Tíminn - 24.06.1980, Side 8
8
Þri&judagur 24. júnl 1980.
Stuðningsmenn
Péturs J. Thorsteinssonar
hafa opnað kosningaskrifstofur
á eftirtöldum stöðum:
Akranes: Heiðarbraut 20, (93) 2245
Opin kl. 17-19.00
Isafjörður: Hafnarstraeti 12, (94) 4232
Opin kl. 14.00-22.00
Sauðárkrókur: Aðalgötu 24, (96) 71711
Opin kl. 17.00-22.00
Sigluf jörður: Sjálfsbjargarhúsið v/Sæmundargötu (95) 5700
Opin kl. 17.00-19.00 og 20.30-22.00
Akurevri- Hafnarstræti 99—101. — (Amarohúsið)
Simar (96 ) 25300 og 25301
Opin kl. 14.00-22.00
Húsavik: Garðarsbraut 15, (96) 41738
Opin kl. 17.00-22.00
Egilsstaðir: Bláskógar 2, (97) 1587
Opin kl. 13.00-19.00
Selfoss: Austurveg 40, (99 ) 2133
Opin 17.00-19.00 og 20.00-22.00 nema laugard. og
sunnud. kl. 14.00-18.00
Vestmannaeyjar: Skólavegi 2, (98) 1013
Opin kl. 14.00-21.00
Hafnarfjöröur: Sjónarhóll v/ Reykjavikurveg 22
Opin kl. 14.00-21.00 (91) 52311
Keflavfk: (jafnframt fyrir Njarðvík, Sandgerði, Gerðar,
Vogar, Vatnsleysuströnd, Hafnir og Grindavfk)
Grundarvegi 23, Njjrðvík (92) 2144
Opin kl. 14.00-22.00 nema laugard. og sunnud. kl
14.00-18.00
Eftirfarandi umboðsmenn annast alla
fyrirgreiðslu vegna forsetaframboðs
Péturs J. Thorsteinssonar:
Hellissandur: Hafsfeinn Jónsson, (95) 6631
Grundarfjörður: Dóra Haraldsdóttir, (93) 8655
ólafsvik: Guðmundur Björnsson, forstjóri, (93) 6113
Stykkishólmur: Gréta Sigurðardóttir, hárgr.k., (93) 8347
Búðardalur: Rögnvaldur Ingólfsson, (93) 4122
Patreksf jörður Olafur Guðbjartsson, (94) 1129
Tálknafjörður: Jón Bjarnason, (94) 2541
Bildudalur: Sigurður Guðmundsson, simstj. (94) 2148
Þingeyri: Gunnar Proppé, (94) 8125
Flateyri: Erla Hauksdóttir og Þórður Júliusson, (94) 7760
Suðureyri: páll Friðbertsson, (94) 6187
Bolungarvík: Kristján S. Pálsson, (94) 7209
Súðavik: Hálfdán Kristjánsson, (94) 6969 og 6970
Hólmavik: Þorsteinn Þorsteinsson, (95) 3185
Skagaströnd: Pétur Ingjaldsson, (95 ) 4695
Guðm. Rúnar Kristjánsson (95) 4798
ólafsfjöröur Guðmundur Þ. Benediktsson, (96) 62266
Dalvik: Kristinn Guðlaugsson, (96) 61192
Hrisey: Björgvin Pálsson (96) 61704
Þórshöfn: Gyða Þórðardóttir, (96) 81114
Kópasker: Olafur Friðriksson, (96) 52132 og 52156
Vopnafjörður: Steingrímur Sæmundsson, (97) 3168
Seyöisfjöröur: oiafur M. Olafsson, (97) 2235 og 2440
Neskaupstaður: Hrólfur Hraundal, (97) 7535
Eskifjörður: Helgi Hálfdánarson, (97) 6272
Reyöarfjöröur: Gisli Sigurjónsson, (97) 4113
Fáskrúösfjörður: Hans Aðalsteinsson, (97) 5167
Breiödalsvik: Rafn Svan Svansson, (97) 5640
Djúpivogur: Asbjörn Karlsson (97) 8825
Höfn.Hornafirði: Guðmundur Jónsson, Bogaslóð 12, (97) 8134 og Unn-
steinn Guömundsson Fiskhóli 9, (97) 8227
Hella: Svava Arnadóttir, (99) 5851
Sandgerði: Nina Sveinsdóttir, (92) 7461
Garðabær: Guðlaug Pálsdóttir, (91) 54084
Kópavogur: Bjarni Sigurðsson, (91) 45644 og 43829
Seltjarnarnes: Kristinn P. Michelsen, (91) 14499.
