Tíminn - 24.06.1980, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.06.1980, Blaðsíða 16
Gagnkvæmt tryggingafélag A fgreiðslutimi 1 til 2 sól- fe»~_^ Ji arhringar Stimplagerö Félagsprentsmiðjunnar iif. Spítalastíg 10 — Sími 11640 FIDELITY HLJOMFLUTNINGSTÆKI Pantiö myndalista. Sendum í póstkröfu. C mUWAI Vesturgötull OJUTIVML simi 22 600 mmm Þriðjudagur 24. júní 1980 Samkomulagið við Norðmenn „í hærra lagi en lofar samt góðu” Kás — „Þetta er aö vlsu aöeins hærri tala en isiensku fiskifræö- ingarnir mæltu meö, en þeir voru þó tilbúnir aö hækka sig upp I 750 þús. tonn. Þaö má þvi segja, aö þarna hafi veriö farin nokkurs konar millileiö, frá þvi sem þeir lögöu til og norski starfsbróöir þeirra ”, sagöi Steingrimur Hermannsson, sjá varútvegsráö- herra, I samtali viö Timann, en eins og kunnugt er hefur náöst samkomuiag á milli tslands og Noregs um 775 þús. tonna há- marksafia á loönu viö Jan Mayen á komandi vertiö. Þar af mega Norömenn veiöa 15% þessa afla. „Fiskifræöingar hafa lagt á þaö áherslu, aö þeir eigi ákaflega erfitt meö aö leggja nokkuö til um hámarksafla fyrr en aö lokinni - segir Steingrímur Hermannson, sjávarútvegsráðherra seiöatalningu i haust. Þessi tala gæti þvi komiö til endurskoöunar I haust, en aö visu ekki meö tilliti til afla Norömanna. Svo ég tel þetta vera i hærra lagi”, sagöi Steingrimur Hermannsson. „Hins vegar er ég mjög ánægö- ur meö þaö, aö samkomulag náö- ist um þetta atriöi, og tel þaö reyndar lofa góöu út af fyrir sig. Þetta er fyrsti fundurinn sem haldinn er eftir aö samkomulagiö var gert viö Norömenn, og ég held aö menn læri smátt og smátt aö feta sig fram aö þeim vinnu- brögöum sem allir geta veriö ánægöir meö”. „Ég tel einnig mjög mikilvægt aö Norömenn gengust inn á þaö, aö aflahámarkiö næöi einnig til loönuveiöa þeirra við Grænland”, sagöi Steingrimur Hermannsson. Byggingarvisitalan hækkar um 12.6% Þessa dagana er statt i Reykjavikurhöfn, franska hafrannsóknarskipiö L’Esperance (Vonin). Skipiö sem tilheyrir franska flotanum veröur almenningi til sýnis i dag og á morgun frá kl. 14-17. Tímamynd Róbert Kás —Hagstofan hefur reiknað út nýja visitölu byggingarkostnaöar eftir verölagi i byrjun þessa mán- aöar, sem gilda á til september- loka nk. Samkvæmt útreikning- unum hefur byggingavisitalan hækkaö um 12.6% frá siöasta gildistimabili, þ.e. april-júni. Visitala byggingarkostnaöar er nú 490 stig, en var á siöasta gildis- timabili 435 stig. Visitala bygg- ingarkostnaðar var sett á 100 stig i október áriö 1975. Borgarstjórn vill ekki semja við SVFR um klak- og eldistöðina: „Óskiljanlegt” — segir Karl Ómar Jónsson, formaður SVFR Kás — „Máliö I heiid er óskiljan- legt og ber mjög undarlega aö. Borgarstjórn var búin aö ákveöa sig fyrir hálfum mánuöi aö semja viö okkur um leigu á klak- og eldisstööinni viö Elliöaár. Ég átti þvi von á aö samningsdrögin yröu samþykkt á siöasta fundi borgar- stjórnar, en ekki aö þeim yröi vis- aö frá og öörum aöila falin rekst- ur stöövarinnar”, sagöi Karl Ómar Jónsson, formaöur Stanga- og veiöifélags Reykjavikur I sam- tali viö Timann. A slðasta fundi borgarstjórnar var samþykkt tillaga þar sem samningsdrögum milli Raf- magnsveitu Reykjavikur og SVFR um leigu á klak- og eldis- stööinni viö Elliöaár næstu þrjú árin var visaö frá, en Veiöi- og fiskiræktarráöi I þess staö falin rekstur stöövarinnar. Ber þessi samþykkt undarlega að, þar sem borgarstjórn haföi á fundi sinum fyrir rúmum hálfum mánuöi samþykkt aö ganga til samninga viö SVFR um leigu stöövarinnar. Meirihluti mynd- aöist fyrir frávisunartillögunni þegar nýr varamaöur, Sveinn Björnsson kaupmaöur sat fund borgarstjórnar I staö Alberts Guömundssonar, en annar vara- maöur haföi setiö fund borgar- stjórnar I forföllum Alberts fyrir hálfúm mánuöi. „Mér finnst mjög óeölilegt aö borgarstjórn