ennfremur
greiði bæjarsjóður M. J. 5000 kr.
hinn 10. jan. upp í kaupverðið. M.
J. afsalar sjer þeim % hluta rjett
indanna, er hann keypti s. 1. sum-
ar, með áhvílandi þinglýstum leigu
samningi við ,,íslandsfjelagið“ og
með öðrum áhvílandi skyldum og
kvöðum, ef Hokkrar eru, og honum
ber að svara til. Gangi bæjarstjórn
að samningsfrv. með þessum breyt
ingum, á uppkast að fullnaðar-
samningi að leggjast fyrir bæjar-
stjórn við 2. umr. málsins.
Gleðskapur mikill og gaura-
gangur var hjer í bænum á gaml-
árskvöld. Hefir ekki í annan tíma
sjest meiri „ölvun á almannafæri“
heldur en þá — ekki einu sinni
kvöldið áður en bannlögin gengu í
gildi, og var það kvöld þó lengi
frægt í sögu bæjarins„ Var ekki
friðvænlegt fyrir kvenfolk að vera
á ferli á sumum götum bæjarins
þegar kvölda tók og fyrir börn
var það hreint og beint hættulegt.
Sjómannastofan. Daginn fyrir
gamlársdag voru þar gestir skip-
verjar af enska kolaskipinu „Ze-
lo“, 12 manns, eða hálf skipshöfn-
in. Var þeim fyrst veitt kaffi; síð-
an var kveikt á jólatrje og úthlut-
að jólagjöfum; þá var hljóðfæra-
sláttur og söngur, og svo flutti
síra Friðrik Friðriksson guðsþjón-
ustu á ensku. Aftur voru þeir þar
á gamlárskvöld. Lofuðu þeir mjög
við'tökurnar hjer og sögðust livergi
í sjómannastofum erlendis hafa
lifað jafn skemtileg kvöld. Á ný-
ársdag færðu þeir forstöðumannin-
Tófnsklnn
falleg og vel verkuð vil jeg kaupa
fyrir allra hæsta verð.
Þórður Pjetursson.
Bankastræti 4, Reykjavík.
Símar 1181 og 1258,
Telefnnken
Radio-Lampar
Margfalda afkast viðtækja yðar.
Fást í allar gerðir útvarps-viðtækja.
Umboðsmenn:
Hjalti Björnsson & Co.
Hafnarstræti 15. Sími 720.
um skriflegt þakkarávarp og árn-
aðaróskir.
Vilji, tímarit seskumanna,
kom út rjett fyrir jólin, síðasta
hefti fyrsta árgangs. Ritstjóri
hefir verið nú undanfarið Krist-
ján Guðlaugsson. Hefir hann rit
að allmikið af efni þessa heftis.
Byrjar á kvæði hans um Jón
Arason, er hann flutti 1. des.
Skörulegt kvæði. Greinar eftir
hann eru: „Útvaldir og kallað-
ir“, „Verkbönn og verkföll“ og
þýðingar úr bókum Tagore og
bókafregnir. Ennfremur er í
heftinu inngangur að sögu eftir
Tómas Guðmundsson, jólahug-
leiðing og nokkur kvæði eftir
ýmsa höfunda. — t einskonar
eftirmála er þannig komist að
orði: „Vilja hefir undanfarið
borist allmikið af kvæðum og
sögum. Vill ritið þakka fyrir
það, en mælast til þess um leið,
að ungir menn, sem áhugamál
eiga, sendi greinir við og við
til ritsins. Það er markmið rits-
ins, að verða sem skemtilegast
og fjölbreyttast, og því mun það
ekki hirða um, hvaða afstöðu
þeir taka til málanna, sem í rit-
ið skrifa, en auðvitað þarf það
ekki að vera skoðunum ritstjór-
ans samkvæmt. Að endingu
þakkar ritið fyrir góðar undir-
tektir þetta fyrsta ár, og vonar
að því auðnist á því nsésta, að
ná til flestra ungra manna
l'ándsins“.
Ungfrú Hermína Sigurgeirs-
dóttir (Jónssonar söngkennara
á Akureyri) hefir stundað nám
á hljómlistaskólanum í Khöfn
í 2 ár. Hjelt hún nýlega nem-
endahljómleik í Höfn og hlaut
mikið lof prófessora fyrir
frammistöðuna. Hún tók síðan
próf á hljómlistarskólanum og
hlaut hæstu einkunn.
Martha Sahl’s Husholdnings-
skole, Helenevej 1 A, Köbenhavn,
V. Nýtt dag- og kvöldnámskeið
byrjar janúar og febrúar. Nemend-
ur teknir með og án heimavistar
(með heimavist 125 kr. á mánuði).
Biðjið nm skólkskýrslu.
Aaglýslng.
Tajiast liefir rauður liestur, 5,.
vetra gamall, vakur og töltgengur,.
með marki: sneitt af h., fjöður fr.
v. Þeir sem kynnu að verða varir1
við þennan hest, eru vinsamlega
beðnir að tilkynna þ’að undirrituð-
um hið allra fyrsta.
Bjargarsteini, 19. des. 1928.
Stafholtstungum, Mýrasýslu.
Jón Á. Gunnlaugsson.
Skóli Regine Dinse, |
St. Peter, Nordsee,
Þýskaland.
Námskeið í þýsku, garðrækt, ali-
fuglarækt, náttúrufræði, mat-
reiðslu, matarefnafræði, handa-
vinnu, landafræði (nemendum
verður gefinn kostur á að ferðast
á sem ódvrastan hátt), byrjar þ.
1. apríl. Mánaðargjald 100 Mörk.
Allar upplýsingar gefur hr. Sig-
mundur Sveinsson, Barnaskóla
Reykjavíkur, sími 1096.
Kanpendnr
tsaioldnr
þeir, sem enn eiga ógreitt fyrir
síðasta árgang blaðsins, eru hjer-
með beðnir að senda greiðslu sem
fyrst.