Ísafold - 31.12.1929, Síða 2

Ísafold - 31.12.1929, Síða 2
2 í S A F O L D heppilegasta og hagkvæmasta leið- in í samgöngumálunum. Bn núve'randi stjórn virðist ekki ætla að bera gæfu til, að notfæra sjer þessar tillögur. Hún hefir nú slitið allri samvinnu og hrifs- að „Esju“ úr höndum stjórnar Eimskipafjelagsins. Síðan ætlar hún að reka strandferðirnar upp á eigin spýtur og hafa tvö skip í þeim ferðum með sífeldu hring- sóli kring um land. Hún heldur að þ>að verði hagfeldara fyrir lands- menn, að fá vörur sínar í um- hleðslu í strandferðaskip ríkisins, heldur en beint með millilandaskip um Eimskipafjelagsins. Þetta heimskulega gerræði stjómarinnar kostar ríkissjóð ó- grynni fjár og verður landsmönn- um til stórra óþæginda og 'kostn- aðarauka. Aætlað er, að hið nýja skip kosti 7—800 þúsund krónur. — Þar við bætist rekstrarhalli tyeggja strandferðaskipa. Hann verður sjálfsagt ekki undir 400— 500 þús. kr. á ári. Þe'ssi eyðsla hlýtur mjög að draga úr fram- kvæmd ríkisins á öðrum sviðum; mun síðar koma í ljós, að það verða samgöngubætur á landi sem fá að þoka. Hjer er þá enn e'itt hnefa- höggið, sem núverandi stjórn rjett ír að íslenskum bændum. Þankastryk. Hva$ sækja bændur á Þingvöll 19 3 0 ? Þá er sýslunefndarmaðurinn okk ar reið hjer um hjerað til þess að fá ákveðið hverjir ætluðu að fara á Þingvöll að ári, datt mjer ofan- rituð spurning í hug. Að vísu má gera ráð fyrir því, að sitthva^ verði að sjá og heyra þar, sem einhvers vevður virði, og megi því vænta nokkurs í aðra höud fyrir kostnaði og tímatöf. Jafnvel þótt eigi sje gert ráð fyrir langri dvöl á Þingvöllum 1930, býðst þar sennilega alveg ó- vanalegt tækifæri fyrir Islendinga að ná saman, kynnast nokkuð og ræða aðaláhugamál sín, tækifæri, sem jeg tel, að við megum e'igi láta ónotað. Því miður eru þær ástæður eigi fyrir hendi, að hægt sje að segja upp stjórnmálasambandi voru við dönsku þjóðina; það hefði þó ver- ið vel við eigandi að gera það á Þingvelli árið 1930, og endurreisa þá um leið hið forna lýðveldi á 1000 ára afmæli Alþingis. Hefði því áreiðanlega verið gefinn gaum- ur út á við, þar sem væntanlega verða á alþingishátíðinni fulltrúar margra ríkja. En þó að eigi verði hægt að framkvæma aðskilnað við Dani 1930, ættum vjer að minsta kosti að nota tækifærið, til að leggja grundvöllinn að því, að fullkom- inn skilnaður geti farið fram svo fljótt se'm lög standa til, en til þess að það sje sæmilega trygt, verða að minsta kosti allir þeir, sem í sveitum landsins búa, að vinna á sameiginle'gum grund- velli í bandalagi við þá íbúa kaup- staðgnna, er samvinnu aðhvllast við sveitimar. Það virðist vera nokkurn veg- inn Ijóst, ef marka má afstöðu stjórnmálaflokkanna eftir blöðun- um, að þá er þess eigi að vænta, að forráðamenn íslenskra sósíalista styðji að framgangi sjálfstæðis- kröfu vorrar, og liggja til þess ýmsar ástæður, sem jeg hirði eigi um að greina hjer. Hitt er öllum ljóst, að eins og stendur, hafa hinir íslensku sósíalistar mjög góða aðstöðu, þar sem þeir varðveita fjöþegg núve'randi stjórnar og geta því þvingað fram ýms mál, sem algerlega koma í bága við hagsmuni og hugsjónir íslenskra bænda og jafnframt væntanlega fullkomnu sjálfstæði landsins. Jeg skal fúslega viðurkenna, að fjelagsskapur verkamanna er rjett- rnætur til að gæta hagsmuna þeirrar stjettar, svo lengi sem