Framarar einir
I efsta sætínu
haía tveggja stíga forskot á Val eftír góðan sigur á FH 3:1
Framarar unnu góðan sigur á
FH-ingum i 1. deild tslands-
mótsins I knattspyrnu er liðin
mættust á Kaplakrikavelli á
laugardag.
t leiknum skoruðu Framarar
þrjil mörk en FH-ingar eitt.
bað voru ekki liðnar nema um
15 mlniltur er Gunnar Guð-
mundsson skoraði fyrsta mark
Fram með skoti Ur vitateig og
eftir þaö mark var ljóst hvert
stefndi.Framarar léku oft mjög
vel en þaö sama var upp á ten-
ingnum hjá FH-ingum en þeir
náöu ekki að binda endahnUt á
Lárus tryggði
Víkingi stig
• gegn IBV
Vestmannaeyingar voru
óheppnir aö vinna ekki sigur á
Vlkingum er liðin léku I 1. deild
tslandsmótsins I knattspyrnu á
Laugardalsvelli á laugardag.
Leiknum lauk með jafntefli 1:1
eftir að staöan I leikhléi haföi
verið 1:1.
Eyjamenn léku mun betur
mest allan leikinn og var oft
gaman aö góöu samspili þeirra.
Þeir fengu ilka góö marktæki-
færi enda Vikingsvörnin með
afbrigðum óörugg.
Þaö voru ekki liðnar nema
tvær minUtur af leiknum þegar
Sveinn Sveinsson skoraði mark
Eyjamanna. Ómar Jóhannes-
son tók hornspyrnu og gaf vel
fyrir markiö. Einhver misskiln-
ingur átti sér stað i vitateig Vik-
ings og náöi Sveinn að eiga sið-
asta orðið.
Vikingar hresstust nokkuð
eftir þetta mark og náðu að
jafna metin á siðustu minUtum
hálfleiksins. Diðrik sparkaði þá
langt frá marki. Hinrik tók við
knettinum og skallaði hann til
Lárusar Guðmundssonar yfir
Vikingsvörnina og skoraöi Lár-
us af stöku öryggi.
t siðari hálfleik, sem var leið-
inlegri en sá fyrri, gerðist nán-
ast ekkert merkilegt svo að
heita megi.
Vikingar virðast vera með
slakara lið nU en undanfarin ár,
enda margir af fastaleikmönn-
um frá i fyrra meiddir. Liöið
verður að vinna leik fljótlega.
Liðið má ekki gera jafntefli
endalaust.
Eyjamenn börðust mjög vel i
þessum leik og allir voru með i
þvi sem verið var að gera. Ósk-
ar Valtýsson var langbestur
leikmanna tBV i þessum leik og
er engu likara en að hann sé
gersamlega þindarlaus. Hann
vará hlaupum og hvetjandi sina
menn hverja minUtu leiksins.
-SK.
Þjóðverjar
unnu títil-
inn aftur
margar fallegar sóknir sinar.
Framarar skoruðu siðan ann-
að mark I fyrri hálfleik og var
þaö sérstaklega glæsilegt.
Erlendur Daviðsson sem leikur
einnig handknattleik með Fram
fékk þá knöttinn vel fyrir utan
vitateig og hann var ekki að tvi-
nóna viö hlutina heldur lét skot-
ið riöa af og I netiö fór knöttur-
inn með miklum látum eftir að
hafa haft viðkomu I þverslánni.
