Tíminn - 28.05.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.05.1980, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 28. mai 1980. 7 Um tengingu Djúpvegar Það hefur verið mikil ráðgáta hver nýr vegur yrði lagður hér yfir fjöll og heiðar til að tengja Djúpveg viö akvegakerfi landsins. Hulin leynd hefur hvllt yfir þessu stóra máli — svo sem þokuslæður I miöjum hliðum lokuöu sjönum smaladrengsins forðum tið. — Hefur hér um ekki slður tvlstig okkar ágætu þing- manna Vestfjarðakjördæmis lokað allri útsýn okkar héraðs- búa á þvl — I hverja áttina sú leið skyldi liggja, sem njóta við ættum um ófyrirséða framtlð. Ofangreindir þingmenn hafa talið okkur trú um, aö beöið væri eftir vlsindalegum rann - sóknum fræðimanna og þvi, hvert stefna skyldi. —■ öll þessi þokukennda óvissa hefur þrúgað hugi manna I langri biðog algjörri óvissu um fram- tlð þeirra stóru verka — sem við svo lengi höfum eftir beðið að þokast myndu I þann farveg að úr yrði llfvænleg frambúð fyrir þetta okkar einstaklega afskekkta hérað I öllu samgöngulegu tilliti, um ára- tugi. Loks heyrist svo sem kvak I fugli I kvöldfréttatlma útvarpsins 20. aprfl, að komið hafi út álitsgerð fræðimanna á kostnaðarsamanburði tveggja leiða, þ.e. syðri- og nyrðri leiðar, sem þýðir Kollafjarðar- heiði til suöurs en Steingrlms- fjarðarheiði til noröurs. Einnig yfir þessu plaggi hefur hvilt slík hula, — að ekki hefur komiö fyrir almenningssjónir. Væri þó ekki til að undra sig á þvl — þótt margur sá er þetta mál varðar væri forvitinn um þann boð- skap, sem það hefur að bjóða, þá loks að á það hefur dagsins ljós skinið, — og ekki yrði það sem eins konar felublaö fyrir annarra ásjónum en þingmanna okkar einna saman. En sem vorboði á vetrarkveldi kom þó hljóð úr horni frá Matthíasi Bjarnasyni alþingismanni, að væri um vert aö hlusta á þær heimaraddir, sem svo sam- hljóða I einum kór syngju þau ljóð, aö vegur yfir Steingrlms- fjarðarheiði þjónaði héraöi slnu betur en svo — að til úrslita réði hvort fyrir nokkrar krónur færri mætti aörar götur troða. Sannleikurinn er sá — I stuttu máli sagt — aö svo er þrýstingur og vilji Strandamanna og N-ís- firðinga harður I þessu máli, að undir engum kringumstæðum er þingmönnum okkar fært aö misbjóða þeim einhug svo harkalega, aö I berhögg veröi við hann gengið. Þörfin fyrir samhug og samgöngur þessara byggðarlaga er svo einsýnn, að það væri eindæma misgjörð að fótum troða hann I þessu máli. Það er ekkert leyndarmál, aö Barðstrendingar vilja sinna þarfa vegna slá þessum vegi til sinna átta I skjóli þess að njóta ávinnings af þeirri gerð, sér til hagsbóta I slnu vegalega tifliti, þar sem þeir treysta ekki á jafn- skjóta úrlausn sinna mála, hlypi þessi vegagerö fram hjá garði þeirra. Og það má kannski láta hjá llða að álasa þeim fyrir þann tota — að slá sinni flugu til samneytis við þeim, þó aö öðru leyti, algerlega óskyldu máli. En með fullri virðingu fyrir þeirra hagsmunum, verður ekki þeirra hlutur betur tryggður til samúðarhuga, — ef ganga ætti I berhögg við vilja og kröfur mikils hluta Ibúa þeirra tveggja sýslna sem þetta mál mest varða, sem sé Strandasýslu og N-tsafjaröarsýslu. Auðvitaö þurfa þeir á vegabótum að halda, svo sem þeir eiga rétt á, en vej að merkja höfum við hér Djúpmenn beðið áratugum saman eftir þeirri úrlausn, að mega komast leiðar okkar um landsbyggðina nema rétt að kalla megi um hásláttinn að sumrinu, en sem þeir þó löngu notiö hafa, I þvl efni, snöggtum betri aðstöðu, enda þótt betri mætti vera. Þá er ekki slður hinu að leyna, að ef nú ætti alfarið að loka þeirri vonarglufu, sem Stranda- menn hafa I huga sér borið um langan tlma, að úr rættist