hann eigi verður þjóðarheildinni til hnekkis andlega og hagsmuna- lega. En hitt er alveg óviðunandi í bændalandi, að sósíalistar sjeu yfirráð landsstjórnarinnar. Það virðist því liggja nokkurn veginn Ijóst fyrir, hvað gera þarf. Allir þeir, sem ennþá búa í sveitum landsins og þeir í kaup- stöðunum, sem bandalag aðhyllast, þurfa og eiga að mynda einn stjórnmálaflokk, nægilega sterkan til þe'ss að uppsögn sambandslag- anna sje trygð og til að sporna við frekari aðgerðum sósíalista. Jeg geri nú ráð fyrir, að ýmsir telji svo mikið djúp staðfest milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæð isflokksins, að það verði eigi brú- að á svo skömmum tíma, sem hjer er bent á. En jeg vil spyrja: Hvað ber þessum flokkum á milli í raun og veru, þegar frá e'ru teknar persónulegar skammir þeirra, er fremstii' standa í fylkingunum? Að vísu er eðlilegt, að nokkuð beri á milli meðan Framsókn er háð só- síalistum, en það er líka það veiga- mesta — er hyrfi jafnframt af sjálfu sje'r, ef eigi þyrfti að nota stuðning sósíalista til stjórnar- myndunar og viðhalds..— Blöðin íslensku hafa annað þarf- ara verkefni fyrir hendi, heldur en flytja þjóðinni með hverjum pósti persónulegar skammir á báða bóga, og verður þá eðlilega minna um andleg ve.rðmæti og hugsjónir. Ef til vill verða nokkrir til þess að benda á það, að samvinnufje'- lögin sjeu nægilegt ágreiningsefni til að skipa mönnum í stjórnmála- flokka. Eigi get jeg fallist á það, að það skifti miklu máli stjórnarfarslega, hvort jeg kaupi nauðsynjar mínar sjálfur fyrir atbeina kauþfjel. eða jeg greiði einstaklingi (kpm.) álag vörunnar, sem venjulega er svipáð. Það vil je'g láta hvern einstakling þjóðarheildarinnar gera upp við sjálfan sig, hvaða leið hann fer í verslunarmálum, enda má vænta þess, að með aukinni menningu í landinu, að þá ryðji sú stefna sjer tiJ rúms, sem raunverulega er bygð á heilbrigðari grundvelli. Nei, samvinnuste'fnan e»' ekki í eðli sínu til þess fallin að skift-a landsmönnum í tvo andstæða flokka, síður en svo. -----(- Þó að það líomi eigi þessu máli beinlínis við, ætla jeg að minnast á annað stórmál, sem getur haft mikla stjórnarfarslega þýðingu. Það er svonefndur „landsdómur“. A meðan ákæruvaldið er hjá Al- þingi, er eigi þess að vænta, frá mje'r sjeð, að hann komi að hinu minsta gagni, heldur verði • altaf dauður bókstafur, sem þjóðfjelagið hefir ekkert rjettáröryggi í gagn- vart ráðherrum landsisns. Jeg ætla því að setja fram mína hugmynd um það, hvað koma ætti í stað landsdóms — til athugunar fyrir þá, sem mjer eru færari í þessum efnum. Rísi ágreiningur út af gerðum ráðhe'rra í opinberum málum, get- ur. % alþingismanna krafist þess, að ágreiningurinn skuli lagður undir þjóðaratkvæði. Skyldi hver hreppur svo og kaupstaðir ' (gætu skift sjer ef vildi) vera þinghá slíks almenningsdóms, sem haldinn skyldi einu sinni á ári, — ef með þyrfti. Virðast kjörstjómir sjálf- lcjörnar að stjórna þessum fund- um. — Ákæran á hendur ráðherra skyldi lögð fram skrifleg (prent- uð) ásamt stuttri greinargerð kær- anda — en hinsvegar svör og at- iiugasemdir ráðherra, og skal ætla báðum aðilum jafnt rúm. Sje um fleiri en eitt mál að ræða, skulu þau greinilega frá- skilin, ef óskyld eru. Mætti svo greiða atkvæði á sama hátt og við alþingiskosningar, en þó betra eftir nafnakalli — enda alveg