Farmarar gátu bætt viö mörk-
um og fengu meira að segja
vitaspyrnu. Marteinn Geirsson
skaut i stöng og knötturinn
hrökk til Gunnars Guðmunds-
sonar sem skaut hátt yfir.
í siðari hálfleik skoraði slðan
Guðmundur Steinsson sitt
fyrsta mark fyrir Fram á
keppnistimabilinu eins og
Gunnar Guömundsson og
Erlendur. Baldvin Eliasson gaf
þá mjög vel fyrir markið þar
sem Guðmundur var vel stað-
settur og skallaði knöttinn I net-
ið. Það var siðan Magniís Teits-
son sem lagaði stöðuna fyrir FH
með liímsku skoti sem fór yfir
JUlius I markinu.
Þessi sigur Fram var æði dýr-
keyptur. Tveir sterkir leik-
menn, þeir Kristinn Atlason og
Gunnar Bjarnason, urðu að fara
á slysavarðstofuna með skurð á
augabrUn, Gunnar eftir aðeins
tveggja minUtna leik. Framar-
ar léku vel að þessu sinni og
meira að segja oft á tiðum sókn-
arknattspyrnu. Pétur Ormslev
lék ekki með Fram en hann var
að taka Ut tveggja leikja bann
vegna refsistiga. Fyrri leikinn
tók Pétur Ut gegn IBV. Baldvin
Eliasson átti góðan leik og gegn
FH og einnig Erlendur Daviös-
son og raunar allt Fram-liðið
lék vel.
FH-ingar mega svo sannar-
lega fara að taka sig á ef þeir
ætla ekki að leika i 2. tieild
næsta sumar. Liðið leikur oft
skemmtilega saman Uti á vell-
inum en það er ekki nóg. Það
eru mörkin sem gilda. Þeir
verða aö fara aö skora mörk.
Enginn FH-inga skar sig Ur i
þessum leik sem Sævar Sigurös-
son dæmdi. -SK.
urðu Evrópumeistarar í annað sinn
er þeir sigruðu Belgíu 2:1 í úrslitaleik Vj
keppninnar
Horst Hrubesch skoraði bæði mörk Þjóðverja
Tékkar sigruðu Italiu eftír vitaspyrnukeppni og lentu
í 3. sæti
Vestur-Þjóðverjar tryggðu
sér Evrópumeistaratitilinn i
knattspyrnu er þeir sigruðu
Belga í úrslitaleik á sunnudags-
kvöldið 2:1 eftir að staðan I leik-
hléihaföi verið 1:0 Þjóðverjum I
vil. Leikið var I Róm.
Leikurinn þótti lélegur og
leiðinlegur á að horfa. Horst
Hrubesch skoraði bæði mörk
Þjóðverjanna. Fyrra markið
skoraöi hann eftir aðeins 10
minútna leik eftir að hafa fengið
góða sendingu frá Brend
Schuster. Skot Hrubesch var
gott af um 15 metra færi. Hann
var svo aftur á ferðinni á siðustu
minútu leiksins er hann skallaði
knöttinn i net Belganna eftir
hornspyrnu Karl Heinz
Rummenigge. í millitiðinni
hafði Belgum tekist að jafna
metin úr afar vafasamri vita-
spyrnu og var það Van Der
Eycken sem skoraði úr henni.
Ahorfendur voru 45 þúsund og
skemmtu sér illa.
1 leiknum um þriöja sætið var
fjörið meira. Þar áttust við
Tékkar annars vegar og Italir
hins vegar. Eftir venjulegan
leiktima var jafnt og einnig eftir
framlengingu og venjulega
vitaspyrnu 5:5. Það var ekki
fyrr en staðan var 8:8 að
tékkneska markverðinum tókst
að verja og síðan tryggðu Tékk-
ar sér sigur 9:8 i næsta skoti.