ein- dæma innilokun þeirra, til nokk- urra samskipta við lifandi fólk hér megin heiðar, en sem rammgeröur múrveggur hefur þessi heiðarófæra aöskiliö ibúa þessara héraða svo rækilega, að þar gætu svartir menn búiö ann- ars vegar en blámenn hins veg- ar án þess að nokkurntlma hefðu sést, eða til sln getað látiö heyra f daglegum samskiptum. Beggja vegna heiðar þessarar eru þó, sem betur fer hvltir menn, sem vilja og þrá vinsemd og samskipti hver viö annan, og þessvegna skyldi enginn gera lltið úr þeim huga, sem að þvi hlúir, að sameina nú krafta til að slá saman I eina framkvæmd þeim markmiðum sem lengi um sig hefur grafið að að væri stefnt, jafnvel þótt miklu dýrara yröi að slá þær tvær flugur I einu höggi, þvl enginn skyldi halda að hætt verði að knýja á um þessa hluti, og biöin er orðin nógu löng, og miklu meira en það. Um hitt atriðið verður að segjast eins og er, — að engan veginn segir það alla söguna, þótt hægt sé að strika á blað eitthvert kerfi, sem öllu meira er þó af ágiskun gert en raun- hæfum sannindum, þótt á engan hátt vilji ég lltið gera úr áætlanagerðum, sem fram- kvæmdir megi byggjast á, en þar er llka til margra átta aö llta, svo óyggjandi séu, og þar kemur ekki slöur til að meta það raungildi sem framkvæmdin á að þjóna, — og þvl glfurlega hagsmunaatriði sem um er að ræða þeim til handa er héraðið byggja. En sé það rétt, sem heyrt hef ég, að allur vegurinn frá Lauga- bóli I ísafiröi, sé tekinn með I kostnaöaráætlun Steingrlms- heiðarvegar til fullrar uppbygg- ingar, og öllum þeim kostnaði slengt saman, fer mig ekki að undra, þótt kostnaðurinn gæti hækkað um eina tröppu, enda ekki hægt að telja það hlutlaust mat, þvl lltið gæti ég trúað að eftir yrði af 150 milljónunum I þann kafla allan fram I Langa- dalsbotn, þótt ágiskun sé kannski út I loftið. Nei, hér er um svo einsýnt mál að ræða, að ekki veröur snúið frá þeim huga, sem hér um fastmótaöur orðinn er I allra þeirra vitund, sem hlut eiga að máli, og ég öfunda ekki okkar ágætu þingmenn Vestfjarða- kjördæmis I heimsóknum slnum um okkar slóðir, — ef I berhögg gengju viö þá einhuga staöfestu, sem hér um verður ekki breytt úr því sem komið er. Guðjón Jónsson: Athugasemdir við grein landlæknis um lagafrumvarp um aðbúnað, hollus tuhætti og öryggi á vinnustöðum ÖUum sem unnið hafa að gerð nýrrar löggjafar um vinnuvernd frá þvi I kjara- samningagerðinni fyrri hluta ársins 1977 og siðan, svo og þeim sem fjallað hafa um lagafrum- varpið I meðförum Alþingis, er ljóst að grein landlæknis er úrslitatilraun andstæðinga frum- varpsins tii þess að stööva af- greiðslu og framgang þess á Alþingi. í grein landlæknis kemur fram ákaflega neikvæð afstaða og viöhorf varöandi efni og tilgang lagafrumvarpsins um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum. Einnig er I grein land- læknis reynt á óvandaöan og hrokafullan hátt að mistúlka og snúa út úr meginefni og ein- stökum greinum frumvarpsins svo og að véfengja mögulega framkvæmd þess, sem jafnvel mættí skilja sem óbeina hótun um að framkvæmd nýrra laga um vinnuvernd verði ekki auðvelduð frá hendi embættismanna heil- brigðisyfirvalda. Vegna þessarar furðulegu afstöðu, mistúlkunar og rangfærslna landlæknis á efni og markmiðum lagafrum- varpsins er óhjákvæmilegt aö undirritaöur, sem var einn af full- trúum Alþýðusambands Islands I nefndinni, sem vann að samningu frumvarpsins, komi fram með athugasemdir og leiðréttingar við fullyrðingar landlæknis I grein hans. Jafnframt mun vikið lltils- háttar að afskiptum Heilbrigðis- eftirlits rlkisins og heilbrigöis- nefnda aö atvinnu- og heilbrigöis- málum undanfarin ár, en Heil- brigðiseftirlit rlkisins fellur undir embætti landlæknis. 