hliðstætt því að greiða at- kvæði á stjórnmálafundi. , Það færi eigi meiri tími í þetta en að sækja og sitja þingmála- fundi, þar sem einn segir svart, það, sem hinn segir hvítt. Væntanlega yrði svo viðkom- andi ráðherra að segja af sjer', ef þjóðin vítti gerðir hans, en hins- vegar væri það eigi lítil trausts- yfirlýsing, e'f slíkur almennings- dómur sýknaði hann. Að endingu: Bændur og búalið, framleiðendur til lands og sjávar og allir góðir íslendingar, sem stuðla viljið að því, að Island verði frjálst og fullvalda ríki 1943, not- um þetta sjerstaka tækifæri, sem okkur býðst 1930, og myndum öflugan stjórnmálaflokk, til þess að svo megi verða. — Eða finst ykkur, að núverandi sam- búð stjórnmálaflokkanna sje lík- leg til þess að það mál verði far- sælle'ga leyst? Sameinaðir sigrum vjer, en sundraðir föllum vjer! Þ. E. Maðnr ferst í snjðQðði. Rjett fyrir jólin vildi það slys til, að ungur maður, Jón Þor- bjarnarson að nafni, frá Steinadal í Kollafirði í Strandasýslu fórst í snjóflóði í svonefndum Brekku- dal. Hefir blaðið eigi febgið nánari fregnir að slysi þessu, og er eigi kunnugt um, hvort lík hans er fundið. Jón heitinn var efnismaður hinn mesti, listasmiður og athafnamað- ur. Hann stóð fýrir búi móður sinnar, Guðrúnar Benediktsdóttur, er búið hefir í Steinadal í mörg ár. Mann sinn misti Guðrún fyrir 2 árum. Verslimin 1929. Eftir Garðar Gíslason. Þótt hið umliðna ár jafnist ekki fyllilega við árið 1928 að því er snertir framleiðslu og andvirði út- flutningsvaranna, má frá viðskifta- sjónarmiði telja það á meðal góðu áranna. Tíðarfarið var óvenjugott mesta bluta ársins, og aultinn vöruinnflutningur á árinu, sem að nokkru leýti má þakka góðri af- komu undanfarins árs, ber vott um miklar verklegar framkvæmdir og næga atvinnu. i Tíðarfarið. Fyrstu f jóra mánuði ársins mátti heita einmunatíð og var jörð næst- um því klakalaus víðast hvar. — Gróður kom óvenjulega snemma og vottaði jafnvel fyrir honum í febrúar hjer sunnanlands. Fyrri hluta maí gerði lculdakast, sem stóð gróðri nokkuð fyrir þrifum, en síða.ri hluta mánaðarins hlýnaði aftur og voru víða komnir sæmi- legir hagar fyrir nautgripi í mán- aðarlokin. Fyrri hluta heyskapar- tímans var tíðin mjög liagstæð um alt land, en í ágúst var mismun- andi tíð sunnanlands og norðan. Á Suðurlandi, Yesturlandi og suð- urhluta Austurlands var ágætistið allan ágústmánuð, en á Norður- landi og norðurhluta Austurlands var votviðrasamt og yfirleitt óhag- stæð tíð. Septembe'rmánuður var jirkomusamur um land alt og urðu hey úti, sjerstaklega á Norður- landj. Samt sem áður hefir hey- fengur þó orðið í betra lagi og nýting allvíðast góð. Haustið hefir verið umhleypingasamt og fje tek- ið óvenjulega snemma á gjöf, sjer- stalclega á Suðurlandi. Þingi« 1929. Lög um Búnaðarbanka íslands snerta líklega mest verslunina af lögum þeim, sem náðu fram að ganga á síðasta þingi. Samkvæmt þeim lögum á bankinn að vera sexskiftur. Eiga deildirnar að heita: Byggingar- og landnáms- sjóðsdeild, Ræktunarsjóðsdeild, sparisjóða- og rekstrarlánadeild, veðdeild, bústofnslánadeild og lánadeild smábýla við kaupstaði og kauptún. Um tvær fyrstu deild- irnar hafa áður verið sett lög og hafa þær þegar tekið til starfa. — Þremur siðasttöldu deildunum leggur ríkissjóður til krónur 2.550.000.00 sem stofnfje og trygg- ingarfje. Eru þau