Einar Þórisson sigraði
Úrslit I opnu ungiingamóti i
golfi I Grafarholti 22. júni uröu
sem hér segir:
Sigurvegari varð Einar Þóris-
son GR á 78 höggum I ööru sæti
Sigurður Sigurösson GS á 79 og i
þriðja sæti Magnús Jónsson GS
á 81.
Keppni með forgjöf.
1. Jón örn Sigurðsson GR 73,
2. Sigurður Sigurðsson GS 74, 3.
Kristján R. Hanson GK 75 og
ívar Hauksson GR var með
sama höggafjölda. Ein stúlka
tók þátt i keppninni og fékk sér-
staka viðurkenningu fyrir. Það
var Þórdis Geirsdóttir GK.
Miðvikudaginn kl. 13 verður
undirbúningur undir golfmótið i
Grafarholti, sem tilheyrir 1S1
hátiðinni. Þangað er öllum kylf-
ingum landsins boðiö. Leiknar
verða 18 holur. Kylfingar eru
hvattir til þess að koma
snemma til þess að létta á
kvöldinu. 9 bestu i hverjum
flokki halda áfram i úrslita-
keppni, sem leikin verður á
föstudag kl. 16.
ÍÞRÓTTIR
Þriðjudagur 24. júni 1980.
IÞR0TTIR
hjáSkagamönnum
• þegar þeir yfirspiluðu Valsmenn og unnu þá 3:0
Sigþór Ómarsson skoraði tvö mörk fyrir ÍA og lagði hið þriðja upp
Sigþór Ómarsson sést hér á góðri mynd Róberts skora þriðja mark Skagamanna I leiknum gegn Val eftir að hafa leikið á
óttar bakvörð og er greinilegt á svip hans að hann er ekki allt of ánægöur með eigin frammistöðu.
Meistarataktar
Það voru ekki borubrattir
Valsmenn sem gengu af
Laugardalsvelli á sunnudags-
kvöldið eftir að hafa tapað fyrir
IA 0:3 íl. deild islandsmótsins í
knattspyrnu. Staðan í leikhléi
var 3:0 og skoruðu Skagamenn
því öll mörk í fyrri hálfleik.
//Það er ekki hægt að neita því
að þetta var sætur sigur. Þetta
er það sem við erum búnir að
vera að bíða eftir. Þetta er allt
að koma hjá okkur og fram-
haldinu kviði ég eigi," sagði Jón
Gunnlaugsson hinn sterki
varnarmaður IA eftir leikinn á
sunnudagskvöldið.
,/Við stefnum nú á toppinn og
óneitanlega finnst mér við
Skagamenn vera i betri aðstöðu
en hin liðin þar sem við erum að
sækja á en þurfum ekki að hafa
það á bakinu í hverjum leik að
vera í efsta sæti."
Vera má að Jón hafi lög að mæla eða
allavega var þaö greinilegt á Skaga-
liðinu gegn Val að það var ekki nokkur
pressa á liöinu.
Leikurinn var ekki nema stundar-
fjórðungs gamall þegar fyrsta markið
kom. Sigþór Ómarsson gaf þá vel fyrir
mark Vals. Nýliðinn I ÍA, Július
Ingólfsson gat skotið en lét knöttinn fara
til Sigurðar Lárussonar sem var óvald-
aður i vitateig og skaut heljarmilu skoti
. á Valsmarkið sem rataöi rétta leið.
Og stundarfjórðungi seinna eöa á 30.
minútu kom annað markið. Arni
Sveinsson gaf þá fyrir markið á Sigþór
Ómarsson sem var á auðum sjó.
Hafði hann nægan tima til að lagfæra
knöttinn fyrir fótum sér áður en hann
sendi hann I netið með góöu skoti 2:0.
Og aðeins tveimur minútum siöar
gerðu Skagamenn siðan út um bless-
aðan leikinn. Kristján Olgeirsson gaf
stórgóða sendingu fram á völlinn til
Sigþórs Ómarssonar. Hann lenti i kapp-
hlaupi við bakvöröinn Óttar Sveinsson
og haföi betur, lék laglega á hann og
sendi siðan knöttinn með miklu þrumu-
skoti I markið án þess aö ólafur
Magnússon, ágætur markvörður Vals i
þessum leik næði að verja. Annað mark
Sigþórs varð þarna staðreynd og
reyndar má segja aö hann hafi skoraö
tvö og hálft mark þar sem hann átti
stóran þátt i fyrsta markinu.