1 inngangi að aðfinnsluatriðum slnum fullyröir landlæknir að lagafrumvarpið skipti heil- brigðisnefdir og sveitarfélög meginmáli. Þetta er rangfærsla, lagafrumvarpið er ekki samið fyrir eða vegna heilbrigðisnefnda og sveitarfélaga. Lagafrum- varpið er samið fyrir verkafólk, til að bæta úr gallaðri löggjöf um vinnuvernd og til þess að skapa grundvöll fyrir brýnum umbótum á ástandi aðbúnaöar, hollustu- hátta og öryggis á vinnustööum. Lagafrumvarpið og samþykkt þess skiptir því meginmáli fyrir verkafólk sem eyðir stórum hluta ævi sinnar viö vinnu á vinnu- stöðum sem eru heilsuspillandi auk þess sem vlða eru alvarlegar slysahættur við vinnufram- kvæmd. Mistúlkanir og rang- færslur landlæknis á lagafrum- varpinu eru bersýnilega settar fram I trausti þess að þeir sem lesa „Varnaðarorð” hans þekki ekki til lagafrumvarpsins og efnis þess. Af þessari ástæðu er nauðsynlegt I athugasemdum við „Varnaðarorö” landlæknis að vitna til ákveöinna kafla og greina lagafrumvarpsins. Best væri þó að þeir lesendur sem vilja fá rétta vitneskju um lagafrum- varpið lesi og kynni sér það og beri slðan saman „Varöaðarorð” landlæknisog efni og stefnu laga- frumvarpsins. 1 grein landlæknis eru nefnd sjö atriði sem dæmi um nokkra megingalla lagafrumvarpsins að hans dómi. Undirritaður telur óhjákvæmilegt að birta þessi að- finnsluatriöi orörétt á ný og svara þeim efinislega hverju fyrir sig. 1. aðfinnsluatriði landlæknis hljóðar svo: „Starfsskilyrði og starfshættir á öllum vinnustöðum á landinu ráöast af samkomulagi milli Vinnuveitendasambandsins og Alþýðusambandsins. Það þýöir að um vinnutima, mengun, hættumörk og hollustuhætti á vinnustöðum allra starfandi Ibúa þessa lands skal samiö. Það ber að hafa I huga að sjúk- dómur er hlýst af atvinnu er og verður heilbrigðisvandamál og verður þvl ekki læknaður meö samningum. Fullyrðingar landlæknis I þess- um aðfinnsluliö I grein hans eru algerar fjarstæöur. Hvergi er I frumvarpinu tekið fram aö starfsskilyrði eða starfshættir skuli ráöast af samkomulagi mifli A.S.l. og V.S.I., né að samið skuli um einstök atriði aöbúnaðar, hollustuhátta og öryggis á vinnu- stöðum. I lagafrumvarpinu er einmitt fram tekiö hvernig starfs- skilyrði og starfshættir (aðbúnaður, og hollustuhættir og öryggi) skulu vera og má I þvl efni benda á: 4. kafla frumvarpsins og skyld- ur atvinnurekenda, verkstjóra, starfsmanna og verktaka, greinar 12—36 5. kafla um framkvæmd vinnu, gr. 37—40, 6. kafla um vinnustaði gr. 41—44, 7. kafla um vélar og tækjabúnaö, gr. 45—49, 8. kafla um hættuleg efni og vörur gr. 50—51 og 9. kafla um hvfldar- tlma og frldaga gr 52—58. Fyrri hluti Vinnueftirlit rlkisins, sem ekki er viðbótar rlkisstofnun, þvl Vinnueftirlitið kemur I stað öryggiseftirlits og þeirra af- skipta sem aðrar rlkisstofnanir, svo sem heilbrigöiseftirlit, hafa átt að hafa af vinnustööum að hluta til, setur nánari reglur og reglugerðir varöandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi I hinum ýmsu atvinnu- og starfsgreinum I samráöi viö aðila vinnu- markaðarins og/eða aðra viðkomandi aöila. Enda eölilegt að svo sé gert þar sem vinnuað- stæður og verkefni eru mjög mis- jöfn eftir starfsgreinum og aö þeir aðilar sem þekkja til fjalli um sllkar reglur. I lagafrumvarpinu er ákvæði um lágmarkshvfldartlma (10 klst á sólarhring, I stað 8 klst áöur) og frldaga (einn af hverjum sjö). Komi upp sérstakar aðstæður svo sem vegna veðurs, náttúruham- fara, slysa eða annarra ófyrir- séöra atburða, má vlkja frá framangreindum ákvæöum um lágmark hvlldartlma og frldaga til að koma I veg fyrir verulegt tjón. Aðilar vinnumarkaðarins skulu koma sér saman