framlög að nokkru í sJnúdabrjefum viðlaga- sjóðs, og að öðru árleg framlög ákveðinn tíma. Ríkissjóður ber ábvrgð á öllum skuldbindingum bankans. Bankastjórar eiga að vera þrír og skuJu þeir skipaðir af atvinnumálaráðherra, se'm er yfirumsjónarmaður bankans. Lög um gjaldþrotaskifti öðluð- ust gildi 1. júlí þ. á. og voru me'ð þeim út gildi numin eJdri lög um það efni. Eftir þeim lögum skal hraða skiftum búa sem mest, svo þeim sje lokið innan 18 mánaða, nema lögmætur skiftafundur á- Jvveði öðruvísi. Hinnig er hlutað- eigandi yfirvaldi skylt að rann- saka ástæður tiJ gjaldþrota, og dæma brot á þeim lagaákvæðum, sem sett eru til verndar almennu iánstrausti. Ættu lög þessi að stvðja að heiðarleik í viðskiftum og glöggu bókhaldi. Lög um stjóm póstmála og síma- mála. Eftir þeim lögum hefir at- vinnu- og samgöngumálaráðuneyt- ið yfirstjórn allra póstmála og símamála á landinu, en póstmála- stjóri stjórnar framlcvæmdum póst mála og landssímastjóri fram- kvæmdum símamála. í Reykjavílc á að vera sjerstakur forstöðumað- ur fyrir póststofunni og sjerstalcur stöðvarstjóri fyrir landssímastöð- inni. En annarsstaðar á landinu, þar sem póstafgreiðsla og símastöð eru á sama stað, skal þetta tvent sameinast undir einum forstöðu- manni. Að jafnaði er þó ekki gert ráð fyrir, að þessi sameining fari fram fyr en annaðhvort embættið losnar, en ráðherra er samt heim- iJt að lcoma hennj fyr á, ef hann álítur það til sjerstaks hagnaðar fyrir ríkissjóð eða til þæginda fyr- ir viðslriftamenn. Þessi lög eiga að gilda frá 1. janúar 1930. Breyting á síldareinkasölulögun- um var gerð að því leyti, að fram- kvæmdastjóri getur nú krafist af þeim, sem veiðileyfi hafa fengið, að þeir afhendi einkasölunni ferska síld til söltunar, ef fram- kvæmdastjórnin æskir þess. Þá eT einnig framkvæmdastjórninni heim ilt eftir þessum lögum að taka lán til þess að lcaupa tunnur, salt og annað efni til síldarverkunar, svo og til að greiða framleiðendum upp í síld þá, sem þeir hafa afhent einkasölunni, eftir rje'ttum hlut- föllum við síldarmagn þeirra. Lög um verksmiðju til bræðslu síldar. Þessi lög eru framhald laga um stofnun síldarbræðslustöðva frá 7. maí 1928, og nánari fyrirmæli vefin um relcstur slílcra stöðva. Þær tolllagabreytingar gerði þingið, að af liverri útfl. síldart. (108—120 lítra) skuli greiða kr. 1.50; af síldarmjöli, fiskmjöli þurk uðu og fóðurkökum kr. 1,00 af 100 Jcg.; af óþurkuðum fiskúr- gangi kr. 0.50 af hverjum 100 kg.; af síld, sem er útflutt óunnin til bræðslu, kr. 0,25 af hverjum 100 kg., og af fiskúrgangi, hausum og be'inum þurlcuðu og óunnu, kr. 1.00 af 100 kg. Lánsheimildarlög voru sett fyrir ríkisstjórnina, þar sem henni er heimilað að taka lianda ríkisssjóði alt að 12 milj. kr. lán. Af þingsályktunartillögum má geta um : Þingsályktun til að halda ó- bre.yttu gengi gjaldeyrisins. Þingsályktun um rýmkun land- helginnar, sem á að stuðla að því að innan hennar komist allir firðir og flóar og helstu bátamið. Þingsályktun mn undirbúning til útrýmingar fjárkláða, sem miðar að því, að rannsaka og gera til- raunir með baðlyf, og ennfremur að hlutast verði til um að byggja sundþrær til sauðfjárbaðana í hverjum hreppi. Þingsályktun um iitflutning hrossa, þar sem stjórninni er falið- að semja við slripafjelögin um

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.