Tíminn - 24.06.1980, Síða 4
I I
4 1 *< I < « « f 1 I
»>«1141411*
i>ri6judagur 24. júnl 1980.
í spegli tímans
Margaret ásamt foreldrum sinum.
Myndin var tekin 1934, en þá var
Harry S. Truman i framboöi til öld-
ungadeildar bandariska þingsins. Þá
var Margaret 10 ára.
Skrifaði
Margaret
ekki bókina sjálf?
Margaret Truman Daniels á fornum slóöum.
Þaö er nokkuö sama hvaö Margrét'
Truman Daniels, dóttir Harry S.
Trumans fyrrum Bandarikjaforseta,
tekur sér fyrir hendur, alltaf eru ein-
hverjir, sem fussa og sveia. Frægt var
það, þegar hún, þá heimasæta i fööur-
garöi, ætlaði að leggja heiminn að fót-
um sér sem söngkona. Þá hlaut hún
svo hroöalega útreið hjá gagnrýnend-
um, aö faðir hennar reis upp dóttur
sinni til varnar og talaði yfir hausamót
unum á þeim. Nú hefur Margret skrif-
að glæpareyfara, eða hvað? Efagjarnt
fólk hefur komið fram á sjónarsviöið og
borið brigður á, að Margrét hafi
raunverulega skrifað bókina sjálf.—Jú,
vist hef ég skrifað hana sjálf, segir
Margrét. —Mér hefur alitaf þótt gam-
an að lesa glæpareyfara og sögusviðið
i þessari bók þekki ég vel.
Söguþráðurinn er kynntur þannig i
stuttu máli, að gerspilltur utanrikis-
ráðherra er fundinn kyrktur i setu-
stofu þeirri i Hvita húsinu, sem kennd
er við Lincoln. Margrét er ekki alveg
ókunnug ritstörfum, þar sem þessi
bók, Morö i Hvita húsinu, er 5. bók
hennar. Ein þessara bóka er ævisaga
föður hennar og hefur Margaret sjálf
lagt áherslu á, að við ritun hennar hafi
hún notið aðstoðar sagnfræðingsins
Thomas Fleming. Að öðru leyti segist
hún hafa skrifaö bækur sinar sjálf.
Móöir Margaret, Bess er enn á lifi, 95
ára. Fjórum sinnum áári heimsækir
Margaret hana. —Hún er vel ern, en
orðin alveg heyrnarlaus. Siðast þegar
ég heimsótti hana, skildi ég eftir ein-
tak af Morði i Hvita húsinu, hjá henni,
en ég veit ekki.hvort hún hefur lesið
bókina, segir Margaret.
bridge
Það er ekki alltaf nauðsynlegt að útbúa
nákvæma spilaáætlun áður en spilað
hefur verið i fyrsta slag. Oft þarf aö sjá
fyrst hvernig spiliö þróast og aðlaga
spilamennskuna aö mismunandi aðstæð-
Vestur.
S. D9762
H. G3
T. G105
L. KG3
Norður.
1grand
2tiglar
3spaðar
4 tíglar
5tiglar
Norður.
S. A10
H. D74
T. AKD7
L. 9862
Austur.
S. K8543
H. 62
T. 9632
L. 74
Suöur.
S. G
H. AK10985
T. 84
L. AD105
Suöur.
2lauf
3hjörtu
4lauf
4 spaðar
6hjörtu.
Sagnirnar sem fylgja eru dæmigerðar
Precisionsagnir eftir algengustu útfærsl-
unni hérlendis. Grandið er 13-15, 2 lauf
Stayman, 2 tiglar neita fjórlit i hálit og 3
hjörtu er krafa i geim. Afgangurinn eru
svo fyrirstöðusagnir. Vestur spilar út
tigulgosa, sem er tekinn i borði. Ef hjört-
un eru 2-2, má hreinsa upp hliðarlitina og
spila vestri siðan inn á lauf, þ.e. taka
hjartaás, spila spaöa á ásinn og trompa
spaða, taka sföan tigulkóng, trompa tigul
og spila hjarta á drottningu. En ef hjörtun
eru 3-1 væri sagnhafi hálf illa staddur
núna. Besta leiðin er llklega að taka fyrst
ás og kóng i hjarta. Ef hjörtun liggja 3-1
eru innkomur borðsins notaðar til að tvi-
svina laufinu. En ef hjörtun eru 2-2, er nú
hægt aö taka spaðaás og trompa spaða og
taka siðan tigulslagina og henda laufi. Nú
er laufi spilað á tiuna og ef vestur á spilin
hér aö ofan er hann endaspilaður. En ef
hann á tigul til að spila er enn hægt aö
fara inni borð á hjartadrottningu og svina
laufinu aftur.
Ekki skil ég hvaö fólki finnst
erfitt að hætta.
krossgáta
1) Asjóna. 5) Fljótið. 7) Skepna. 9) Verk-
færi. 11) Þófi. 12) Sagður. 13) Óþrif. 15)
Óasi. 16) Keyra. 18) Rithöfundi.
Lóðrétt
1) Snúinn. 2) Krot, 3) 51. 4) A. 6) Sofi. 8)
Flauti. 10) Maður. 14) Verkur. 15) Fugl.
17) Bókstafur.
Ráðning á gátu No. 3333
Lárétt
1) Hvetur. 5) Lár. 7) Mál. 9) Tik. 11) Et.
12) Sá. 13) Rim. 15) Bak. 16) Ola. 18) Stór-
ir.
Ertu kominn með aðra konu? — Hún
ætti þá að geta hjálpað til.
Það er eins og það sé hálka á götunni.
Lóðrétt
1) Hámeri. 2) Ell. 3) Tá. 4) Urt. 6) Skákir.
8) Ati. 10) tsa, 14) Mót. 15) Bar. 17) Ló.