um fram- kvæmd sllkra undantekningartil- vika. Þetta atriði er einasta ákvæðilagafrumvarpsins um „að samið skuli”, eins og landlæknir orðar það I grein sinni, enda er ógerlegt að binda undan- tekningartilvik I löggjöf. Eftir- litsstofnunin, Vinnueftirlit rlkis- ins, skal veita samþykki fyrir þeirri framkvæmd sem aðilar koma sér saman um I sllkum undantekningartilvikum. Grundvallar sjónarmið þeirra aðila sem unnu að samningum lagafrumvarpsins um aöbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum var og er að starfsemi til að fyrirbyggja atvinnusjúkdóma og vinnuslys fari fyrst og fremst fram innan vinnustaðanna sjálfra, eins og segir 11. grein I 1. kafla lagafrumvarpsins, um til- gang og gildissvið, sem hljóðar svo: „Með lögum þessum er leitast viö, aö a) tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi, sem jafnan sé I samræmi viö félagslega og tæknilega þróun I þjóöféiaginu, b) tryggja skil- yröi fyrir þvl, aö innan vinnu- staöanna sjálfra sé hægt aö leysa öryggis- og heilbrigöis- vandamál i samræmi viö gild- andi lög og reglur, i samræmi viö ráöleggingar aöila vinnu- markaöarins og i samræmi viö ráöleggingar og fyrirmæli Vinnueftirlits rlkisins.” Einnig er sllkt tekiö fram I 2. kafla um öryggis og heilbrigðis- starfsemi innan fyrirtækja, og samskipti atvinnurekenda og starfsmanna, 3. kafla um öryggisnefndir sérgreina og 4. kafla um öryggisnefndir sér- greina og 4. kafla um skyldur at- vinnurekenda, verkstjóra, starfs- manna og verktaka. Þetta grund- vallarsjónarmiö lagafrum- varpsins, samstarfið, rangtúlk- anir landlæknis meö þvl að segja aö starfsskilyrði og starfshættir skuliráöast af samkomulagi milli V.S.l. og A.S.I. Það er rétt sem landlæknir segir I siöustu máls- grein I 1. aöfinnsluatriöi slnu að sjúkdómur sem hlýst af vinnu verður ekki læknaður meö samningum. Hinsvegar er hægt að koma I veg fyrir atvinnusjúk- dóma og vinnuslys með samstarfi aðila á vinnustöðum, ákvæðum I lögum sem eru framkvæmd eða ákvæðum I kjarasamningum. Megintilgangur lagafrum- varpsins um aöbúnaö, hollustu- hætti og öryggi á vinnustööum er að fyrirbyggja atvinnusjúkdóma og vinnuslys. Þetta virðist land- læknir ekki vilja skilja og reynir að gera lltiö úr samstarfi aðila, sem miðar að því að koma I veg fyrir heilsutjón og vinnuslys. 2. aðfinnsluliður landlæknis hljóðar svo: „Við mótun stefnu I atvinnu- heilbrigðismálum koma heil- brigðisyfirvöld hvergi nærri, en starfa einungis sem ráögefandi aöili. A þann veg er verið að kljúfa stóran þátt heilbrigðis- mála frá heilbrigðisgeiranum I landi sem eitt af fáum hefur sérstakt heilbrigðisráðuneyti. Menn geta Imyndað sér hvert framhald sllks háttarlags gæti oröið.” Vegna þessa aðfinnsluliðs er rétt að benda á 11. kafla laga- frumvarpsins gr. 64—72, um heilsuvernd, læknisskoðanir og aðrar rannsóknir. 64. grein laga- frumvarpsins hljóðar svo: „Eækja skal atvinnusjúkdóma- varnir I samræmi viö ákvæöi laga þessara og laga um heil- brigöisþjónustu I samvinnu viö heilbrigöisyfirvöld.” Fyrstu málsgrein 66. greinar lagafrumvarpsins sem hljóðar svo: „Heilsuvernd starfsmanna skal falin þeirri heilsugæslustöö eöa sjúkrahúsi, sem næst liggur og/eöa auöveldast er aö ná til, samanber 19. gr. laga nr. 57/1978.” Þriöju og fjórðu málsgrein 67. greinar sem hljóðar svo: „Akvaröanir um læknis- skoöanir, mælingar og aörar rannsóknir skal taka I samráöi viö sérfræöinga og stofnanir á viökomandi sviöi læknis- fræöinnar. Reglur sem settar eru samkvæmt þessari grein skulu sendar landlækni til umsagnar.” 68. grein lagafrumvarpsins a. lið sem hlóðar svo: „Vinnueftirlit rfkisins skal hafa Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.