skipti um skoöun meö hálfmánaöarmillibili”, sagði Karl ómar Jónsson, formaöur SVFR i samtali viö Timann. I sama streng tók Fríörik Stefáns- son, framkvæmdastjóri SVFR, sem sagöi aö borgarstjórn gengi fram og aftur eins og jó jó, sam- þykkti eitt I dag en annað á morg- un. „Meö þessari samþykkt sinni, hefur borgarstjórn kippt fótunum undan frekari seiöaræktun SVFR”, sagöi Karl ómar. En á undanförnum árum hefur SVFR getaö selt seiöi ódýrari en á al- mennum markaöi. Lögfræöingar munu nú vera aö velta þvi fyrir sér hvort hægt sé aö skjóta samþykkt borgar stjórnar frá siöasta fundi til Fé- lagsmálaráöuneytisins til úr- skuröar, en eins og komiö hefur fram gengur hún þvert gegn fyrri samþykkt borgarstjórnar. í ööru lagi velta menn þvi fyrir sér, hvort SVFR kunni aö eiga skaöabótarétt á hendur borginni vegna frá hvarfs frá fyrri sam- þykkt sinni. Sólarlandaíerðir hafa lækkað um 40% — á 10 árum, ef miðað er við þann tima sem tekur að vinna sér inn fyrir þeim Kás — Samkvæmt könnun sem nokkrir viöskiptafræöinemar i Háskóla tslands hafa gert á veröi sólarlandaferöa, viröist svo sem sólarlandaferöir i ár, séu allt aö 40% ódýrari miöaö viö þau verö er giltu fyrir 10 árum, ef miöaö er viö þann tima sem tekur aö vinna sér inn fyrir þeim. 1 könnuninni kemur m.a. fram aö áriö 1970 tók þaö skrifstofu- mann i Verslunarfélagi Reykja- vikur 1,6 mánuöi aö vinna sér inn fyrir tveggja vikna sólarlanda- ferö, en nú tekur þaö hann hins vegar einn mánuð, eða 37.6% skemmri tima. Einnig kemur fram i könnun- inni aö á meöan verölag hefur sautjánfaldast á árabilinu 1970- 1980, þá hefur verð á sólarlanda- feröum fjórtánfaldast. Fyrrnefndar upplýsingar koma fram i nýjasta fréttabréfi Sam- vinnuferöa. 1 þvi segir enn frem- ur, aö óhætt sé aö fullyröa aö þessa hagstæöu veröþróun megi einkum þakka hagstæöum samn- ingum og sjálfstæöu leiguflugi feröask rifstofa nna. farþegar tíl Fara vinsældir sólarlandaferða sifellt dvinandi? 15% f ærri sólarlanda í ár — en í fyrra JSS — ,,Ég gæti trúaö aö þaö færu um 15% færri sólarlanda- farþegar úr landi núna, sam- anboriö viö siöastliöiö ár” sagöi Steinn Lárusson formaöur Félags islenskra feröaskrifstofa, þegar Timinn spuröi hann i gær hvort rétt væri aö minni eftirspurn væri eftir sólarlandaferöum nú en oft áöur á sama árstima. Samkvæmt þvi sem blaðið hef- ur fregnaö, er talsvert minna um bókanir I sólarlandaferðir nú, einkum I júlf, heldur en veriö hef- ur á sama árstima áöur. Mun þetta einkum stafa af þvi óvissu- ástandi sem nú rikir i kjaramál- um t.d. og óttast margir aö þeirra bföi verkfall er heim kemur aö loknu frii. Steinn Lárusson sagöi aö I ár væri talsvert minna framboð á markaðinum en veriö heföi I fyrrasumar, en bókanir væru afturheldur betri i prósentum. Sl. ár heföi veriö flogiö meö talsvert mikiö af tómum sætum og þvi heföi sætaframboö verið minnk- aö, um 20-25%. Bókanir hjá sér væru nú 8-10 % betri miðað viö sama tima i fyrri I prósentvis. Heildardæmið kæmi þannig út að um 15% samdrátt væri aö ræöa, og þá miöaö viö aö sætamagniö væri minna, þannig aö ekki væri flogiö meö auö sæti. Ekki kvaöst Steirin veröa var viö aö afpantanir væru meiri I ár en áður. Hins vegar væri þaö nokkuö truflandi, aö veröiö væri háö gengi á hverjum tima, þannig aö þaö gæti veriö nokkuö sveiflu- kennt. Þetta heföi alltaf einhver áhrif, en afpantanir væru þó ekki meiri en áöur, eins og komiö heföi fram. Aðspuröur um fækkun sólar- landafarþega i ár, sagöi Steinn aö af einhverjum ástæöum færi fólk eitthvaö annað. T.d. heföu veriö sett á markaöinn nokkur þúsund sæti af næturflugi til Kaup- mannahafnar og einhverja þyrfti til aö fylla þau sæti. Væri ekki ólíklegt aö nokkurn veginn sami farþegafjöldi yröi fluttur út úr landinu á þessu ári og heföi verið sl. ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.