Af slökum Valsmönnum er það að
segja að þeir náöu að skora mark á
siðustu minútu hálfleiksins. Bjarni
markvörður var kominn nokkuð langt
út úr markinu þegar Albert skaut
nokkuö góðu skoti sem fór i varnarmann
IA og var knötturinn á leið yfir Bjarna
og I markið þegar hann hóf sig til flugs
og hélt maöur um tima að hann væri
ekkert á þeim buxunum að lenda aftur.
En það kom þó að þvi og i lendingunni,
sem var þó hálfgerð nauðlending, missti
hann boltann frá sér og Matthias náði
að pota boltanum inn. En dómarinn
Eysteinn Guðmundsson dæmdi markið
af á þeim forsendum að Matti hafði
sparkað knettinum úr höndum Bjarna.
Skömmu fyrir þetta atvik skaut Guð-
mundur Þorbjörnsson góðu skoti I
innanverða stöng Skagamarksins og
munaöi þar grönnu.
Þá eru eiginlega upptalin marktæki-
færi þessa leiks ef frá er talið viti sem
Skagamenn fengu i siöari hálfleik eftir
að einn varnarmanna Vals hafði hand-
leikið knöttinn innan vitateigs. Ólafur
Magnússon gerði sér litiö fyrir og varði
skot Arna Sveinssonar. Orstuttu siðar
munaði litlu að Óttari tækist að skora
sjálfsmark en tréverkið (sláin) kom I
veg fyrir þaö. Hugðist hann skalla
knöttinn út fyrir endalinu.
Valsmenn voru ákaflega slakir I
þessum leik og hefði nánast hvaða 1.
deildarlið getað unnið liðið á sunnu-
dagskvöldö. Hér er þó ekki veriö aö
gera litið úr frammistöðu Skagamanna
en liðiö lék sinn besta leik i langan tima.
Koma Júlíusar I framlinuna gerbreytti
framlínu liðsins og er þar mikið efni á
ferð. Annars er erfitt að taka einn
Skagamann út úr sem besta mann.liöið
lék allt vel og barátta liðsmanna var
mikil.
Um leik Valsliðsins er best aö hafa
sem fæst orð. Þeir vilja örugglega
gleyma þessum leik sem fyrst.
Leikinn dæmdi Eysteinn Guömunds-
son, vel.
—SK.
Bj örgvin
sá besti
• sigraði í „Jonny Walker” keppninni
Hinn kunni golfleikari,
Björgvin Þorsteinsson, bar sigur-
orð af öllum öðrum I „Johnny
Walker” keppninni I golfi sem
fram fór á golfvelli Nesklúbbsins
um helgina. Björgvin lék fyrri 18
holurnar á 71 höggi og haföi
forystu eftir fyrri dag keppninnar
eins og Timinn skýrði raunar frá
á laugardaginn.
A laugardaginn lék hann siðari
holurnar á 78 höggum og kom inn
á 149 höggum, tveimur höggum
færra en íslandsmeistarinn
Hannes Eyvindsson sem lék á 151
höggi.
1 þriðja sæti varð Jóhann H.
Guðmundsson GR á 153 höggum.
I keppninni með forgjöf sigraði
Knútur Björnsson GK á 145
höggúm nettó en annar varð Jón
„öðlingur” Arnason (betur
þekktur sem badmintonspilari) á
147 höggum. 1 þriðja sæti varö
Siguröur Hafsteinsson GR á 149
höggum.
1 kvennakeppninni sigraði
Asgerður Sverrisdóttir NK á 87
höggum en önnur var Guðfinna
Sigurþórsdóttir GS á 89 höggum.
Skiðadrottningin Steinunn
Sæmundsdóttir varð I þriðja sæti
eftir bráðabanakeppni viö
Kristinu Þorvaldsdóttur NK á 93
höggum.
I keppni kvenna með forgjöf
sigraði Kristine Eide ND á 86
höggum en önnur varö Lóa Sigur-
björnsdóttir GK á 76 höggum
einnig en Kristine sigraði I bráða-
banakeppni. 1 þriðja sæti varð
Aðalheiöur Jörgensen Nolan GR
á 79 höggu .
Vangur h/f gaf öll verölaun I
keppninni en fyrstu verðlaun hjá
körlum var keppnisferð á
„Walker Cup” sem fram fer I
Danmörku I haust og er eitt af
sterkustu golfmótum Evrópu ár
hvert.
—SK.
„Verð frá f
3 vikur”
# segir Guðmundur Baldursson
markvörður Fram sem meiddist i
leiknum gegn Víkingi á dögunum
„Þetta lltur ekki nægilega
skemmtilega út. Ég geri ráð fyrir
að vera frá keppni I 3 vikur,”
sagði Guðmundur Baidursson
markvörður Fram og landsliösins
er Tlminn fór aö grennslast fyrir
um meiðsli þau er hann hlaut á 1.
minútu leiksins viö Viking á
dögunum.
„Ég fór I myndatöku og þar
kom i ljós að liðbönd eru sem
betur fer ekki slitin en mjög illa
tognuð. Ég er ekki viss um að
þetta væri svona slæmt i dag ef ég
hefði verið tekinn strax út af eftir
aö þetta átti sér stað,” sagði Guö-
mundur og var hann greinilega
óhress i bragði. Ekki nóg með aö
hann missi leiki með félagi sinu
heldur missir hann einnig af
landsleiknum gegn Finnum ann-
að kvöld, en ráðgert hafði verið
að hann stæði i marki Islands I
þeim leik.
Þetta er mikil blóötaka fyrir
Fram, en Guðmundur sagðist
reikna með að geta leikið gegn
KR, en sá leikur fer fram 7. júli.
„Ég reyni aö gera æfingar
Þessi mynd var tekin I hálfleík I
ieik Fram og Vikings og er hér
nýbúið aö gera aö meiöslum Guð-
mundar, en meiðsli hans
reyndust alvarlegri en á horfðist I
fyrstu. Timamynd Tryggvi.
sjálfur til að detta ekki úr allri
þjálfun,” sagöi Guömundur og
var greinilega staðráöinn I aö
komast á milli stanganna sem
allra fyrst.
I stað Guðmundur kemur ungur
og efnilegur markvörður, Július
Marteinsson og er ekki ástæöa til
annars en að ætla aö hann standi
sig vel.
Þróttarar n^ðu
í stíg gegn IBK
# leiknum lauk með jafntefli 1:1 eftír
að Keflvíkingar höfðu náð
forystu í leiknum
Þróttarar héldu frá
Keflavfk á sunnudags-
kvöldið með annað stigið
eftir að hafa gert jafntefli
gegn IBK, er liðin léku í 1.
deild islandsmótsins í
knattspyrnu.
Leikmenn beggja liða
áttu nokkuð erfitt með að
hemja knöttinn, enda var
mikill norðan strekkingur
á meðan leikurinn fór
fram. Þrátt fyrir það sáust
oft skemmtilegir kaflar til
beggja liða, en staðan í
leikhléi var 0:0.
Keflvikingar tóku siðan
forustuna þegar skammt var liðið
af siðari hálfleik með marki
Ragnars Margeirssonar, en
þremur minútum siðar jafnaði
Húsvikingurinn i liöi Þróttar,
Sigurkarl Aðalsteinsson, metin
fyrir Þrótt og vildu margir meina
að um rangstöðu heföi veriö aö
ræða, en dómarinn Kjartan
Ólafsson var ekki á sama máli.
Þróttarar náðu þvi I dýrmætt
stig i fallbaráttunni sem örugg-
lega á eftir að koma þeim til góða
seinna i sumar.